Dagur


Dagur - 13.07.1991, Qupperneq 13

Dagur - 13.07.1991, Qupperneq 13
Ur gömlum degi Laugardagur 13. júlí 1991 - DAGUR - 13 Hér á eftir birtum við nokkrar fréttir úr gömlum Degi en för- um reyndar ekki mjög langt aftur í tímann að þessu sinni. AUar fréttirnar birtust í blað- inu 1970. Söltuðu um borð og fylltu Hrísey 15. júní. Hér er „dauði og djöfuls nauð“ á meðan á verkfall- inu stendur, og atvinnulíf alveg dautt. Finnst víst flestum, að nú sé nóg komið af þeim og of mikið og mál að linni. Góðar gæftir hafa verið og því liggur ljóst fyrir, að töluvert hefði fiskast ef verkföllin hefðu ekki komið til. Einn bátur aðeins, Hafrún, var á veiðum og aflaði vel, saltaði um borð og kom heim hlaðinn. Er þess nú beðið að unnt sé að losa bátinn. Hér hélt séra Kári Valsson sóknarprestur sérlega skemmti- lega ræðu um lífið og tilveruna á sjómannadaginn og fleira var til skemmtunar. (17. júní 1970) Aldrei verra útlit með heyskap Ófeigsstöðum 30. júní. Tún eru svo mikið kalin, að vá sýnist fyrir dyrum í þessari sveit og hefur útlit hvað þetta snertir aldrei ver- ið eins skuggalegt. Ekki er annað sjáanlegt, en bændur verði að fækka verulega á fóðrum, nema kraftaverk komi til. Ég held að naumast verði borinn ljár í jörð fyrr en eftir mánuð. Hér eru eng- ar heyfyrningar frá síðasta vetri, sem hefðu nú komið sér vel. Grænfóðurrækt er ofurlítil. (1. júlí 1970) Hagfræði minksins Minkurinn hefur orð á sér fyrir grimmd og í því efni verður naumast á hann logið. Ný saga bendir til, að þessi kvikindi hafi þó fleiri eiginleika til brunns að bera, m.a. einhvern vott af hag- fræði. í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, á bæ, sem heitir Leyningur, er svolítið hænsnabú, eins og títt er á sveitabæjum. Hænsnakofinn er með torfveggjum að gömlum og góðum sið. Nýlega bar það við, er hænurn- ar voru í góðu varpi, að eggin fóru að ódrýgjast, og að í hreið- urkassanum fannst eggjaskurn í stað eggja. Ástæðan til þessa var sú, er nú skal greina og síðar kom í ljós: Minkur hafði gert sér bæli í torf- vegg hænsnakofans og átti þar fjögur afkvæmi. Var þaðan greið leið í hreiðurkassa hænsnanna og eggin góð minkafæða. Sú hagfræði minksins að láta hænur bóndans framleiða handa sér og sínum hin ljúffengu egg tók þó enda, því hænsnakjöt er minkum jafnan mikil freisting. Og svo fór hér, að sú freisting varð hagfræðinni yfirsterkari. Dag einn lágu sjö hænur dauðar í kofa sínum, bitnar á háls. Það er merki minksins, og skömmu síð- ar lauk ævi hans og fjögurra unga. (5. ágúst 1970) Fegurðardrottningar í skemmtiiðnaðinum er kvenleg fegurð jafnan mikils metin. Hin síðustu ár hefur farið fram ýmis- konar samkeppni um titilinn Þau Magnús Ólafssun, Júlía Gunnlaugsdóttir og Petra Sif Stefánsdóttir héldu hlutaveltu fyrir skömmu og söfnuðu 1.300 krónum sem eiga að renna til Barnadeildar FSA. