Dagur - 13.07.1991, Side 16

Dagur - 13.07.1991, Side 16
16 - DAGUR - Laugardagur 13. júlí 1991 Dagskrá FJÖLMIÐLA Sjónvarpið Laugardagur 13. júlí 16.00 íþróttaþátturinn. 16.00 íslenska knattspyrn- an. 17.00 Meistaragolf. 17.50 Úrslit dagsins. 18.00 Alfreð önd (39). 18.25 Kasper og vinir hans (12). 18.50 Táknmálsfróttir. 18.55 Úr ríki náttúrunnar (10). 19.25 Háskaslóðir (16). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Skálkar á skólabekk (14). (Parker Lewis Can't Lose.) 21.05 Fólkið í landinu. Perla í Vesturbænum. Sigmar B. Hauksson ræðir við séra Ágúst George skólastjóra í Landakots- skóla. 21.30 Kúrekar gráta ekki. (Cowboys Don’t Cry). Kanadísk sjónvarpsmynd frá 1990. Myndin fjallar um feðga sem eru að reyna að fóta sig í líf- inu eftir eiginkonu- og móð- urmissi. Pilturinn erfir bújörð eftir afa sinn og hefur búskap en faðir hans leitar huggunar í faðmi Bakkusar. Aðalhlutverk: Ron White, Janet-Laine Green, Zachary Ansley og Michael Hogan. 23.15 Sonur eigandans. (The Boss's Son). Bandarísk bíómynd frá árinu 1978. í myndinni er sagt frá ung- um manni sem tekur ófús við gólfteppaverksmiðju föð- ur síns. Hann kynnist þel- dökku verkafólki og kjörum þess og sér þjóðfélagið í nýju ljósi á eftir. Aðalhlutverk: Asher Braun- er, Rudy Solari, Rita Moreno, Ritchie Havens og Piper Laurie. 00.405 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 14. júlí 17.50 Sunnudagshugvekja. Ragnheiður Davíðsdóttir blaðamaður flytur. 18.00 Sólargeislar (11). 18.30 Ríki úlfsins (7). (I vargens rike). 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Snæköngulóin (2). (Snow Spider). 19.30 Börn og búskapur (9). 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Úr handraðanum. Meðal efnis í þættinum verð- ur atriði úr spurningaþættin- um Myndgátan, þar sem fulltrúar Morgunblaðsins og Dagblaðsins kepptu (1978). Söngflokkurinn Lummurnar flytur tvö lög (1978), sýnt verður atriði úr sýningu íslenska dansflokksins á Les Sylphides við tónhst Chop- ins (1977), Ólafur Ragnars- son ræðir við Jóhann Svarf- dæling, sem um sína daga var talinn stærsti maður í heimi, (1972) og Ragnar Bjarnason og hljómsveit flytja tvö lög (1967). Umsjón: Andrés Indriðason. 21.15 Synir og dætur (6). (Sons and Daughters). 22.05 Kraftaverk. (Heavenly Pursuits). Bresk gamanmynd frá 1985. Myndin gerist í katólskum skóla í Glasgow þar sem hvert kraftaverkið rekur annað. Aðalhlutverk: Tom Conti og Helen Mirren. 23.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 15. júlí 17.50 Töfraglugginn (10). 18.20 Sögur frá Narníu (5). 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Á mörkunum (2). 19.20 Fírug og feit (2). 19.50 Jóki Björn. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Simpson-fjölskyldan (26). (The Simpsons). 21.05 íþróttahornið. Fjallað um íþróttaviðburði helgarinnar. 21.30 Nöfnin okkar (10). Þáttaröð um íslensk manna- nöfn, merkingu þeirra og uppruna. í þessum þætti skoðar umsjónarmaður þátt- anna, Gísli Jónson, nafnið Ólafur. 21.35 Melba. Fjórði þáttur. Aðalhlutverk: Linda Cropper, Hugo Weaving og Peter Carroll. 22.30 Úr viðjum vanans (3). (Beyond the Groove). Sir Harold Blandford heldur áfram ferð sinni um Banda- ríkin og heilsar upp á tónlist- armenn af ýmsum toga. Aðalhlutverk: David Rappa- port. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 13. júlí 09.00 Börn eru besta fólk. 10.30 í sumarbúðum. 10.55 Barnadraumar. 11.05 Ævintýrakastalinn. 11.35 Geimriddarar. 12.00 Á framandi slóðum. (Rediscovery of the World). Framandi staðir skoðaðir. 12.50 Á grænni grund. 