Dagur


Dagur - 08.10.1991, Qupperneq 9

Dagur - 08.10.1991, Qupperneq 9
Þriðjudagur 8. október 1991 - DAGUR - 9 Arsenal að komast í meístarafonmð? I síðustu viku komust fjögur stóru liðin frá Englandi áfram í 2. umferð í Evrópukeppnun- um, aðeins Swansea úr 3. deild er úr leik. Mikill áhugi er á Englandi fyrir Evrópuleikjun- um og mikið lagt upp úr góðu gengi í þeim. En um helgina hélt deildakeppnin áfram, en þar er einmitt barist um þátt- tökurétt í Evrópuleikjum næsta leiktímabils. En þá koma leikir helgarinnar. ■ Arsenal og Chelsea áttust við í hörkuleik þar sem hvorugt liðið átti skilið að tapa. Arsenal án Tony Adams byrjaði illa í vörn- inni, en hefði þó hæglega getað komist yfir strax í upphafi, en Kevin Hitchcock í marki Chelsea varði mjög vel frá Ian Wright og Kevin Campbell skaut í stöng. Andy Linighan og Colin Pates miðverðir Arsenal voru óstyrkir í upphafi og Graeme Le Saux náði forystu fyrir Chelsea með góðu skoti eftir undirbúning Kerry Dixon og Kevin Wilson bætti síð- an öðru marki Chelsea við eftir sendingu Le Saux og vörn Arsen- al úti að aka. Lee Dixon lagaði stöðu meistaranna fyrir hlé með marki úr vítaspyrnu og var sá dómur mjög umdeildur, en dæmd var hendi. í æsispennandi síðari hálfleik jafnaði Wright fyr- ir Arsenal er hann hnoðaði bolt- anum í mark, hans fimmta mark í þrem leikjum fyrir Arseenal og Campbell skoraði síðan sigur- mark Arsenal með þrumuskoti frá vítateig. Leikmenn Chelsea höfðu þó ekki gefist upp og Wil- son átti skot í stöng Arsenal- marksins og Dixon misnotaði dauðafæri undir lokin, en meist- ararnir héldu út og náðu að knýja fram sigur og liðið virðist vera að Tony Cottee afgreiddi Tottenham - línuvörður Úrslit Úrslit í vikunni: Evrópuleikir 1. umferð, síðari leikir. Manchester Utd.-Alhinaikos 2:0 Kuuysi Lahti-Liverpool 1:0 Austria Vienna-Arsenal 1:0 Tottenham Hajduk Split 2:0 Monaco-Swansea 8:0 1. deild Crystal Palace-Leeds Utd. 1:0 Wimbledon-Sheffield Wed. 2:1 1. deild Arsenal-Chelsea 3:2 Aston Villa-I.uton 4:0 Everton-Tottenham 3:1 Lecds Utd.-Sheffield Utd. 4:3 Oldham-Southampton 1:1 Q.P.R.-Nottingham For. 0:2 Sheffield Wed.-Crystal Palace 4:1 Wcst Ham-Coventry 0:1 Wimbledon-Norwich 3:1 Manchester Utd.-Liverpool 0:0 Notts County-Manchester City 1:3 2. deild Tranmere-Southend 1:1 Bristol Rovers-Middlesbrough 2:1 Derby-Bristol City 4:1 Ipswich-Oxford 2:1 Lcicester-Charlton 0:2 Millwall-BIackburn 1:3 Plymouth-Swindon 0:4 Port Vale-Cambridge 1:0 Portsmouth-Ncwcastle 3:1 Sunderland-Brighton 4:2 W'atford-Grimsby 2:0 Wolves-Barnsley 1:2 komast í meistaraform að nýju eftir siaka byrjun. ■ Leeds Utd., sem tapaði sínum fyrsta leik í deldinni í síðustu viku, virtist ætla að bursta ná- granna sína Sheffield Utd. í leik liðanna á Elland Road og yfir- spilaði gestina í 47 mín. Steve Hodge skoraði fyrsta og síðasta mark Leeds Utd. sem komst í 4-1 snemma í síðari hálfleiknum. Milli markanna hjá Hodge komu tvö mörk sem leikmenn botnliðs- ins voru ekki ánægðir með, en annar línuvörðurinn lagði grunn að. Fyrst dæmdi hann hendi á markvörð