Dagur - 13.07.1991, Síða 2

Dagur - 13.07.1991, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 13. júlí 1991 "X * - - ■ ■ -V ,»•■ Fréttir Bifreiðaskoðun Islands: Lokanir á litlu stöðvunum eru vegna spamaðar - segir Karl Ragnars Gatnagerðarframkvæmdir hafa staðið yfir á Húsavík undanfarnar vikur og nú er búið að leggja malbik á Brúna- gerði, Stórhól og Baughól. Verið er að malbika við höfnina og þegar myndin er tekin er verið að vinna við Shell- skálann þar sem malbika á stórt plan. Einnig standa yfir framkvæmdir við aðkeyrslu og bílastæði við sjúkrahúsið og nýju heilsugæslustöðina Mynd: im Olympíuleikar í stærðfræði framhaldsskólanema: Sauðkrækingur og Akureyringur í íslensku sveitinni Bifreiðaskoðun íslands hf. er með skoðunarstöövar vítt og breitt um landið. Einungis stöðvar á Akureyri, ísafirði og í Reykjavík eru þó opnar allt árið um kring og Dagur hefur heyrt óánægjuraddir meðal eigenda ökutækja á lands- byggðinni vegna lokunar skoð- unarstöðva eins og á Blönd- uósi, Húsavík og Sauðárkróki. Vegna þessa hafi Dagur sam- band við Karl Ragnars, framkvæmdastjóra Bifreiða- skoðunarinnar. „Pessar lokanir á skoðunar- stöðvunum eru vegna þess að Bifreiðaskoðunin er að reyna að spara. Eftir því sem stöðvarnar eru minni, þeim mun minni áherslu höfum við lagt á að koma ÁTVR: Bjórsala minnkar milliára - sáralítil sala í alkóhóllausum vínum Landinn svelgir svipað magn af áfengi á þessu ári og í fyrra, miðað við sölutölur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins fyr- ir fyrstu sex mánuði ársins. Raunar er samdráttur miðað við fyrstu sex mánuðina 1990 um 4,3% í lítrum talið en að- eins 0,4% ef samdrátturinn er reiknaður í alkóhóllítrum. Pegar fyrstu sex mánuðir áranna 1990 og 1991 er bornir saman má sjá að sala á bjór hefur dregist saman um 7,8%, miðað við magn, og sala á brennivíni hefur minnkað um tæp 8%. Hins vegar eru flestar aðrar tegundir áfengis í sókn. Pannig hefur sala á rauðvíni aukist um 6,3%, á hvítvíni um 9,8% og á rósavíni um 27%. Sala á sterkum vínum, öðrum en brennivíni og sjenever, hefur einnig aukist, eða um 4-6% á algengustu tegundum. Til að gefa vísbendingu um hvaða magn er hér á ferð þá keyptu landsmenn ríflega 4 millj. lítra af áfengi fyrstu sex mánuði ársins og þar af nam sala á bjór 2,8 milljónum lítra. Vín sem ekki innihalda alkó- hól eru til sölu hjá ÁTVR en þau hafa ekki slegið í gegn. Á umræddu tímabili seldust aðeins 915 flöskur af slíku víni eða 649 lítrar. Þróunin í tóbakssölunni er svipuð og undanfarin misseri, neftóbakið í stöðugri sókn. Fyrstu sex mánuði ársins jókst sala á nef- og munntóbaki um 6,8% og sala á vindlingum um 0,7% en reyktóbakssalan minnk- aði um 9,1% og sala á vindlum var 0,7% minni en í fyrra. SS Rokktónleikar í Dynheimum Rokktónleikar verða í Dynheim- um í kvöld kl. 21.30. Það koma fram hljómsveitirnar Bootlegs frá Reykjavík og Exit frá Akureyri. Miðaverði er mjög stillt í hóf, aðeins 500 krónur. GG með afleysingamenn í sumarfri'- um. Þessar minni stöðvar erum við með