12.55 Allt í upplausn. (Dixie Lanes). Gamansöm og hjartnæm mynd um náunga sem á sín- um tíma kaus frekar að fara í herinn en að afplána fang- elsisdóm. Þegar hann kemur heim úr stríðinu árið 1945 ríkir gífurleg sundrung inn- an fjölskyldunnar og hann ákveður að hefna sín á þeim sem fengu hann dæmdan sekan þrátt fyrir sakleysi hans. Aðalhlutverk: Hoyt Axton, Karen Black og Art Hindle. 14.20 Lagt á brattann. (You Light Up My Life). Rómantísk mynd um unga konu sem er að hefja frama sinn sem leikkona og söng- kona. Hún kynnist manni, Chris, á veitingastað og fer með honum heim en þegar hann vill fá að sjá hana aftur lætur hún hann vita að hún sé að fara að gifta sig öðrum manni. Stuttu síðar, þegar hún tekur þátt í nýjum söng- leik, sér hún sér til mikillar furðu að leikstjórinn er Cris og hann vill ennþá fá að kynnast henni betur. Aðalhlutverk: Didi Conn, Joe Silver, Stephen Nathan og Michael Zaslow. 15.50 Inn við beinið. Endurtekinn þáttur þar sem Edda Andrésdóttir ræddi við Þorstein Pálsson, fyrrum formann Sjálfstæðisflokks- ins. 17.00 Falcon Crest. 18.00 Heyrðu! 18.30 Bílasport. 19.19 19:19. 20.00 Morðgáta. 20.50 Fyndnar fjölskyldu- myndir. 21.20 Anna.# Anna er tékknesk kvik- myndastjama sem er dáð í heimalandinu og býðst hvert verkefnið á fætur öðm. Maðurinn hennar er leik- stjóri og framtíðin brosir við þeim. Eiginmaður Önnu heldur til Bandaríkjanna á kvikmyndahátíð. í fjarveru hans ráðast Sovétmenn inn í Tékkóslóvakíu og hertaka landið. Anna lýsir vanþókn- un sinni á hertöku Sovét- manna og er hún gerð útlæg. Anna heldur til Bandaríkj- anna til eiginmanns síns sem þegar við komu hennar vill fá skilnað. Anna stendur eftir uppi ein og atvinnu- laus. Það reynist erfitt fyrir hana að fá vinnu. Dag einn í leikprufu rekst hún á unga stúlku sem hún síðan tekur upp á sína arma. Anna kenn- ir stúlkunni það sem hún kann í leiklist. Stúlkan sem er falleg, fær hvert hlutverk- ið á fætur öðru og gremst Önnu þetta mjög þar sem hún á sjálf erfitt með að fá vinnu sem leikkona. Aðalhlutverk: Sally Kirkland og Paulina Porizkova. 22.55 Gleymdar hetjur.# (The Forgotten). Sex sérsveitarmenn úr bandaríska hernum snúa heim eftir að hafa verið í haldi í Víetnam í 17 ár. Þeir búast við að þeim verði tek- ið sem hetjum, en annað kemur í ljós. Aðalhlutverk: Keith Carra- dine, Steve Railsback, Stac- ey Keach, Don Opper, Ric- hard Lawson, Pepe Serna, Bruce Boa og Bill Lucking. Bönnuð börnum. 00.30 Togstreita.# (Blood Relations). Dr. Andreas er haldinn mörgum ástríðum. Hann gerir tilraunir í taugaupp- skurði af sama eldmóði og hann dansar framandi tangó við fallega konu. Hann rækt- ar tónlistarhæfileika sína af sama brennandi áhuga og hann sinnir fornmunum sínum. Hann nýtur hvers augnabliks af sínu ágæta lífi. Thomas, sonur hans, virðist alger andstæða hans. Hann er dulur og bitur í garð föður síns vegna dauða ástkærrar móður sinnar, sem lést af slysförum. Thomas er í sí- felldri samkeppni við föður sinn. Hann flækir unnustu sína, Marie, í undarlegt sál- fræðilegt hugarvíl í tilraun- um sínum til að klekkja á föðumum. Aðalhlutverk: Jan Rubes, Lydie Denier, Kevin Hicks og Lynne Adams. Stranglega bönnuð börnum. 02.00 Milljóna virði. (Pour Cent Millions). Hörkuspennandi frönsk sakamálamynd. Bönnuð börnum. 03.35 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 14. júlí 09.00 Morgunperlur. 09.45 Pétur Pan. 10.10 Skjaldbökurnar. 10.35 Kaldir krakkar. 11.00 Maggý. 11.25 Allir sem einn. (All For One). Leikinn framhaldsþáttur um krakka sem stofna sitt eigið fótboltalið. Fjórði þáttur af átta. 12.00 Heyrðu! Endurtekinn þáttur frá í gær. 12.30 Tvíburar. (Twins). Frábær gamanmynd fyrir alla fjölskylduna. Þeir Danny DeVito og Arnold Schwarzenegger eru her í hlutverkum tvíbura sem vom aðskildir stuttu eftir fæðingu. Nú hafa þeir fundið hvor annan en gamanið er rétt að byrja því þeir hyggj- ast finna móður sína sem þeir hafa aldrei séð. Aðalhlutverk: Danny DeVito og Amold Schwarzenegger. 