Dagur - 15.11.1991, Síða 1
Akureyri:
Hlutabréíasjóður Norður-
lands stofiiaður í gær
Þessir þrír leikmenn, Sturla og Gunnar Örlygssynir og Georg Birgisson, sætta sig ekki lengur við Brad Casey
sem þjálfara og hafa hætt. Mynd: Goiii
Upplausn í herbúðum úrvalsdeildarliði Þórs í körfuknattleik:
Þrír lykilmenn hættir
- sættu sig ekki við Brad Casey sem þjálfara
Þrír leikmenn Þórsliðsins í
körfuknattleik hafa ákveðið
að hætta að leika með liðinu.
Ástæðan er sú að þeir sætta
sig ekki lengur við að Brad
Casey þjálfi liðið. Mikill
taugatitringur hefur verið í
herbúðum Þórsara síðustu
daga og eftir mikil fundar-
höld í gærkvöld, sem stóðu
fram á nótt, varð þetta niður-
staðan. Stjórn körfuknatt-
leiksdeiidarinnar klofnaði í
afstöðu sinni og hefur Helgi
Sigurðsson, formaður henn-
ar, ákveðið að segja sig úr
stjórninni.
Leikmennirnir sem hér um
ræðir eru bræðurnir Sturla og
Gunnar Örlygssynir og Georg
Birgisson. Upp úr sauð þegar
Gunnar lenti í orðasennu við
Casey á æfingu á mánudags-
kvöldið og lauk henni með því
að þeir bræður fóru af æfing-
unni.
Aðalstjórn Þórs greip inn í
málið í gær og stóðu fundahöid
yfir fram á nótt. Voru ýmsir
möguleikar ræddir, m.a. sá að
Brad Casey tæki við þjálfun
yngri flokka og Joe Harge við
meistaraflokki.
Sjá nánar á bls. 10. JHB
Beint flug frá Akureyri til Dyflinnar, Edinborgar og Glasgow:
ferðum
- 21 milljón króna í fargjöld auk 49 milljóna króna
eyðslu miðað við 50 þúsund krónur á mann
Hlutabréfasjóður Norðurlands
hf. var stofnaður á Akureyri í
gær. Alls eru stofnfélagar 72
talsins og er stofnhlutafé rúm-
ar 6,2 milljónir króna. Fram
kom á fundinum í gær að
undirtektir einstaklinga á síð-
ustu dögum við stofnun sjóðs-
ins hafa verið mjög góðar.
Eins og segir í samþykktum
fyrir Hlutabréfasjóð Norðurlands
er tilgangur hans að skapa farveg
fyrir samvinnu einstaklinga og
lögaðila um að fjárfesta í áhættu-
fé og skuldabréfum fyrirtækja.
Stefnt er að því að 50-90% af
eignum sjóðsins sé að jafnaði
bundið í hlutabréfum en 10-50%
í skuldabréfum, bankainnistæð-
um og sjóði. Ætlunin er að félag-
ið fjárfesti sem mest af eignum
sínum í hlutabréfum félaga sem
starfa á Norðurlandi og eru nú
þegar skráð á hlutabréfamarkaði.
Sem stendur eru aðeins þrjú
hlutafélög á Norðurlandi skráð á
hlutabréfamarkaði en það eru
Útgerðarfélag Akureyringa,
Sæplast á Dalvík og Skagstrend-
ingur á Skagaströnd. Jón Hallur
Pétursson, framkvæmdastjóri
Útgerðarfélag
Akureyringa:
Launagreiðslur
um 100 milljónuiii
krónammni
- vegna aflasamdráttar
Gert er ráð fyrir að heildar-
tekjur Útgerðarfélags Akur-
eyringa hf. skerðist á yffir-
standandi kvótaári um 350
milljónir króna vegna þeirrar,
rniklu kvótaskerðingar sem
fyrirtækið hefur orðið fyrir.
Þetta kemur fram í viðtali
við Gunnar Ragnars, for-
stjóra ÚA, í nóvemberblaði
ÚA-frétta.
