Dagur - 05.09.1991, Side 4

Dagur - 05.09.1991, Side 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 5. september 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Hraða þarf uppbyggingu Verlonenntaskólans á Akureyri Verkmenntaskólinn á Akureyri var settur nú í vikunni. Skóla- setningin var sérstök að því leyti að nemendur VMA hafa aldrei verið fleiri í sögu skólans en um 1100 nemendur hefja nú nám á haustönn. Verkmenntaskólinn á Akureyri er því langfjölmennasti vinnustaðurinn á Norðurlandi og í hópi stærstu vinnustaða landsins. A svo fjölmennum vinnustað er auðvitað mjög mikilvægt að vinnuaðstaða sé til fyrirmyndar. Því er alls ekki að heilsa hvað Verkmenntaskólann varðar. Þar er vægast sagt þröngt setinn bekkurinn enda húsnæði VMA ekki í nokkru samræmi við nemendafjölda skólans. Enn er fimm byggingaáföngum skólahússins á Eyrarlandsholti ólokið. Afleiðingarnar eru m.a. þær að kennsla fer fram í þremur húsum utan hinnar eiginlegu skólalóðar Verkmenntaskólans og er um einn kíló- metri milli fjarlægustu húsa. Auk þess er vinnudagur nemenda og kennara sundurslitinn og mun lengri en hann þyrfti að vera við eðlilegar aðstæður. Bernharði Haraldssyni, skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri, varð tíðrætt um húsnæðisvanda skólans í setning- arræðu sinni. Hann minnti á að um þessar mundir væru liðin 10 ár frá því fyrsta skóflustungan var tekin að húsnæði Verk- menntaskólans á Eyrarlandsholti og að í þá daga hefðu menn átt sér þann draum að ljúka uppbyggingu skólans á 6-8 árum - skóla sem ætlað var að hýsa 650-700 nemendur. Síðan sagði Bernharð: „Ég veit, að þegar við hófum skóla- starf fyrir réttum 7 árum, óraði engan fyrir þessum nemendafjölda og alls ekki fyrir þeim húsnæðisvanda, sem við höfum verið í alla tíð. Við getum að nokkru sjálfum okkur um kennt því við tókum þá stefnu í upphafi, og henni höfum við fylgt, að veita öllum, sem til okkar leita, viðtöku, reyna að leysa vanda sem flestra. Ég sé hins vegar ekki fyrir mér að við getum haldið slíkri stefnu áfram nema til komi fleiri hús á Eyrarlandsholti. “ Á yfirstandandi fjárhagsári fékk Verkmenntaskólinn á Akureyri einungis 15 milljónir króna í sinn hlut á fjárlögum ríkisins. Þessir fjármunir hrökkva skammt og með sama áframhaldi mun taka u.þ.b. tuttugu ár til viðbótar að ljúka byggingu Verkmenntaskólans! Slíkur dráttur er með öllu óviðunandi, því langlundargeð nemenda og kennara VMA er brostið. Bernharð Haraldsson, skólameistari VMA, komst svo að orði í setningarræðu sinni: „Nú verður strax, þrátt fyrir allt tal um aukinn sparnað, að koma til stefnubreyting í uppbyggingu skólans ef við eigum ekki að neyðast til að fækka nemendum niður í upphaflega áætlaðan fjölda strax næsta haust. “ í þessum orðum skólameistara felst að ef fjárveiting ríkis- ins til nýframkvæmda við Verkmenntaskólann á Akureyri verður ekki stóraukin þegar á næsta fjárhagsári, verður 300-400 nemendum neitað um skólavist að ári. Á því skólaári sem nú er hafið eru um 85% nemenda VMA búsettir á Akur- eyri og öðrum sveitarfélögum við Eyjafjörð. Miðað við óbreytta aðsókn að skólanum næsta haust þyrfti að neita um 200 umsækjendum af þessu svæði um skólavist svo og öllum umsækjendum sem búsettir eru annars staðar á landinu. Þetta eru alvarleg tíðindi og ljóst að stjómvöld verða að taka sig á og hraða mjög uppbyggingu Verkmenntaskólans á Akureyri. Að öðrum kosti blasir við