Dagur


Dagur - 13.07.1991, Qupperneq 3

Dagur - 13.07.1991, Qupperneq 3
Laugardagur 13. júlí 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Bankaeftirlit Seðlabankans fylgist með Landsbankanum - vegna leigusamnings bankans við þrotabú Álafoss hf. Bankaeftirlit Seðlabanka íslands hefur undanfarið skoð- að þátttöku Landsbanka íslands í rekstri þrotabús Ala- foss hf. Strangar skorður eru settar við beinni aðild við- skiptabanka að atvinnurekstri, en grundvallarreglan er sú að bönkum er óhcinúlt að stunda atvinnurekstur. Samkvæmt heimildum Dags hefur Banka- eftirlitið rætt við Landsbank- ann um þessi mál og kannað hvernig að þeim er staðið, en Þórður Olafsson, forstöðu- maður Bankaeftirlitsins, vill hvorki játa því né neita að þeir hafi áminnt Landsbankann um að halda sig innan takmarka bankalaganna eða gert athuga- semdir við leigu bankans á þrotabúi Álafoss hf. Þórður Ólafsson segir að þar sem Landsbankinn eigi mikilla Könnun Hagvangs fyrir Bindindisfélag ökumanna: Þriðji hver ökumaður undir tvítugu lenti í umferðaróhappi á síðasta ári - og sjöundi til áttundi hver á þrítugsaldri Tíundi hver ökumaður lenti í umferðaróhappi á síðasta ári, samkvæmt könnun sem Hag- vangur gerði fyrir Bindindisfé- lag ökumanna í lok janúar sl. Svör fengust hjá 1026 körlum og konum á aldrinum 17 til 89 ára. Yngstu ökumennirnir lentu mun frekar í óhöppum en þeir sem eldri eru. Um þriðji hver ökumaður undir tvítugu og sjöundi til áttundi hver á þrítugsaldri lenti í óhappi á síðasta ári. Allir þátttakendurnir í könnuninni voru spurðir hvort og hve mikið þeir ækju að jafnaði á ári. Þeir sem sögðust aka eitt- hvað, voru síðan spurðir hvort þeir hefðu, sem ökumenn, lent í umferðaróhappi á síðasta ári. Um 94% karla á þessum aldri aka en aðeins 74% kvenna. í yngstu aldurshópunum er lítill munur á kynjum en hann eykst með hækkandi aldri. Þær konur sem aka á annað borð, eru aðeins hálfdrættingar á við karla í akstri, þær aka um 8 þús. km á ári en karlar um 17 þús. km. Þrátt fyrir að konur væru mun minna á ferðinni en karlar, var báðum kynjum álíka hætt við að lenda í umferðaróhappi. Þetta bendir til þess að konur séu ekki eins öruggar í umferðinni og karlar. Umferðaróhöpp voru hlutfallslega fleiri hjá öku- mönnum í þéttbýli en dreifbýli. Könnun þessi er sambærileg við könnun sem gerð var fyrir tveimur árum en náði þá aðeins Bjórsalan á Islandi: Viking brugg á toppnum - Becks og Löwenbrau vinsælustu tegundirnar Markaðshlutdeild íslensku bjórframleiðendanna, Viking brugg á Akureyri og Ölgerðar Egils Skallagrímssonar í Reykjavík, er um 45% ef mið- að er við sölutölur ÁTVR fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs. Verksmiðjurnar tvær seldu um 1.300.000 lítra af bjór á þess- um tímabili en heildarsalan var nálægt 2.900.000 lítrum. Viking brugg hf. er stærsti bjórframleiðandinn á íslenskum markaði með 973.342 selda lítra á þessum sex mánuðum en Ölgerðin hf. seldi samtals 306.677 lítra, sem þó er mikil aukning því í fréttatilkynningu frá Ölgerðinni segir að salan hafi aukist um 33% miðað við sama tímabil í fyrra. Ef við lítum á einstakar bjór- tegundir þá eru Becks (innflutt- ur) og Löwenbrau (Viking brugg) áberandi vinsælastar. En hér kemur vinsældalistinn, unn- inn upp úr sölutölum ÁTVR fyrir janúar til júní 1991: Becks 744.615 lítrar, Löwen- brau 696.342, Heineken 266.906, Tuborg 237.036, Egils Gull 167.898, Budweiser 151.520, Viking (ljós) 124.362, bjór frá Viking brugg annar en Löwen- brau og Viking 152.638, bjór frá Ölgerðinni annar en Egils Gull 138.779 lítrar. SS Húsavík: Samvirma um upp- græðslu og friðun - með Landgræðslu ríkisins Samningar eru að takast milli Landgræðslu ríkisins og Húsa- víkurbæjar um friðun og upp- græðslu í landi bæjarins. