Dagur - 14.09.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 14.09.1991, Blaðsíða 5
Fréttir Laugardagur 14. september 1991 - DAGUR - 5 Aðalfundur Skógræktarfélags íslands: Mjög góður árangur af Landgræðslu- skógaátakinu 1990 - skógræktin gefur kost á milljón plöntum til Laridgræðsluskóga á næsta ári Árangur Iandgræðsluátaksins 1990 var helsta umræðuefni á aðalfundi Skógræktarfélags Islands, sem haldinn var á Höfn í Hornafirði dagana 6. til 8. september. Á fundinum kom meðal annars fram að niðurstöður könnunar tveggja sérfræðinga frá Skógræktar- stöðinni á Mógilsá og Rann- sóknastofnun landbúnaðar- ins, sýna að um 90% plantna lifði af þeim 1,2 milljónum sem gróðursettar voru sumarið 1990. Á fundinum tilkynnti Jón Loftsson, skógræktarstjóri þá ákvörðun Skógræktar ríkis- ins að gefa kost á einni milljón trjáplantna til gróðursetningar í Landgræðsluskógum 1992. Á aðalfundinum var meðal annars samþykkt að beina þeim eindregnu tilmælum til stjórn- valda, að stuðla að því, að áhuga- fólki um landgræðslu og skóg- rækt verði veittur aðgangur að löndum í eigu ríkisins til ræktun- ar og umhverfisfegrunar. Fund- urinn skoraði einnig á stjórn Skógræktarfélags íslands að vinna að því að fá hagstæðari verð- lagningu á raforku til rafgirðinga. Fundurinn beindi því til Skóg- ræktar ríkisins að skipulagðri leit að ónæmum einstaklingum trjá- tegunda gagnvart skordýrum verði hrundið í framkvæmd. Þá varaði fundurinn við vaxandi ágangi hreindýra og beindi þeim tilmælum til Skógræktarfélags Austur-Skaftfellinga, Land- græðslunnar og Ti'iraunastöðvar- innar á Mógilsá að hefja tilraunir með víði- og aspartegundir innan uppgræðslusvæðisins í Skógey. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands ályktaði um að málefni skógræktar og landgræðslu heyrðu undir landbúnaðarráðu-' neytið jafnframt því sem hann hvatti til þess að gott samstarf megi takast við umhverfisráðu- neytið um þennan málaflokk. í stjórn Skógræktarfélags íslands eiga nú sæti Hulda Valtýsdóttir, Sveinbjörn Dagfinnsson, Þor- valdur S. Þorvaldsson, Baldur Hel^ason, Björn Árnason, Vign- ir Árnason og Sædís Guðlaugs- dóttir. ÞI' Bjarni Einarsson að störfuni að Granastöðum í Eyjafjarðarsveit. Mynd: Hördur Rannsóknum lokið að Granastöðum: Býlið byggt upp fvrir árið 900 - segir Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur Bjarni Einarsson, fornleifa- fræðingur og myndlistarmað- ur, hefur síðustu fimm árin unnið að uppgreftri að Grana- stöðum í Eyjafjarðarsveit. Til rannsókna hefur hann notið styrks úr Vísindasjóði í fjögur ár. „Akureyrarbær hefur styrkt mig einnig öll árin sem og nokkrir sænskir ferðasjóðir og Saurbæjarhreppur. Nú er Hús fyrir skrifstofur og plöntusölu risið í Kjarna: Framleiðslan auldn í 500 þús. plöntur Umsvif Skógræktarfélags Ey- firðinga verða æ umfangs- meiri. í sumar var plantað um 300 þúsund skógarplöntum á Eyjafjarðarsvæðinu. Fram- leiðslugeta skógræktarstöðvar- innar í Kjarna var aukin í ár. Næsta sumar verður plantað 500 þúsund skógarplöntum. Að sögn Hallgríms Indriðason- ar, framkvæmdastjóra Skógrækt- arfélags Eyfirðinga, unnu um 50 manns að skógræktarstörfum á vegum félagsins í sumar. Þrjú hundruð þúsund skógarplöntur voru gróðursettar á Eyjafjarðar- svæðinu þ.e. í reiti Skógræktar- félagsins, í nytjaskóga bænda, í útivistarsvæði og í landgræðslu- skóga. í ár var framleiöslan