Dagur - 05.09.1991, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. september 1991 - DAGUR - 5
Sjóstangaveiðimót Sjóstangaveiðifélags Akureyrar:
Keppendur á mótinu komu með rúm 6,6 tonn að landi
- Þorsteinn Jóhannesson, Siglufirði og Sigrún Sigurðardóttir, Hellissandi íslandsmeistarar 1991
Keppninni um íslandsmeist-
aranafnbótina í sjóstangaveiði
árið 1991, iauk á Eyjafirði um
helgina. Þá stóð Sjóstanga-
veiðifélag Akureyrar fyrir sjö-
unda og síðasta mótinu á þessu
ári. Áður höfðu farið fram mót
í Vestmannaeyjum, Reykja-
vík, Ólafsvík, Neskaupstað,
Siglufirði og Isafirði. Islands-
mcistari í karlaflokki varð Þor-
steinn Jóhannsson frá Siglu-
firði en Sigrún Sigurðardóttir
frá Hellissandi varð hlutskörp-
ust í kvennaflokki. Óskar Ósk-
arsson frá Hellissandi hafnaði í
öðru sæti í karlalflokki og Þor-
steinn Stígsson úr Reykjavík í
þriðja sæti. Sólveig Erlends-
dóttir frá Akureyri hafnaði í
öðru sæti í kvennaflokki og
Elínbjörg Gunnarsdóttir úr
Reykjavík í því þriðja. Islands-
meistararnir svo og sigurvegar-
arnir í mótinu um helgina voru
síðan krýndir í hófi á Hótel
KEA á laugardagskvöld.
Veiðimenn komu með
rúm 6,6 tonn að landi
Alls mættu 58 veiðimenn til leiks
á mótið um helgina og var keppn-
in jöfn og spennandi. Keppendur
dróu rúm 6,6 tonn úr sjó, eða
rúmlega 6.000 fiska. Fisktegund-
irnar sem komið var með að landi
voru 10 talsins, þ.e. þorskur, ýsa,
ufsi, karfi, steinbítur, koli, lísa,
marhnútur, síld og keila og náðu
fimm keppendur að landa sex
fisktegundum. Lagt var upp frá
Dalvík báða keppnisdagana og
var róið á þrettán bátum. Auk
þess sem um einstaklings- og
sveitakeppni var að ræða, var
einnig keppni á milli bátanna og í
þeirri keppni gilti meðalafli á
stöng í hverjum báti.
Stefán og Guðrún sigruðu
í einstaklingskeppninni
í einstaklingskeppni karla varð
Stefán Pétursson frá Akureyri
hlutskarpastur, hann kom með
rúm 246 kg að landi, samtals 178
fiska. í einstaklingskeppni
kvenna sigraði Guðrún Jóhannes-
dóttir frá Akureyri en hún kom
ineð rúm 156 kg að landi og sam-
tals 104 fiska.
Sveitir Páls og Sólveigar
sigruðu í sveitakeppninni
I sveitakeppni karla sigraði sveit
Páls A. Pálssonar frá Akureyri
en auk fyrirliðans voru í sveitinni
þeir Bjarki Arngrímsson, Andri
P. Sveinsson og Stefán Pétursson
en alls kom sveitin með rúm 716
kg að landi. í sveitakeppni
kvenna sigraði sveit Sólveigar
Erlendsdóttur frá Akureyri en
auk hennar voru í sveitinni þær
Guðrún Jóhannesdóttir, Sigrún
Harðardóttir og Svandís Stefáns-
dóttir. Alls kom sveitin með rúm
461 kg að landi.
Skipverjar á Naustavík EA
komu með mestan afla
að landi
í keppni milli báta, kom Nausta-
vík EA með mestan afla að landi,
alls 1372,45 kg og 196,06 kg að
meðaltali á stöng en sem fyrr
sagði gilti meðalafli á stöng í
kcppninni, þar sem fjöldi kepp-
cnda á bát var mismunandi. Skip-
stjóri á Naustavík EA var Kjart-
an Valdemarsson frá Árskógs-
sandi.
Páll veiddi stærsta fiskinn
Stærsta fiskinn í keppninni veiddi
Páll A. Pálsson frá Akureyri en
það var þorskur sem vó slægður
7,25 kg. Flesta fiska veiddi hins
vegar Andri P. Sveinsson frá
Akureyri, eða 186. Elínborg
Gunnarsdóttir frá Reykjavík
kom með flesta fiska að landi af
kvenfólkinu, alls 136.
