Dagur - 08.10.1991, Síða 8

Dagur - 08.10.1991, Síða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 8. október 1991 ÍÞRÓTTIR Þýskaland: Háðuleg útreið Bayem Munchen ■ Stórleikur helgarinnar var viðureign toppliðanna Stuttgart og Frankfurt á heimavelli Stuttgart. Leikurinn þótti frá- bærlega leikinn en Stuttgart mátti sætta sig við ósigur, 1:2, og Frankfurt situr því eitt í toppsætinu mcð 17 stig en Stuttgart er í þriðja sæti með 15 stig. Matthias Sainmer, hinn frábæri miðvallarleikmaður Stuttgart, fékk að líta rauða spjaldið eftir tvær áminningar en hann var þá búinn að leggja upp mark Stuttgart sem Gaudino skoraði. Stuttgart var óheppið, missti varnarmann- inn Strehmel út af strax á 30. mínútu vegna meiðsla og Schneider þurfti að hætta í hálfleik af sömu sökum. ■ Um hálfgert einvígi var að ræða milli Sammers og Miillcrs urn hvor væri betri miðjuleikmaður en blöðin voru búinn að ýta undir það einvígi alla vikuna. Segja má að Múller hafi haft betur, lið hans sigraði, Sammer var rekinn af leikvelli og til að kóróna allt var Múller valinn í landsliðið sem mætir heimsúrvalinu í ágóðaleik fyrir Unesco annað kvöld en Sammer er úti í kuldanum. ■ Fimm leikmenn eru nú komnir á sjúkralista hjá Stuttgart. Eru því taldar góðar líkur á að Eyjólfur veröi í byrjunar- liði þegar Stuttgart leikur í Nurnberg á laugardag. ■ Athyglisverðustu úrslit helgarinnar urðu tvímælalaust í viðureign hins forna stórveldis, Bayern Munchen, sem oftast allra liða hefur orðið meistari, og Stuttgarter Kickers, sem var þriðja lið upp úr 2. deild eftir síðasta tímabil. Nýliðarnir hreinlega rúlluðu Bayern upp 4:1 á Ólympíuleik- vanginum og þykja úrslitin mikil hneisa fyrir stórliðið. Rciner Zobel, þjálfari Kickers, er hetja helgarinnar en hann er fyrrurn leikmaður Bayern. Vandamál Bayern eru hins vegar á allra vörum og ljóst að stóllinn er orðinn ansi heitur undir þjálfaranum Jupp Heynckes. Er sagt í gamni að honum yrði stærstur greiði gerð- ur með því að reka hann strax því Mönchengladhach er enn þjáifaralaust og hann gæti þá farið beint þangað enda fyrr- um leikmaður með liðinu og á hús við hlið- ina á heimavelli þess. ■ Þegar leikmenn Bayern gengu af leik- velli var hrópað „burt með Heynckes“ úr stúkunni, skammt frá inngangi leikmann- anna. Effenberg var á leiðinni út og missti stjórn á sér, reyndi að komast upp í stúk- una og öskraði ókvæðisorð að þeim sem talað hafði. Þurftu félagar hans í liðinu að draga hann í burtu og þykir þetta sýna hversu taugaveiklaðir Bæjarar eru að verða yfir ástandinu. ■ Bayern Múnchen hefur átt í miklum vandræðum vegna meiðsla og sjúkralistinn lengdist enn um helgina. Wohlfart er nú kominn undir hnífinn og Thonias Berthold sagði í blaðaviðtali í gær að enginn leikmaður liðsins væri heill þessa dagana, þótt sumir þeirra neyddust til að spila. ■ Borussia Mönchengíadbach sigraði Hamburger SV 1:0 og liðinu virðist ganga best þegar það er þjálfaralaust. Annars er talið líklegast að Geldsdorf, sem var rek- inn frá Leverkusen á síðasta tímabili, verði næsti þjálfari liðsins. ■ Bayer Leverkusen og Köln gerðu jafn- tefli 1:1. Köln er enn ekki farið að vinna leik á tímabilinu. ■ Hansa Rostock er farið að skora aftur og liðið sigraði Fortuna Diisseldorf 3:1. ■ Werder Bremen sigraði Schalke 2:1. ■ Wattenscheid reif sig loksins upp og sigraði meistarana í Kaiserslautern 1:0. ■ Borussia Dortmund sigraði Núrnberg 3:2. ■ Karlsruher sigraði Dynamo Dresden 1:0. Þjálfari Dresden, Schulpe, var nýgift- ur en fékk ekki sigur í brúðkaupsgjöf. ■ Bochum hafði yfir 1:0 gegn Duisburg þar til á 83. mínútu en þá skoraði fyrrum leikmaður Bochum jöfnunarmark Duis- burg. Einar Stefánsson, Þýskalandi Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Þórsarar mísstu dampiim - og töpuðu 70:71 í Grindavík Þær voru æsispennandi loka- mínúturnar í leik Grindvíkinga og Þórs í 1. umferð úrvals- deildarinnar í körfuknattleik í Grindavík á