Dagur - 14.09.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 14.09.1991, Blaðsíða 3
Laugardagur 14. september 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Embætti þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum: Ragnheiður Erla og Ágúst Sigurðsson meðal umsækjenda Tveir prestar af Norðurlandi sækja um stöðu þjóðgarðs- varðar á Þingvöllum. Þetta eru sr. Ragnheiður Erla Bjarna- dóttir, sóknarj)restur á Raufar- höfn, og sr. Agúst Sigurðsson, sóknarprestur á Prestbakka í Húnaþingi. Staða þjóðgarðsvarðar var auglýst laus til umsóknar eftir að sr. Heimir Steinsson, núverandi þjóðgarðsvörður, var ráðinn eftirmaður Markúsar Arnar Antonssonar, borgarstjóra í Reykjavík, í stöðu útvarpsstjóra. Auk sr. Ragnheiðar og sr. Agústs sækja sjö um embætti þjóðgarðsvarðar. Þrír óska nafn- leyndar, en hinir eru sr. Guð- mundur Örn Ragnarsson, Reykja- vík, Guðrún Edda Gunnarsdótt- ir, guðfræðingur, Reykjavík, sr. Hanna María Pétursdóttir, Skál- holti, og sr. Rögnvaldur Finn- bogason, sóknarprestur á Stað- arstað. óþh Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Júlíus Gestsson skipaður yfírlæknir bæklunardeildar Stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri gekk frá ráðningu yfírlæknis við bæklunardeild sjúkrahússins sl. fímmtudag. Júlíus Gestsson, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, tek- ur við stöðunni, en hann hefur starfað sem sérfræðingur við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri frá árinu 1982. • Júlíus er fæddur í Garðinum árið 1945. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1966 og nam síðar læknisfræði við Háskóla íslands. Framhalds- nám í bæklunarskurðlækningum stundaði Júlíus í Svíþjóð. Arið 1982 réðst Júlíus til starfa við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og hefur starfað þar síðan sem sérfræðingur í grein sinni. Skip- unarbréf sem yfirlæknir bæklun- ardeildar fékk Júlíus sl. fimmtu- Júlíus Gestsson. dag en áður hafði hann gegnt stöðunni í fráveru Halldórs Bald- urssonar, yfirlæknis. ój Viljum að ríkið lækkí tolla á bflum - segir Stefán Pétursson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda „Það er ekki fundin lausn á þessu. Við reynum að ýta á eft- ir málinu eins og við getum,“ segir Stefán Pétursson, hjá Félagi íslenskra bifreiðaeig- enda. Fyrir dyrum stendur að herða reglur um mengunar- varnabúnað bíla og vinna umhverfís- og dómsmálaráðu- neyti nú að undirbúningi þeirra. Ljóst er að í kjölfar þessara hertu reglna munu bíl- ar hækka í verði. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur farið þess á leit við stjórnvöld að þau lækki tolla á bflum sem þessari hækkun nemur. Engin niðurstaða er komin í málið, en Stefán Pétursson segir að fjármálaráðherra hafí ekki tek- ið málaleitan félagsins illa. í gildi eru tvær reglugerðir um mengunarvarnabúnað bíla, ann- ars vegar ákvæði um viðmiðunar- mörk efna í útblæstri bíla frá árinu 1990 og hins vegar ákvæði um gerð og búnað ökutækja frá 1989. Þessar reglur stangast á og væntanleg breyting felur í sér samræmingu. Samkvæmt upplýsingum úr stjórnkerfinu munu nýju reglurn- ar fela í sér að allar léttar fólks- bifreiðar, allt að 3500 kg, með bensínvél, nýjar og notaðar, sem fluttar verða inn eftir 1. júlí 1992, verði útbúnar mengunarvarna- búnaði til að fullnægja alþjóðleg- urn viðmiðunum um útblástur bíla. Ákveðið er að miða við þrjá prófunarstaðla, einn bandarískan og tvo evrópska. Innflutningur á bílum með þessum búnaði mun vera hafinn og þegar hafa nokkur þúsund slíkir bílar verið fluttir til landsins. Við það er miðað að þessar nýju mengunarvarnareglur verði gefnar út fyrir 1. nóvember nk. og komi til framkvæmda 1. júlí 1992 fyrir alla umrædda bíla. Stefán Pétursson hjá FÍB segir að félagið vilji ekki standa