Dagur - 24.08.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 24.08.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 24. ágúst 1991 TakiÖ eftir! Jólaútsaumurinn streymir inn Nokkud snemmt? Ekki ef á að sauma æðislegan dúk fyrir jól. Þær hagsýnustu kaupa jólaföndrið fyrir 1. sept- ember og fá 10% afslátt. Hafnarstræti 103, sími 24364. Af erlendum vettvangi Lesblinda er ekki aðeins það að eiga í erflðleikum með lestur Almennt skilgreina sérfræöingar lesblindu sem fólk, er hafi mun minni lestrarkunnáttu en vera ætti samkvæmt gáfnafari þess að ööru leyti. Vísindamenn hafa þó verið ósammála um flest í sam- bandi við lesblindu, ekki aðeins hvernig bæri að skilgreina hana, heldur einnig um sjúkdómslýs- ingu, orsakir og meðferð, já, jafnvel um það hvort lesblinda sé yfirleitt til. Nú hafa tveir enskir sálfræð- ingar sett fram nýja kenningu, sem er á þann veg að lesblindu fylgi ekki aðeins lestrarerfiðleik- ar heldur almenn vandkvæði á að læra eitt eða annað þannig að viðkomandi framkvæmi það án sérstakrar umhugsunar. Þessir tveir sálfræðingar hafa unnið að rannsóknarverkefni sínu um fimm ára skeið við háskólann í Sheffield. Nú full- yrða þeir að börn, sem haldin eru lesblindu, eigi við vandamál að stríða vegna þess að ákveðin störf eða leikir verði þeim ekki „ósjálfráð". Lestur er aðeins eitt dæmi þessa. Akstur bifreiðar er annað dæmi um verulega margbrotið starf. Þegar maður lærir að aka bíl, verður hann að hugsa um og meta hverja hreyfingu og aðgerð - stíga á kúplinguna, skipta um gír, nota stefnuljósin o.s.frv. Með æfingunni verður fram- kvæmd þessara atriða nánast ósjálfráð. Vísindamennirnir tveir halda því fram, að lesblindir eigi í erfiðleikum með að læra þetta Akureyringar - Nærsveitamenn Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra verður með viðtalstíma á bæjarskrifstofunni á Akureyri frá kl. 9-12, miðvikudaginn 28. ágúst nk. Tekið er á móti viðtalsbeiðnum í síma skrif- stofunnar 96-21000. Iðnaðarráðuneytið. Viðskiptaráðuneytið. Mælar fyrir vökva og loft STRAUMRÁS s.f Furuvöllum 1 sími 26988 Þar sem þjónustan er í fyrirrúmi. þannig að þetta verði ósjálfráðar hreyfingar. Fylgst var mjög náið með því, hvernig lesblind börn framkvæma ýmis algengustu við- fangsefni, sem daglega verða á vegi manns, og kom í ljós, að færni þeirra við ýmis einföldustu atriði var mjög ábótavant. Sál- fræðingarnir telja sig því byggja á vísindalegum grunni, þegar þeir fullyrða, að lesblind börn eigi erf- itt með að samhæfa gerðir sínar, þegar þau hjóla eða synda. Vísindamennirnir segja þó að vandamálin séu ekki alltaf jafn augljós. Þeir halda því fram, að lesblindir feli þau oft með alls- konar „neyðarlausnum", t.d. með því að einbeita hugsuninni miklu meira að einhverju við- fangsefni en það gefi tilefni til við venjulegar aðstæður. Til þess að láta reyna á þessa kenningu létu þeir lesblinda framkvæma nokkrar jafnvægis- æfingar. Gengið var út frá því að ef lesblindu börnin ættu í erfið- leikum með að leysa verkefnin ósjálfrátt, myndu þau vitandi vits leggja sig fram um að gera betur. En enda þótt börnin hefðu þróað með sér ákveðnar kænlegar neyðarlausnir, þá kæmi vanda- málið í ljós með tvíþættu prófi, þar sem beina þyrfti eftirtektinni að fleiru en einu í senn. Prófið var framkvæmt þannig að börnin áttu að halda jafnvægi á lágri slá og tala á sama tíma ýmist framfyrir sig eða afturfyrir, einnig áttu þau að segja til um hvort tónmerki væri hátt eða lágt. Útkoman var mjög eftirtektar- verð. Meðan málið snerist aðeins um það að halda jafnvæginu, sýndu lesblindu börnin, að þau gátu auðveldlega sigrast á því vandamáli og stóðu sig í aðalatr- iðum ekkert verr en önnur börn. En í tvíhliða prófinu, þegar þau áttu bæði að halda jafnvæginu og gera eitthvað annað, varð útkom- an allt önnur. Jafnvel í auðveld- asta prófinu, þegar börnin áttu að standa kyrr á slánni og tala framfyrir sig, reyndust meira en tveir þriðju hlutar þeirra ekki geta haldið jafnvæginu. (Fakta 5/91. - Þ.J.) Stærsta hringleikahúsið, Colosseum í Róm, var 46 metra hátt. Ilverjir voru upphafs- menn hringleikhúsa? Það voru Rómverjar sem hófu byggingu hringleikhúsa úr steini og það elsta, sem þekkt er, er í Pompeij, byggt í kringum 80 fyrir Krist. Stærsta hringleikhúsið, sent byggt var, er Colosseum í Róm. Það tók 50 þúsund áhorfendur, sem komu inn í gegnum 80 hlið. Stólaraðirnar voru gerðar úr marmara og voru hringinn í kringum sporbaugslaga leiksvið. Ákveðnir bekkir voru fyrir hverja þjóðfélagsstétt. Hreyfan- leg sóltjöld voru til hlífðar fyrir sól og regni. Colosseum, sem byggt var um það bil 75 árum eftir Kríst, varð fyrirmynd síðari tíma leikhúsa. Útveggurinn var 46 metra hár og skiptist í fjórar hæðir. Á þremur neðstu hæðunum voru bogagöng með kórintiskum, dór- iskum og jóniskum súlum, en efsta hæðin var skreytt með mikl- um fjölda af styttum. Byggingarefnin voru kalk- steinn, móberg, steinlím og tígul- steinn. Að utan var svo klætt með marmara. Leikhúsin voru mest notuð fyr- ir skylmingaleika, en þar áttust ekki aðeins við sérþjálfaðir skylmingamenn, einnig voru fangar látnir berjast þar og dýr- um var att gegn dýrum og mönn- um gegn dýrum. Sýningarnar gátu tekið mjög langan tíma og mikið blóð rann. Með það einkum fyrir augum að sýna veldi sitt og stöðu meðal þjóða byggðu Rómverjar næst- stærsta hringleikahúsið í E1 Djem í Túnis. Því fylgdu gífurleg útgjöld, því að inikið af bygg- ingarefninu varð að flytja um langvegu. Þarna var svo mikið notað af villtum rándýrum, að stofnar ýmissa tegunda í nágrenninu voru í hættu. Fangar og dýr voru geymd í klefum undir leiksvið- inu, og af sviðinu rann blóðið um niðurfall í klefana. Rómverjarnir sögðu, að víga- móðurinn ykist hjá þeim, sem í klefunum voru, þegar blóðið tæki að renna þangað niður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.