Dagur - 25.10.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 25.10.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 25. október 1991 Hvað ER AÐ GERAST? Edda Erlendsdóttir, píanóleikari: Heldur útgáfiitónleika á Sauðárkróki og Ak- ureyri um helgina Ríó tríó og stjömu- kvöld í SjaUanum Edda Erlendsdóttir píanóleikari heldur tvenna tónleika á Norðurlandi uin helgina. Fyrri tónleikarnir verða haldnir í sal Tónlistarskólans á Sauðárkróki á morgun, laugardaginn 26. októ- ber, og hefjast kl. 16.00. Þeireru haldnir á vegum Tónlistarfélags Sauðárkróks. Síðari tónleikarnir verða í Safnaðarheimili Akureyr- arkirkju sunnudaginn 27. októ- ber og hefjast kl. 17.00. Þeir eru haldnir á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Bach og Franz Schubert. Flest verka C.P.E. Bach hafa aldrei áður verið gefin út á plötu og er þetta fyrsti geisladiskurinn með verkum eftir þennan höfund leik- in á nútíma píanó. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af útkomu geisladisksins og á efnisskránni eru verk eftir þessa tvo tónsnill- inga. Sem fyrr segir hefjast tón- leikarnir á Sauðárkróki kl. 16.00 á morgun en tónleikarnir á Akur- eyri kl. 17.00 á sunnudag. Edda Erlendsdóttir, píanóleikari. í kvöld, föstudagskvöld, verður almennur dansleikur í Sjallanum og leikur Rokkbandið fyrir dansi til kl. 03.00 og er frítt inn til kl. 24.00. A morgun, fyrsta vetrardag, verður stjörnukvöld í Sjallanum og mikið um að vera. Boðið verður uppá þríréttaða máltíð, skemmtun og dansleik. Þeir sem koma fram á stjörnukvöldinu annað kvöld eru m.a. Eyjólfur Kristjánsson, Jóhannes Kristjáns- son eftirherma, Ragnar Bjarnason söngvari og dansflokkur frá Studioi Alice. Þá verður brugðið á leik á breiðtjaldinu og happ- drætti. Þá munu þeir félagar í Ríó tríó heimsækja Sjallagesti kl. 01.00 og leika nokkur af sínum þekktustu lögum. Rokkbandið og Guðrún Gunnarsdóttir leika fyrir dansi til kl. 03.00. í Kjallaranum verður það Guðmundur Rúnar Lúðvíksson trúbador og myndlistarmaður sem skemmtir gestum til kl. 03.00. Leikfélag Akureyrar: StáJblóm um helgina Edda Erlendsdóttir lauk ein- leikaraprófi árið 1973 en hafði ári fyrr lokið píanókennaraprófi. Hún hlaut franskan styrk til náms við Tónlistarháskólann í París og lauk prófi þaðan 1978. Edda hef- ur haldið fjölmarga tónleika og tekið þátt í tónlistarhátíðum á íslandi, í Frakklandi og flestum öðrum Evrópulöndum. Þá hefur hún farið í tónleikaferðir til Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna. Árið 1990 var Edda kosin fulltrúi fyrir Yehudi-stofnunina í París þar sem hún er nú búsett. Edda kennir við Tónlistarháskól- ann í Lyon. Nú í október kom út geisla- diskur hjá Skífunni, þar sem Edda leikur verk eftir Carl P.E. Hafnarstræti 88, sími 25914. Kórahátíð í Háskólabíói - til styrktar húsbyggingarsjóði MS-félags íslands Kórahátíð til styrktar húsbygg- ingarsjóði MS-félags íslands verður haldin í Háskólabíói laugardaginn 2. nóvember kl. 15. Á þessum tónleikum koma fram eftirtaldir kórar: Skólakór Kársness, stjórnandi Þórunn Björnsdóttir; Kór Öldutúns- skóla, stjórnandi Egill Friðleifs- son; Dómkórinn, stjórnandi Marteinn H. Friðriksson; Kór Langholtskirkju, stjórnandi Jón Stefánsson; Karlakórinn Fóst- bræður, stjórnandi Árni Harð- arsson og Karlakór Reykjavíkur, stjórnandi Friðrik S. Kristinsson. Kynnir