Dagur - 26.09.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 26.09.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 26. september 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Óvinsæl ríkisstjóm Ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar DV nýtur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ekki meiri- hlutafylgis meðal þjóðarinnar. Einungis fjórir af hverjum tíu segjast fylgja ríkisstjórninni að málum en sex af hverjum tíu eru henni andvígir. í fyrstu könnun DV á vinsældum núverandi ríkisstjórnar, sem gerð var einungis mánuði eftir að hún tók við völdum, naut ríkisstjórnin fylgis rúmlega helmings kjósenda. Hún hefur því hrapað hratt niður vin- sældalistann og skipar sér þegar á bekk með óvinsælustu ríkisstjórnum íslands frá því vinsælda- mælingar sem þessar hófust, ef mið er tekið af stuttum starfsaldri hennar. í skoðanakönnun DV kemur einnig fram að vin- sældir stjórnarflokkanna hafa dvínað mjög síðan í kosningunum í vor. Ef marka má niðurstöður könnunarinnar myndi Alþýðuflokkurinn tapa þrem- ur þingmönnum og Sjálfstæðisflokkurinn fjórum ef gengið yrði til kosninga nú. Stjórnarandstöðuflokk- arnir myndu að sama skapi styrkja sig mjög í sessi ef kosið yrði á næstunni, Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag mest en Kvennalistinn minna. Þessar niðurstöður koma fæstum á óvart og segja má að ríkisstjórnin og þeir flokkar sem hana mynda hafi uppskorið svo sem þeir sáðu. í þessu sambandi er ekki úr vegi að minna á að DV hefur stundum mælst til þess, eftir að hafa birt niðurstöður skoðanakönnunar sem sýna takmark- aðar vinsældir starfandi ríkisstjórnar, að viðkom- andi ríkisstjórn segi af sér þar sem hún njóti ekki lengur trausts kjósenda sinna. Slík tilmæli voru sett fram í forystugreinum DV oftar en einu sinni á síð- asta kjörtímabili en hafa einhverra hluta vegna ekki litið dagsins ljós í ár. Það er í sjálfu sér ánægjulegt því á það hefur verið bent, m.a. í Degi, að tilmæli um að ríkisstjórn segi af sér vegna slæmrar útkomu í skoðanakönnunum eru fráleit. Skoðanakannanir eru langt frá því að vera algildur mælikvarði, hvort sem verið er að kanna vinsældir stjórnmálaflokka og ríkisstjórnar ellegar annað. Þær gefa í mesta lagi nokkra hugmynd um hvert straumurinn liggur hverju sinni. Eina raunhæfa og marktæka mælingin á fylgi stjórnmálaflokka og ríkisstjórnar fæst þegar talið er upp úr kjörkössunum að loknum kosningum. Þjóðin þarf því að bíða í tæp fjögur ár áður en ljóst verður hversu vinsæl eða óvinsæl núverandi ríkisstjórn raunverulega er, þ.e.a.s. ef hún nær að sitja út kjör- tímabilið. Á þeim tíma getur margt breyst og ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar ýmist treyst sig í sessi eða aukið óvinsældir sínar. Þó er víst að ef ríkisstjórnin heldur fast við þá stefnu sem hún hefur þegar markað í efnahags- og atvinnumálum, munu vin- sældir hennar dvína dag frá degi þar til hún að lok- um hlýtur dóm sem versta og óvinsælasta ríkis- stjórn íslandssögunnar. BB. Hið íslenska hettumávavina- félag var stofnað á Akureyri um helgina. Að þessu félagi standa fuglaskoðarar og er Jón Magnússon á Akureyrj fyrsti forseti félagsins. í stofnskrá þessa félagsskapar segir að tilgangur með félags- stofnuninni sé að sameina vini hettumávsins með því m.a. að halda árshátíð eigi sjaldnar en tvisvar á ári, að láta ráma rödd hettumávsins ekki fara í taug- arnar á sér, að stuðla að útbreiðslu og fjölgun hettu- mávs hérlendis, íslenskum landslýð til nytja og heilla svo og erlendum túristum til hjálpar. Þó þessi félagsstofnun sé til gamans gerð þá segir Jón Magnússon að þó búi nokkur alvara að baki. Svör viö árásum á hettumávinn „Jú, þetta eru svör við árásum á þessa einu tegund sem alltaf eiga sér stað. Mest eru þessar árásir bull út í loftið því þegar gengið er eftir því við fólk hvað hettu- mávurinn hafi gert því þá vefst mönnum yfirleitt tunga um fót, Fuglaskoðarar stofna vinafélag hettumávsins - „bæði gaman og alvara,“ segir Jón Magnússon eins og maðurinn sagði. Menn segja að hettumávurinn sé fljúg- andi rotta en hvað hefur fuglinn gert þeim? Ekki neitt. Ástæðan fyrir þessum árásum er fyrst og fremst röddin í hettumávinum. Ef hettumávur sæti á mæninum á húsum og syngi eins og þröstur þá væri viðhorfið allt annað. Fólk kvartar til dæmis ekki undan dúf- unum,“ segir Jón. Umræðan um hettumávinn hefur verið mikil á Akureyri síð- ustu árin og í þeirri umræðu hef- ur oft verið nefnt að halda verði þessum stofni niðri vegna þess að fuglinn geti verið salmonelluberi. Jón segir að þetta atriði hafi aldrei sannast á fuglinn. „En hins vegar hefur fundist salmonella í kríunni en það ræðst enginn á hana. Auðvitað hefur salmonellan fundist í mávum, sérstaklega þar sem menn hafa hent frá sér úr- gangi en þá er við mennina sjálfa að sakast.