Dagur - 26.09.1991, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 26. september 1991
Iþróttir
Knattspyrna:
Aðalsteinn verður kyrr
Aðalsteinn Aðalsteinsson
verður áfram þjálfari knatt-
spyrnuliðs Leifturs frá Ólafs-
firði. Þá eru yfirgnæfandi líkur
á að Sigurður Lárusson þjálfi
Þór áfram.
Þorsteinn Þorvaldsson, for-
maður knattspyrnudeildar Leift-
urs, segir að ánægja hafi ríkt með
störf Aðalsteins hjá Leiftri en lið-
ið vann glæsilegan sigur í 3. deild
í sumar. Hann segir jafnframt að
Leiftursmenn hafi í huga að
styrkja lið sitt og unnið sé í því.
Rúnar Antonsson, formaður
knattspyrnudeildar Þórs, segir
afar líklegt að Sigurður Lárusson
þjálfi lið Þórs áfram en Sigurður
er með þriggja ára samning við
félagið.
Sigur í fyrsta leik Ásgeirs
Islendingar unnu glæsilegan
sigur, 2:0, á Spánverjum í
Evrópukeppni landsliða á
Laugardalsvelli í gær. Þetta
var fyrsti Ieikur Iiðsins undir
stjórn Ásgeirs Elíassonar.
Liðsuppstilling íslenska liðs-
ins vakti athygli en liðið var
töluvert breytt frá sfðustu leikj-
um. Af sex „innlendum“ leik-
mönnum voru fimm úr Fram.
íslendingar tóku bróðurpart-
inn af fyrri hálfleik í að komast
í gang, voru taugaóstyrkir og
óöruggir. í seinni hálfleik snér-
ist dæmið við, íslendingar sóttu
nánast látlaust og unnu glæstan
sigur. Mörkin skoruðu Norð-
lendingarnir í liðinu, Þorvaldur
Örlygsson og Eyjólfur Sverris-
son. íslendingar hefðu hæglega
getað bætt við fleiri mörkum
því þeir fengu fjölmörg góð
tækifæri á meðan Spánverjar
lágu í vörn og bitu lítið frá sér.
Þetta var fyrsti sigur A-lands-
liðsins á Spánverjum en fyrsta
sigur á Spánverjum í landsleik
vann U-21 landsliðið í fyrradag,
1:0.
íslenskur körftibolti orðinn mun betri
- segir Brad Casey, þjálfari körfuknattleiksliðs Þórs
Tveir útlendingar verða í her-
búðum körfuknattleiksliðs
Þórs í vetur, Bandaríkja-
mennirnir Brad Casey, sem er
þjálfari, og leikmaðurinn
Michael Ingram. Casey er ekki
ókunnur íslenskum körfubolta
því hann þjálfaði lið Grindvík-
inga fyrir nokkrum árum en
Ingram leikur í vetur sitt fyrsta
tímabil á íslandi. Útsendarar
Dags litu við á æfingu hjá Þór
í vikunni og heyrðu hljóðið í
Bandaríkjamönnunum.
„íslenskur körfubolti hefur
breyst mikið og er orðinn mun
betri síðan ég þjálfaði Grindvík-
inga 1987,“ segir Brad Casey.
„Sennilega munar mestu að þá
voru útlendingar ekki leyfðir í
deildinni en endurkoma þeirra
hefur örugglega haft áhrif til hins
betra. Þá skiptir það líka máli að
sífellt fleiri fslendingar leika með
bandarískum háskólaliðum og
þeim fylgja ferskir vindar þegar
þeir koma heim aftur.“
- Nú ertu búinn að vera með
Þórsliðið síðan um miðjan ágúst.
Hvernig líst þér á?
„Ég er mjög ánægður með
hópinn sem slíkan. Leikmennirn-
ir leggja hart að sér og þeim kem-
ur vel saman, bæði á vellinum og
annars staðar. Það er mjög mikil-
vægt atriði.
