Dagur - 05.09.1991, Page 12
DAfiUR
Akureyri, fímmtudagur 5. september 1991
Markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneytisins:
Skýrslan um súrálið
tíl uinflöllimar
- málið snýst um nýtingu á háhita-
svæðunum á Þeistareykjum og í Öxarfirði
Garðar Yngvarsson hjá mark-
aðsskrifstofu iðnaðarráðuneyt-
isins segir að skýrsla Atvinnu-
þróunarfélags Þingeyinga um
súrálsverksmiðju við Húsavík
sé nú til umfjöllunar hjá skrif-
stofunni. Umsögn um hana
liggi ekki fyrir.
Garðar segist þeirrar skoðunar
að súrálsframleiðsla sé eitt af því
sem fyllilega komi til greina hér á
landi í framtíðinni og þá sé jarð-
gufa heppilegur orkugjafi en er-
lendis er olía mest notuð sem
orkugjafi við súrálsframleiðslu.
Garðar segir að nokkuð sé um
liðið frá því súrálsverksmiðja hafi
verið byggð utan hráefnissvæð-
anna sjálfra.
Hann segir að hvað hugmynd-
ina um súrálsverksmiðju við
Húsavík varði þá snúist málið um
nýtingu á háhitasvæðunum á
Þrotabú Álafoss hf.:
Mikilvægur samningur undirritaður í dag
Þeistareykjum og í Öxarfirði.
„Staðsetningarhagkvæmni súráls-
verksmiðju á Húsavík ræðst ekki
minnst af því hvernig Þeista-
reykjasvæðið er,“ segir Garðar.
Hann segir að í verkefnum sem
þessum hafi íslendingum reynst
best að fá samstarfsaðila með frá
upphafi og hvað varði súrálsverk-
smiðju þá sé þar á ferð svo viða-
mikið verkefni og svo dýrar rann-
sóknir að erlent fjármagn þurfi til
þeirra.
Nánar er fjallað um skýrsluna
um súrálsverksmiðju við Húsavík
á bls. 2 í dag. JÓH
Handagangur var í öskjunni í bókabúðum á Akureyri í gær.
Mynd: Golli
- rekstrarfélag Landsbankans yfirtekur eignir búsins á Akureyri
Protabú Fjöreggs:
Nokkur tilboð
í eignirnar
Einn aðili hefur óskað eftir
viðræðum um kaup á öllum
eignum alifuglabúisins Fjör-
eggs á Svalbarðsströnd. Nokk-
ur tilboð hafa borist skiptaráð-
anda í einstakar eignir búsins.
Ekki hefur verið upplýst hvaða
aðili það var sem óskaði eftir við-
ræðum við þrotabúið um kaup á
öllum eignum þess. Arnar Sigfús-
son, skiptaráðandi, segir að eng-
in afstaða hafi enn verið tekin til
þessara tilboða og verði það ekki
gert fyrr en í næstu viku. Frestur
til að skila tilboðum í eignirnar
rann út á þriðjudag.
Kröfulýsingarfrestur rann út í
gær. Kröfur voru stöðugt að ber-
ast fram á síðustu stundu í gær og
var því ekki komið í ljós hver
heildarupphæð krafna verður.
„Við tökum afstöðu til tilboð-
anna í næstu viku,“ segir Arnar,
en KEA hefur búið á leigu til 12.
september. EHB
Rekstrarfélag Álafoss, sem er í
eigu Landsbanka íslands, yfír-
tekur í dag allar þær eignir
þrotabús Álafoss hf. sem voru
veðsettar Landsbankanum.
Sigurður J. Sigurðsson, forseti
í síðustu viku var merkt fyrir
þeim ellefu tilraunaholum sem
boraðar verða í nágrenni Hofs-
óss vegna Ieitar eftir heitu
vatni. Boranir munu síðan
hefjast þegar jörð verður farin
að frjósa og er það Ræktunar-
samband Flóa og Skeiða sein
sér um þær.
Jón Guðmundsson, sveitar-
stjóri Hofshrepps, segir að það sé
svo sem ekkert sem bendir til að
heitt vatn sé að finna á svæðinu,
en menn séu bjartsýnir á að gera
Bæjarstjórnar Akureyrar, seg-
ir að þessi samningur sé gerður
til að opna fyrir beinum samn-
ingaviðræðum milli Lands-
bankans og Iðnþróunarfélags
Fyjafjarðar og Akureyrarbæj-
þessa tilraun þar sem heitt vatn
myndi breyta miklu fyrir hrepps-
búa. Hann segir að í framtíðinni
verði væntanlega byggð sundlaug
á Hofsósi og ekki væri verra ef
heitt vatn úr iðrum jarðar yrði þá
til staðar.
Kristján Sæmundsson frá
Orkustofnun valdi borunarstað-
ina og eru þeir á vfð og dreif í
nágrenni Hofsóss þar sem stutt er
niður á klöpp. Holudýptin verður
um 50 metrar og kostar þessi til-
raun á bilinu tvær til tvær og hálfa
milljón króna að sögn Jóns.
SBG
ar vegna kaupa á eignunum.
Hjá Landsbankanum er ekki
búist við að hægt verði að ganga
frá samningum við aðila á Akur-
eyri um kaup á eignum þessum,
vélum og tækjum, fyrr en eftir
nokkurn tíma. Ákveðinn hug-
myndapakki var sendur frá Iðn-
þróunarfélaginu til Landsbank-
ans um leiðir til að kaupa eignirn-
ar, en þau mál eru öll í skoðun
ennþá. Sigurður J. Sigurðsson
kveðst vonast til að niðurstaða
fáist sem fyrst í málið.
