Dagur


Dagur - 24.08.1991, Qupperneq 4

Dagur - 24.08.1991, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 24. ágúst 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNN- ARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON. AUGLYSINGASTJ.: FRÍMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÖRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Framtíð ríkisútvarpsins Menntamálaráðherra hefur nú sett fram hugmyndir um að opna fyrir eignaraðild að ríkisútvarpinu og gera það að almenningshlutafé- lagi. Ekki verður séð af þeim hug- myndum er fram hafa komið hvort í hyggju er haft að mynda hlutafé- lag með þátttöku hins opinbera eða gefa einkaaðilum kost á að kaupa þessa stofnun að öllu leyti. Hugmyndir um einkavæðingu rík- isútvarpsins hafa áður komið fram og skemmst er að minnast tillagna ungra sjálfstæðismanna um sölu á Rás 2 er þeir fengu samþykkta á síðasta landsfundi flokksins. Af þeim ástæðum virðist engin tilvilj- un hafa ráðið því að ráðherrann viðraði þessa hugmynd sína á fundi ungra sjálfstæðismanna. Ríkisútvarpið hefur ætíð haft nokkra sérstöðu í fjölmiðlun þjóð- arinnar. Er því var komið á fót voru einungis prentmiðlar til staðar í þessu þjóðfélagi og útvarpsrekstur með þeim hætti að einkaaðilar höfðu ekki áhuga og vart getu til að sinna slíkri starfsemi. Ríkisút- varpinu hafa alla tíð verið markaðir ákveðnir tekjustofnar með lögum og vegna fámennis þjóðarinnar hefur einnig orðið að reka starf- semi þess með auglýsingatekjum. Oft hefur verið deilt um afnota- gjöldin og á hvern hátt að inn- heimtu þeirra er staðið. Eflaust mætti finna henni aðrar og hag- kvæmari leiðir í því efni. Láta mætti gjaldheimtukerfið annast hana ásamt annarri opinberri innheimtu og einnig miða hana við önnur mörk en eign á sjónvarpsviðtækj- um. Slíkt er þó aukaatriði. Aðal- atriðið er að ljósvakamiðill geti starfað í landinu án þess að vera of háður fjármögnun úr hendi auglýs- enda og einstakra eignaraðila. í því sambandi má benda á skýrslur, sem unnar hafa verið af tilvonandi frambjóðendum íhalds- flokksins í Bretlandi, um breska ríkisútvarpið, BBC og framtíðar- rekstur þess. í skýrslunum er með- al annars komist að þeirri niður- stöðu að fráhvarf frá afnotagjöld- um myndi fækka þeim kostum sem áhorfendur eigi nú völ á auk þess sem hverskonar einkavæðing yrði þess valdandi að breska ríkisút- varpið félli í svipaðan farveg og einkastöðvarnar. Þessar skýrslur eru einkar athyglisverðar fyrir þá sök að þær eru unnar af mönnum sem hyggja á frama innan íhaldsflokksins en þar á bæ hefur verið ákveðinn vilji til þess að fá BBC í hendur einka- aðilum og hafði Margaret Thatcher oft viðrað þær hugmyndir í for- sætisráðherratíð sinni. Hér á landi hafa það aftur á móti verið ungir hægrimenn er lagt hafa til að ríkis- útvarpið verði að einkafyrirtæki þar til Ólafur G. Einarsson reifaði þá hugmynd á ísafirði á dögunum. Þegar rætt er um sölu eða einka- væðingu ríkisútvarpsins vakna spurningar um væntanlega kaup- endur. Við stofnun hlutafélags um rekstur þess mætti hugsa sér ýms- ar leiðir. Takmörkuð aðild ríkisins ásamt öðrum gæti komið til greina. Einnig mætti takmarka eignarhlut eignaraðila og reyna á þann hátt að koma í veg fyrir að einstakir aðilar keyptu meirihluta hluta- bréfa. En þá er ósvarað spurning- um um hverjir hefðu áhuga eða bolmagn til slíkra kaupa. Þegar rekstur Stöðvar 2 rak í strand vegna þess að eigið fjármagn skorti komu nokkrir aðilar úr við- skiptalífi þjóðarinnar og keyptu meirihluta hennar. Hvernig sem eignaraðild milli þeirra er háttað þá er Stöð 2 nú stjórnað af fámenn- um hópi kaupmanna í Reykjavík. í því sambandi verða landsmenn að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þeir vilji að þau verði örlög ríkisút- varpsins ef einkavæðing þess nær fram að ganga. ÞI Dulspeki Einar Guðma nn í takt við lífshrvnjandina Þegar hugsað er til svokallaðrar lífshrynjandi eða „biorithma" eins og sagt er á lélegri íslensku þá er mönnum oft hætt við að rugla henni saman við stjörnu- speki. Mönnum er einnig oft hætt við að áætla að þarna sé um einhvers konar spámennsku að ræða sem reiknuð sé út á ein- hvern óskiljanlegan og ruglings- kenndan hátt og sem auk þess sé engin ástæða til að taka trúan- lega. Á flugvöllum hér á landi er hægt að stíga á vog sem prentar út miða nreð líkams- þyngd og kjörþyngd, skammar mann fyrir aukakílóin og varar mann við einhverjum tilteknum dögum í nánustu framtíð. Þessu tekur maður að sjálfsögðu glott- andi út í annað en hvernig væri að skoða fyrir alvöru grund- vallaratriðin sem renna stoðum