Dagur - 08.10.1991, Side 11

Dagur - 08.10.1991, Side 11
Leiklist „Verkið einkcnnist af námd. Fegurð þess felst framar öðru í mannlegum samskiptum, þar sem kafað er af umtals- verðri næmni og innileika í sálarlíf persónanna og samband þeirra‘% segir greinarhöfundur m.a. Stálblóm Leikfélag Akureyrar: „Steel Magnolias" eftir Robcrt Harling í íslenskri þýðingu Signýjar Pálsdóttur, leikhússtjóra. Leikstjóri: Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Lcikniynd og búningar: Karl Aspelund, Lýsing: Ingvar Björnsson. Sögusvið leikritsins Stálblóm eft- ir Robert Harling er í bænum Chinquapin í Louisiana í Suður- ríkjum Bandaríkjanna. Verkið fjallar um líf sex kvenna, sem annars vegar starfa á hárgreiðslu- stofu og hins vegar eru viðskipta- vinir fyrirtækisins en eru jafn- framt vinkonur, sem deila og hafa deilt áhyggjum sínum, sorg- um og gleði. Verkið einkennist af námd. Fegurð þess felst framar öðru í mannlegum samskiptum, þar sem kafað er af umtalsverðri næmni og innileika í sálarlíf per- sónanna og samband þeirra. Umfjöllun höfundar nær dýpt í því hve ólíkar konurnar sex eru og hver jöfnuður er á milli þeirra í ferli leikritsins. Áhorfendur kynnast þeim öllum. Sérkenni hverrar fyrir sig verða ljós og upp í hugann koma hliðstæður úr umgengnishóp hvers og eins. Það er óhjákvæmilegt, að verkið skilji eftir nokkur spor í huga áhorfenda. Það vekur til umhugsunar og sjálfsskoðunar, og er skrifað af þeirrí kúnst hins góða leikritasmiðs, að það vekur kátínu, kemur við auma bletti og lætur ekki ógetið þeirra sorgar- stunda, sem óhjákvæmilega koma í líf hvers manns. Hinir sammannlegu þættir í Stálblómi hefja verkið yfir stað og stund. Þó að þess gæti víða, hvert svið þess er frá hendi höfundar, á efni þess við jafnt hér á landi sem í Bandaríkjunum. Þar hjálpar til lipur þýðing Sign- ýjar Pálsdóttur, leikhússtjóra. Texti hennar lætur vel í munni leikaranna og kemur skilmerki- lega til skila gangi verksins og sérkennum persónanna. Hanna María Karlsdóttir fer með hlutverk Truvy Jones, sem er eigandi hárgreiðslu- og snyrti- stofunnar, sem er vettvangur verksins. Hanna María fór held- ur stirðlega af stað í hlutverki sínu og virtist skorta samsömun nokkuð langt fram eftir fyrsta hluta verksins. Þegar á leið fann hún sig sífellt betur í persónu Truvyar og átti sterk atriði ekki síst í framanverðum síðasta þætti. Þórdís Arnljótsdóttir leikur Annellu Dupuy-Desoto, unga hárgreiðslu- og snyrtidömu, sem ræðst til starfa hjá Truvy Jones. Annella gengur í gegnum miklar breytingar á þeim árum, sem fer- ill leikritsins nær yfir. Leit hennar að fótfestu í tilverunni er rakin skemmtilega og kemst líflega til skila í túlkun Þórdísar á persón- unni. Þó hefði mátt að skaðlausu gæta nokkuð meiri hófsemi í leik og látbragði ekki síst framan af. Klara Belcher, ekkja fyrrver- andi bæjarstjóra, er leikin af Bryndísi Pétursdóttur. Fáar stór- ar sveiflur eru í túlkun þessarar persónu, enda má segja, að ekki gefist mikið tilefni til af hendi höfundar, en Bryndísi tekst að gæða hana lífi og gera hana að jafnaði sannferðuga. Vilborg Halldórsdóttir fer með hlutverk Shelby Eatenton-Latch- erie, ungrar stúlku, sein höfund- ur kallar „sætustu stelpuna í bænum“ og gefur með því vís- bendingu um það viðhorf, sem Shelby hefur haft til sjálfrar sín. Vilborg nær að jafnaði góðum tökum á persónunni og á nokkur afar sterk atriði í túlkun sinni. Mary Lynn Eatenton, móðir Shelbyar, er leikin af Þóreyju Aðalsteinsdóttur. Þetta er marg- slungnasta hlutverkið í verkinu og gerir