opnar um tíu mánuði á ári og á þeim tíma einungis með hálfa nýtingu á starfsmanni," segir Karl Ragnars. Karl segir að þeir hjá Bifreiða- skoðuninni hafi orðið varir við töluverða óánægju vegna lokan- anna og svo geti farið að þeir breyti þjónustu sinni í samræmi við það, en það gerist þó ekki á þessu ári. „Mesta gagnrýnin sem við höf- um fengið er um að þjónusta okkar sé dýr. Við getum því varla leyft okkur að láta þjónustuna kosta hvað sem er. í framtíðinni getur þó verið að við förum út í meiri afleysingar á þessum stöðum. Það yrði þá jafnvel á kostnað ferða færanlegu stöðvar- innar, því að oft þarf að loka vegna þess að skoðunarmennirn- ir á litlu stöðvunum fara með henni um dreifbýlið,“ segir Karl um lokunarmál skoðunarstöðva. Útlit er því fyrir að enn um sinn verði bifreiðaeigendur að panta sér tíma með góðum fyrir- vara ef þeir vilja ekki eiga á hættu að koma að lokuðum dyrum. Enda hafa menn í raun og veru níu mánuði til að færa bifreiðir sínar til skoðunar áður en skoðunargjald hækkar vegna seinlætis. SBG „Sumarið hefur verið ágætt og það er vel pantað í júlí og fram í ágúst,“ sagði Erla Sveinsdótt- ir í samtali við Dag, en hún rekur ferðaþjónustu í Ytri-Vík á Árskógsströnd. Nýr sumar- bústaður var tekinn í notkun í Ytri-Vík í sumar sem tekur 6 manns og alls er orðið pláss fyrir 22 gesti. Líkt og síðasta sumar verður áfram boðið upp á sjóstangveiðiferðir á Eyja- firði. Á fjórað hundrað manns var samankomið í Húnaveri á fimmtudeginum er þar hófst ísiandsmót í hestaíþróttum. Á fimmta hundrað skráningar eru í mótið. Mótið er haldið árlega á mismunandi stöðum víðs veg- ar um landið. Á fimmtú- deginum var keppt í hindr- unarstökki, hlýðnikeppni og í forkeppni í fimmgangi. í hlýðnikeppni barna sigraði Guðmar Þór Pétursson, annar varð Sigfús B. Sigfússon og þriðji Sigríður Pétursdóttir. í hlýðni- keppni unglinga sigraði Theodóra Mathiesen, í öðru sæti varð Sif Hauksdóttir og þriðji Gísli Geir Gylfason. í hlýðnikeppni fullorð- inna sigraði hinn gamalkunni knapi Sigurbjörn Bárðarson, ann- ar varð Hermann Ingason og Sex unglingar hafa verið valdir til keppni í alþjóðlegri olympíukeppni í stærðfræði sem fram fer í Svíþjóð dagana 17. og 18. júlí nk. Keppnin er Farið var í fyrstu sjóstangveiði- ferðina nýlega og var þátttaka góð. Ferðirnar eru á dagskrá í júlí á fimmtudags- og laugardags- kvöldum og ekki lagt upp með færri en 5 manns. Einnig geta hópar pantað aukaferðir. Þessar sjóstangveiðiferðir voru vinsælar síðasta sumar og sagði Erla að þær bestu væru þegar miðnætur- sólin næði að teygja fram anga sína. Að sögn Erlu eru komnir all þriðja Sigrún Viðarsdóttir. í hindrunarstökki sigraði Sigurður Matthíassson, annar varð Sigur- björn Bárðarson og þriðji Jóhannes Skúlason. Forkeppni unglinga í fimmgangi hófst á fimmtudag og þau sem komast í úrslit eru Þóra Brynjarsdóttir með 51,60 stig, Sigurður Matthí- asson með 49,20 stig, Erlendur Ari Óskarsson með 45,80 stig, Daníel Jónsson með 45,60 stig og Sif Hauksdóttir með 30,40 stig. í forkeppni