Dagur - 14.09.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 14. september 1991 - DAGUR - 7
Efst í HUGA
Kristján Kristjánsson
Hlutverk forystumanna
launaþega erað standa vörð um
hagsmunl slnna umbjóðenda
Kjarasamningar stéttarfélaga eru lausir
eöa eru aö losna um þessar mundir og
framundan er slagur á milli forsvars-
manna launþega og atvinnurekenda um
kaup og kjör. Eins og venjulega segja
forsvarsmenn atvinnurekenda að svig-
rúm til launahækkana sé lítið sem ekki
neitt og slíkt myndi aðeins hleypa verð-
bólgudraugnum af stað á ný með ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum. Það tímabil
sem nú er að renna sitt skeið á enda,
hefur verið kennt við hina svokölluðu
þjóðarsátt en ólíklegt er að tímabilið
sem framundan er, verði kennt við þjóð-
arsátt.
Forsvarsmenn launafólks hafa látið
hafa það eftir sér á opinberum vettvangi
að launafólk þurfi að fá meira í umslögin
og einnig að kaupmáttur þurfi að aukast
til muna. Atvinnurekendur segjast ekki
hafa neitt svigrúm til launahækkana og
því má allt eins búast við að það verði
stálin stinn sem mætist við samninga-
borðið í komandi samningaviðræðum.
Áform ríkisstjórnarinnar um auknar
álögur á landslýð, hækkun þjónustu-
gjalda og lækkun á niðurgreiðslum land-
búnaðarafurða, hafa einnig farið fyrir
brjóstið á verkalýðshreyfingunni og kom
berlega í Ijós á framkvæmdastjórnar-
fundi Verkamannasambandsins um sl.
helgi.
Á fundi VMSÍ kom einnig fram pólítísk
togstreita á milli fulltrúa stjórnarflokk-
anna í sambandinu og fulltrúa stjórnar-
andstöðuflokkanna, þegar mótmælt var
áformum ríkisstjórnarinnar um auknar
álögur. Einnig er rætt um að hafinn sé
slagur um formannsstólinn í VMSÍ, fari
svo að Guðmundur J. Guðmundsson
dragi sig í hlé.
Hlutverk forystumanna launaþega er
að standa vörð um hagsmuni sinna
umbjóðenda en ekki að vera í pólítísk-
um skollaleik. Hvar jaekkist það heldur
annars staðar en á Islandi að forsvars-
menn launþega sitji beggja vegna
borðsins, eða seu á kafi í pólítík. Gott
dæmi er um formann sjómannafélagsins
í ónefndum kaupastað á Norðurlandi,
sem jafnframt er framkvæmdastjóri
útgerðarfyrirtækisins á staðnum. Fyrir
hvern berst hann af meiri hörku, sjó-
manninn eða útgerðina. Gengur þetta
upp?
Það er von mín að atvinnurekendur og
viðsemjendur þeirra nái fram samning-
um sem flestir geti unað við og að það
taki ekki of langan tíma. Það versta sem
getur komið fyrir þjóðina er að upp úr
sjóði og að til verkfalla komi. Reynslan
hefur sýnt það í gengum árin að verkföll
hafa ekki skilað tilætluðum árangri og
geta valdið óbætanlegum skaða jafnt
launafólki sem öðrum.
Fjölmiðlar
Þröstur Haraldsson
777 hvers var
fundurinn haldinn?
Fjárlagageröin sem nú stendur yfir hefur reynt
æöi mikiö á þolrif fjölmiðlanna, ekki siöur en
þeirra stjórnmálamanna sem taka þátt í sam-
setningu laganna. Aö þessu sinni hefur gerö
fjárlaga fengiö óvenjumikið rúm í fjölmiölum og
valda því ýmsar uppákomur. En þótt fjármála-
ráöherra hafi á afar undarlegum blaöamanna-
fundi f fyrradag reynt aö gera hlut fjölmiöla tor-
tryggilegan held ég aö nær væri aö henda þaö
spjót á lofti og senda þaö aftur til fööurhúsanna.
Ég fæ ekki betur sóö en aö Friðrik Sophus-
son og formaður hans beri stærstan hlut
ábyrgöarinnar á þvf hvernig umræðan um fjár-
lagagerðina hefur þróast. Væntanlega vill hann
aö fólk gleymi því hversu óvenjulegt upphaf fjár-
lagageröarinnar var. Umræöurnar hófust á yfir-
lýsingum þeirra Friðriks og Davíös um aö hallinn
á ríkissjóöi væri miklu meiri en menn hefðu
haldið og því þyrfti aö beita niðurskurðarhnífn-
um af meiri hörku en nokkru sinni fyrr. Þeir
nefndu möguleikann aö segja upp ríkisstarfs-
mönnum en vildu aö ööru leyti ekki tjá sig mikið
um hvaö þeir hygðust fyrir.