Gunnar segir að þessi mikli
samdráttur í tekjum félagsins
þýði að launagreiðslur verði
um 100 milljónum króna
minni en ella og hætt sé við að
þetta komi m.a. fram í minni
yfirvinnu hjá landvcrkafólki
og lægri hlut sjómanna. Fram
kemur að gert sé ráð fyrir að
vinnslu fyrir jól Ijúki um 20.
desember og gert er ráð fyrir
að skipin láti úr höfn 2. janú-
ar. Þannig má ætla að vinnslu-
stopp verði í aö minnsta kosti
hálfan mánuð.
Gert er ráð fyrir að bregðast
við þessum samdrætti með því
að halda yfirvinnu hjá Útgerð-
arfélaginu í lágmarki og á það
við um allar deildir þess.
Gunnar Ragnars segist þó
ekki búast við að til uppsagna
starfsfólks komi, en ljóst sé að
minna verði um nýráðningar
og því kunni starfsfólki að
fækka eitthvað. óþh
Kaupþings Norðurlands sagðist á
stofnfundinum í gær telja að
fjölgun muni verða á allra næstu
árum á þeim norðlensku fyrir-
tækjum sem skrái sig á hluta-
bréfamarkað.
Stjórn sjóðsins var kosin í gær.
Hana skipa Halldór Jónsson, við-
skiptafræðingur og bæjarstjóri á
Akureyri, Ingi Björnsson, hag-
fræðingur og framkvæmdastjóri
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri og Róbert B. Agnarsson,
viðskiptafræðingur og fram-
kvæmdastjóri Kísiliðjunnar í
Mývatnssveit en hann var kosinn
formaður. Varamenn í stjórn eru
Lilja Steinþórsdóttir, löggiltur
endurskoðandi á Akureyri, Kári
Arnór Kárason, hagfræðingur á
Húsavík og Árni Magnússon,
viðskiptafræðingur á Akureyri.
Nú á næstunni mun stjórn
sjóðsins ganga til samninga við
Kaupþing Norðurlands hf. og
Kaupþing hf. um rekstur
sjóðsins. Þá verður sótt um sam-
þykki ríkisskattstjóra um að
kaup á hlutabréfum í sjóðnum
verði frádráttarbær frá tekju-
skatti. Fram kom á fundinum í
gær að áhersla verður lögð á að
selja einstaklingum hlutabréf í
sjóðnum fram til áramóta en eftir
það verður athyglinni beint í
meira mæli að sjóðum og fyrir-
tækjum. JÓH
Ekki er ofsögum sagt að dags-
og helgarferðir frá Akureyri til
Dyflinnar, Edinborgar og
Glasgow hafí slegið í gegn á
þessu hausti. Uppselt hefur
verið í allar þær þrjár ferðir
„Þarna eru lilutir sem þarf að
ráða fram úr. Það er spurning
hvort farið verður út í máls-
höfðun vegna ráðstöfunar á
ákveðnum eignum,“ segir
Hreinn Pálsson, bústjóri
þrotabús Hótel Stefaníu á
Akureyri, en fyrsti skiptafund-
ur í búinu var sl. miðvikudag.
Á skiptafundinum var lögð
fram kröfulýsingaskrá og skýrsla
bústjóra. Eins og Dagur hefur
greint frá eru heildarkröfur í búið
röskar 92 milljónir króna, þar af
eru almennar kröfur um 64 mill-
jónir króna. Hreinn segir ljóst að
lítið fáist upp í kröfurnar, enda
séu eignir þrotabúsins af skorn-
sem þegar hafa verið farnar og
sömuleiðis er fullt í helgarferð-
ir til Edinborgar um þessa
helgi og þá næstu og dagsferð
til Dyflinnar næstkomandi
mánudag. Þegar upp verður
um skammti.
Frá 1. ágúst sl. hefur Stefanía
hótel rekið Hótel Stefaníu.