sunnudagskvöld- ið. Þegar 35 sekúndur voru til leiksloka höfðu Þórsarar eins stigs forystu, 70:69, og voru með boltann. Þeim brást skotfimin en þó voru ekki öll sund lokuð, Birgir Birgisson fékk vítakast en boltinn rataði ekki rétta leið og það sama henti hjá Grindvíkingnum Guðmundi Bragasyni skömmu síðar. En þegar brotið var aft- ur á Guðmundi gerði hann enginn mistök, skoraði úr tveimur vítaskotum og tryggði Grindvíkingum sigurinn, 71:70. Þórsarar leiddu leikinn allt þar til staðan varð 61:61 og höfðu yfir í hléi 45:33. „Við áttum að vera búnir að gera út um leikinn í fyrri hálf- leik,“ sagði Sturla Örlygsson, stigahæsti leikmaður Þórs. „Við fengum hvað eftir annað færi sem brugðust á meðan Grindvíkingar voru óvenju slakir í byrjun. Þeir komu hins vegar mjög ákveðnir og yfirvegaðir í seinni hálfleikinn en þá fór allt úrskeiðis hjá okkur.“ Þórsarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu 11 stigin en heimamenn komust ekki á blað fyrr en eftir tæpar fjórar mínútur. Allt gekk á aftur- fótunum hjá þeim á meðan norðanmenn léku við hvern sinn fingur þótt hittnin hafi kannski ekki verið upp á það besta. Sturla Örlygsson, Björn Sveinsson og Georg Birgisson voru norðan- manna kræfastir í þessum hluta leiksins sem var spilaður af mikl- um krafti og hraða - stundum á kostnað leikskipulagsins. En Þórsarar héldu þetta ekki út og skotgleði þeira var bjart- sýniskennd í seinni hálfleik. Þeir fundu ekki körfuhringinn og Dan Krebbs náði flestum fráköstun- um og ýmist byggði upp sóknar- lotur Grindvíkinga eða skoraði sjálfur. Röskastur heimamanna var þó Guðmundur Bragason en honum héldu engin bönd. Hann skoraði 29 stig og átti stærstan þátt í að Grindvíkingar náðu að jafna 61:61 við gífurlegan fögnuð áhorfenda sem flestir voru heimamenn. Og ekki dró úr fögnuðinum þegar Pétur Guð- mundsson skoraði úr vítakasti og kom Grindvíkingum yfir 62:61. Þær sjö mínútur sem eftir lifðu til leiksloka einkenndust af mikl- um eldmóði leikmanna og tauga- spennu og það var nánast heppni sem réði því að heimamenn fóru með sigur af hólmi. Af ýmsu mátti ráða að þetta var fyrstu leikurinn í mótinu. Margt fór úrskeiðis, sendingar slæmar og skipulag sömuleiðis og hittnin slök hjá báðum liðum. En þetta stendur eflaust til bóta og leikurinn var þrátt fyrir allt spennandi og skemmtilegur fyrir áhorfendur og það er ekki svo lít- ill þáttur þegar íþróttir eru ann- ars vegar. Lið Þórs lofar góðu þrátt fyrir ósigurinn og það verður forvitni- legt að fylgjast með því þegar Bandaríkjamaðurinn Michael Ingram verður löglegur en hann mátti sætta sig við að horfa á fyrsta leikinn. Ástæðan var sú að staðfesting hafði ekki borist frá FIBA þrátt fyrir ítrekuð loforð þar um en því átti að kippa í lið- inn í gær. Guðmundur Bragason og Dan Krebbs báru uppi lið Grindvík- inga með góðri hittni og varnar- leik og áttu stærstan þátt í að lið- ið fann sig á heimavellinum eftir ömurlega byrjun. MG Stig Þórs: Sturla Örlygsson 17, Konráð Óskarsson 16, Gunnar Örlygsson 16, Örvar Erlendsson 6, Ágúst Guðmunds- son 6, Georg Birgisson 5, Birgir Birgis- son 4. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 29, Dan Krebbs 18, Marel Guðmundsson 9, Rúnar Árnason 6, Pétur Guðmundsson 5, Bergur Hinriksson 2, Pálmar Sigurðs- son 2. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristinn Óskarsson. Dæmdu vel. Michael Ingram. Ingram horfði á Michael Ingram, handaríski körfuknattleiksmaöurinn í Þór, lék ekki með liði sínu gegn Grindvíkingum á sunnudags- kvöldið. Hann var ekki orðinn löglegur þar sem ekki hafði borist staðfesting á félagsskipt- um hans frá Alþjóða körfu- knattleikssambandinu, FIBA. Að sögn Helga Sigurðssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Þórs, var búið að ganga frá öllum endum en staðfestingin frá FIBA lét á sér standa. Búið var að hafa samband við skrifstofu sam- bandsins í Þýskalandi og þar var lofað að ganga frá málinu fyrir helgi en af