Dagur - 25.10.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 25.10.1991, Blaðsíða 7
Föstudagur 25. október 1991 - DAGUR - 7 I :i Húsbréf Ungmennafélagsmenn koma saman til fundar á Húnavöllum um helgina. Húnavallaskóli í A-Húnavatnssýslu: 37. Sambandsþing UMFÍ um helgina Þrítugasta og sjöunda sam- bandsþing Ungmennafélags íslands veröur haldiö í Húna- vallaskóla í Austur-Húnavatns- sýslu á morgun og sunnudag. Innan UMFÍ eru 19 héraðs- sambönd og 10 félög með beina aðild, alls 269 félög með um 44 þúsund félagsmenn. Sambands- þing eru haldin á tveggja ára fresti og er æðsti valdhafi UMFf, en alls eiga 124 fulltrúar rétt til setu á þinginu, auk stjórnar UMFÍ. Á þinginu verður m.a. rætt um lagabreytingar, reglugerð lands- móta UMFI, íþróttamál, félags- málafræðslu og leiklistar- og menningarstarfsemi. Þá verður verkefnið „Fósturbörnin“ tekið fyrir og framhald þess á næstu árum. Safnahúsið á Húsavík: Tvísöngstónleikar á sunnudag - lokadagur myndlistarsýningar Helgu Hólmfríður S. Benediktsdóttir, sópran og Þuríður Baldursdóttir, alt halda tvísöngstónleika í Safnahúsinu á Húsavík sunnu- daginn 27. okt. kl. 17. Við píanóið verður Richard Simms. Sunnudagurinn er síðasti sýn- ingardagur Helgu Sigurðardóttir í Safnahúsinu. Myndlistarsýning- in er opin kl. 9-16 í dag en á laug- ardag og sunnudag er hún opin kl. 14-22. Á efnisskrá tónleikanna eru dúettar úr óperum, sönglög eftir Elísabetu Jónsdóttur frá Grenj- aðarstað, verk eftir Dvorak, Verdi, Brams, Rubenstein og Humperdinck. Þetta eru fyrstu eiginlegu tón- leikarnir sem haldnir eru í Safna- Finnsk tónlist 11929 - matsalur Uppans endurbættur Hljómsveitin Kredit leikur fyrir dansi í skemmistaðnum 1929 í kvöld. Auk þess verður diskótek í gangi, þar sem boðið verður upp á mikið af glænýju efni. Á morgun laugardag leikur finnska hljómsveitin 22-Pisteprikko í 1929 en þessi sveit er talin ein sú efnilegasta í Skandinavíu. Matsalur Uppans hefur verið tekin í gegn og er nú allur hinn vistlegasti. Par er boðið uppá fjölbreyttan matseðil, ásamt pizzum. Um helgar gefst gestum kostur á tilboðsmatseðli og er innfalið í verði aðgangur að skemmtistaðnum 1929. í hádeg- inu er boðið upp á ódýran mat- seðil. „Norðurhjara- rokk“ á Dalvík Annað kvöld kl. 21.00 verða haldnir rokktónleikar í Víkur- röst. Aðstandendur tónleikanna segja þá verða í þyngri kantinum og boða það sem þeir kalla „Norðurhjararokk“. Hljómsveitirnar sem troða upp eru „Skurk“, „Exit“ og „Bapho- met“ og „Uxorius" frá Dalvík. Miðaverð á tónleikana í Vík- urröst er kr. 500 „og sem á fyrri tónleikum sveitanna undanfarnar helgar verða eyrnatappar seldir við innganginn," segir í frétt frá Blast sf. sem gengst fyrir tónleik- um þessum. húsinu, en þangað var keyptur flygill í sumar. Hólmfríður sagði í samtali við Dag að sér þætti gaman að halda tónleika í Safna- húsinu, ekki síst þar sem þar stæði yfir myndlistarsýning. IM Breyting á reglugerð um húsbréfadeild og húsbréfaviðskipti Athygli er vakin á því að breyting hefur verið gerð á reglugerð um húsbréfadeild og húsbréfaviðskipti. Þeir sem hafa fengið greiðslumat frá fjármála- stofnunum vegna húsbréfaviðskipta fyrir 9. október 1991, en hafa ekki nýtt sér það til fasteignaviðskipta fyrir þann tíma, þurfa nýtt mat. Að öllu jöfnu breytist greiðslumat þeirra þó ekki sem hafa fengið mat undir 8 milljónum króna. Fjármálastofnanir sem séð hafa um greiðslumat vegna húsbréfaviðskipta hafa ákveðið að gefa viðskiptavinum sínum, sem þess óska, kost á nýju mati þeim að kostnaðarlausu. Hlutaðeigandi er bent á að snúa sér til viðkomandi fjármálastofnunar. cSd húsnæðisstofnun ríkisins Ll HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 91-696900 Einstaklingar, forsvarsmenn félaga- samtaka og fyrirtækja athugið! I föstudagsblaði Dags eru jafnan birtar stuttar fréttatilkynn- ingar um það helsta sem um er að vera á sviði félagsmála, lista og menningar á Norðurlandi þá helgi sem í hönd fer. Tilkynningarnar eru birtar hlutaðeigandi að kostnaðarlausu undir yfirskriftinni „Hvað er að gerast um helgina?" Þær þurfa að berast blaðinu eigi síðar en kl. 10.00 á fimmtudagsmorgn- um. Ritstj. KEA Sunnuhlíð Vörukynning fösfudog og lougordog OstQ- og smjörsolon: Goson Kúmen moribu Grope, Diet Grope Porfsoluf • Dóndobrie Kynningarverð Nopolimyrjo Ariel Ulfro þvoffodogor Kynningarverð Íslensk-Amerísko Mikið úrvol of osfum, osfofertum og ostofeningum Komið sjóið og smokkið Fro mónudegi fil fösfudogs er heifur motur í hódeginu 1 sfk. grilloður kjúklingur kr. 597 1 skommfur fronskor kr. 040 TliPOP Londonlomb lœri verð kr. 1370 kg. nú kr. 999 kg. TILPOP Fisk- borgoror verð kr. 377 kg. nú kr. 375 kg. Opið: MónudogQ til föstudogo fró kl. 09.00-20.00 LaugardQgQ fró kl. 10.00-20.00 Sjóutnsi í Sunnuhlíð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.