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Landgræðslan gerir slíkan samning við bæjarfélag. Sumarið 1989 var land bæjar- ins girt fjárheldri rafmagnsgirð- ingu. í uppkasti að samningnum er gert ráð fyrir að Húsavíkurbær annist allar lögboðnar smalanir á landi sínu og sjái um að búfé sem kann að komast inn á land- græðslusvæðið verði fjarlægt. Bærinn getur þó heimilað búfjár- eigendum að hafa búfé í afgirtum hólfum innan svæðisins. Húsa- víkurbær hefur umráðarétt yfir öllum nytjum af landinu en skal gæta þess að hafa samráð við Landgræðsluna um framkvæmdir sem kunna að rekast á við upp- græðslu og gróðurvernd. Unnið verður að uppgræðslu lands inn- an hins friðaða svæðis í nánu samstarfi Húsavíkurbæjar og Landgræðslunnar. IM til fólks á aldrinum 18 til 67 ára. Samanburður í þeim aldurshópi sýnir að heldur hefur dregið úr óhöppum, 13% lentu þá í óhappi miðað við 10% nú. Þessar upp- lýsingar koma fram í tímaritinu Heilbrigðismál. -KK hagsmuna að gæta gagnvart þrotabúinu sé eðlilegt að bankinn reyni að tryggja kröfur sínar sem best. Ákveðnar takmarkanir séu fyrir þátttöku banka og spari- sjóða í starfsemi af þessu tagi. „Við munum fyrst og fremst fylgjast með að allra reglna verði gætt varðandi þau mál, með það í huga að hagsmunum bankans verði sem best borgið. En við fylgjumst með hvernig bankinn stendur að því að tryggja sínar kröfur. Hvort við höfum gert athugasemdir við leigusamning- inn eða annað vil ég ekki stað- festa, en við höfum verið í sam- bandi við bankann," sagði Þórður. Að sögn Þórðar eru til undan- tekningar frá þátttöku banka í atvinnurekstri. Þeir mega t.d. eiga hlut í fyrirtækjum með tak- markaðri ábyrgð. Eignaraðild i fyrirtæki sem rekur slíka starf- semi má ekki vera meir en sem nemur 20% af eigin fé banka. Bönkum er óheimilt að eiga hlut f félögum sem reka aðra starf- semi en bankastarfsemi, þ.e. atvinnurekstri eins og hjá Ála- fossi hf., nema um sé að ræða almenningshlutafélög, og þá inn- an mjög þröngra marka. Frá þessu eru undantekingar í lögum um viðskiptabanka, þar sem segir að vipskiptabanka sé heimilt án takmarkana að yfirtaka eignir til að tryggja fullnustu kröfu. Eign- irnar á þá að selja jafn skjótt og það er talið hagkvæmt að dómi bankastjórnar. „í þessu öllu er þó númer eitt að bankar eða spari- sjóðir séu ekki að taka á sig víð- tæka rekstrarábyrgð á starfsemi sem er algjörlega óskyld banka- starfsemi. Landsbankinn reynir að sjálfsögðu að tryggja sína hagsmuni eins vel og hann getur, en hann á nú þegar fasteignir á Akureyri sem tengjast þessu. Bankinn verður að vinna ötullega að því að reyna að selja eða afsetja þessar eignir, eins og aðrar eignir sem yfirteknar eru vegna uppgjörs á kröfum,“ segir Þórður Ólafsson. EHB Fasteignaviðskipti: Unga fólkið kaupir aðallega fbúðir í félagslega kerfínu - útborgunarhlutfall í fasteignaviðskiptum hefur lækkað í 45-50% Nokkuð líflegt virðist