einhverjum ástæðum gekk það ekki eftir. Þess má geta að erlendur leikmaður hjá Hauk- um lék ekki heldur á sunnudag- inn af sömu orsökum. Búist var við að gengið yrði frá málinu í gær. „Karakterlaust“ - sagði Valur Ingimundarson eftir stórtap Stólanna gegn KR Tindastóll átti ekki mikla möguleika þegar liðið mætti KR í 1. umferð úrvalsdeildar- innar í körfuknattleik á sunnu- dagskvöldið. Tindastólsmenn byrjuðu reyndar vel en síðan fór að síga á ógæfuhliðina og þegar upp var staðið var mun- urinn orðinn 27 stig, 106:79. Staðan í hléi var 51:40. „Það var betra að tapa stórt fyrst við vorum að tapa á annað borð. Liðið var karakterlaust og eng- inn þorði að treysta á sjálfan sig. Við ætlum hins vegar að bíta frá okkur í vetur og ég get ekki annað en lofað betri leik gegn Njarðvíkingum á Krókn- um um næstu helgi,“ sagði Valur Ingimundarson, leik- maður og þjálfari Tindastóls. Tindastólsmenn byrjuðu af miklum krafti og léku ágætan körfubolta fyrstu mínúturnar. Eftir 5 mínútur höfðu þeir 10 stiga forystu, 19:9, en þá gerðu KR-ingar breytingar á liði sínu og þær skiluðu árangri. Munur- inn minnkaði smátt og smátt og eftir 12 mínútur var staðan jöfn, 29:29, og KR-ingar komust síðan yfir og náðu mest 14 stiga forystu í fyrri hálfleik, 49:35. Skynsemin varð útundan þegar KR-ingar fóru að bíta frá sér, Skagfirðingar vildu gera hlutina upp á eigin spýtur og það af meira kappi en forsjá. KR-vörnin var opin í byrj- un en lokaðist þegar á leið og olii Stólunum miklum vandræðum. Seinni hálfleikur var á svipuð- um nótum og síðustu mfnúturnar í fyrri hálfleik, KR-ingar mun sterkari og áttu ekki í miklum vandræðum með að halda Stól- unum í hæfilegri fjarlægð. Minnstur varð munurinn 8 stig, 67:59, en eftir það jókst hann á ný og það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Það er auðséð að KR-ingar eiga eftir að bíta frá sér í vetur, þeir hafa sterku liði á að skipa sem er hæfileg blanda af ungum leikmönnum og eldri köppum. Breiddin er mikil og þar kom munurinn á liðunum í ljós. Eins og fyrri daginn er breiddin vandamál hjá Tindastóli, og það kom berlega í ljós þegar villu- vandræði fóru að segja til sín. Haraldur Leifsson fór útaf með 5 villur 8 mínútum fyrir leikslok og Ivan Jonas sömu leið skömmu seinna og þar með var allur vind- ur úr liðinu. Hjá Tindastóli átti Karl Jóns- son ágæta spretti og Ivan Jonas lék þokkalega en hefur oft verið sterkari. Reyndar átti liðið í heild sinni dapran dag. Þess má geta að hinn 17 ára gamli Hinrik Gunn- arsson skoraði sín fyrstu stig fyrir Tindastól í úrvalsdeildinni. Hjá KR var Jon Baer sterkur og Áxel Nikulásson sýndi að það var rétt ákvörðun hjá honum að hætta við að hætta. Þá sýndi 18 ára gamall piltur, Hermann Hauksson, góða takta og er þar mikið efni á ferð. „Fyrstu mínúturnar voru ekki góðar hjá okkur en við náðum að sýna okkar rétta andlit á köflum,“ sagði Páll Kolbeinsson, leikmaður KR. „Við erum með sterkt lið og mikla breidd og stefnum hátt í vetur. Annars má búast við óvæntum úrslitum því deildin er orðin mun jafnari en áður. Tindastólsmenn eiga eftir að verða erfiðir á heimavelli en ég held að þetta verði erfitt hjá þeim á útivöllunum. Ég vona að þeir verði með í baráttunni um Haraldur Lcifsson þurfti að yfirgefa völlinn með fimm viilur 8 mínútum fyrir leikslok. Mynd: SBG sæti í úrslitakeppninni en þeir áttu greinilega ekki góðan dag að þessu sinni,“ sagði Páll. -bjb Stig Tindastóls: Ivan Jonas 25, Valur Ingimundarson 17, Haraldur Leifsson 16, Karl Jónsson 13, Einar Einarsson 4, Sverrir Sverrisson 2, Hinrik Gunnarsson 2. Stig KR: Jon Baer 26, Axel Nikulásson 23, Hermann Hauksson 17, Guðni Guðnason 14, Matthías Einarsson 14, Benedikt Sigurðsson 4, Páll Kolbeinsson 3, Lárus Árnason 3, Óskar Kristjánsson 2. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Árni Freyr Sigurlaugsson. Da-mdu ágætlega þegar á heildina er litið.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.