ill- eða óleysanlegur vandi að ári. BB. Við Byggðasafnið í Giauinbæ í Skagafirði er verið að koma Áshúsinu fyrir en Áshúsið er 108 gamalt hús frá Ási í Hegra- nesi. Húsið var flutt í Glaumbæ sl. vor eftir að búið var að hlaða undir það grunn úr grjóti. Áshús er að grunn- fleti tæpir 100 fermetrar að stærð og verður gert upp í sinni upprunalegu mynd. Stefnt er á að taka húsið í notkun á næsta ári en þá heldur Byggðasafnið í Glaumbæ upp á 40 ára afmæli sitt. Áshús var byggt á árunum 1883-1886 að Ási í Hegranesi í Skagafirði af hjónunum Sigur- laugu Gunnarsdóttur og Olafi Sigurðssyni með það í huga að þar risi kvennaskóli. Á þessum Smiðir frá Trésmiðjunni Borg hf. að störfum við Áshúsið í Glaumbæ. Fremst á pallinum er Bragi Skúlason, byggingameistari, og fyrir aftan hann Skúli Bragason og Sigurjón Karlsson. Á efsta pallinum stendur Kári Þorsteinsson. Mynd: -bjb Byggðasafnið í Glaumbæ: Áshúsinu komið í sína upprunalegu mynd - tekið í notkun á 40 ára afmæli safnsins á næsta ári tíma var verið að ákveða stað- setningu kvennaskóla og bænda- skóla um landið og rétt áður en Sigurlaug og Ólafur hófu bygg- ingu hússins var ákveðið að kvennaskóli kæmi á Ytri-Ey í Húnavatnssýslu og bændaskóli á Hólum í Hjaltadal. Þannig varð aldrei eiginlegur kvennaskóli að Ási en Sigurlaug og Ólafur voru lengi vel með námskeið í ýmsum handiðnum sem voru nijög vel sótt. Áshúsið leysir úr geymsluskorti safnsins Síðan hefur fjölskyldan að Ási nýtt húsið sem íbúðarhús og búið var í því alveg fram á áttunda áratug þessarar aldar. Á síðasta ári var ákveðið að koma því fyrir við Glaumbæ og gera það upp. Sl. sumar var byrjað að hlaða grjótveggi undir húsið og því verki stjórnaði framan af Sveinn Einarsson frá Egilsstöðum og starfsmenn hans voru Skag- firðingarnir Sigurður Helgi Sig- urðsson, Friðrik Steinsson og Hans Birgir Friðriksson. í sumar var byrjað að taka Áshúsið í gegn að utan og skipta um klæðningu. Verkið annast Trésmiðjan Borg hf. á Sauðár- króki og er stefnt á að loka hús- inu fyrir veturinn. Síðan á að gera húsið upp að innan í sinni upprunalegu mynd nema hvað bæta þarf við salernisaðstöðu. Sigríður Sigurðardóttir, rninja- vörður í Byggðasafninu í Glaumbæ, sagði í samtali við Dag að fyrirhugað væri að setja upp kaffisölu í húsinu fyrir gesti safnsins auk þess sem leysa á úr geymsluskorti safnsins. „Gamli bærinn í Glaumbæ er alls ekki til þess fallinn að geyma hluti, hann eyðileggur hluti. Þannig að þeir þurfa að komast í góða og upp- hitaða geymslu yfir veturmánuð- ina. Efstu hæðina mætti svo nýta sem sýningarpláss fyrir hluti frá fyrstu áratugum þessarar aldar,“ sagði Sigríður en Byggðasafnið hefur fengið fjölda liluta, fleiri en tilheyra gamla bænum. 16 þúsund ferðamenn komið í Glaumbæ í sumar Sigríður sagði að Áshús kæmi til með að leysa mörg vandamál sem hafa staðið safninu fyrir þrifum undanfarin ár. „Við höfum ekkert getað þjónustað ferðamenn og þarna getum við verið með kaffi- og minjagripasölu," sagði Sigríð- ur en stöðugt fleiri ferðamenn koma við í Glaumbæ að skoða Byggðasafnið og í sumar hafa komu um 17 þúsund manns. Safninu var lokað um síðustu mánaðamót og núna er það opn- að eftir þörfum. Byggðasafnið í Glaumbæ og endurbæturnar á Áshúsinu eru fjármagnaðar af Héraðsnefnd Skagafjarðar en í áætlun er gert ráð fyrir að endurbygging Áshússins kosti um 10 milljónir króna. Við hliðina á Áshúsinu er kominn grunnur fyrir