Dagur - 26.09.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 26.09.1991, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 26. september 1991 - DAGUR - 7 Frá Rokkhátíðinni í Húnaveri 1990. Þessi mynd sýnir yfirbragð hreinrækt- aðra rokktónleika, sem eru undanþegnir virðisaukaskatti, en hafi þetta verið tónleikar í tengslum við annað samkomuhald bar sýslumanni að innheimta skatt af miðavcrði. sem ekki fellur undir undanþágu- ákvæði er auglýst eða kynnt á annan hátt samhliða undanþeg- inni samkomu. Sem dæmi er tek- ið þegar tónleikar eru haldnir í tengslum við útihátíð. Einnig kemur fram að sam- koma falli ekki undir undanþágu- ákvæði ef veitingar eru seldar eða framreiddar meðan á dagskrá samkomu stendur en veitingasala utan þess salar þar sem samkom- an er haldin hefur ekki áhrif á undanþáguna. Hitt bréfið, dagsett 17. júlí 1990, er stílað á Jakob F. Magnússon vegna fyrirhugaðra rokktónleika í Húnaveri um verslunarmannahelgina. Ríkis- skattstjóri er þar að svara erindi Jakobs, en í erindi er tiltekið að um hreinræktaða rokktónleika verði að ræða og ekki neitt annað samkomu- eða skemmtanahald í tengslum við þá. Veitingasala verði handan girðingar á afmörk- uðu svæði og Jakob telur að sam- koma þessi uppfylli skiiyrði til að teljast undanþegin virðisauka- skatti. Valgeir Skagfjörð og Vilborg Halldórsdóttir bregða hér á leik í söngleiknuin Kysstu mig Kata. Vilborg verður meðal leikenda í Stálblómum og Valgeir samdi söng- og gleðileikinn Tjútt & tregi. sem leitar réttlætis, og hins vegar ástarsaga þeirra Snæfríðar íslandssólar og Arnas Arnæus. Bæði sagan og leikritið hafa orð- ið íslendingum afar hugstæð, en þarna birti Halldór okkur tímabil kúgunar, hörmunga og nístandi fátæktar. Frumsýning verður um miðjan mars og með helstu hlutverk í íslandsklukkunni fara þau Elva Ósk Ólafsdóttir (Snæfríður íslandssól), Þráinn Karlsson (Jón Hreggviðsson) og Hallmar Sig- urðsson (Arnas Arnæus). Auk þessara þriggja verka verða minni verkefni og gesta- leikir á dagskrá á vegum Leik- félags Akureyrar í vetur. Um miðjan október fáum við t.a.m. gestaleik frá Þjóðleikhúsinu, Næturgalann. Leikritið verður sýnt ókeypis fyrir grunnskóla- nemendur og byggir það á þekktu ævintýri eftir H.C. i Andersen. SS í bréfi ríkisskattstjóra segir hins vegar þetta: „Að áliti ríkis- skattstjóra verður með tilliti til allra aðstæðna að líta svo á að fyrirhugaðir tónleikar séu í þeim tengslum við útisamkomuhald að heildarandvirði aðgöngumiða beri virðisaukaskatt. Allt heildar- yfirbragð fyrirhugaðrar sam- komu, eins og henni er lýst í erindi yðar, virðist með sama hætti og útihátíða almennt hér á landi. Er þá m.a. litið til þess að samkoman mun standa yfir í þrjá daga um verslunarmannahelgi, sem er hefðbundinn tími íslenskra útihátíða.“ Hvað ef tónleikarnir væru ekki haldnir um verslunarmannahelgi? Þetta er efnisinnihald þeirra gagna sem Jón ísberg sendi blað- inu með greinargerð sinni, vænt- anlega máli sínu til stuðnings. Þó er alls ekki víst að lesendur átti sig á því hvort samkomurnar í Húnaveri hafi verið virðisauka- skattsskyldar eða ekki. Málið virðist snúast um hvort í Húnaveri hafi verið haldnir hreinræktaðir tónleikar eða tón- leikar í tengslum við annað sam- komuhald. Ríkisskattstjóri virð- ist telja Húnavershátíðina virðis- aukaskattsskylda á þeim forsend- um að hún beri yfirbragð úti- hátíða og standi yfir í þrjá daga um verslunarmannahelgi! Sem sagt, ef rokktónleikarnir stæðu yfir í tvo daga, t.d. einhverja helgina í ágúst, þá væru þeir hugsanlega undanþegnir virðis- aukaskatti, eða hvað? Jón ísberg bendir á rokkhljóm- leikana í Hafnarfirði, en ekki var greiddur virðisaukaskattur af þeim. Hljómleikarnir stóðu yfir í hálfan sólarhring og voru ekki haldnir um verslunarmannahelgi. Hér verður ekki úr því skorið hvort samkomurnar í Húnaveri hafi verið útihátíðir í gervi rokk- tónleika eða hreinræktaðir rokk- tónleikar haldnir á sama tíma og útihátíðir, en sjálfsagt hlýtur ríkisskattstjóri að komast að ein- hverri niðurstöðu. Hitt er víst að mörgum þykir súrt í broti ef ekki er hægt að halda útitónleika hér á landi án þess að þeir falli undir sama hatt og almennar samkom- ur um verslunarmannahelgi. SS / / Utsala • Utsala 20-40% afeláttur Gam — peysur — soldkar jakkar — teppi og skór Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 10-12 og 13-18 Verksmiðjuverslun Gleráreyrum S11167 ALAFOSS Auglýsing í Degi ber órangur BÓNUSSKÓR NÝn • nýh • nýh Loðfóðraðir kuldaskór m/mjúkum sóla, stærðir 28-36, verð kr. 2.990 Loðfóðraðir kuldaskór m/mjúkum sólo, stærðir 36-41, verð kr. 3.590 Loðfóðraðir kuldaskór m/mjúkum sóla, stærðir 41-46, verð kr. 3.790 SKÓHÚSIÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.