Dagur - 05.09.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 05.09.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 5. september 1991 Öfugsnúin byggöastefna Landsbyggðin stendur i ráðhúss og Perlu í hc - Borgarsjóöur Reykjavíkur fær á ári hverju milljarð frá landsbyggöinni í skjói Að undanförnu hafa margir orðið til að undrast þá gífurlegu uppbyggingu sem orðið hefur í Reykjavík, einkum þá sem borgin sjálf stendur fyrir og birtist í ráðhúsi og Perlunni á Öskjuhh'ð. Hvernig stendur á því að á meðan fjölmörg sveit- arfélög á iandsbyggðinni lepja dauðann úr skel og geta ekki stutt við bakið á atvinnurekstri, hvað þá ráðist í dýrar hús- byggingar, þá virðist borgarsjóður Reykjavíkur vera ótæm- an,di. Pað er eins og engu máli skipti þótt þeir sem fyrir byggingum standa verði uppvísir að alls kyns bruðli og óráðsíu svo engar áætlanir standast, alltaf er til nóg af pen- ingum. Tekjur kaupstaða Reykjavík Aðrir kaupst. kr. á íbúa % kr. á íbúa % Útsvör 49.107 50,0 48.229 62,2 Aðstööugjöld 19.605 20,0 10.213 13,2 Fasteignaskattar 14.673 14,9 11.373 14,7 Aörir skattar* 4.064 4,2 1.385 1,8 Jöfnunarsjóður 4.436 4,5 4.758 6,1 Aörar tekjur* 6.318 6,4 1.577 2,0 Byggt ð tölum úr Árbúk sveitarfélaga 1990. Allar tdlur fyrir áriö 1989. * Mjög er mismunandi hvað fært er undir liöina Aörir skattar og Aörar tekjur! bókhaidí sveitarfélaga, en einnig þar er verulogur munur á Reykjavik og landsbyggðinni, höfuðborginni í vil. Hvaðan koma þessir pening- ar? Þannig er oft spurt á lands- byggðinni en svarið, þótt einfalt sé, vill vefjast fyrir mörgunt. Það er nefnilega þannig að það er einmitt fólkið á landsbyggðinni sem stendur undir þessum glæsi- höllum þótt það sé aldrei spurt hvort það hafi áhuga á að byggja þær, eða hvort það vilji kannski eyða peningunum í eitthvað ann- að. í hvert skipti sem við förum út í búð erum við að leggja fé til byggingar ráðhúss og Perlu í Reykjavík. Þegar við fljúgum með Flugleiðum, flytjum vörur með Eimskip eða Samskip, tryggjum eignir okkar hjá VIS eða Sjóvá, kaupum bíl eða tölvu - alltaf erum við að auka við sjóðina hjá borgaryfirvöldum í Reykjavík. Við erum ekki einu sinni óhult þegar við verslum hjá kaupfélaginu vegna þess að svo til allar innfluttar vörur eru komnar til landsins fyrir milli- göngu reykvískra heildsala sem greiða aðstöðugjald til borgar- sjóðs Reykjavíkur, rétt eins og öll þau fyrirtæki sem eiga lögheimili í Reykjavík. Líka Sambandið. „Skattaparadísin“ Reykjavík Fjárhagur sveitarfélaga hefur verið töluvert til umræðu upp á síðkastið, ekki síst í ljósi þeirra erfiðleika. sem gjaldþrot fyrir- tækja hafa leitt yfir hina sameig- inlegu sjóði. Hér á Akureyri er rætt um að gjaldþrot Álafoss og ístess kosti bæjarsjóð 130 millj- ónir króna í afskrifaðar skuldir. Áföll af þessu tagi geta því skert verulega möguleika bæjarfélag- anna á því að styðja nýjungar í at- vinnulífinu. Stærsti tekjuliður sveitarfélag- anna er útsvarið. Hjá meðalkaup- staðnum á landsbyggðinni er út- svarið tæplega tveir þriðju hlutar af tekjunum, fasteignagjaldið 14,7% og aðstöðugjaldið 13,2%. í Reykjavík eru jressi hlutföll töluvert ólík. Þar stendur útsvarið einungis undir helmingi tekna borgarsjóðs, fasteignagjaldið skilar 14,9% en aðstöðugjaldið 20% teknanna. Þessar tölur eru fengnar úr Ár- bók sveitarfélaga 1990 og gilda tölurnar fyrir árið 1989. Þar kem- ur einnig fram að þótt Davíð Oddsson hafi löngum gumað af því að í Reykjavík væru álögur á skattborgarana lægri en annars staðar þá er heildarskattheimta borgarsjóðs fjórðungi meiri á hvern íbúa en hjá kaupstöðunum á landsbyggðinni. Árið 1989 hafði Davíð Oddsson 98.203 krónur af hverjum borgarbúa en meðalkaupstaðurinn á lands- byggðinni tók 77.535 krónur af hverjum íbúa. Hvemig má þetta vera? Hvernig samrýmist