Sheffield, Phil Kite sem var að sparka frá marki og fór örlítið útfyrir vítateig. Mel Sterland skoraði beint úr auka- spyrnunni fyrir Leeds Utd., en boltinn breytti um stefnu af varn- armanni. Síðan braut Ian Bryson á Tony Dorigo bakverði Leeds Utd. rétt á vítateigslínu, dómar- inn ráðfærði sig við línuvörðinn sem taldi brotið hafa verið innan- við og Sterling skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. En eftir síðara mark Hodge vaknaði Sheffield- liðið til lífsins, en það var aðeins of seint og mörk frá Jamie Hoy- land, Tony Agana og Carl Brad- shaw náðu ekki að færa liðinu stig og það er því áfram í neðsta sætinu, en Leeds Utd. í öðru sæti. ■ En hinu Sheffield-liðinu, Wed. gekk mun betur um helgina og er nú í toppbaráttu eftir góðan 4-1 heimasigur á Crystal Palace þar sem David Hirst í sínum fyrsta leik eftir meiðsl skoraði tvö mörk rétt fyrir hlé, þegar Palace virtist hafa náð undirtökunum í Hér kljást þeir Mark Hughes, Man. Utd., og Gary Ablett, Liverpool, en þeir voru báðir reknir útaf í markalausum leik liðanna á sunnudag. Man. Utd. náði aðeins jafntefli gegn Iiverpool Þá hafa Englendingar hafíð beinar útsendingar hjá sér að nýju á sunnudögum og fyrsti sjónvarpsleikur þeirra á þessu tímabili var leikur stórliða Manchester Utd. og Liverpool á Old Trafford. A sunnudag léku einnig Notts County og Manchester City. ■ Man Utd. efsta lið 1. deildar náði aðeins markalausu jafntefli á heimavelli gegn Liverpool í leik þar sem tveir leikmenn voru reknir útaf. Eftir slakan fyrri hálfleik þar sem taugaspennan var allsráðandi tók við spennandi síðari hálfleikur. Gary Ablett Liverpool fékk reisupassann fyrir brot á Andrej Kantchelkis, en hafði áður fengið gult spjald fyrir brot á Clayton Blackmore. Utd. liðið var þó ekki lengi manni yfir þvf skömmu síðar var Mark Hughes vikið af velli fyrir að gera sig líklegan til að skalla David Burrows og Utd. missti síðan Mike Phelan út af rifbeins- brotinn. Þetta var því ekki þeirra dagur, en liðið er þó enn ósigrað í 1. deild. Fyrirliði Utd. Bryan Robson dreif lið sitt áfram í leiknum og þrátt fyrir að Burr- ows fylgdi honum eftir sem skuggi átti hann þó besta mark- tækifæri leiksins, en markvörður Liverpool Mike Hooper varði mjög vel frá honum. Robson var valinn maður leiksins og með landsliðseinvaldinn Graharn Taylor meðal áhorfenda er ekki ólíklegt að hann hafi spilað sig inn í enska landsliðið að nýju. ■ Manchester City vann góðan sigur á útivelli 3:1, gegn nýliðum Notts County þar sem meira gerðist á fyrstu 5 mín. síðari liálf- leiks en í öllum fyrri hálfleiknum. Tommy Johnson komst einn inn- fyrir eftir sendingu frá Kevin Bartlett, lék á Tony Cotton í marki City, en Steve Redmond komst fyrir skot Johnson og bjargaði á línu fyrir City. Rétt á eftir náði Notts County þó verð- skuldað forystu með góðu skoti Dean Thomas frá vítateig, en nær strax á eftir jafnaði City eftir að tveim varnarmönnum County hafði mistekist að hreinsa frá eft- ir hornspyrnu og Mike Sheron skoraði í sínum fyrsta leik fyrir City af stuttu færi. City