Aö sjálfsögöu fór fólk aö velta því fyrir sér
hvaö héngi á spýtunni. Var meiningin aö skera
velferöarkerfiö niöur viö trog? Selja spítalana,
taka upp skólagjöld og annaö í þeim dúr sem
staöið hefur upp úr frjálshyggjuliðinu undanfarin
ár? Um þetta fengust engin svör frá ráðherrum
Sjálfstæöisflokksins. Svo komu breytingarnar á
lyfjasölunni og þá fór fólk aö gruna hið versta.
Enn þögöu þeir sem mest vissu.
Fjölmiölar fóru aö reyna aö upplýsa almenn-
ing um það sem væri til umræöu í ríkisstjórninni
og ráðuneytunum en gekk brösuglega. Þaö var
helst aö óbreyttir þingmenn Alþýöufiokks feng-
ust til þess aö hvísla einhverju og þá var oftast
Ijóst aö þeir voru að „leka“ einhverju vitandi vits
í þvi skyni að hafa áhrif á fjárlagagerðina. Á
stundum var um harla litla upplýsingu aö ræöa,
sbr. umræöuna um skólagjöldin sem allir voru
hættir aö skilja þegar yflr lauk.
Framlag ráöherra rlkisstjórnarinnar til þess-
arar umræöu hefur hingaö til fremur veriö til
þess falliö aö gera fólk enn ruglaðra en áöur og
óvissara um hvaö stæöi til.
Svo geröist þaö aö fréttastofa Útvarpsins
komst í fjárlagadrögin eftir einhverjum óþekkt-
um leiöum og þá trompaöist fjármálaráðherra.
Hann boöaöi til fundarins á fimmtudaginn sem
er svo einstæður aö hann hlýtur aö veröa skráð-
ur á spjöld sögunnar. Fréttamaður Sjónvarpsins
lýsti fundinum á þá leiö að þeir fréttamenn sem
hafi fariö áfundinn í þeirriVon aö komast aö ein-
hverju um fjárlagageröina hafi oröiö fyrir von-
brigöum, Þaö var ekki þaö sem vakti fyrir fjár-
málaráöherra. Nei, hann þurfti bara aö ausa úr
skálum reiöi sinnar yfir því aö fjölmiðlar væru
eitthvaö að hnýsast í því sem þeim kæmi ekkert
viö. Þaö væri ekki vani aö skýra frá innihaldi fjár-
laga fyrr en þau væru lögö fram og þess vegna
bæri fjölmiðium aö þegja fram til 1. október.
Þetta er makalaus hroki. Hvar heldur Friörik
Sophusson aö hann sé ráðherra? Varla í ýkja
siðmenntuöu lýöræöisríki. Því þá heföi ekki
hvarflaö aö honum aö láta svona lagað út úr sér.
Þá hefði hann haft vit á því aö þegja fyrr í sum-
ar og spara yfirlýsingarnar um stórfelldan niöur-
skurð og uppsagnir opinberra starfsmanna fram
til 1. október. Hafi hann snefil af pólitísku viti í
kollinum getur hann sagt sér sjálfur aö slíkar yf-
irlýsingar hljóta aö kalla á umræöur.
Og þaö sem meira er, þaö er beinlínis skylda
fjölmiöla í lýðræðisþjóöfólagi aö ganga á eftir
því hvaö ráöherra eigi viö meö slikum yfirlýsing-
um, hvaö þær feli í sér fyrir almenning. Þeir
heföu veriö aö bregðast skyldum sínum viö al-
menning í landinu meö því aö láta yfirlýsingar
fjármála- og forsætlsráöherra sem vind um eyru
þjóta. Friöriki finnst hins vegar aö fjölmiölarnir
séu eins og hver önnur óværa sem allir almenni-
legir stjórnmálamenn sjái sóma sinn í því aö
losa sig viö.
Nema þá aö einkavæðingarumræðan í
flokknum sé komin á þaö stig aö ráöherrann
haldi aö þaö sé búiö aö breyta ríkisstjórn íslands
í stjórn hlutafélags þar sem engum kemur viö
hvaö gert er fyrr en á aöalfundi.
«1 Onnumst allar
útfaraskreytíngar
il Blómahúsið
Glerárgötu 28, sími 22551, Akui eyri.
Hárlos - Hárvandamál
Torfi Geirmundsson veröur
á Rakarastofu Sigvalda,
Kaupangi í dag, laugardag
með ráögjöf varöandi
hárígræðslu, hártoppa og
hársjúkdóma.
Upplýsingar í síma 21898.
T.É.G.E. - hársnyrting,
Grettisgötu 9, Reykjavík.
INTER CLINIC
MYNDLISTASKOLIN N
Á AKUREYRI
Kaupvangsstræti 16
Almenn nómskeið
Myndlistaskólans ó Akureyri
fyrir börn og fullorðna
hefjast l. október.
Innritun í síma 24958, alla
virka daga milli kl. 13.00 og 18.00.
Skólastjóri.
rUÍN uió HRRFNRölFj
í Vín
Glæsilegt
kaffihlaðborÖ
sunnudaginn 15. september
☆☆☆
Blómstrandi alpafjólur í úrvali
Velkomin í Vín
Sími
31333