“ Bendir fátt til að fuglinum hafí fjölgað Jón segir að umræðan um hettu- mávinn á Akureyri hafi fyrst og fremst farið fram seinni hluta júlímánaðar og í ágúst. Ár hvert sé talað um óvenjumikla fjölgun en einmitt á þessum tíma séu ungar að komast á legg og því verði fólk meira vart við fuglinn en annars. „Ég skal ekki um það segja hvort hettumávastofninn hefur stækkað en sem stendur bendir ekkert til þess. Fyrir tveimur árum fórum við að skoða varpbyggðir hettumáva og þá fundum við út að fuglinn var horfinn af nokkrum stöðum þannig að ekki fjölgar honum þar. Við vitum líka um nýjar varpbyggðir sem koma upp og því er ljóst að fuglinn færir sig til, líkt og krían. Þó fuglinum fjölgi á einum staðnum þá fækkar honum að sama skapi á öðrum. Náttúran sér því um sig en að fara af stað með eitrun gegn mávinum er út í loftið því hugsanlega má hafa áhrif á stofnstærðina með því að takmarka æti fyrir fuglinn en það verður aldrei réttlætt að eitra fyr- ir einni fuglategund umfram aðra. Þá kemur það bara annars staðar niður,“ segir Jón. Þrösturinn flýr garðana í þessu sambandi bendir hann einnig á að á síðustu árum hafi æ minna orðið vart við skógarþresti á Akureyri og ástæða þess sé sú að fuglinn hafi flúið bæinn eftir að úðun í húsagörðum varð jafn algeng og raun ber vitni. „Ég er því viss um að í jafn gróðursælum bæ og Akureyri væri miklu meira um þresti ef ekki væri úðað svona mikið.“ Stofnskrá hins íslenska hettu- mávavinafélags er löng og ítar- leg. Meðal þess sem getið er með tilgangi félagsins er að „stuðla að því að halda fósturjörð vorri hreinni sem mey með því að láta hettumávinn hirða upp eftir okk- ur matarafganga í garðveislum, á útivistarsvæðum, íþróttavöllum og öðrum þeim stöðum, þar sem við náum ekki að troða í andlitið á okkur öllum þeim mat sem við höfum fest hendur á hverju sinni, og nennum því ekki að þrífa upp eftir okkur það sem til spillis fer,“ eins og segir í stofnskránni. Og fleira er tínt til. „Að halda ormum og hinum ýmsu skorkvik- indum, sem alltaf skríða á fólk sem er í sólbaði, í skefjum með því að lofa hettumávum að éta þessar dýrategundir að vild úr húsagörðum, enda eru þá aðrir fuglar s.s. þrestir, maríuerlur, sólskríkjur, steindeplar, lóur o.fl. fuglar sem nærast á skordýr- um þessum, flúnir úr þéttbýlinu, ellegar dauðir sökum eiturúðun- ar í görðum og víðar. Að rækta vinskap við hettu- máva alls staðar að úr heiminum, jafnt úr heimabyggð, öðrum hreppum sem og öðrum löndum, enda hettumávurinn sérlega vina- legur fugl í alla staði þrátt fyrir að Skaparanum hafi mistekist með rödd þessa annars fallega fugls. - En hver er fullkominn? „Þetta er framtak til að vekja menn aðeins til umhugsunar urn hvað er rétt og hvað ekki og hvort við megum ekki líta í eigin barm gagnvart náttúrunni,“ sagði Jón. Hið íslenska hettumávavina- félag er félagsskapur fugla- skoðara fyrst og fremst. Þetta tómstundagaman segir Jón að sé tímafrekt en jafnframt mjög skemmtilegt. Fuglaskoðarar veiða fugla á öllum tímum árs til merkinga auk þess að fylgjast með fuglalífinu sér til ánægju. En hvaða tilgangi þjóna merkingarn- ar? „Þetta er gert til að fá upplýs- ingar um aldur, stofnstærðir, ferðalög fuglanna og að safna almennri vitneskju um þá. Við erum að endurheimta þá víða að úr heiminum og getum því kort- lagt ferðir þeirra.“ Jón segist merkja fugla á Akureyri en einnig fer hann í merkingaferðir austur á Sléttu til að merkja vaðfugl. En hvernig er að farið við að ná fuglunum til merkinga? „Við notum alls kyns aðferðir við þetta, notum ýmist lítil net eða hlaupum ungana uppi. Stundum kemur fyrir að við göngum að fuglinum á hreiðrum. Þetta er ekki ýkja flókið,“ segir Jón. Jón segir að stærstur hluti frí- tímans fari í þetta tómstunda- gaman og sem dæmi má nefna að meðan landsmenn eltust við úti- hátíðir og tjaldferðir um verslun- armannahelgina fór Jón í merk- ingar á álftum og merkti þá helgi um 130 fugla. Yfir vetrartímann er birtutíminn stuttur til að sinna áhugamálinu og því segir Jón að matartímarnir séu gjarnan notað- ir en á þessum árstíma veiðir hann snjótittlinga á svölunum heima hjá sér. Að jafnaði segist hann veiða um 500 snjótittlinga með þessu móti yfir veturinn en margir fuglaskoðarar veiði drjúg- um meira á þennan hátt. Grundvallaratriði í fuglaskoð- un og merkingum segir Jón vera námkvæmni í öllum skráningum. Færa þurfi til bókar tegund fulga, merkingatíma, stað og stund. Hann segir að ekki þurfi mikinn útbúnað til að sinna þessu tóm- stundagamni, utan góðar fugla- bækur og skoðunarkíki. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.