fékk síð- an vítaspyrnu er dæmd var hendi á Thomas, en Steve Cherry markvörður County varði vel tekna vítaspyrnu Mark Brennan. City náði þó loksins að komast yfir er 20 mín. voru til leiksloka, Thomas varði með höndum á marklínu, var rekinn útaf og úr vítaspyrnunni skoraði gamla kempan Clive Allen. Aðeins 2 mín. síðar bætti Allen öðru rnarki við og gulltryggði þar með sigur City í leiknum, en sigurinn var þó mun stærri en sanngjarnt var. Þ.L.A. var besti maður Leeds Utd. leiknum. Hirst gerði mörkin eftir sendingar frá Carlton Palmer og Roland Nilsson, en Nigel Worth- ington hafði náð forystu fyrir Sheff. Wed. á 7. mín. eftir frá- bæra hælspyrnu Paul Williams. Þrátt fyrir þessa góðu byrjun náði Palace tökum á leiknum og eftir þrumuskot Geoff Thomas sem Chris Woods í marki Sheff. Wed. náði ekki að halda kom Mark Bright aðvífandi og jafnaði fyrir Palace. Bright fékk síðan gott tækifæri, en hitti ekki boltann fyrir opnu marki og fljótlega eftir það gerði Hirst útum leikinn með mörkum sínum. Palmer bætti síðan fjórða marki Sheff. Wed. við 7 mfn. fyrir leikslok eftir að Nigel Martyn hafði hálfvarið skot frá Hirst. ■ Coventry vann sanngjarnan sigur á útivelli gegn West Ham sem gengur afleitlega á heima- velli. Micky Gynn og Stewart Robson áttu miðjuna hjá Coven- try, Peter Ndluvo var góður á kantinum og Peter Billing hélt saman vörninni. Eina mark leiks- ins skoraði Kevin Gallacher fyrir Coventry 12 mín. fyrir leikslok eftir að Ndluvo hafði þvælt hvern leikmann West Ham á fætur öðr- um áður en hann sendi nákvæma sendingu fyrir sem Gallacher skallaði í netið. Lið West Ham olli miklum vonbrigðum í leikn- um. ■ Everton og Tottenham mætt- ust í fyrstu beinu sjónvarpsút- sendingunni á þessu hausti og þar urðu menn vitni að mjög fjörug- um fyrri hálfleik þar sem leik- menn Everton tóku Tottenham í kennslustund. Vörn Tottenham réð þá ekkert við hina smávöxnu sóknarmenn Everton og þeir Tony Cottee og Robert Warzycha léku ntjög vel. Cottee skoraði öll þrjú mörk Everton í leiknum á fyrsta hálftímanum og átti auk þess skot í slá. Fyrst eftir send- ingu Peter Beardsley, síðan úr vítaspyrnu sem dæmd var á hendi Gary Mabbutt og að lokum eftir góðan undirbúning Warzycha. Gary Lineker náði að jafna fyrir Tottenham 1:1 með góðu skalla- marki 3 mín. eftir að Cottee hafði náð forystunni og í síðari hálfleik sleppti dómarinn marki sent Paul Stewart gerði með skalla, en John Ebbrell náði bolt- anum rétt innan marklínu og þrumaði frá. Sigur Everton var fyllilega sanngjarn og Tottenham liðið með Guðna Bergsson inn- anborðs virkaði þreytt eftir Evr- ópuleikinn í vikunni. ■ Oldham og Southampton gerðu 1:1 jafntefli þar sem Alan Shearer náði forystu fyrir Sout- hampton eftir hálftíma leik með hálfgerðu útsölumarki. Nýliðar Oldham gáfust þó ekki upp og Nick Henry náði að jafna á 67. mín. Minnstu munaði síðan að Ian Marshall skoraði sigurmark Oldham undir lokin, en hvorugt liðið verðskuldaði öll þrjú stigin úr leiknum og jafnteflið því réttlátt. ■ Aðeins 3.500 áhorfendur sáu leik Wimbledon gegn