Dagur - 24.07.1991, Qupperneq 7
Miðvikudagur 24. júlí 1991 - DAGUR - 7
Askell Einarsson.
Mynd: EHB
bands Norðlendinga 1. maí 1971,
var staðan í óvissu. Pá voru ekki
síður en nú raddir í Norðurlandi
vestra um að skipta sambandinu.
Svo fór eftir sögulegan fund í
Húnaveri 1973 að þeir urðu
undir, sem vildu skipta samband-
inu. Menn voru ósáttir við ríkj-
andi stefnu sambandsins. undir
framkvæmdastjórn manns sem
var að liasla sér völl í pólitík,
þess manns sem gegndi störfum á
undan mér. Menn óttuðust
Akureyraráhrifin og því var val-
inn framkvæmdastjóri sem átti
rætur utan Eyjafjarðar. Minni
hreppum og sveitamönnum
almennt þótti hlutur sinn enginn í
málsmeðferð sambandsins. Allt
þetta beið lúns nýja fram-
kvæmdastjóra, auk pólitískrar
tregðu einstakra sjálfstæðis-
manna, sem dvínaði þó fljótt.
Það sem bjargaði var tvennt,
það tókst að tryggja heilshugar
stuðning ráðamanna á Akureyri
og hinna dreifðu byggða á
Norðurlandi. Á þessum árum
létu stjórnvöld sig miklu skipta
samstarf við landshlutasamtökin
varðandi byggðaverkefni. Sam-
tök íslenskra sveitarfélaga undir
forystu Páls Líndal efldi lands-
hlutasamtökin og stóð að stofnun
margra þeirra. Forysta Sambands
íslenskra sveitarfélaga beitti sér
fyrir lagasetningu um löghelgun
landshlutasamtaka sveitarfélaga.
Petta náði ekki fram að ganga.
Stjórnmálamenn voru fljótir að
finna vondan þef af málinu, þar
sem ekki var kosið til samtak-
anna í samræmi við pólitísk
hlutföll. Sveitarstjórnir vildu
ekki fallast á beina kosningu til
þinga landshlutasamtaka. Þetta
voru mistök á sínum tíma. Mjög
mikið af starfi ntínu og fjórð-
ungsstjórnar hefur farið í að
halda sainbandinu saman. Það
hcfur tekist furðu vel þrátt fyrir
ýmsar uppákontur um árin.
Vandinn við allar breytingarer
að gera þær á réttum tíma.
Átakaminnst er að velja þann
tímapunkt þegar starfandi frarn-
kvæmdastjóri lætur af störfum
fyrir aldurs sakir. Máske er það
rétti tímapunkturinn til að endur-
skipuleggja starfsemi sambands-
ins. Það alvarlega er að öll lands-
hlutasamtök búa við tilvistar-
kreppu, m.a. vegna vanmats
sveitarfélaga á hlutverki þeirra,
og ekki síst vegna þess að ríkis-
valdið gengur framhjá dyrum
þeirra. Sagan hefur sannað að
þau eiga fullan rétt á sér. Lands-
hlutasamtök þurfa að sækja
stuðning til fólksins með beinum
kosningum, svo að þannig mynd-
ast landsbyggðarvald sem getur
gert hluti sem ekki eru á valdi
sveitarfélaga eða takmarkaðra
svæðasamtaka þeirra." EHB
Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co.:
Fær sjálMrka vöramerkiimðavél
Á dögunum tók Brauögerð Kr. Jónssonar & Co. í notkun sjálfvirka vél sem
límir vörumerkimiða á innpakkaðar afurðir eins og kökur. Vélin, sem er af
DIGI gerð, er sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Sölu og þjónustuaðili
DIGI voga og sjálfvirkra pökkunarkcrfa er Skrifstofuvélar hf. í Reykjavík.
Meginávinningur þessarar vélar er að vörumerkingin sjálf er miklu fljótvirk-
ari en áður og hún býður upp á mikinn sveigjanleika við vörumerkingar. Þar
að auki veitir hún mikilvægar framleiðsluupplýsingar. Við afhendingu á
DIGI pökkunarkerfinu voru Hörður Hákonarson, markaðsfulltrúi hjá Skrif-
stofuvélum og Kjartan Snorrason frá Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co. s.f.
Akureyri.
Þessar duglegu stúlkur, Eyrún Huld Gísladóttir og Bryndís Ósk Brynjars-
dóttir, héldu hlutaveltu fyrir skömmu til styrktar Rauða Krossi íslands. Inn-
koman í hlutaveltunni hefur verið afhent og eru þeim færðar kærar þakkir
fyrir. Mynd: EHB
Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar:
Mun fleiri karlar á
vinniimarkaði en konur
- áberandi lengst vinnuvika í fiskveiðum
Hagstofan hefur kynnt niður-
stöður úr vinnumarkaðskönn-
un sem hún lét gera í apríl sl.
meðal einstaklinga í landinu.
Könnun þessi var sú fyrsta
sinnar tegundar og náði til
3000 karla og kvenna á aldrin-
um 16-74 ára. Svör fengust frá
88% úrtaksins. Meðal niður-
staðna má nefna að 13% fleiri
karlar eru á vinnumarkaði
heldur en konur en 11,8%
þeirra eru heimavinnandi á
móti 0,2% heimavinnandi
karla.