verulegar kröfur til sálar- köfunar og innileika sem og breiddar í túlkun. Þórey nær almennt nokkuð góðum tökum á persónunni, en fyrir kemur, að gætir líkt og firðar í túlkun hennar, sem spillir nokkuð heild- armyndinni. Sunna Borg leikur Louisu Boudreaux, auðuga nöldur- skjóðu, sem hefur þó hjartað á réttum stað þrátt fyrir hrjúft yfir- borð. Sunna gerir persónunni góð skil og er iðulega innilega spaugileg jafnt í fasi sem framsögn. Eini karlmaðurinn, sem við Sunnudaginn 6. október sl. var dregið í happdrætti Norður- landsdeildar SÁÁ. Eftirfar- andi númer hlutu vinning: 1. vinningur, húsbúnaður fyrir 300.000 kr. frá Vörubæ, kom á miða nr. 702. 2. -4. 100.000 kr. heimilistækja- vinningar frá Kaupfélagi Eyfirð- inga komu á miða nr. 3557 - 3746 - 4959. 5.-8. 50.000 kr. heimilistækja- vinningar frá Kaupfélagi Eyfirð- inga komu á miða nr. 31 - 6333 - 6531 - 7020. sögu kemur í Stálblómi er plötu- snúðurinn, sem einungis heyrist í útvarpi og er í höndum Jóns Stef- áns Kristjánssonar. Jóni Stefáni tekst því miður ekki að ná réttum blæ í plötukynningum sínum eða tilkynningalestri. Hann skortir léttleika og það raddflæði, sem við á. Leikstjóri uppsetningar Leik- félags Ákureyrar á Stálblómi, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, hefur unnið verk sitt af kost- gæfni, og skapað í heild líflega og grípandi sýningu, sem sjaldan ber skugga á. Þó hefði hún mátt liðka nokkrar heldur vandræða- legar stöður ekki síst framarlega í verkinu og draga úr fáeinum atriðum, sem eru nokkuð yfir- drifin og sem næst úr stíl: aðal- lega í síðasta þætti. Æskilegt hefði líka verið, að lokahluti verksins, sem er talsvert lang- dreginn, hefði verið tekinn öðr- uin og nokkuð frísklegri tökum. Leikmynd og búningar Karls Aspelunds eru mjög við hæfi og lýsing Ingvars Björnssonar góð. Stálblóm er fyrsta verkefni Leikfélags Akurcyrar á þessu leikári. Ekki verður annað sagt, en að þessi byrjun lofar góðu um framhaldið, en á meðal þess, sem upp á verður boðið á sviði Sam- komuhússins er Næturgalinn, gestaleikur frá Þjóðleikhúsinu byggður á ævintýri H. C. Ander- sen, sem sýndur verður eftir miðjan október og er ætlaður grunnskólanemum, Tjútt og Tregi, söngleikur eftir Valgeir Skagfjörð, og íslandsklukkan eft- ir Halldór Laxness. Leiklistar- unnendur á Akureyri og víðar geta greinilega hlakkað til góðs leikhússárs á þessum vetri. Haukur Ágústsson. 9.-18. 10.000 kr. matarkörfur frá Kaupfélagi Eyfirðinga komu á miða nr. 697 - 899 - 1197 - 2438 - 2923 - 3239 - 3789 - 4518 - 4712 - 7021. 19.-38. 5.000 kr. matarkörfur frá Kaupfélagi Eyfirðinga komu á miða nr. 454 - 733 - 773 - 1052 - 2930 - 3790 - 4369 - 4705 - 4711 - 5205 - 5206 - 5709 - 5718 - 5800 - 6189 - 6532 - 6997 - 7005 - 7006 - 7228. Vinninga má vitja á skrifstofu SÁÁ-N, Glerárgötu 28 2. hæð, sími 27611. (Birt án ábyrgðar.) Happdrætti SÁÁ-N Þriðjudagur 8. október 1991 - DAGUR - 11 Takiö eftir! Glæsilegt úrval áklæða og gluggatjaldaefna á ótrúlegu verði, frá kr. 280,- pr. m. Svampdýnur í öllum stærðum. Eggjabakkadýnurnar vinsælu! Svampur og Bólstrun Austursíðu 2, sími 96-25137. Windows—Excel— Word for Windows Á næstu vikuin höldum við nám- skeið í hinum geysivinsælu for- ritum: Windows 3.0 (Gluggaforrit) Excel 3.0 (Töflureiknir) Word for Windows 1.1 (Ritvinnsla) Tölvunám — „Nám sem nýti$t“ Tölvufræðslan Akureyri h£ Glerárgötu 34, III. hæð, Akureyri, súni 96-27899 BRAUÐGERÐ TlLBÖÐ Brúnkaka 260 Rúlluterta, hvít 218 Tilboðið stendur frá 2. tilll. okt.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.