Dagur


Dagur - 24.08.1991, Qupperneq 7

Dagur - 24.08.1991, Qupperneq 7
Laugardagur 24. ágúst 1991 - DAGUR - 7 Geir Guðsteinsson Almenningsíþróttir njóta vaxandi vinsælda: „Þátttaka íslands í Alheimssamtökum veitir tæki færí til þátttöku í íþróttaleikum víöa um heim“ - segir Edda Hermannsdóttir íþróttakennari Dagana 23. - 28. júní sl. var haldinn í Bordeaux í Frakk- landi stofnfundur Alheims- samtaka fólks í almennings- íþróttum en þetta var jafn- framt 12. ráðstefna “Internat- ional Trim and Fitnes Internat- ional sport for all association" sem nú fyrst voru gerð að formlegum alþjóðasamtökum. Þessar ráðstefnur verða haldn- ar á tveggja ára fresti og þar verður skipulagt það starf sem fram á að fara næstu tvö árin en með því opnast möguleikar á að nýta sér það besta sem aðrar þjóðir hafa fram að færa í þessum málum. Island hefur tekið þátt í starfi þessara sam- taka að meira eða minna leyti frá 1975. Edda Hermannsdótt- ir, íþróttakennari á Akureyri, sem sat ráðstefnuna sem full- trúi Trimmnefndar ÍSÍ segir að hingað til hafí allt íþróttalíf á Islandi gengið út á keppnis- íþróttir og engin hvatning ver- ið fyrir hendi til þess að stunda íþróttir nema á eigin vegum. Með þátttöku í Alheimssam- tökum fólks í almennings- íþróttum megi búast við að Trimmnefnd ISI sem starfað hefur síðan 1972 fái byr í seglin en hingað til hefur lítill stuðn- ingur verið að baki þess starfs sem unnið hefur verið í nefnd- inni. Á ráðstefnunni var Island með kynningarbás þar sem kynntar voru almennings- íþróttir á íslandi. Meðal efnis voru gögn frá íþróttahátið ÍSÍ, landshlaupi UMFÍ, Reykjavík- urmaraþoni o.fl. Edda Hermannsdóttir álítur ekki að trimm hafi átt erfiðara uppdráttar á íslandi en í öðrum löndum en á hinn bóginn höfum við íslendingar verið svo gjarnir á að reyna að vera fremstir og best- ir í öllu og það hafi vissulega komið niður á trimminu. Þegar trimm varð svo tískufyrirbrigði með heilsubylgjunni þá komst öll þessi starfsemi í hendur einka- Edda Hermannsdóttir í hópi fulltrúa aðila sem auðvitað er ekki nógu gott því fólk á öllum aldri þarf að eiga þann möguleika að stunda einhverja líkamsrækt án þess að til þurfi að kosta miklum fjár- munum. íþróttafélögin ættu að koma meira inn í þessa starfsemi og gefa sínum félögum kost á stunda sína líkamsrækt og íþrótt- ir án þess að því fylgi keppnisskylda en hreyfing og almenn ánægja verði í fyrirrúmi. - En hvaða hagur er að þátt- töku Trimmnefndar ÍSI í Alheimssamtökum fólks1 um almenningsíþróttir? „Trimmnefnd ÍSÍ hefur nú aðgang að öllum gögnum frá aþjóðasamtökunum og getur nýtt sér þau endurgjaldslaust og án sérstaks leyfis hverju sinni. Því fylgir einnig plaköt, skýrslur o.fl. sem unnið hefur verið í aðildar- löndunum og það sparar óhemju fjármuni í framleiðslu á öllu sem heitir auglýsingar og dreifikerfi. Síðan vil ég sérstaklega nefna að allt það fólk sem stundað hefur alls kyns líkamsrækt árum saman í hópum eða eitt sér fær nú tæki- færi til þess að taka þátt í Alheimsleikum, þjóðarleikum og ýmsu öðru sem verður í gangi víðs vegar um heimsbyggðina". - Er byrjað að undirbúa þátt- töku íslendinga í slíkum leikum? „Nei, en stefnt er að því að á næsta sumri taki einhverjir Islendingar þátt í því sem þá verður á boðstólum eins og t.d. í Kanada, Þýskalandi og Englandi. Þetta byggist fyrst og fremst á því að fólk sé með en einnig eru mót þar sem kynntar verða og sýndar þjóðaríþróttir þátttökulandanna og lögð áhersla á þá menningu sem er einkennandi fyrir viðkom- andi þjóð. Ekki er víst að íslend- ingar verði meðal þátttakenda fyrst um sinn en vissulega væri æskilegt að íslendingar yrðu sem fyrst virkir í því samstarfi. - Getur fólk sem hætt hefur þátttöku í keppnisíþróttum nýtt sér það sem þessi samtök hafa fram að færa? á ísrael, Rússlandi, Lettlandi, Kýpur, „Margt íþróttafólk hættir keppni mjög snemma og t.d. er fintleikafólk yfirleitt hætt unt 16 ára aldur og í sundi liðlega tví- tugt