Dagur - 11.10.1991, Síða 5
Föstudagur 11. október 1991 - DAGUR - 5
Myndlist
Málverk á Húsavík
Föstudaginn 4. október opnaði
Ingvar Þorvaldsson sýningu á
verkum sínum í Safnahúsinu á
Húsavík. Pessi sýning er tuttug-
asta og fyrsta einkasýning
Ingvars, en hann hefur oft áður
sýnt á Húsavík, enda fæddur og
uppalinn í bænum. Nú býr hann
og starfar í Reykjavík.
Á sýningu Ingvars í Safnahús-
inu voru fjörutíu og fjögur verk.
Þrjátíu og eitt unnið í pastel og
tíu vatnslitamyndir. Stíll Ingvars
er natúralítískur og voru allar
myndirnar á sýningu hans í þeim
stíl. Mikill meirihluti myndanna
var landslagsmyndir af ýmsu tagi.
I mörgum tekur Ingvar til með-
ferðar hinar smærri einingar
landslagsins, svo sem í mynd
númer 9, sem ber heitið Mosi á
steini, en í öðrum færir hann
sjónsvið sitt út og tekur fyrir
meiri víddir, svo sem í mynd
númer 40, sem ber heitið
Lundey.
DC-8 millilandaflugvél eins og bréfritari segir hafa verið í aðflugi yfir Akur-
eyrarflugvelli í kringum 1976. Hann vill gjarnan fá upplýsingar um hvort ein-
hver hafi tekið mynd af vélinni.
Á einhver mynd af DC-8
yfír Akureyrarflugvelli?
„Ég er mikill áhugamaður um
flugsögu Akureyrar og nú vantar
mig upplýsingar frá lesendum.
Ég hef fengið það staðfest að
DC-8 þota hafi farið í aðflug yfir
Akureyrarflugvelli í kringum
árið 1976. Hún mun hafa komið
þrisvar en ekki lent. Vélin var að
koma með KFUM drengi frá
Suðurnesjum. Mig langar að
koma með þá fyrirspurn hvort
einhver hafi tekið mynd af þess-
ari flugvél þegar hún var hér í
aðflugi. Ef svo er þætti mér vænt
um ef viðkomandi vildi hringja í
mig í síma 27098 (heima) eða
24162 (Minjasafnið).“
Hörður Geirsson
SUF ogÆFAB mótmæla álagningu skólagjalda:
Blaut tuska í
andlit námsmanna
Samband ungra framsóknar-
manna og Æskulýðsfylking Al-
þýðubandalagsins mótmæla
harðlega fyrirætlun ríkisstjórnar
Davíðs Oddssonar varðandi
álagningu skólagjalda á
námsmenn. Með upptöku skóla-
gjalda er vikið frá fyrri grundvall-
arstefnu í menntamálum þ.e. að
fólk í þessu landi skuli hafa jafn-
an rétt til náms. Ríkisstjórnin má
ekki komast upp með að skerða
námsmöguleika efnalítilla
námsmanna. SUF og ÆFAB
hvetja ungt fólk og námsmenn til
að taka höndum saman og skera
upp herör gegn slíkum áformum
ríkisstjórnarinnar.
SUF og ÆFAB harma að Sam-
band ungra jafnaðarmanna þorði
ekki eða gat ekki treyst sér til að
standa að sameiginlegri ályktun
æskulýðshreyfinga stjórnmála-
flokkanna gegn álagningu skóla-
gjalda á námsmenn. Samband
ungra sjálfstæðismanna sá sér
heldur ekki fært að standa að
ályktuninni, þar sem SUS álykt-
aði á þingi sínu á ísafirði fyrir
skömmu að taka bæri upp „hóf-
legt“ árgjald í framhaldsskólum,
t.d. allt að 25.000 krónum í
Háskóla íslands. SUF og ÆFAB
lýsa furðu sinni á því að æsku-
lýðssamtök eins og SUS skuli
með slíkum hætti ganga til liðs
við þau öfl sem veitast að nánts-
mönnum. Nær væri að æskulýðs-
samtök gættu hagsmuna ungs
fólks og námsmanna í stað þess
að slá þá með blautri tusku.
Vinnubrögð Ingvars einkenn-
ast af vandvirkni og mikilli tryggð
við viðfangsefnið. Víða tekst
honum að gæða myndirnar um-
talsverðri dulúð og skemmtilegu
lífi og stemmningu. Til þessa má
nefna myndir númer 1, Njarðvík-
urskriður, númer 2, í Borgarfirði
eystri, og númer 3, á Möðru-
dalsöræfum. Allar þessar myndir
eru unnar í pastel, en á tækni
þess miðils virðist Ingvar hafa
gott vald. Ein athyglisverðasta
myndin í þessum flokki er mynd
númer 22, Áning, en í henni túlk-
ar Ingvar á allgrípandi hátt ein-
manaleika ferðalanganna og
smæð í víddum óbyggðanna.
Því miður lenda nokkrar past-
elmynda Ingvars handan þeirra
rnarka, sem skilja á milli list-
rænnar túlkunar og glansmyndar-
innar. Hér má nefna til dæmis
myndir númer 21, Við Laxá, og
númer 23, Við Litluá. í þessum
myndurn - og nokkrum öðrum -
verður áferð og meðferð mynd-
efnis nálega skerandi; hörð og
óþægileg.
Vatnslitamyndir Ingvars eru -
ekki síður en pastelmyndir hans -
unnar af mikilli nákvæmni og
hafa margar miklu fremur áferð
olíuverka eða pastelmynda, en
eiginlegra vatnslitamynda. í þeim
er lítið nýtt það flæði, sem getur
gefið vatnsiitnum víddir og líf.
Sú vatnslitamyndanna, sem
mesta athygli vakti og sem best
nýtir eigindir miðilsins, er mynd
númer 40, Lundey, en í henni
nær Ingvar allvel móskublandinni
heiðríkju fagurs haustdags.
Sýning Ingvars Þorvaldssonar í
Safnahúsinu á Húsavík stóð ekki
nema þrjá daga, en henni lauk
sunnudaginn 6. október.
Haukur Ágústsson.
Útvegsmenn
Norðurlandi
Áður boðaður aðalfundur Útvegsmannafélags
Norðurlands, er varð að fresta vegna veðurs, verður
haldinn að Hótel KEA, mánudaginn 14. október nk.
kl. 14.00.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
25% kynningarafsláttur af
British Knights vörum
og Tula leðurveskjum ÍCv,
^ Okt* opið mánud.-föstud. frá kl. 10.00- tískuhúsið Skipagötu 1
18.00, laugard. 10.00-12.00. Sími 24396
Appelsínubiti 294
Kryddbrauð 233
Tilboðið stendur frá
9. til 17. okt.
1
KEA
!
BRAUÐGERÐ