Dagur - 26.09.1991, Blaðsíða 1
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
74. árgangur
Akureyri, fímmtudagur 26. september 1991
182. tölublað
Hreppsnefnd Arnarneshrepps:
Gengur inn í kaup á
kvótalausri bújörð
Hreppsnefnd Arnarneshrepps
samþykkti samhljóöa í fyrra-
kvöld aö ganga inn í kaup
Kristjáns E. Jóhannessonar,
framkvæmdastjóra DNG á
Akureyri, á jörðinni Ósi í Arn-
arneshreppi. Samþykkt tilboð í
jörðina hljóðaði upp á 10,5
milljónir króna og samkvæmt
því átti kaupverð að greiðast
að fullu á árinu. Jörðin Ós er
um 200 ha. að stærð og er hún
norðan við ósa Hörgár. Kristj-
án Jóhannesson segist taka
þessari samþykkt þannig að
þar sem hreppsnefnd hafí ekki
sýnt kaupum á jörðinni fyrr
áhuga þá sé hún með þessu að
koma í veg fyrir að hann fái
jörðina. Oddviti Arnarnes-
hrepps neitar þessu en vill eng-
ar skýringar gefa á því hvers
vegna gengið er inn í kaupin.
Kristján Jóhannesson er óhress
með að fá ekki skýringu frá sveit-
arstjórn Arnarneshrepps á því
hvers vegna gengið er inn í kaup-
in. Hann telur einnig að þau
ákvæði að sveitarstjórn geti gengið
inn í viðskipti með bújarðir hefti
í raun persónufrelsi manna.
„Þetta segi ég bæði sem bæjar- og
sveitamaður því ég hef reynt
hvoru tveggja. Ef ég væri í þeirri
aðstöðu að geta ekki ráðstafað
eignum mínum úti í sveit eins og
ég vildi þá fyndist mér það
þvingun. Mér finnst austantjalds-
lykt af þessu,“ sagði Kristján.
Hann segir að ætlunin háfi ver-
ið að einn og jafnvel tveir aðilar
kæmu inn í kaupin auk sín til að
setjast að á jörðinni og sækja
vinnu til Akureyrar. Hún sé
kvótalaus og því ekki um búskap-
aráform að ræða. Petta hafi
hreppsnefnd verið kunnugt um.
Ingimar Brynjólfsson, oddviti
Arnarneshrepps, vildi engar
skýringar gefa á þessum jarðar-
kaupum né heldur hvað ætlunin
sé að gera við jörðina. Tilkynn-
ing til málsaðila um þessa sam-
þykkt hreppsnefndar hafi enda
ekki borist þeim í hendur og á
meðan tjái hann sig ekki um
málið.
Jörðin Ós er um 200 hektarar
að stærð, kvótalaus, en með
hlunnindamöguleika af dún- og
sandtekju. JÓH
Nei - gullskipið er ekki hér!
Mynd: Golli
Hönnun fjölnýti- og myndlistarsalar í Grófargili á Akureyri:
Brot á reglum Arkitektafélags
íslands að fá annan arkitekt
- segir Guðmundur Jónsson, arkitekt í bréfi til bæjarráðs Akureyrar
í dag mun bæjarráð Akureyrar
væntanlega taka fyrir bréf frá
Guðmundi Jónssyni, arkitekt í
Osló og 1. verðlaunahafa í
samkeppni um stækkun Amts-
bókasafnsins á Akureyri, þar
sem hann skorar á bæjaryfír-
völd að íhuga gang mála áður
en lengra verði haldið í fram-
kvæmdum við Listagil.
Eins og kunnugt er efndi
bæjarstjórn Akureyrar til sam-
keppni um hönnun nýbyggingar-
innar við Amtsbókasafnið árið
1988 samkvæmt keppnislýsingu
og samkeppnisreglum Arkitekta-
Prófiinuin á vél og búnaði
Blönduvirkjimar að ljúka
Óðum styttist í þá stund þegar
fyrsta atlvél Blönduvirkjunar
- ræsing þann 5. október
verður ræst og raforku frá
henni hleypt út á dreifíkerfí
Uppsagnir í rækjuvinnslum:
Særún búin að
ógilda uppsagnimar
- Dögun gengur illa að hagræða
Fiskiðjuverið Særún hf. á
Blönduósi hefur dregið til
baka uppsagnir á starfsfólki
sínu sem koma áttu til fram-
kvæmda 1. okt. nk. Dögun hf.
á Sauðárkróki sagði starfsfólki
sínu upp á sama tíma og
Særún, en að sögn Ómars Þórs
Gunnarssonar er ekki búið að
draga þær til baka ennþá.
Kári Snorrason, framkvæmda-
stjóri Særúnar, segir hagræðingu
í rekstri hafa gengið sæmilega og
reyna eigi að halda áfram vinnu
með meiri hraða í vinnslu, en
áður. Einnig segist hann hafa
gert minniháttar breytingar eins
og skipt yfir í ódýrari pakkningar
o.fl.