Hvað varðar atvinnuþátttöku
eftir aldurshópum þá er hún mest
hjá 40-49 ára fólki og 50-59 ára. í
aldurshópnum 70-74 ára eru 34%
á vinnumarkaðnum en 55% eru
ellilífeyrisþegar. Yngsti aldurs-
hópurinn, 16-19 ára, er að helm-
ingi til í námi og 44% eru í vinnu.
Könnunin tók einnig til þátt-
töku á vinnuntarkaði eftir búsetu
og í ljós kom að atvinnuþátttaka
virðist örlítið minni á höfuðborg-
arsvæðinu en annars staðar á
landinu. Á móti kentur að fólk í
námi er hlutfallslega stærri hópur
á höfuðborgarsvæðinu en annars
staðar.
Stærstur hluti svarenda, rúm
17%, vinnur við iðnað í aðalstarfi
sínu. Rösklega 15% vinna við
verslun og viðgerðir og tæp 14%
vinna við heilbrigðis- og félags-
lega þjónustu. Þar er talsverður
munur eftir kynjum því konur í
heilbrigðis- og félagslegri þjón-
ustu eru 25,6% á móti 3,8% hlut-
falli hjá körlum.
Venjuleg vinnuvika í aðalstarfi
var að meðaltali 44 klukkustund-
ir hjá svarendum í könnuninni.
Mikill munur er á lengd vinnu-
tímans eftir kynjum. Karlar
vinna að meðaltali 51 klukku-
stund við aðalstarf sitt en konur
35 klst. Vinnuvikan er styttri á
höfuðborgarsvæðinu en á lands-
byggðinni. íbúar á höfuðborgar-
svæðinu unnu að meðaltali 43
klst. við aðalstarf sitt, kaupstaða-
búar 44 klst. og íbúar í dreifbýli
46 klst.
Vinnuvika var áberandi lengst
í fiskveiðum, eða 69 klst. Næst
kom starfsfólk í landbúnaði með
52 klst. vinnuviku. Styst var
vinnuvikan í heilbrigðis- og
félagslegri þjónustu, 34 klst., og
37 klst. hjá starfsfólki við
menntastofnanir en konur eru
fjölmennar í báðum þessum
greinum. í öðrum atvinnugrein-
um var vinnuvikan 40 klst. eða
lengri.
Verið er að vinna frekar úr
niðurstöðum Vinnumarkaðs-
könnunar Hagstofunnar og verða
þær gefnar út í sérstakri skýrslu
síðar. -bjb
Norrænt dagsverk ’91 á íslandi:
Leitað eftir
aðstoð fyrirtækja
- fyrir verkefni handa framhalds-
skólanemendum 10. október nk.
til styrktar unglingum í Brasilíu og Chile
Norrænt dagsverk, eða NOD
(Nordisk Operation Dags-
verke), stendur fyrir verkefni
fyrir nemendur á framhajds-
skólastigi 10. október nk. í ár
standa öll Norðurlöndin saman
að þessu verkefni. Verkefnið
felst í því að nemendur taka að
sér ákveðið verkefni þennan
dag hjá fyrirtækjum og fá laun
fyrir. Peningarnir sem safnast
verða notaðir til að auka
menntunarmöguleika fyrir
börn og unglinga í Brasilíu og
Chile.
Þeir aðilar sem standa að
NOD’91 á íslandi eru Félag
Framhaldsskóla (FF), Bandalag
íslenskra sérskólanema (BÍSN),
Iðnnemasamband íslands (INSÍ)
og Hjálparstofnun kirkjunnar.
Að sögn Karin Bernhardsson,
framkvæmdastjóra NOD’91 á ís-
landi, byggist verkefnið á mennt-
un og því að unglingar hjálpi
jafnöldrum sínum. Markmið
verkefnisins er tvíþætt. Annars-
vegar að nemendur fræðist um
t.d. menningu, landafræði, sögu
og félagslega uppbyggingu í því
landi sem þeir unglingar búa þar
sem aðstoð verður veitt. Hins-
vegar með því að nemendur vinni
í einn dag, í ár 10. október, og
launin renna til verkefnisins.
Áætlað söfnunarfé á öllum
Norðurlöndunum er á bilinu 600-
700 milljónir íslenskra króna.
Hjálparstofnun kirkjunnar á öll-
um Norðurlöndunum sér um
framkvæmd þess þáttar sem snýr
að Brasilíu og Chile. „Við íslend-
ingar einbeitum okkur að
ákveðnum svæðum í Brasilíu.
Peningum sem safnast verður öll-
um varið til kennslu og kaupa á
kennslugögnum, s.s. námsbókum
og einnig til að standa straum af
kostnaði við menntun kennara,"
segir Karin.
Samtökin bak við NOD’91 á
íslandi hafa leitað eftir aðstoð
fyrirtækja vegna þessa verkefnis
um að taka á móti nemendum
sem koma til að biðja um vinnu
og verkefni þann 10. október.
-bjb