Dagur - 05.09.1991, Qupperneq 7
Fimmtudagur 5. september 1991 - DAGUR - 7
indir byggingu
fubborginni
i ranglátra laga um tekjustofna sveitarfélaga
Ef...kaupstaðir á Norðurlandi hefðu sömu
tekjustofna og Reykjavík væru tekjur þeirra
töluvert hærri en þær eru
Aðstööugjald Heildartekjur
Blönduós 8.648.185 11.159.018
Sauðárkrókur 21.072.216 48.595.008
Siglufjöröur 15.085.518 42.229.698
Ólafsfjörður 12.642.221 20.333.492
Dalvík 12.120.354 28.011.096
Akureyri 100.849.287 237.743.352
Húsavík 25.693.197 42.637.128
Byggt á tölum ur Árbók sveitarfélaga 1990. Allar tölur fyrir áriö 1989.
í þriðja lagi var aðstöðugjalds-
stofninn mismunandi eftir tegund
atvinnurekstrar. Fyrirtæki í út-
gerð greiddu lægsta gjaldið,
0,33%, fiskvinnslan greiddi
0,66%, annar iðnaður 1% og fyr-
irtæki í verslun og þjónustu
greiddu hæsta gjaldið, 1,33%.
Þetta þýðir að bæjarfélög þar sem
þjónusta er lítil en sjávarútvegur
allsráðandi í atvinnulífinu fengu
miklu minna út úr aðstöðugjald-
inu heldur en sveitarfélög þar
sem verslun og þjónusta
blómstra. Þetta sést ma. af því að
tekjur Akureyrarbæjar af að-
sföðugjaldinu eru talsvert hærri á
íbúa en tekjur Ólafsfjarðarbæjar.
Um áramótin 1989/90 var
gerð breyting á tekju- og verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Þá var reglunum um aðstöðu-
gjaldið breytt á þann veg að
sveitarfélög fengu meira frjáls-
ræði til að ákveða hver álagning-
arprósentan skuli vera. Þetta get-
ur breytt ýmsu fyrir sum bæjarfé-
lög, en varla fyrir Súgandafjörð,
svo dæmi sé. tekið. Ekki getur
maður séð að átvinnurekstur í
þeim bæ hefði þolað hærra að-
stöðugjald.
Það voru hins vegar engar
breytingar gerðar á höfuðmein-
semdinni, semsé því að aðstöðu-
gjald skuli innheimt þar sem fyr-
irtæki á lögheimili. Þess vegna
hefur Reykjavíkurborg enn hund-
ruð milljóna króna í tekjur af
veltu sem verður á landsbyggð-
inni. Við það má bæta tekjum af
fasteignasköttum sem eru tölu-
vert hærri í Reykjavík en í meðal-
kaupstaðnum. Ástæðan er sú að
Reykjavíkurborg fær fasteigna-
gjöld af öllum sameiginlegum
byggingum þjóðarinnar sem hafa
aðsetur í borginni.
Skrýtinn
Jöfnunarsjóður
Nú kynni einhver að spyrja
hvort ekki sé til eitthvert apparat
sem heitir Jöfnunarsjóður sveit-
arfélaga og hvort hann breyti
þessari mynd ekki verulega. í töl-
unum frá 1989 sést að framlög úr
sjóðnum til kaupstaða á lands-
byggðinni voru að meðaltali
4.758 kr. á íbúa en framlögin til
Reykjavíkur voru 4.436 kr. á
íbúa. Það er skrýtin jöfnun.
Nú er raunar búið að breyta
reglum um framlög úr Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga á þann veg að
Reykjavík fær ekkert úr sjóðnum.
Það fé sem sjóðurinn hefur til
ráðstöfunar til að jafna aðstöðu
sveitarfélaga rennur fyrst og
fremst til smærri sveitarfélaga,
kauptúna og sveitáhreppa, til
þess að hífa þau upp í meðal-
kaupstaðinn. Sjóðurinn jafnar því
aðstöðuna milli sveitarfélaga á
landsbyggðinni en hefur sáralítil
áhrif á hlutfallið milli lands-
byggðar og Reykjavíkur.