fullorðinna í fimm- gangi eru efstirHermann Ingason með 59,20 stig, Sigurbjörn Bárð- arson með 58,60 stig, Erling Sig- urðsson með 57,80 stig og Hinrik Bragason og Jón Árnason báðir með 57,00 stig. Einnig fara í úrslit Trausti Þór Guðmundsson með 56,60 stig, Vignir Siggeirsson með 55,00 stig, Rúna Einarsdóttir með einstaklingskeppni og glíma allir við sömu verkefni, þrjú verkefni á dag í fjóra og hálfan tíma í senn. Búist er við ríflega 300 keppendum frá 60 löndum nokkrir fastagestir í Ytri-Vík, jafnt innlendir sem erlendir ferðamenn, sem koma ár eftir ár. „Ég hélt nú að útlendingar kæmu ekki hingað til landsins nema einu sinni eða svo en það er greinilega að breytast," sagði Erla. Daglegur rekstur ferðaþjón- ustunnar í Ytri-Vík í sumar er í höndum Álfheiðar Ástvaldsdótt- ur og Höllu Þorvaldsdóttur. -bjb 52,00 stig, Svanberg Þórðarson með 51,60 stig og Gylfi Gunnars- son með 51,40 stig. GG Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokks- ins, mun halda fundi á Húsavík og Akureyri í næstu viku. Þingmenn Framsóknarflokks- ins í Norðurlandskjördæma eystra, þau Guðmundur Bjarna- son, Valgerður Sverrisdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, en undanfarin tvö ár hafa Kín- verjar borið sigur úr býtum í óformlegri landskeppni en þeir hófu þátttöku í keppninni um leið og íslendingar árið 1985. Keppendur verða Ásbjörn Ólafsson úr Kópavogi frá Versl- unarskóla íslands, Bjarni V. Halldórsson frá Garðabæ úr Menntaskólanum í Reykjavík, Gestur Guðjónsson Skeiða- hreppi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, Hersir Sigurgeirsson Vestmannaeyjum úr Mennta- skólanum við Hamrahlíð og Norðlendingarnir Frosti Péturs- son Akureyri frá Menntaskólan- um á Akureyri og Grétar Karls- son Sauðárkróki frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Aðeins Frosti Pétursson hefur farið áður en hann hann tók þátt í olympíu- keppninni í Kína í fyrra og hlaut verðlaun. Keppendur eru valdir á grund- velli frammistöðu þeirra í Stærð- fræðikeppni framhaldsskólanema þar sem um 500 nemar tóku þátt og í Norðurlandakeppni í stærð- fræði en Frosti Pétursson lenti þar í fjórða sæti. Grétar Karlsson frá Sauðár- króki sagðist alveg eins hafa átt von á því að vera valinn til þátt- töku í keppninni eftir frammi- stöðuna í vetur og sagðist vera hóflega bjartsýnn um árangur í Svíþjóð en reiknaði með að íslenska sveitin væri svipuð að getu og sveitir hinna Norður- landaþjóðanna. GG verða á ferð um kjördæmið ásamt Steingrími Hermannssyni, og verða haldnir tveir fundir með trúnaðarmönnum Framsóknar- flokksins. Fyrri fundurinn verður á Húsavík miðvikudaginn 17. júlí kl. 20.30, sá seinni á Akureyri föstudaginn 19. júlí kl. 17.00. EHB Ferðaþjónustan í Ytri-Vík: Sjóstangveiðin byijuð aftur - nýr sumarbústaður tekinn í notkun Mörg hundruð mauns á íslandsmóti í hestaíþróttum í Húnaveri Framsóknarflokkurinn: Fundir á Húsavík og Akureyri - með þingmönnum kjördæmisins og Steingrími Hermannssyni

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.