Ómar Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Dögunar, segir
hagræðingu ganga hægt hjá fyrir-
tækinu og því verði uppsagnirnar
ekki dregnar til baka fyrr en rétt
áður en þær eiga að verða að
veruleika. Frekar var þó á hon-
um að heyra að þær myndu ekki
koma til framkvæmda, en hann
sagðist þó ekki vilja staðfesta
neitt um það eins og málin stæðu
í dag. SBG
Landsvirkjunar. Prófunum á
vélinni og öllum búnaði er að
Ijúka um þessar mundir og seg-
ir Ólafur Jensson, yfírstaðar-
verkfræðingur, að ekkert
óvænt hafí komið í Ijós.
„Það gengur allt ágætlega og ef
ekkert nýtt kemur í ljós á þessum
síðustu dögum prófananna, þá
verður ekkert því til fyrirstöðu að
taka vélina í notkun," segir Ólaf-
ur.
Ætlunin er að tengja þessa
fyrstu aflvél virkjunarinnar inn á
dreifikerfið þann 5. okt. nk. og
mun stjórnarformaður Lands-
virkjunar ræsa vélina.
í prófunum undanfarið hefur
vatni verið hleypt á vélina og
jafnvel straumi út á línurnar frá
virkjuninni og allt virðist virka
eins og skyldi að sögn Ólafs. Afl-
vélin kemur til með að framleiða
50 megawött og er það sú orka
sem hinar tvær munu einnig
framleiða hvor um sig. Ólafur
sagðist reikna með að taka mætti
vél númer tvö í notkun um ára-
mótin næstu og þá þriðju og síð-
ustu í mars á næsta ári. SBG
félags Islands og hlaut Guð-
mundur Jónsson, arkitekt í Osló,
fyrstu verðlaun.
Mikið vatn hefur runnið til
sjávar frá verðlaunaveitingunni
og ekkert hús hefur enn sem
komið er risið við Amtsbókasafn-
ið. Hins vegar hafa bæjaryfirvöld
á Akureyri ákveðið að listamið-
stöð verði komið á fót í Grófar-
gili og m.a. var arkitekt á Akur-
eyri fenginn til þess að gera til-
lögur um nýtingu húsanna þar
fyrir fjölbreytta menningarstarf-
semi.
Eftir því sem næst verður kom-
ist bendir Guðmundar á í bréfi
sínu til bæjarráðs Akureyrar að
ekki fari á milli mála að gert sé
ráð fyrir að annars vegar fyrir-
hugaðri stækkun Amtsbókasafns-
ins og hins vegar fjölnýtisal í
Ketilhúsinu og myndlistarsal í
gamla Mjólkursamlaginu sé ætl-
að að hýsa samskonar starfsemi.
Guðmundur telur að með því
að fá annan arkitekt til þess að
gera tillögu um húsnæði fyrir list-
sýningar og aðra menningarstarf-
semi í bænum, séu reglur
Arkitektafélags íslands um sam-
keppni um byggingu við Amts-
bókasafnið ekki virtar. Því skori
hann á bæjaryfirvöld að skoða
þetta mál betur áður en næstu
skref þess verði stigin.
Þess má geta að í samkeppnis-
reglum Arkitektafélags íslands,
sem í gildi voru þegar samkeppni
um viðbyggingu við Amtsbóka-
safnið var háð og vísað var til í
útboðslýsingu, segir að þegar
keppni hafi verið háð um verk-
efni, hafi enginn annar en sá, sem
dómnefnd hafi mælt með, rétt til
að vinna frekar að verkefninu
eða taka að sér starfið. Þá segir í
þágildandi samkeppnisreglum;
„þá skyldi ekki trúa neinum öðr-
um fyrir framkvæmdinni en höf-
undi þeirrar tillögu, sem dóm-
nefndin hefur lagt til að fram-
kvæmd verði.“ ój/óþh
Fljótsdalsvirkjun:
Lega háspennulínu til
Akureyrar auglýst
Skipulagsstjóri ríkisins hefur
auglýst legu fyrirhugaörar
háspennulínu frá Fljótsdals-
virkjun til Akureyrar lögum
samkvæmt. Tillaga að legu lín-
unnar ásamt fylgiskjölum mun
liggja frammi almenningi til
sýnis frá 9. október til 20.
nóvember í þeim sjö sveitar-
félögum sem línustæðið er um.
Gert er ráð fyrir samkvæmt til-
lögunni að línan liggi um fimm
sveitarfélög á Norðurlandi,
Skútustaðahrepp, Bárðdæla-
hrepp, Hálsahrepp, Eyjafjarðar-
sveit og Akureyri. Tillagan mun
liggja frammi á hreppsskrifstof-
unni í Reykjahlíð í Mývatnssveit,
barnaskólanum í Bárðardal,
þinghúsinu að Skógum í Hálsa-
hreppi, skrifstofu Eyjafjarðar-
sveitar að Syðra-Laugalandi og á
bæjarskrifstofunum á Akureyri.
Skriflegum athugasemdum við
tillöguna skal skila á þessa
staði fyrir 5. desember nk. óþh