aukin í 500 þúsund skógarplöntur, sem gróðursettar verða næsta sumar. „í Kjarna er risið 100 fermetra Veglegt hús er risiö í Kjarna. Húsið niun þjóna starfsenii Skógræktarfélags Eyfiröinga. Mynd: ój hús sem verður fullgcrt í næsta mánuði. í húsinu verða skrifstof- ur og plöntusala skógræktar- stöðvarinnar. Áður var skrifstofa Skógræktarfélags Eyfirðinga í gömlu Gróðrarstöðinni. I vetur verður plöntusölusvæðinu breytt svo og aðkeyrslunni. Aö vori munum við sýna nýtt „andlit“,“ sagði Hallgrímur Indriðason. ój Unglingsárin og upp- aJendahlutverkið fræðslufundur í Félagsmiðstöð Lundarskóla nk. miðvikudagskvöld Miðvikudaginn 18. september nk. boðar íþrótta- og tóm- stundaráð Akureyrar til fræðslufundar fyrir foreldra unglinga. Á fundinum mun Einar Gylfi Jónsson, forstjóri Unglingaheimilis ríkisins, flytja fyrirlestur er hann nefnir: „Unglingsárin og upp- alendahlutverkið“. I fyrir- lestrinum mun Einar leitast við að varpa Ijósi á aðstæður ungl- inga í dag og fjalla um ýmis vandamál sem mæta foreldrum þeirra. Fræðslufundurinn hefst með ávarpi Hermanns Sigtryggssonar, framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar. Því næst flytur Einar Gylfi fyrirlestur sinn. Að fyrirlestrinum loknum verður fundargestum boðið að þiggja kaffiveitingar og loks fara fram hópumræður og almennar umræður. Fundurinn verður haldinn í Félagsmiðstöð Lundarskóla á Akureyri og hefst kl. 20.00. For- eldrar og forráðamenn unglinga og annað áhugafólk er hvatt til að fjölmenna. Aðgangurerókeypis. uppgreftrinum að Granastöð- um lokið í bili. Kostnaðurinn er mikill, nokkrar milljónir,“ sagði fornleifafræðingurinn. Bjarni er mjög ánægður með árangur rannsókna. Af fimm geislakolsmælingum má ráða að býlið að Granastöðum var byggt upp fyrir árið 900 og hér var ekki um kotbýli að ræða. Byggð hefur haldist að Granastöðum í um eitt hundrað ár. Auk geislakolsmæl- inganna styður öskulagafræðin aldursgreininguna sem og húsa- gerðin og þeir gripir er fundist hafa. „Að Granastöðum hefur verið sjálfsþurftarbúskapur. Bóndinn hefur gert sitt járn sjálfur og smíðað úr því. Skepnur voru þær sömu er bændur á Islandi halda í dag. Fólkið hefur farið til sjávar til fiskjar og það hefur veitt fugl á dalnum, trúlega rjúpur. Skálinn var um 20 metra langur og hon- um tengdust tvö afliýsi, annað reykhús og hitt eldhús. Einnig var jarðhýsi að Granastöðum er ég gróf fyrst upp. Jarðhýsið hefur verið íverustaður nýbýlingsins. Fjós var að Granastöðum og í sumar fann ég loks smiðjuna. Eina rúst er eftir að grafa upp. Þar hefur verið lítið hús af annari gerð en hin húsin. Uppgröftur þess verður að bíða betri tíma. Eg er á leið til Gautaborgar til að vinna úr gögnum og ljúka ritgerð þar sem m.a. niðurstöður rann- sókna að Granastöðum koma fram. Ég vil þakka öllum er hafa stutt mig á umliðnum árum," sagði Bjarni Einarsson, forn- leifafræðingur. ój Viltu dunsu? Innritun hafin í alla flokka KeDDum alla samkvcaemisdausa/ suðuÞ-ameÞÍska/ s+audard og gqmlu dausaua/ eiuuig baÞuadausa jyþíþ yugsft\ kyuslóðiua. Keuusla jyrir kópa og [élagasamtök. Keuusla ue[s+ midvikudagiuu 18. septembeÞ. OuuÞÍtuu og allat* uóuaÞÍ upplýsiugar í síiua 2ÓÓ24 milli kl. 13 og 19. Síðus+u iuu- ri+L\uaÞdagaÞ. y\|Kendin0 skíHeina mánudaginn 16. sepfembeL1 milli kl. 17.00 og 19.00 SigLirbjörg .

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.