Gilsstofu sem er annað gamalt og fornt hús sem koma á við safnið í Glaum- bæ. Það er nokkru minna en Áshús en mjög svipað í sniðurn og mun hýsa gripi Byggðasafns- ins. Sigríður sagðist vona að Gils- stofu verði komið fyrir á næstu árum, a.m.k. fyrir aldamót! „Það gerist allt svo hægt í þeim hluta mannlífsins sem snýr að minja- vörslu," sagði Sigríður að end- ingu í samtali við Dag. -bjb Árleg merkjasöluhelgi Krabba- meinsfélags íslands um helgina - félagsmenn K.A.O.N. hvattir til að rétta hjálparhönd við söluna Árleg merkjasöluhelgi Krabba- meinsfélags íslands er um næstu helgi, 6.-8. september. Er þetta ein af fjáröflunarleiðum félagsins, en það stendur að mjög öflugu for- varna- og fræðslustarfi. Að þessu sinni hefur merki félags- ins verið útbúið í silfruðu og bláu, einkar snotru barmmerki, sem fer vel að bera allan ársins hring. Kostar merkið kr. 500,- og mun helmingur af andvirði þess renna til Krabba- meinsfélags Ákureyrar og nágrennis (KAON). Vonumst við til að íbúar við Eyjafjörð taki vel á móti sölufólki og eru félagsmenn K.A.O.N. hvattir til að rétta okkur hjálparhönd við söl- una. Eru þeir beðnir að hafa samband við skrifstofu K.A.O.N., Glerárgötu 36, 3.h., eða í síma 27077. Eins og fram kom í Degi 27. apríl s.l., þegar kynntur var bæklingur um krabbamein karlmanna, munum við fylgja honum eftir með fræðslufund- um í vetur. Þar flytja erindi og svara fyrirspurnum sérfræðingur í lyflækn- ingum og meltingarfærasjúkdómum, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í heimilislækningum á viðkomandi stað. Forsvarsmenn karlaklúbba, sem áhuga hafa fyrir slíkri fræðslu, eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við Halldóru Bjarnadóttur, hjúkrunarfræðing Krabbameinsfé- lags Akureyrar og nágrennis á skrif- stofu félagsins, eða í síma 27077. Þegar hefur verið ákveðið að halda slíka fundi, öllum opna í samvinnu við karlaklúbba á eftirtöldum stöðum: í Ólafsfirði og inæta þar Nicholas J. Cariglia, Halldóra Bjarnadóttir og Hjörtur Hauksson. Á Dalvík og mæta þar Nicholas J. Cariglia, Halldóra Bjarnadóttir og Þórir Þórisson. Á Grenivík og mæta þar Nicholas J. Cariglia, Halldóra Bjarnadóttir og Friðrik Vagn Guðjónsson. Þá munum við að öllum líkindum verða með reykbindindisnámskeið eftir áramót, ef næg þátttaka fæst, en að sjálfsögðu verður hægt að fá persónulega ráðgjöf á skrifstofunni áfram, eins og verið hefur. Reglugerð um veiðar Gefin hefur verið út ný reglu- gerð um veiðar í atvinnuskyni og tekur hún gildi 1. septem- ber nk. Helstu breytingar frá þeirri reglugerð sem nú er í gildi eru þessar: 1. Breyting á leyfilegum há- marksafla. 2. Nýir banndagar tilgreindir. 3. Heimilt er að veita báti minni en 6 brl., sem valið hefur aflahlutdeild, krókaveiðileyfi ef hann kemur í stað báts sem dæmdur hefur verið óbætandi vegna sjótjóns og hann tekinn af skipaskrá. Önnur tilfærsla milli kerfa er ekki heimil. 4. Afli sem landað er 1. sept. nk. eða síðar telst til næsta fisk- veiðiárs, þó veiðiferð hefjist í ágúst. 5. Breyting á verðmætastuðl- um: þorskur 1,00, ýsa 1,17 ogufsi 0,52. 6. Svonefnd 60% stækkunar- regla sem gildir um nýsmíði er felld úr gildi. Þess í stað má rúm- tak nýs skips ekki vera hærra en rúmtala þess skips sem hverfur úr rekstri. 7. Bátum minni en 6 brl. er ekki lengur skylt að skila afla- skýrslum til Hafrannsóknastofn- unar. ój

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.