„Það sem við erum að gera er
ekkert annað en að afhenda
þessu rekstrarfélagi þá hluti sem
Landsbankinn á veð í og selja
félaginu smávegis í viðbót sem
ekki er veð í. Við vitum ekkert
um þreifingar á Akureyri og
kemur slíkt ekkert við því Lands-
bankinn á veðin og það er þá
milli Landsbankans og bæjarins
að ganga frá þeim málum. Allir
efnisþættir liggja fyrir um sam-
komulag þess efnis að Lands-
bankinn yfirtekur það sem hann
á þegar veð í. Nú getur rekstrar-
félagið farið að gera það sem það
vill með þær eignir sem eru veð-
settar Landsbankanum. Lands-
bankinn eignast þær vélar og
hluti formlega sem hann átti áður
veð í. Þrotabúið mun halda
áfram að losa eignir til veðhafa.
Næst er að sjá hvort við getum
losnað við ullarþvottastöðina í
Hveragerði. En með þeim samn-
ingi sem gengið verður frá í dag á
þrotabúið ekki lengur neinar
eignir á Akureyri. Eftir þetta
geta aðilarnir á Ákureyri farið að
ræða beint við Landsbankann,"
segir Brynjólfur Kjartansson.
EHB
SigluQörður:
Hótel hf. leigir
Hótel Höfii
til eins árs
Hlutafélagið Hótel á Siglufírði
hefur tekið Hótel Höfn þar í
bæ á leigu til eins árs. Uppsett
leiga fyrir hótelið er ákveðið
hlutfall af veltu hótelsins.
Merkt fyrir bor-
holum í Hofshreppi
Fjölnismenn mótmæla ásökunum um seinkun framkvæmda við Síðuskóla:
Ummælin lýsa skilmngsleysi skólanefndar
- segir Sverrir Kristjánsson byggingameistari
Sverrir Kristjánsson, einn eig-
enda verktakafyrirtækisins
Fjölnismenn hf., segir að verk-
lok við þann áfanga Síðuskóla
sem nú er unnið að eigi ekki að
miðast við 1. september. í út-
boðslýsingu sé aðeins kveðið á
um að verkinu skuli lokið ein-
hvern tímann í haust, og mót-
mælir hann því ummælum um
að verkið sé á eftir áætlun.
Að sögn Sverris var gerð
verkáætlun miðað við að haldið
yrði áfram með byggingu 3.
áfanga Síðuskóla í vetur. í byrj-
un ágústmánaðar var ljóst að það
yrði ekki mögulegt þar sem fjár-
veiting fékkst ekki til verksins. í
útboðsgögnum hafi verið gefið í
skyn að fjárveiting myndi ekki
fást til að Ijúka verkinu á þessu
ári, en verkáætlun Fjölnismanna
miðaðist við að uppsteypu þessa
áfanga skólans skyldi ljúka nú í
haust. Útboðsgögnin segja
aðeins að verkinu skuli lokið í ár.
Sverrir segir að honum finnist
ummæli sem fallið hafa opinber-
lega um mál þetta fyrir neðan all-
ar hellur og lýsa skilningsleysi
skólanefndar á málinu. „Ef
aðeins má vinna í þrjá mánuði á
ári við skólamannvirki þá er ekki
hægt að byggja skóla á íslandi,“
segir hann.
Verktakinn var ekki boðaður á
vinnufund skólanefndar um þetta
mál. Sú gagnrýni hefur komið
fram að ekkert hafi verið unnið
við skólabygginguna í fleiri vikur
í ágústmánuði. Sverrir svarar því
til að þeir Fjölnismenn hafi fleiri
verkefni á sinni könnu, en þeir
töldu sig hafa nægan tíma til að
skila uppsteypu á botnplötu við
Síðuskóla í haust ef marka ætti
útboðslýsingu. Ekki hafi verið
lögð sérstök áhersla á það af
hálfu bæjarins að verkinu skyldi
lokið áður en skólinn byrjaði
starfsemi. Um girðinguna sem
féll niður á mánudagskvöld segir
Sverrir að hún hafi strax verið
lagfærð en umrædd girðing sé
síður en svo léleg, heldur traust-
ari ef eitthvað er en gerist og
gengur við sambærileg vinnu-
svæði. EHB
Hótel Höfn var lýst gjaldþrota
sl. mánudag og þá þegar hófust
viðræður nýs hlutafélags, Hótels,
um leigu á hótelinu. Að hlutafé-
laginu standa nokkrir einstakling-
ar, með Björn Olafsson, bifreiða-
stjóra á Siglufirði, í broddi fylk-
ingar. Viðræður skiptastjóra og
forsvarsmanna Hótels hf. leiddu
sl. þriðjudagskvöld til samninga
um leigu hótelsins til eins árs.
Skipti á þrotabúi Hótels Hafn-
ar hafa sinn eðlilega gang þó svo
að búið sé að ganga frá leigu á
hótelinu næsta árið. Erlingur
Óskarsson, bæjarfógeti á Siglu-
firði, segir að innköllun krafna í
þrotabúið taki að minnsta kosti
fimm mánuði og síðan ákveði
skiptafundur með framhaldið.
Jón Gauti Jónsson í Reykjavík
hefur verið skipaður bústjóri
þrotabús Hótels Hafnar til bráða-
birgða. óþh