Norwich í úrheilis rigningu og þeir fóru blautir, en þó ánægðir heim því Wimbledon sigraði 3:1. Scott Fitzgerald kom Wimbledon yfir í fyrri hálfleik, en Darren Beck- ford jafnaði fyrir Norwich á 68. mín. með sínu fyrsta marki fyrir félagið frá því hann kom frá Port Vale. En síðan gerði Wimbledon út um leikinn með tveim mörkum á 3 mín. sem þeir John Fashanu og Andy Clarke skoruðu. ■ Aston Villa vann auðveldan 4:0 sigur á Luton eftir að hafa haft aðeins 1:0 yfir í hálfleik með marki Kevin Richardson strax á 5. mín. Leikmönnum liðsins gekk illa að fylgja þessu eftir og það var ekki fyrr en mín. eftir hlé að Cyrille Regis bætti öðru marki við. Dwight Yorke og Paul Mortimer bættu síðan tveim mörkum við fyrir Villa, en Phil Gray misnotaði vítaspyrnu fyrir Luton á 65. mín. og liðið nálgast nú botn deildarinnar. ■ Nottingham For. vann góðan sigur á útivelli gegn Q.P.R. í Lundúnum 2:0. Það var Teddy Sheringham sem Forest keypti frá Millwall í sumar sem skoraði bæði mörkin, sitt í hvorum hálf- leik. Lið Q.P.R. er eitt þeirra liða sem gæti lent í alvarlegri fall- baráttu í vetur. 2. deild ■ Efsta liðið Middlesbrough tapaði fyrir Bristol Rovers sem var í neðsta sæti, Steve Yates gerði sjálfsmark og kom þar með Middlesbrough yfir, en þeir Andy Reece og Geoff Twenty- man komu síðan boltanum í rétt mark. ■ Ipswich í öðru sæti vann Oxford 2:1 .neð mörkum Simon Milton og Steve Whitton. ■ Duncan Shearer skoraði öll fjögur mörk Swindon gegn Ply- mouth. ■ David Rush skoraði tvö og þeir Gordon Armstrong og Peter Beadle sitt markið hvor fyrir Sunderland gegn Brighton. ■ Paul Cook náði forystunni fyr- ir Wolves gegn Barnsley, en það dugði skammt og Barnsley sigr- aði 2:1. Þ.L.A. Staðan 1. deild Manchester Utd. 118-3-0 18:3 27 Leeds Utd. 12 6-5-1 20:10 23 Arsenal 11 6-2-3 26:17 20 Sheffield Wed. 12 6-24 21:14 20 Coventry 12 6-2-4 15:10 20 Manchester City 12 6-1-5 15:15 19 Chelsea 12 4-5-3 21:18 17 W'imbledon 12 5-2-5 21:19 17 Crystal Palace 11 5-24 20:23 17 Nottingham For. 11 5-1-5 21:17 16 Everton 12 4-4-4 19:15 16 Tottenham 9 5-1-3 17:14 16 Liverpool 10 4-4-2 11:816 Aston Villa 12 4-3-5 16:14 15 Norwich 12 3-6-3 15:17 15 Notts County 12 4-3-5 15:19 15 Oldham 11 4-2-5 17:17 14 West Ham 12 2-5-5 12:16 11 QPR 121-6-510:19 9 Southampton 12 2-3-710:21 9 Luton 12 2-3-7 6:27 9 Sheffield Utd. 121-3-814:26 6 2. deild Middlesbrough 12 8-1-3 19:10 25 Ipswich 11 7-2-2 20:16 23 Swindon 10 6-2-2 25:13 20 Cambridge 10 6-1-3 19:14 19 Portsmouth 10 5-3-2 12:818 Wolves 10 5-2-3 17:13 17 Charlton 10 5-2-3 15:12 17 Derby 11 44-3 16:12 16 Leicester 10 5-14 13:15 16 Tranmere 10 3-6-116:13 15 Blackbum 10 4-3-3 10:915 Southend 10 4-3-3 10:915 Sunderland 114-2-5 21:19 14 Brighton 11 4-2-5 17:19 14 Grimsby 10 3-2-5 16:18 14 Watford 10 4-1-5 13:13 13 Port Vale 12 34-5 10:13 13 Bristol City 12 34-4 14:19 13 Millwall 10 3-2-5 17:17 11 Barnsley 12 3-2-7 11:2011 Bristol Rovers 10 2-2-613:19 8 Plymouth 10 2-2-612:21 8 Oxford 10 2-1-7 13:19 7 Newcastle 111-4-615:23 7

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.