14.05 Önnur kona. (Another Woman). Ein af bestu myndum Woody Allen, en hér segir frá konu sem á erfitt með að tjá tilfinningar sínar þegar að hún skilur við mann sinn. Aðalhlutverk: Gena Rowlands, John Houseman, Gene Hackman og Sandy Dennis. 15.40 Leikur á strönd. (Fun in the Sun). Fólk tekur upp á furðuleg- ustu hlutum þegar það nýt- ur sólarinnar á ströndinni! 16.30 Gillette sportpakkinn. Fjölbreyttur erlendur íþróttaþáttur. 17.00 Sjónvarpið og fyrstu tónlistarmyndböndin. (Tv’s First Music Videos). I þessum þætti verður rakin saga fyrstu tónlistarmynd- bandanna sem sýnd vom í bandarísku sjónvarpi á sjötta áratugnum. 18.00 Horft um öxl. Athyglisverður þáttur þar sem leikarinn góðkunni Pet- er Ustinov tekur sér óvenju- lega ferð á hendur. 19.19 19:19. 20.00 Bernskubrek. (Wonder Years.) 20.25 Lagakrókar. (L.A. Law). Tóndæmi Drengirnir í Comet: Theodór Hallsson, Bjarki Jóhannesson, Brynleifur Hallsson og Óskar Kristjánsson. Comet og sveitabölhn Ein af hinum vinsælu hljómsveit- um sem störfuóu á Akureyri á bítlatímabilinu var Comet, en þessi sveit átti mikilli velgengni aö fagna á árunum 1965-1968. Meðlimir hennar voru þeir Theo- dór Hallsson, Bjarki Jóhannes- son, Óskar Kristjánsson og Bryn- leifur Hallsson. Þeir eru allir löngu hættir í hljómsveitarbrans- anum, nema sá síðastnefndi. Brynleifur Hallsson er verk- stjóri í Mjólkursamlagi KEA. Hann hefur linnulítið spilað fyrir dansi í aldarfjórðung og við báð- um hann að segja okkur frá Comet. „Hljómsveitin var stofnuð árið 1965 en við vorum þá allir í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Við spiluðum á þöllum í skólanum og þvældumst síðar um norðanvert landið til að spila á sveitaböllum. Það var mikið að gera enda sveitaballastemmningin í algleymingi. Við tókum hús á leigu og slógum upp balli vfðs vegar um Norðurland og það var alltaf fastur kjarni sem fylgdi okkur, en hljómsveitirnar áttu flestar dyggan aðdáendahóp," sagði Brynleifur. Comet var mjög vinsæl hljóm- sveit, eins og reyndar fleiri akur- eyrskar hljómsveitir á þessum gullaldarárum. Félagarnir héldu hópinn til 1967 eða ’68 en þá fóru menn að huga að framhaldsnámi og öðrum hlutum. Brynleifur hefur hins vegar ver- ið viðloðandi hljómsveitir alveg síðan á Comet-tímabilinu. Hann spilaði með hljómsveit Pálma Stefánssonar frá 1971, síðan með Ljósbrá, en sú hljómsveit gaf út litla plötu 1974. Með Bryn- leifi í þeirri sveit voru fyrrum Bravó menn, þeir Þorleifur Jóhannsson og Sævar Bene- diktsson, svo og Gunnar Ringsted. Eftir þetta lék Brynleif- ur með hljómsveit Ingimars Eydal um tíma, síðan aftur með Pálma Stefánssyni og frá 1981 hefur hann meira og minna hald- ið uppi fjöri með Ingimar Eydal og félögum. „Það er eitthvað sem togar í mann, enda er þetta þrælgaman og gefur manni mikið," sagði Brynleifur að lokum. SS Spói sprettur Hvort viltu hvítt eða svart? "— rfíi j I av © Gamla myndin M3-916 Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/Minjasafnið á Akureyri. Hver kannast við fóMð? Ef lesendur Dags telja sig þekkja fólkið á myndinni hér eru þeir vinsamlegast beðnir að koma þeim up'plýsingum á framfæri við Minjasafnið á Akureyri (pósthólf 341, 602 Akureyri) eða hringja í síma 24162. Hausateikningin er til að auðvelda lesendum að merkja við það fólk sem það ber kennsl á. Þótt þið kannist aðeins við örfáa á myndinni eru allar upplýsingar vel þegnar. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.