En lítum þá nánar á einstök
úrslit í mótinu um helgina:
Einstaklingskeppni karla: heildaraf. kg - fjöldi
1. Stefán Pétursson Ak. 246,65 - 178
2. Júlíus Snorrason Ak. 225,00 - 139
3. Sverrir Björnsson Si. 193,45 - 123
Einstaklingskeppni kvenna:
1. Guðrún Jóhannesd. Ak. 156,10- 104
2. Svandís Stefánsd. Ak. 130,55 - 120
3. Elínborg Gunnarsd. Re. 125,50 - 136
Sveilakeppni karla: heildarafli í kg
1. Sveit Páls A. Pálssonar Ak. 716,30
2. Sveit Þorsteins Stígssonar Re. 603,75
3. Sveit Magnúsar Ingólfssonar Ak. 565,00
Sveitakeppni kvenna:
1. Sveit Sólveigar Erlendsd. Ak. 461,95
2. Sveit Soffíu Ragnarsdóttur Ha. 340,55
3. Sveit Kristínar Þorgeirsd. Si. 325,35
Keppni báta: meðalafli á stöng í kg
1. Naustavík EA 196,06
Skipstjóri: Kjartan Valdentarsson,
Árskógssandi.
2. Eydís EA 148,70
Skipstjóri: Gylfi Baldvinsson, Hauganesi.
3. Fengur PH 131,75
Skipstjóri: Jón Þorsteinsson Grenivík.
-KK
Sigursveit Páls A. Pálssonar, f.v. Stefán Pétursson, sem einnig sigraði í ein-
staklingskeppni karla, Bjarki Arngrímsson, Páll A. Pálsson og Andri P.
Sveinsson scnt einnig veiddi flesta fiska á mótinu.
Aflahæstu skipstjórnarnir, f.v. Kjartan Valdemarsson á Naustavík EA,
Gylfi Baldvinsson á Eydísi EA og Jón Þorsteinsson á Feng ÞH.
Júlíus Snorrason, formaður Sjóstangaveiðifélags Akureyrár og Sólveig
Erlendsdóttir, óska Stefáni Péturssyni til hamingju tneð sigurinn í einstakl-
ingskeppni karla. Myndir: Páll A. Pálsson
Margrét Jónsdóttir
sýnir í Ásmundarsal
Margrét Jónsdóttir, leirlista-
kona á Akureyri, opnar sína
aöra einkasýningu í Ásmund-
arsal, Freyjugötu 41 í Reykja-
vík, laugardaginn 7. september
kl. 14.
Margrét lauk námi frá Kunst-
handværkerskolen í Kolding árið
1984 og hefur starfað á Akureyri
síðan.
Sýningin í Ásntundarsal er
opin alla daga frá kl. 14 til 18 til
sunnudagsins 15. september nk.
Páll A. Pálsson kampakátur ineð
stærsta flskinn sem veiddist á mót-
inu, þorsk sem vó slægður 7,25 kg.
Sigursveit Sólveigar Erlendsdóttur, f.v. Sólveig Erlendsdóttir, Svandís
Stefánsdóttir, Sigrún Harðardóttir og Guðrún Jóhannesdóttir, sem einnig
sigraði í einstaklingskeppni kvenna.
Hlutabréf
Gengi hlutabréfa 5. september 1991
os .Jeiyl bjv
Bbnsv 6aya!
j.' fntiJsD ,6w
Hlutafélag Kaupgengi Sölugengi
* Auðlind hf. 1,03 1,08
Hf. Eimskipafélag (slands 5,86 6,15
★ Fiugleiðirhf. 2,39 2,49
Grandi hf. 2,83 2,95
★ Hlutabréfasjóðurinn hf. 1,64 1,73
íslandsbanki hf. 1,66 1,73
Olíufélagið hf. 5,65 5,85
★ Olíuverslun íslands hf. 2,15 2,28
★ Skagstrendingur hf. 4,95 5,10
Skeljungur hf. 6,02 6,38
★ Sæplasthf. 7,33 7,65
Útgerðarfélag Akureyringa hf. 4,90 5,10
* Hlutabréf í þessum fyrirtækjum eru til sölu hjá okkur núrta.
éél KAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700