undir að það sé ef til vill þess vert að athuga sína eigin lífs- hrynjandi. Bandaríkjamaðurinn Bern- ard Gittleson sem er sérfræð- ingur um þessi mál segir að kenningin um lífshrynjandi byggist á því að við fæðingu verðum við fyrir mjög miklu sálrænu álagi er við yfirgefum hlýju og öryggi móðurkviðarins. Þá fari af stað þrenns konar bylgjuhreyfingar sem eigi reglu- legar hæðir og lægðir á línuriti allt til dauða. Þessir þrír hringir eru hinn líffræðilegi hringur sem stendur í 23 daga og er lík- amlegi þáttur þessara sveiflna. Hann segir til um líkamlegt heilsufar, kynhvöt, sjálfsöryggi, kraft og þol. Tilfinningahring- urinn sem stendur í 28 daga seg- ir aftur á móti til um ástand skapsmuna, tilfinninga, list- rænnar hæfni og það hvernig menn bregðast við umhverfi sínu. Sá síðasti eða vitsmuna- legi hringurinn stendur í 33 daga. Þar ráðast skynsemi, námshæfileikar og dómgreind til réttrar ákvarðanatöku. í miðju bylgjuhreyfingarinnar á síðan mesta óöryggið að standa yfir sem eykst að mun ef fleiri en ein af þessum bylgjuhreyf- ingum eru nálægt miðjunni á sama tíma. Sýnt hefur verið fram á að slys, óhöpp, sjúkdóm- ar og annað bölvanlegt skýtur ótrúlega oft upp kollinum á þeim tíma sem bylgjurnar eru næst miðju. Hvað störf okkar og veikindi áhrærir getur komið að gagni að vita hvenær lífshrynjandin er í lægð og hvenær ekki. Þetta hef- ur gengið svo langt og fengið slíka viðurkenningu að fjöldi stórfyrirtækja er farinn að taka tillit til þessara atriða í starfsemi sinni. Lyfjafyrirtækið Pfizer tók t.d í gagnið áætlun um slysa- varnir starfsfólks síns sem byggðist á lífshrynjandi og það merkilega var að slysatíðni lækkaði um helming. Sá sem talinn er hafa upp- götvað lífshrynjandina er þýski læknirinn dr. William Fliess. Hann var að kanna tíðahringi kvenna þegar hann kom fram með þá kenningu að bæði konur og karlar hefðu nokkurs konar „tíðahring“ sem væri 23 dagar. Hann hélt því fram að þessi hringur segði til um hvenær þeim væri hættast við sjúkdóm- um og í rannsóknum sínum tókst honum að spá fyrir um veikindi. Bernard Gittleson bendir á að í raun og veru hafi engum ennþá tekist að sýna fram á tilvist lífshrynjandi en segir jafnframt að þetta sé ekki lengur tilgáta þar sem meira en þúsund tilvik hafi ver- ið skráð sem styðja kenning- una. Því til stuðnings vitnar hann t.d í skrif Harold R. Willis sem er sálfræðiprófessor við Southern State College í Bandaríkjunum en hann gerði samanburð á dánardægri og lífs- hrynjandi allra þeirra sem höfðu dáið á nærliggjandi sjúkrahúsi. Þar komst hann að því að meira en helmingurinn hafði dáið á þeim dögum sem áttu að vera „slæmir.“ Árið eftir fékk hann 100 dæmi um þetta til viðbótar. Lyall Watson talar um í bók sinni Supernature, sem gefin var út árið 1973, að til viðbótar við lífshrynjandi sé svokölluð dæg- ursveifla og á henni hafa einnig verið gerðar talsverðar kannan- ir sem jafnvel hafa byggst á kakkalökkum. Janet Harker segir t.d frá því í Journal of Experimental Biology að henni hafi tekist að trufla „innri“ klukku dýranna með því að nota gervilýsingu að nóttu til og myrkur að degi til. I stuttu máli leiddi þetta til mikillar ringul- reiðar hjá því dýri sem prófað var og leiddi til æxlamyndunar í meltingarvegi og síðan dauða. Með þetta grófa dæmi í huga er ekki laust við að maður hugsi til þeirra áhrifa sem dægursveiflur kunna að hafa á andlega sem og líkamlega líðan manna. Rann- sakendur frá Boston og New York könnuðu eitt sinn á hvaða tíma dags væri mest um bráða- móttöku á hjartadeildum sjúkrahúsa. Þá grunaði að ef til vill væri einhver tími hættulegri en annar og sú var raunin. Niðurstaðan var sú að innlagnir voru dreifðar nokkuð jafnt yfir daginn nema á milli klukkan 8 og 10 á morgnana og 8 og 10 á kvöldin. Á þeim tíma kom urn helmingur allra sjúklinganna! Enn þann dag í dag hefur engum tekist að koma með full- nægjandi skýringu á þessu. Þó eru sumar kenningar líklegri en aðrar. Samt sein áður er hér konrið eins og í svo mörgu öðru. Um er að ræða atriði sem á ákveðinn hátt er ósnertanlegt þar sem ekki er um hreina og beina efnislega hluti að ræða. Hér er það hið sama sem tor- veldar rannsóknir og það sem torveldar rannsóknir á yfirskilvit- legum hæfileikum. Hins vegar getur verið fróðlegt fyrir lesand- ann að kynna sér hvernig lífs- hrynjandi er reiknuð út og gera kannanir á sjálfum sér hvað varðar útkomu á þeim dögum sem eiga að vera „góðir“ og „slæmir." Ef til vill er þar að finna einu sönnunina sem hver og einn getur sætt sig við.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.