A þessari stundu er erfitt að
segja hvar við stöndum körfu-
boltalega séð. Lið eins og Njarð-
vík og Keflavík eru betri en við í
dag en það er ekki vegna meiri
hæfileika heldur vegna reynslu og
samæfingar. Okkur hefur hins
vegar farið ört fram síðustu þrjár
vikurnar og verðum orðnir enn
betri þegar mótið byrjar. Það er
líka mikilvægt að í hópnum eru
menn eins og Gunnar og Goggi
(Georg) sem hafa leikið með
toppliðunum og vita hvað það er
að vera á toppnum - og vilja vera
þar áfram. Við hljótum að stefna
á að komast í fjögurra liða úrslit-
in, það verður erfitt en er verðugt
markmið."
Brad segir að Michael Ingram
sé framúrskarandi leikmaður á
allan hátt. „í fyrsta lagi er hann
geysiiegur keppnismaður og þolir
illa að tapa. Hann kemur úr
geysilega sterku háskólaliði og er
að því leyti ólíkur öðrum Banda-
ríkjamönnum hérlendis. Hann
hefur þann hæfileika að geta spil-
að fyrir liðið en reynir ekki að
vera stjarna innan um aðra lakari
leikmenn. Hann er sterkur og
flestum kostum búinn sem prýðir
góðan leikmann."
Akureyri góð
fyrir einhleypa
Brad er ánægður með dvöl sína á
Akureyri og fer fögrum orðum
um bæinn og íbúa hans. „Mér
líkaði vel í Grindavík en þetta er
allt annað líf. Þetta er stór og fal-
legur bær og það er afskaplega
gott að vera einhleypur hér. Ég
hef nóg að gera og nýt lífsins.
Síðustu tvö árin hef ég verið
aðstoðarþjálfari hjá háskóla í
Norður-Dakóta. Liðið var mjög
sterkt og vel að öllu búið en þeg-
ar mér bauðst að koma hingað
hugsaði ég mig ekki lengi um.
Það er ögrandi verkefni að vera
aðalþjálfari og ég er sannfærður
um að dvöl mín hér gerir mig að
betri þjálfara. Auk þess líkaði
mér vel hér og eignaðist fjölda
vina, innan og utan körfuboltans,
og mér fannst það góð tilhugsun
að koma hingað aftur. Hér hefur
verið gott að starfa og það kom
mér reyndar ekki á óvart því
félagið hefur á sér gott orð.“
Þór byrjar í Grindavík
Þórsarar eiga fyrsta leik 6. októ-
ber og Brad hló þegar minnst var
á hann enda útileikur gegn
Grindvíkingum. „Það verður
gott að konra aftur til Grindavík-
ur og gaman að hitta allt fólkið
sem ég kynntist. En leikurinn er
auðvitað aðalatriðið og ég legg
mikla áherslu á að við spilum vel
og vonandi vinnum við. En þetta
verður erfitt og maður verður að
vera raunsær. Þór gerði ekki
miklar rósir á útivelli í fyrra en ég
held að liðið sé betra en það var
þá og það á að geta unnið hvaða
lið sem er. Við eigum tvær vikur
eftir og þær verða notaðar vel,“
sagði Brad Casey.
Michael Ingram og Brad Casey. Ánægðir með dvölina á Akureyri og ælla
sér stóra liluti í vetur. Mvml: Golli
TF 2000 Heyskeri
Ódýr og hentugur
Oleo Mac TF 2000 hefur
svo sannarlega slegið í gegn
á undanförnum árum. Skerinn
vegur aðeins 13 kg og er
sérlega meðfærilegur. Upp-
haflega er Oleo Mac TF 2000
hannaðurtilþessaðskeraí sundur
rúllubagga, en vegna þess hve
sterkbyggðurhannerog rafmótorinn
aflmikill, má nota hann til þess aö
skera úr bæði votheys- og þurrheys-
stæöum. Beita má skeranum bæði lárétt
og lóörétt. Fyrir eigendur Oleo Mac TF
2000 bjóðum við sem fyrr brýningu á
kömbum. Sendiö okkur kambana og viö
brýnum þá og sendum svo strax til baka. Þetta er
fljótleg og þægileg þjónusta sem skilar sér í meira
rekstraröryggi og lengri endingu skerans.