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir. Á myndinni eru Magnús og Júlía. Mynd; Gt Viöskiptavinir athugiö Opnum á mánudag 15. júlí sameinaða verslun í Skipagötu 1. (Áður japis). Mikið úrval af fatnaði. Ath.! Eitt til tvö stk. af hverju. Mjög góð merki í sumarvörum. Sjón er sögu ríkari — N/er/ð velkomin. Tískuhúsið ESS - Snyrtivöruverslunin Códý ungfrú þessa staðar eða hins eða fegurðardrottning. Um síðustu helgi var Þórunn Þórðardóttir frá Siglufirði kjörin ungfrú Eyjafjarðarsýsla og Anna Guðmundsdóttir frá Kvíslarhóli á Tjörnesi ungfrú S-Þingeyjar- sýsla. Ekki tókst blaðinu að fá myndir af þessum fögru konum. (19. ágúst 1970) Álftahjónin Ein álftahjón verptu í sumar í nágrenni Akureyrar, og komu þau upp þremur ungum, augna- yndi hverjum þeim, er séð hafa. En fyrir helgina, á föstudags- kvöld, fóru þrír ungir og drápfús- ir Akureyringar, - vopnaðir rifflum, og skutu á þessa fallegu fjölskyldu út um glugga bifreiðar sinnar. - Til þeirra sást og var hinn ljóti leikur stöðvaður. En tvær áíftir voru í sárum og þurfti að lóga þeim. Lögreglan á Akur- eyri greip sökudólgana og með- gengu tveir þeirra fijótlega, og sá þriðji með meiri tregðu. Hér voru ekki svangir menn á ferð, og eiga sér því fátt til afsökunar í þeim sökum að fara með skot- vopn án löglegra leyfa, skjóta friðaða fugla og fremja þann verknað í landi annars manns. Hljóta allir góðir menn að víta slíkan verknað. (23. september 1970) SS tók saman Tvær leiðir eru hentugar tii þess að verja ungbarn i bíl Látiö barnið annaöhvort liggja i bilstól fyrir ungbörn eða barnavagni sem festur er meö beltum. ú UMFERÐAR RÁÐ íbúö óskast! íbúð óskast til leigu sem fyrst. Leigutími eitt ár. Uppl. í síma 91-21660, Ingólfur Eldjárn, tannlæknir. — © IÐNÞRÓUNARFÉLAG J EYJAFJARÐAR HF. Rekstrarráðgjafi Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. óskar eftir að ráða rekstrarráðgjafa til starfa hjá félaginu. Stefnt er aö því aö viðkomandi geti hafiö störf í byrjun sept- ember n.k., eöa samkvæmt nánara samkomulagi. Verkefni rekstrarráögjafa felast einkum í leit að nýj- um framleiðslumöguleikum, mati á hugmyndum, ásamt með ýmiskonar viðskipta- og tæknilegri ráö- gjöf viö fyrirtæki á Eyjafjaröarsvæöinu. I boöi er fjölbreytilegt, en um leiö krefjandi starf. Leitað er aö duglegum traustum starfsmanni, sem getur haft frumkvæði á verkefnum og á auðvelt meö aö umgangast fólk. Æskilegt er aö rekstrarráögjafinn hafi háskólapróf eöa sambærilega menntun í greinum ertengjast við- skiptum og rekstri, svo sem rekstrartæknifræöi, viö- skiptafræði eða rekstrarhagfræöi. Nauðsynlegt er aö umsækjandi hafi nokkra reynslu úr viöskiptalífinu. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Magnússon fram- kvæmdastjóri í síma 96-26200 eöa 96-11363. Skriflegar upplýsingar er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist Iðnþróunarfélagi Eyjafjaröar Geislagötu 5, 600 Akureyri, fyrir 17. þ.m. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. Opnunartími í sumar: manuaaga tn fimmtudaga kl. 9-20 föstudaga kl. 9-22 laugardaga kl. 9-22 sunnudaga kl. 10-22 KEA Byggðavegi 98 ^IMISSAN verður í sýningarsal okkar að Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar, Óseyri 5, laugardaginn 13. júlí og sunnudaginn 14. júlí frá ki. 14-17 báða dagana. NISSAN Sunny Sedan 1600 tískuhúsið Skipagötu 1. Sími24396. Nissan Sunny Sedan 1600, 16 ventlavél, rafmagn í rúðum, sentral-læsingar, upphituð sæti, svo eitthvað sé nefnt. Einnig sýnum við Subaru Legacy og Justy, ásamt öðrum gerðum af Nissan. Komið og kynnið ykkur kjör og ræðið við sölumenn. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Simi 22520 - Akureyri. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2. V.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.