þetta þeirri staðreynd að álagningarprósenta ýmissa gjalda var lægst í Reykja- vík? Svarið er á þá lund að stór hluti þessara umframtekna borg- arsjóðs Reykjavíkur kom og kemur enn úr buddum lands- byggðarfólks. Ráðhús og Perla annað hvort ár Ef litið er á tekjustofna Reykja- vfkur annars vegar og lands- byggðarkaupstaðanna hins vegar sést að ekki er verulegur munur á útsvarinu. Stóri munurinn er á aðstöðugjaldinu. Tekjumar sem Reykjavíkurborg hefur af að- stöðugjaldi eru nærri helmingi hærri á hvem íbúa en á lands- byggðinni. Séu smærri sveitarfé- lög á landsbyggðinni tekin með er munurinn enn meiri. Ef við margföldum þennan mun með íbúatölu Reykjavíkur fáum við út að tekjur borgarsjóðs voru liðlega 900 milljónum meiri en ef aðstöðugjaldið hefði verið jafnhátt á hvern íbúa og á lands- byggðinni. Það er ekki erfitt að í- mynda sér að þessi mismunur sé einmitt aðstöðugjaldið af þeirri veltu sem reykvísku stórfyrirtæk- in hafa á landsbyggðinni (og er þá verslun landsbyggðarfólks í Reykjavík ekki talin með). Ef við förum eins að með þann mun sem er á heildarskattheimtu í Reykjavík og á landsbyggðinni þá fáum við út að Davíð hefur haft tvo milljarða króna úr að spila umfram landsbyggðarbæj- arstjórana. Þetta er um það bil fimmtungur af rekstrartekjum Reykjavíkurborgar það ár. Með öðrum orðum: fyrir mismuninn í skattheimtu mætti byggja ráðhús og Perlu annað hvort ár. Þá væri garnan aö lifa Við skulum svo snúa dæminu við og athuga hvað sveitarfélögin hér á Norðurlandi hefðu til ráðstöf- unar ef skattheimtan hjá þeim væri jafnmikU á íbúa og hún er í Reykjavík. Þá sjáum við að tekj- ur Akureyrarbæjar hefðu orðið 237 milljónum króna meiri en raunin varð árið 1989. Munurinn á aðstöðugjaldinu einu hefði ver- ið 100 milljónir króna. Þetta hefði gert meira en að vega upp tapið af Álafossi og ístess, það hefði verið drjúgur afgangur til þess að leggja í Listagil og Amts- bókasafn. Hefði Akureyrarbær notið þessara umframtekna ára- tugum saman eins og Reykjavík- urborg hefur gert er hætt við því að hér væri öðruvísi umhorfs. Þá væri engin þörf á að rífast um hvort eigi að leggja peninga í íþróttahús eða gervigrasvöll, Listagil, Amtsbókasafn eða Sam- komuhús. Þetta væri allt í besta standi og löngu orðið að veru- leika. í vetur varð allt vitlaust í Ólafsfirði út af ábyrgðum sem féllu á bæjarsjóð vegna gjald- þrots Fiskmars hf. Hefði Bjarni Grímsson bæjarstjóri haft úr sama aðstöðugjaldsstofni að moða og Davíð Oddsson hefði hann getað gefið Sigurði Björns- syni þessar sex milljónir sem málið snerist um og átt annað eins afgangs. Þá hefði ekki þurft að skjóta framkvæmdum á frest. Og eins og atvinnuástandið er á Húsavík má ætla að bæjaryfir- völd gætu þegið að hafa 25 millj- ónurn meira milli handanna en þau höfðu árið 1989. Ranglátur skattur Þessar tölur leiða í ljós mikinn mismun á möguleikum sveitarfé- laga til tekjuöflunar. Ástæðan er fyrst og fremst aðstöðugjaldið sem er í raun mjög ranglátur skattur. í fyrsta lagi er hann mið- aður við veltu fyrirtækja en ekki afkomu þeirra. Aðstöðugjaldið er reiknað sem ákveðið hlutfall af þeirri tölu sem er lægri í bókhaldi fyrirtækja, tekjur eða gjöld. Fyr- irtæki sem sýnir hagnað greiðir ákveðinn hundraðshluta af brúttógjöldum sínum en það sem tapar af brúttótekjum. í annan stað tekur aðstöðu- gjaldið ekkert tillit til þess hvar fyrirtækið aflar tekna sinna, það er lögheimilið og höfuðstöðvarn- ar sem gilda. Helsta skrautfjöður Reykjavíkur um þessar mundir er Perlan á Öskjuhlíð, sem á byggingartímanum var kölluð Skopparakringlan. Kostnaður fór litlar 300 milljónir króna fram úr áætlun frá því í apríl fram í ágúst. Það gerir ekkert til, það er nóg af peningum að hafa á landsbyggðinni. Tínmmynd

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.