á tónleikunum verður Baldvin Halldórsson leikari. Miðar verða seldir frá 21. októ- ber í Háskólabíói, Hljóðfæra- verslun Poul Bernburg hf. Rauð- arárstíg 16 og Tónastöðinni Óðinsgötu 7, Reykjavík. MS-félag íslands er félagsskap- ur sjúklinga, sem haldnir eru MS (Multiple Sclerosis). Félagið rek- ur sjúkradagvistun að Álandi 13 í Reykjavík. Þar eru aðeins aðstæður fyrir 25 manns, en rúm- lega 200 manns eru haldnir þess- um sjúkdómi á íslandi. Félaginu hefur verið úthlutuð lóð við Sléttuhlíð í Reykjavík, þar sem það áformar að koma sér upp nýju húsnæði. Allir þeir, sem koma fram á Kórahátíðinni í Háskólabíói gefa húsbyggingarsjóði MS-félagsins vinnu sína og einig lánar Há- skólabíó salinn endurgjaldslaust. - æfingar á jólasöng- leik að heijast Leikfélag Akureyrar sýnir leikrit- ið Stálblóm föstudags- og laugar- dagskvöld kl. 20.30. Á það skal minnt að sala áskriftarkorta er enn í gangi og geta leikhúsgestir keypt aðgang að þremur sýning- um á verði tveggja. Æfingar eru að hefjast á jóla- söngleik LA. Hann nefnist Tjútt & tregi og er eftir Valgeir Skagfjörð. Hann samdi bæði tónlist og texta sérstaklega fyrir Leikfélag Akureyrar og mun leikstýra sjálfur. Baldvin Björns- son hannar leikmynd og búninga, hljómsveitarstjóri er Jón Rafnsson, Jón Hlöðver Áskels- son sá um tónlistarútsetningar, Henný Hermannsdóttir semur og stjórnar dönsum og lýsingu ann- ast Ingvar Björnsson. Full búð af nýjum efnum t.d.: Köflótt taft í jólakjólana, velúr og flauel. Köflótt stredds og gaberdín. Ullarefni í miklu úrvali. Jesey með Licra rósótt, doppótt, röndótt og einlitt. Flauel margir litir. Riflað, köflótt og rósótt skyrtuefni í stíl. Gluggatjaldaefni á 335 kr. Jólaefnin komin á sinn stað. Jólakappar og margt fleira. Póstsendum um land allt. Burda snið. Yfirdekkjum hnappa, setjum kósa og smellur. Borgarbíó: Sex myndir um helgina Borgarbíó á Akureyri sýnir sex kvikmyndir um helgina í tveimur sýningarsölum. Kvikmyndirnar eru Alice, Eddi klippikrumla, Lífið er óþverri, Fullkomið vopn, Jestons fjölskyldan og Sagan endalausa. „Alice“ er nýjasta og ein albesta kvikmynd snillingsins Woody Allen. Myndin er bæði stórsniðug og leikurinn frábær. „Aðdáendur Woody Allen fá hér sannkallað kvikmyndakonfekt." segir í umsögn um myndina. „Eddi klippikrumla" hefur slegið í gegn hvar sem hún hefur verið sýnd og var ein vinsælasta myndin vestan hafs fyrir nokkr- um mánuðum. Leikstjöri er Tim Burton, sem er hinn sami og leik- stýrði „Batman" og „Beetleju- ice“. „Lífið er óþverri“ er brjálæðis- lega fyndin grínmynd og var frumsýnd vestan hafs fyrir nokkr- um vikum. Aðalleikarinn Mel Brooks segir: „Ég skal lofa ykkur því, að „Lífið er óþverri“ er ein besta grínmynd sem þið hafið séð í langan tíma.“ - Sem sagt, góð bíóhelgi framundan. Góða skemmtun. Bílasala • Subaru Legacy station 2,2 árg. 1990 ek. 16.000. Verð 1.850.000 MMC Colt 1500 GLX árg. 1989 ek. 45.000. Verð 830.000 MMC Galant Super Salon árg. 1989 ek. 25.000. Verð 1.350.000 Subaru Coupé árg. 1987 Verð 820.000 Bílaskipti Honda Civic Sedan GL árg. 1989 ek. 34.000. Verð kr. 960.000 MMC Lancer station 4x4 árg. 1988 Verð 950.000 Einnig eigum við mikið úrval af bílaleigubílum til sölu á góðu verði y RiLflSAlWW Möldursf. BÍLASALA við Hvannavelli Símar 24II9 og 24170

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.