Það sem gera þyrfti til þess að
jafna þann mun sem er á milli
höfuðborgar og landsbyggðar er
Félagskonur í Ösp unnu við að pakka plastpokum í vikunni og tók ljósmynd-
ari Dags mynd af hópnum við það tækifæri.
Lionessuklúbburinn Ösp á Akureyri:
Árleg plastpokasala hefst í dag
Lionessuklúbburinn Ösp mun
verða með sína árlegu plastpoka-
sölu 5.-9. september n.k.
Það er orðið árvisst að í slát-
urtíðinni gangi Lionessur í hús á
Akureyri og selji plastpoka. Eins
og áður mun allur ágóði renna til
Fæðingardeildar Sjúkrahússins
og á nú að kaupa fæðingarrúm.
Áður hafa Lionessur afhent
Fæðingardeildinni, mjaltavél.
mónitor, tvíbura mónitor, lífgun-
arborð, myndbandstæki, útvarp
og síðast fullkomið sónartæki.
Allt hefur þetta einungis verið
mögulegt vegna þess hve frábær-
lega bæjarbúar hafa tekið á móti
okkur, sem hefur styrkt okkur í
þeirri trú að Akureyringar
almennt vilji taka þátt í að gera
Fæðingardeild Sjúkrahússins bet-
ur í stakk búna til að gegna sínu
mikilvæga hlutverki.
að leggja aðstöðugjaldið niður í
núverandi mynd. I staðinn þyrfti
að koma nýr gjaldstofn sem tæki
mið af afkomu fyrirtækja. Tekj-
urnar af honunt rynnu svo til
sveitarfélaga eftir einfaldri
höfðatölureglu. Þá fyrst næðist
jöfnuður. Og þá væri ekki lengur
hægt að neyða íbúa landsbyggð-
arinnar til þess að greiða niður
glæsihallirnar og bruðlið hjá
borgaryfirvöldum í Reykjavík.
Svona í lokin af því að Davíð
Oddsson var á dögunum að
hneykslast á því að Byggðastofn-
un hefði „fleygt" 5-600 milljón-
um króna í fyrirtækið Miklalax
hf. sem forsætisráðherra sagði
vera vonlaust dæmi. Fyrir fram-
lag landsbyggðarinnar til rekstrar
borgarsjóðs Reykjavíkur árið
1989 hefði mátt greiða upp þessa
inneign Byggðastofnunar hjá
Fljótamönnum. Fyrir afganginn
væri hægt að borga skuld Hita-
veitu Reykjavíkur við Rafmagns-
veitu Reykjavíkur sem varð til
vegna þess hve mjög kostnaður
við lokafrágang Perlunnar fór úr
böndunum í vor.
Væri ekki nær fyrir Davíð
Oddsson sem forsætisráðherra
allrar þjóðarinnar að loka þessari
„byggðastofnun" sem borgar-
sjóður Reykjavíkur hefur einn
aðgang að? -ÞH
Sveitarstjórnarmenn,
forsvarsmenn fyrirtækja,
félaga og stofnana
Alþingismenn Noröurlandskjördæmis eystra veröa
til viötals dagana 11.-14. september sem hér segir:
Raufarhöfn, miövikudag 11. september.
Húsavík, fimmtudag 12. september.
Akureyri, föstudag 13. september.
oglaugardag 14. september.
Þeir sem óska að nýta sér þetta hafi samband viö
skrifstofur Raufarhafnarhrepps, Húsavíkurbæjar
eða Akureyrarbæjar eftir því sem við á og panti tíma
eigi síðar en 10. september nk.
Alþingismenn Norðuriandskjördæmis eystra.
I