og því er það athugandi hvort þarna opnist ekki mögu- leiki fyrir þetta fólk að halda áfram íþróttaiðkunum án þess að stefnt sé að keppni enda miðast öll starfsemi Trimmnefndar ÍSÍ sem og Alheimssamtakanna við alla aldurshópa“. - Stendur fyrir dyrum að halda mót hérlendis í anda Alheimssamtaka fólks í almenn- ingsíþróttum? „í júní var haldin trimmdagur hér á Akureyri sem var í þessum anda en þar var þátttakendum boðið upp í ýmislegt víðs vegar um bæinn án nokkurs þátttöku- gjalds. Fólkið valdi og var fyrst og fremst þátttakendur hvort sem það voru hjólreiðar, gönguferðir eða hlaup svo eitthvað sé nefnt. Reykjavíkurmaraþonið sent nýlega er afstaðið er liður í þessu þ.e. skemmtiskokkið sem er um 7 km. en þar er markmiðið fyrst og fremst að vera með enda rná þar m.a. sjá hjólastóla og kerrur og ekki síst fólk á öllum aldri“. í skemmtiskokkinu tóku þátt konur sem hafa hist og æft saman í Kjarnaskógi í sumar undir stjórn Eddu Hermannsdóttur. Þær hafa verið að hlaupa sér til heilsubótar og skemmtunar þrisvar í viku en Edda hefur verið með svipaða hópa í gangi undanfarin 8 ár. „Mín stefna er sú að íþróttir, heilsurækt og hreyfing eigi ekki að eiga sér stað aðeins nokkrar vikur á ári heldur allt árið og þessi kvennahópur var í leikfimi í allan fyrravetur og skokkaði í sumar og lokar svo hringnum með þátttöku í skemmtiskokk- inu. Hugmyndir eru uppi innan Alheimssamtakanna að koma á fót bæjarkeppnum þar sem keppt yrði í þátttökufjölda en ekki árangri. í Kanada tóku 3 milljón- ir manna þátt í slíkri keppni á sl. ári en sú keppni var “sponseruð" Fílabeinsströndinni og Ástralíu. íranskar þjóðaríþróttir eru mjög frábrugðnar því sem við eigum að venjast. þ.e. stórfyrirtæki voru styrktar- aðilar keppninnar en hætt er við að sá þáttur verði ekki eins auð- veldur viðfangs hérlendis. í mörgum löndum eru gífur- lega sterkir aðilar sem standa að baki almenningsíþróttum og eru þeir jafnvel tilbúnir til að fara út fyrir landamærin og styrkja íslendinga til þátttöku á mótum erlendis eins og t.d. í Þýska- landi.“ - En skipta íþróttir einhverju máli fyrir almenning? Ég lield að núorðið sé almenn- ur skilningur á því hérlendis að íþróttir eða heilsurækt skiptir okkur verulegu máli. íslendingar vinna ntikið og margir erfið- isvinnu og mörgum finnst það hrein öfugmæli þegar fullyrt er að það sé enn mikilvægara fyrir erfiðisvinnumanninn að stunda einhvers konar íþróttir heldur en fyrir það fólk sem hreyfir sig í meðallagi mikið eða kyrrsetu- fólkið. Það er ótrúlegur fjöldi fólks hér á landi sem er hreinlega orðið hálfbæklað af hreyfingar- leysi og við heyrum einnig af börnurn sem jafnvel kunna ekki að hreyfa sig. Okkur hefur ekki tekist að fylgja eftir örri þjóðfé- lagsbreytingu og þegar heilsu- bylgjan skall yfir varð viss æði- bunugangur í þessu en mjög rnargir heltust fljótt úr lestinni. Við verðum að breyta þessum hugsanagangi og telja heilsurækt jafn sjálfsagða og það að bursta tennurnar". Trimmnefnd ÍSÍ hefur á undanförnum árum gefið út fjöl- breytt úrval fræðslubæklinga þar sem m.a. er komið inn á það hvernig þú átt að bera þig að ef þú vilt hreyfa þig einn; hversu mikið, teygjuæfingar og loka- æfingar. Bæklinga þessa getur almenningur fengið á skrifstofu ÍSÍ og t.d. á heilsugæslustöðvum en fyrir dyrum stendur tveggja ára átak í fræðslumálum. GG AKUREYRARB/íR Laus störf Á bæjarskrifstofunum eru laus til umsóknar tvö skrifstofustörf, í starfsmannadeild við launavinnslu og í fjárreiðudeild við afgreiðslu og innheimtu. Umsækjendur hafi próf af verslunarbraut eða reynslu í skrifstofustörfum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannaféiags Akureyrarbæjar. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar um störfin fást í starfsmannadeild eða hjá undirrituð- um á bæjarskrifstofunni sími 21000. Umsóknarfrestur er til 2. september n.k. Akureyri, 23. ágúst 1991. Bæjarritari.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.