gegn hertum reglum um mengunar- varnabúnað. Þessar reglur hafi þegar tekið gildi í mörgum öðr- um löndum og íslendingar verði að fylgja alþjóðlegunt viðmiðun- um. Hins vegar hafi FÍB ýmislegt við það að athuga ef bílar eigi að hækka í verði sem nemur kostn- aði vegna hertra mengunarvarna. í nágrannalöndunum hafi tollar verið lækkaðir á bílum sem nem- ur þessum kostnaði og krafá væri um að slíkt hið sama yrði gert hér á landi. Stefán sagði að ríkið teldi að mengunarvarnabúnaðurinn hækkaði verð á bílum um ca. 60 þúsund krónur, en samkvæmt útreikningum FÍB næmi hækkun- in um 100 þúsund krónum. óþh Klukkan tíu í gærmorgun hófst slátursala hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri. Ef marka má biðröð, sem niynd- aðist fyrir utan slátursöluna í gær skömmu fyrir opnun, verður slátursalan lífleg í ár, enda slátur ódýr og góður matur. Mynd: Golii Sauðárkrókur: Nýr gangstígur upp í Hverfi Vegna byggingar bóknámshúss við Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki lok- aðist í sumar fjölfarin leið fyr- ir gangandi og hjólandi vegfar- endur sem fara þurfa niður í bæ úr Hlíðahverfi og öfugt. Bæjaryfírvöld hafa nú ákveðið legu nýs gangstígs og verður ráðist í gerð hans á næstunni. Hinn nýi gangstígur mun liggja vestan götunnar, sem tengir bæjarhlutana, og gerð verður ný göngubrú yfir Sauðána vestan akbrúar. Að sögn Snorra Björns Sigurðssonar, bæjarstjóra, mun framkvæmdum verða hraðað eins og mögulegt er, en hann segir að þvt' miður verði þessi stígur ekki ýkja góður fyrir fólk með barna- vagna eða reiðhjólamenn þar sem hann verði malarborinn. Auk þess að leggja þennan nýja gangstíg verður sett gang- braut á Sauðárhlíð ofan gatna- móta við Sæmundarhlíð og einnig verður stígurinn, sem ligg- ur neðan úr bæ og upp að sjúkra- húsi, lagaður. SBG Síldarútvegsnefnd: Sfldarsölusairmingar enn óklárir Enn sem komið er er allt óvissu með samninga um sölu á saltaðri og frystri síld. Óviss- an er þó kannski hvað mest varðandi sölu á saltsíld til Sovétríkjanna og erfítt er að spá fyrir um hvernig því máli lyktar. Samkvæmt upplýsingunt Síld- arútvegsnefndar er þess vænst að niðurstöður fyrirfrantsamninga við Svía, Finna o.fl. kaupendur liggi fyrir um næstu mánaðamót, eða í síðasta lagi í byrjun októ- ber. Meiri óvissu gætir um saltsíld- arsölu austur til Sovétríkjanna. íslensk stjórnvöld ræddu við full- trúa rússneska lýðveldisins í Moskvu í lok júlí og byrjun ágúst og var gert ráð fyrir að viðskipta- samningur yrði formlega undir- ritaður í Reykjavík í lok ágúst eða byrjun september. Vegna heintssögulegra atburða þar eystra hefur þó orðið dráttur á frágangi viðskiptasamningsins. Þetta hef- ur m.a. sett töluvert strik í reikn- inginn með sölu saltsíldar til Rússlands. Þá er þess að geta að nú er unnið að gerð samnings um sölu saltsíldar til Póllands. Samkvæmt upplýsingum Síldarútvegsnefnd- ar eru líkur á áframhaldandi salt- síldarsölu þangað ef næst sam- komulag um greiðsluskilmála. Síldveiðar máttu hefjast í byrj- un þessa mánaðar, en varla er gert ráð fyrir að menn hugsi sér til hreyfings með veiðar fyrr en um næstu mánaðamót. Það er því mikilvægt að línur fari að skýrast með sölu á bæði saltsíld og frystri síld. óþh Fjölbreytt dagskrá fyrir almenning í KA húsinu í vetur Tímatafla Kl. Mán. Þrið. Mið. Fimmt. Föst. 17-18 Leikf. A Sjálfsv. Sjálfsv. Leikf. A Sjálfsv. 18-19 Leikf. B Leikf. A Leikf. B Leikf. B Þríþraut 19-20 Trimm Ganga Trimm Trimm 20-21 Ganga Þríþraut Þríþraut Gagna 21-22 Leiðbeinandi: Cees van de Ven - Byrjar: 1. október Upplýsingar og skráning í síma 27541 á milli kl. 20.00 og 22.00. Skráið ykkur sem fyrst. Takmarkaður fjöldi í hverjum hóp. (Unglingar athugið að sjálfsvörn er líka fyrir ykkur!)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.