vera á sem í dag er um 20% hafa að vísu fasteignamarkaðinum á Akur- haft letjandi áhrif á þessa þróun í eyri um þessar mundir en fasteignaviðskiptum. en eitthvað virðast hlýindin hafa samt dregið úr en búist er við að strax og kólni í veðri aukist umsvifin verulega. Bágborið atvinnuástand og óvissa margra launþega um áframhaldandi atvinnu vegna gjaldþrota fyrir- tækja virðist ekki hafa nein teljandi áhrif og jafnvel aðkomufólk sem hingað er að sækja í atvinnuleit spyr eftir húsnæði til kaups. Framboð og eftirspurn virðist nokkuð haldast í hendur en helst er að eignir í millistærð vanti á fasteignamarkaðinn þ.e. eignir á verðbilinu 6,5 milljónir til 10 milljónir króna. Hér er um að ræða raðhús, hæðir í tví- eða þrí- býlishúsum og gömul einbýlishús. Nokkuð framboð er af nýrri ein- býlishúsum og seljast þau nokkuð jafnt og þétt en sala á þeim stærri og dýrari en mun hægari. Það hefur hins vegar vakið nokkra athygli fasteignasala á síð- ustu tveimur árum að mjög lítið af ungu fólki kemur þangað í leit að húsnæði til kaups. Stærstur hluti þessa fólks kaupir fasteignir f gegnum félagslega kerfið með einum eða öðrum hætti eins og t.d. verkamannabústaði og kaup- leiguíbúðir. Það þarf raunar eng- an að undra þar sem þetta unga fólk getur fengið 90% af verði nýrrar íbúðar lánað með 1% vöxt- um hjá stjórn Verkamanna- bústaða. Verðlag á fasteignum hefur þróast í takt við verðbólgu að mestu leyti enda fasteignamark- aðurinn hér ekki á neinni fljúg- andi ferð. Þegar húsbréfakefið kom til skjalanna í ársbyrjun 1990 var útborgunarhlutfall fasteigna um 75-80% en vegna áhrifa hús- bréfakerfisins er það komið niður í 45-50%. Afföll af húsbréfum Það er í raun fáheyrt að ríkis- tryggð skuldabréf eins og húsbréf- in eru skuli hafa verið seld með allt að 22% afföllum á verðbréf- amarkaðinum en það sýnir okkur í raun hversu ótryggur þessi markaður er. Lífeyrissjóðirnir munu á næstu mánuðum kaupa húsbréf í auknum mæli þegar framboð á bréfum í „gamla“ húsnæðiskerfinu minnkar og þá munu afföllin lækka. Samkvæmt upplýsingum Fast- eignamats ríkisins hefur sala á fasteign'um hér ekki aukist að neinu marki en hins vegar er tals- vert leitað eftir upplýsingum um fasteignir á skrifstofunni. GG s 1 Körfubolti: Landsliðið æfingabúðum Unglingalandslið íslands í körfuknattleik karla dvelst um helgina í æfingabúðum á Sauð- árkróki og á sunnudaginn Id. 14.00 leika þeir við lið meist- araflokks Tindastóls. Tuttugu manna hópur mun æfa á Króknum frá föstudegi og fram á sunnudag undir stjórn þjálfar- ans Torfa Magnússonar. Að lokinni dvöl í þessum æfingabúð- um verður síðan valið í þann tólf manna landsliðshóp sem heldur til Portúgal í ágúst til að keppa fyrir hönd íslands á Evrópumóti unglingalandsliða í körfuknatt- leik. Þess má geta að í þessum tuttugu manna hóp eru þrír úr Tindastól og sagðist Þórarinn Thorlacius, stjórnarmaður körfu- knattleiksdeildar Tindastóls, því hvetja fólk til að mæta á leikinn á sunnudaginn. SBG K.E.1/V H0BBY HÁÞRÝSTIDÆLAN Á auðveldan hátt þrífur þú: Bílinn, húsið, rúðurnar, veröndina o.fl. Úrval aukahluta! w Rý Hreinlego ollt til hreinlætis REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2-110 R.vik - Simar: 31956-685554 UMB0ÐSAÐILI: P. Björgúlfsson hf. Hafnarstræti 19 Sími: 25411

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.