Varahluta og
viðgerðarþjónusta
mmA
p»a& puveiaviogeroir^^
FJOLNISGOTU 2A - AKUREYRI - SIMI 22466
Michael Ingram:
Mikið af góðum íslenskum leikmönnum
Michael Ingram er 24 ára gamall
og 203 cm á hæð, fæddur og
uppalinn í Chicago. Kunnugir
segja að þar fari geysilega
sterkur leikmaður sem eigi eft-
ir að vekja mikla athygli í vetur
og frammistaða hans í æfinga-
leikjum til þessa þykir lofa
góðu. En hvernig stóð á að
hann endaði á íslandi?
„Ég var á leiðinni til Suður-
Ameríku en liðið sem ég átti að
spila með átti í fjárhagsvandræð-
um þannig að ekkert varð af því.
Þá var orðið of seint fyrir mig að
komast til Þýskalands eða á aðra
slíka staði en Casey, sem ég
kynntist þegar ég spilaði með liði
háskólans í Iowa, benti mér á að
þá vantaði leikmann hér. Ég
spurði hvort körfuboltinn væri
góður og þegar hann svaraði því
játandi sá ég að þetta var betri
kostur en að sitja heima.“
Vingjarnlegur -
upp að vissu marki
„Ég er búinn að vera hérna í einn
mánuð og landið hefur komið
mér á óvart. Körfuboltinn er t.d.
mun betri en ég bjóst við. í fyrra
spilaði ég í Austurríki og varð
fyrir vonbrigðum með körfubolt-
ann þar. Þetta skiptir miklu máli
því ánægjan af íþróttinni er
mikilvægari en peningar. Ég er
núna búinn að sjá 7-8 lið úr deild-
inni og geri mér grein fyrir að
veturinn verður mun erfiðari og
örugglega skemmtilegri en ég átti
von á. Eg er ekki bara að tala um
erlendu leikmennina heldur er
mikið af góðum íslenskum leik-
mönnum. Það kom mér t.d. mjög
á óvart að margir íslendingar
hafa spilað með bandarískum
háskólaliðum og margir af yngri
leikmönnunum, m.a. í okkar liði,
eiga erindi í háskólaboltann.
Helsti gallinn á íslensku leik-
mönnunum er að þeir eru oft of
harðir. Kannski misskilja þeir
mig eitthvað. Ég er jú vingjarn-
legur náungi - en aðeins upp að
vissu marki.“
Dreymir um NBA
Þeir sem hafa séð Michael spila
segja hann það sterkan leikmann
að furðu velq'i að hann skuli fást
til að spila á lslandi. Sjálfur segist
hann gera sér vonir um að kom-
ast að hjá liði í NBA-deildinni og
það felist engin uppgjöf í að spila
hér. „Auðvitað dreymir alla
körfuboltamenn um komast í
NBA og ég tel mig eiga mögu-
leika á því. Og möguleikarnir á
því minnka ekkert þótt ég sé ekki
að spila í Bandaríkjunum. Þvert
á móti er það tah'ð manni til
tekna að hafa aflað sér reynslu í
erlendum körfubolta. Éf þú
stendur þig nægilega vel, sama
hvar það er, þá færðu þitt tæki-
færi. NBA finnur þig ef þú ert
nógu góður.“
Skemmtistaðirnir
merkilegir
Michael segir kynni sín af bæjar-
búum hafa verið ánægjuleg og sér
hafi hvarvetna verið vel tekið.
Hann hlær þegar hann er spurður
um íslenska skemmtistaði og seg-
ir þá vera merkilega staði. Hann
neitar því ekki að hafa orðið fyrir
áreitni en gerir lítið úr því. „Það
kemur auðvitað fyrir en mikill
meirihluti fólksins er vingjarnleg-
ur. Ég fer út með félögum mín-
um úr liðinu og ef menn byrja að
hegða sér heimskulega þá grípa
þeir í taumana og hafa róað mig
niður þegar þess hefur þurft. Þeir
voru búnir að vara mig við því að
eitthvað þessu líkt gæti gerst
þannig að þetta kom mér ekki á
óvart og veldur mér litlum
áhyggjum," sagði Michael
Ingram.