Hreinn Pálsson segir að lausafé
hótelsins, það er að segja lausa-
munir á hótelherbergjunum,
áhöld í eldhúsi og fleira hafi verið
notað af þessum rekstraraðila frá
þvf að Hótel Stefanía var lýst
gjaldþrota án nokkurs leyfis eða
samninga. Á þessu máli þyrfti að
taka með einhverjum hætti.
„Þarna er um að ræða hluti sem
þrotabúið telst eiga,“ sagði
Hreinn. Hann sagði einnig að
þyrfti að skoða hvernig ráðstöfun
greiðslukorta væri háttað.
Næsti skiptafundur hefur verið
boðaður 28. nóvember nk. óþh
staðið hafa um 980 manns farið
í þessum sex ferðum frá Akur-
eyri til nefndra þriggja borga.
Samvinnuferðir Landsýn hafa í
tvígang efnt til helgarferða til
Dyflinnar á írlandi og fullbókað
var í báðar vélarnar, samtals tæp-
lega 350 manns. Fullbókað er í
dagsferð á vegum Samvinnuferða
nk. mánudag til sömu borgar og
þar bætast við um 170 manns. Á
vegum Ferðaskrifstofu Akureyr-
ar var farin dagsferð til Glasgow í
Skotlandi með um 155 manns og
í dag efnir hún til helgarferðar til
Edinborgar í Skotlandi með
sama fjölda. Þá er nú þegar upp-
selt í samskonar helgarferð til
Edinborgar á vegum Ferðaskrif-
stofu Akureyrar um næstu helgi.
I þá ferð fara einnig um 155
manns. Samtals er farþegafjöldi
um 980 manns.
Verð á þessum ferðum er mjög
mismunandi, dagsferðirnar eru
eðlilega töluvert ódýrari en helg-
arferðirnar. Eftir því sem næst
verður komist hafa þcssir 980
farþegar greitt samtals um 21
milljón króna fyrir feröirnar.
Samkvæmt samtölum sem
Dagur hefur átt við ferðaþjón-
ustufólk og fólk sem farið hefur í
þessar ferðir má ætla að veruleg-
ur hluti af þessu fólki hafi fyrst og
fremst brugðið sér út fyrir land-
steinana til þess að gera hagstæð
innkaup fyrir jólahátíðina. Hægt
er að gera góð innkaup ytra á
mörgum vörutegundum og fólk
horfir til þess. Hins vegar er vitað
aö margir hafa farið út einungis
til þess að lyfta sér upp í skamm-
deginu og hafa vart komið inn
fyrir þröskuldi verslana.
Stórkaupmenn hafa haldið því
fram að ætla megi að hver ferða-
langur í þessum haustferðum
kaupi ytra fyrir allt að 100 þús-
und krónur. Skiptar skoðanir eru
um þessa tölu. Standist hún hins
vegar kaupa nefndir 980 farþegar
frá Akureyri og nágrenni í þess-
um þrem erlendu stórborgum
vörur fyrir 98 milljónir króna.
Margir telja að nær lagi sé að
hver maður fari með 50 þúsund
krónur í eyðslu ytra og þá myndu
farþegarnir 980 fara með 49 millj-
ónir króna. Helmingi lægri tala,
25 þúsund krónur, gefur að sama
skapi helmingi lægri heildartölu,
eða 24,5 milljónir króna.
Þess má geta að flugvallar-
skattur er í dag 1250 krónur pr.
fullorðinn mann og 625 krónur
fyrir barnið. Miðað við að allir í
nefndum helgarferðum séu full-
orðnir greiða þeir rúma 1,2 millj-
ónir króna í flugvallarskatt, sem
rennur í ríkissjóð. Þessir fjár-
munir renna ekki sjálfkrafa til
rekstrar og uppbyggingar Akur-
eyrarflugvallar. óþh
Fyrsti skiptafundur
í þrotabúi Hótel Stefaníu:
Spurningamerki sett við
ráðstöfun á lausafé