Dagur - 11.10.1991, Side 9

Dagur - 11.10.1991, Side 9
Föstudagur 11. október 1991 - DAGUR - 9 í fímmtugsafmæli Rafns Sveinssonar var að sjálfsögðu tekið lagið. Rafn situr við troinmusettið en með honum á myndinni eru, f.v. Árni Þorvaldsson, Pálmi Stcfánsson, Grétar Ingvarsson, Birgir Marinósson og Reynir Schiöth. 1439 böll segja sína sögu: litíð víð hjá Rabba Sveins fiimntugum „Við skulum gera okkur daga- mun. Ekki vissi ég að ég ætti svo marga vini sem raun ber vitni. Þið eruð hjartanlega velkomin og það yljar um hjartaræturnar að sjá ykkur öll,“ sagði Rafn Sveinsson, tónlistar- og bankamaður, er hann ávarpaði gesti er hann varð fimmtugur fyrir skemmstu. Síðastliðið föstudagskvöld var hópur manna og kvenna saman- komin til að fagna með afmælis- barninu. Guðaveigar voru í glös- um og veisluborð mikið. Ekki aðeins var verið að fagna fimm- tugsafmæli heldur einnig þrjátíu ára ferli hljómlistarmanns. í þrjátíu ár hefur Rafn setið og slegið húðir í ýmsum danshljóm- sveitum. Svo skemmtilega vill til að afmælisbarnið hefur haldið dagbók yfir öll þau böll er hann hefur leikið á og með hverjum. 1439 böll segja sína sögu. Rabbi hefur verið liðtækur. Hljómsveit- irnar eru margar. Hver kannast ekki við Hljómsveit Birgis Marinóssonar, Comet, Astró, Laxa, Úthljóð, Casablanca og nú >SSSP Fjölmargir góðir gestir litu við í afmæli Rafns og hér brosa blítt þeir Þórarinn B. Jónsson og Bjarni Jónasson. síðast Tríó Rabba Sveins. „Ég hóf að spila fyrir dansi um áramótin 1959/1960 með Árna Ingimundarsyni og Ingva Rafni Jóhannssyni. Haustið 1961 varég kominn í fyrstu hljómsveitina. Það var Hljómsveit Birgis Marinóssonar. Við lékum á 61 balli á 10 mánuðum. Síðan hefur boltinn rúllað og ég er enn að. Hljómsveitirnar eru orðnar margar sem og félagarnir. Lengst hef ég spilað með Grétari Ingvars- syni þ.e. á 926 böllum. Fleiri hafa komið við sögu svo sem Gunnar Tryggvason á 588 böllum, Kiddi Palli á 326 böllum, Þórarinn Magnússon á 321 balli og Ingimar Eydal á 169 böllum. Já, ferillinn er orðinn langur og ég er enn að. í byrjun árs stofnaði ég Tríó Rabba Sveins og nú er að sjá hvað ég endist," sagði tónlistar- maðurinn síungi og settist við trommurnar um leið og gömlu félagarnir sendu létta sveiflu út í kvöldhúmið. ój l/ÍN t/ið HRRFNROIEi í Vín Glæsilegt kaffihlaðborð um helgina ☆☆☆ Angórukanínur Kynning á vinnslu angóruullar frá klippingu til fullunnins bands eða flíkur. Velkomin í Vín Sími 31333 Afmælisbarnið ásanit konu sinni Kristínu Jónsdóttur. Myndir: oj BÓNUSSKÓR Loðfóðraðir kuldaskór barna. Svarf, brúnf, rauff, bláff leður og svarf rúskinn. Sfærðir 28-38. Verð kr. 2*490 Loðfóðraðir kuldaskór. Svarf leður og svarf rúskinn. Sfærðir 36-41. Verð kr. 2.990 ur, hvíff leður. Sfærðir 35-41. Verð kr. 990 Mokkasínur, svarf leður. Sfærðir 41-46. Verð kr. 990 Beinn innflufningur - lægra verð SKÓHÚSIÐ Verslunarmiðstöðinni Kaupangi, simi 27019 Félagsstarf aldraðra og Borgarbíó auglýsa Kvikmyndin Börn náttúrunnar verður sýnd á sérsýningu fyrir eldri borgara laugardaginn 12. okt. nk. kl. 16.00 í Borgarbíó. Miðaverð kr. 550,00. Mannlif AKUREYRARBÆR

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.