Dagur - 08.10.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 08.10.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 8. október 1991 - DAGUR - 7 Hinn kínvcrski blakþjálfari KA, Shao Baolin, kom loks til Akureyrar í gær, um tveimur mánuðum seinna en upp- haflega stóð til. Kínverska kerfið mun ekki vera þekkt fyrir þjónustulipurð og Baolin og KA-menn fengu að kenna á því. Myndin var tekin þegar Baolin kom til bæjarins í gær en með honum eru þeir Stefán Magnússon, leikmaður KA, og Sigurður Harðarson, stjórnarmaður í blakdeildinni. Mynd: Golli Bændaglíman í golfi: Ragnar tryggði sínum mönnum sigur í æsispennandi bráðabana - Sverrir og Ólafur sigurvegarar í Greifamótunum Lið Ragnars Steinbergssonar fór með sigur af hólmi í bændaglímu GA sem fram fór að Jaðri um helgina. Þetta var síðasta mót ársins hjá klúbbnum. Ragnar sigraði hinn „bóndann,“ Hilmar Gíslason, í æsispennandi bráðabana í lok mótsins. Hilmarssonar sem ætti ekki að þurfa að kvíða matarleysi á næst- unni. Alls voru haldin 12 Greifamót í sumar og voru spilaðir 700 hringir. Alls voru slegin 33.671 högg sem gerir 1972.5 högg að meðaltali í móti. Flest högg á einni holu voru 17 en meðaltal á 30 pör mættu til leiks og var leikin holukeppni á 18 holum, einn á móti einum. Liðin voru jöfn að loknum 18 holum og því skokkuðu bændurnir á 18. braut og tóku bráðabana. Þeir pöruðu báðir í fyrstu ferðinni og fóru því aftur og þá tryggði Ragnar sínum mönnum sigurinn þegar hann setti niður 8 metra langt pútt. Sannarlega skemmtilegur endir á golfvertíðinni hjá Akureyring- um. Um kvöldið fór fram lokahóf Greifamótanna í golfskálanum og þar voru afhent verðlaun fyrir þrjú efstu sætin með og án for- gjafar. Sverrir Þorvaldsson varð öruggur sigurvegari í keppni án forgjafar, hlaut 101,5 stig og 10 þúsund kr. matarúttekt á Greif- anum. Sigurður H. Ringsted og Sigurpáll Sveinsson urðu jafnir í 2.-3. sæti með 70.5 stig en Sigurð- ur hreppti 2. sætið þar sem hann keppti í færri mótum og hlaut því 5 þúsund kr. úttekt á Greifanum en Sigurpáll 3 þúsund kr. úttekt. í keppni með forgjöf sigraði Ólafur Hilmarsson með 52 stig og hlaut sömu verðlaun og Sverrir. Kristján Grant varð í 2. sæti með 42.33 stig og Páll Pálsson í 3. sæti með 41.33 stig. Dregið var um 10 þúsund kr. matarúttekt á Greif- anum og kom hún í hlut Ólafs Þessir kappar leiddu liðin í bændaglímunni, Ragnar Steinbergsson og Hilm- ar Gíslason. Hilmar virðist hér hafa betur í „upphituninni“ en Ragnar hafði betur í bráðabananum. Mynd: Goiii Blak: KA-menn hofii titil- vömina með sigri - lögðu Þróttara 3:1 íslandsmeistarar KA í blaki byrjuðu titilvörn sína með stæl þegar þeir sigruðu Þrótt Reykjavík 3:1 í íþróttahöllinni á Akureyri á föstudagskvöldið. Leikurinn bar þess greinileg merki að íslandsmótið er að fara af stað og enn vantar tölu- vert upp á leikæfingu liðanna. Bjarni Þórhallsson, leikmaður og „settur" þjálfari KA-manna var ánægður með sigurinn og sagði hann mjög mikilvægan. „Við reiknum með að þetta verði erfitt hjá okkur fyrstu mánuðina á meðan liðið er að slípast saman en við eigum ekki eftir að tapa mörgum leikjum eftir áramót. Þess vegna eru öll stig sem við náum á móti Þrótti og IS fram að þeim tíma mjög mikilvæg og geta skipt sköpum þegar upp er staðið.“ Byrjunin lofaði reyndar ekki alltof góðu fyrir KA-menn, Þróttarar leiddu framanaf og unnu fyrstu hrinuna tiltölulega átakalaust, 15:8. Þeir höfðu yfir- höndina lengi vel í annarri hrinu og voru komnir í 14:11 þegar leikurinn snerist við. KA-menn náðu að knýja fram 17:15 sigur og eftir það héldu þeir forystunni til leiksloka. Þriðja hrina var jöfn en KA-menn jafnan skrefinu á undan og unnu 15:12 og þeir Bjarni Þórhallsson læðir boltanum yfir Leif Harðarson. Mynd: Goiii höfðu síðan greinilega yfirburði í síðustu hrinunni og unnu hana 15:8. „Það verður að viðurkennast að þetta gekk betur en við þorð- um að vona,“ sagði Bjarni Þór- hallsson. „Þeir gerðu mikið af mistökum og voru slakari en ég átti von á. Þeir hafa reyndar aldrei náð að sýna sitt rétta andlit hér og kannski voru þeir búnir að ákveða að spila illa. Við vorum slakir fyrst en náðum betur sam- an þegar á leið og ég held að þetta gefi bara tilefni til bjart- sýni," sagði Bjarni. Knattspyrna: Júgóslavi til Leifturs Júgóslavneski varnarmaðurinn Zoran Cougoric hefur ákveðið að leika með 2. deildarliði Leifturs í knattspyrnu næsta sumar. Zoran er 29 ára gamall varnar- maður sem lék með Stjörnunni í sumar. Hann náði þó ekki að festa sig í sessi þar en spilaði 8 leiki og fékk að líta í þeim 6 gul spjöld. „Þetta er sterkur varnarmaður sem kemur til með að styrkja lið- ið heilmikið. Við erum að leita að fleiri leikmönnum en það er ekkert komið á hreint ennþá. Deildin er orðin það sterk að við teljum að við þurfum að styrkja liðið til að geta staðið okkur þar," sagði Þorsteinn Þorvalds- son, formaður knattspyrnudeild- ar Leifturs. Fraffikvæmdastjóm HSÍ styður mótanefiidina - vegna frestunar leikjanna á miðvikudag Framkvæmdastjórn Handknatt- leikssamband íslands samþykkti á fundi fyrir helgi stuðnings- yfirlýsingu við mótanefnd HSÍ og formann hennar vegna deilna um frestanir tveggja lcikja, KA og Vals og ÍBV og HK, í 1. umferð Islandsmóts- ins á miðvikudag. Eins og fram kom í Degi á fimmtudag voru KA-menn afar óhressir með að leikjunum skyldi frestað vegna óhagstæðrar veður- spár enda höfðu þeir lagt mikla vinnu í undirbúning leiksins og sömu sögu er að segja frá Eyjum. í reglugerð um handknattleiks- mót segir að til þess að fá frestun þurfi lið að sækja um hana með sjö daga fyrirvara nema veiga- miklar ástæður liggi fyrir og tvær slíkar eru tilgreindar, samgöngu- erfiðleikar og farsóttir. Þess má geta að blíðuveður var um allt land þegar leikjunum var frestað seint á miðvikudag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.