Dagur


Dagur - 15.11.1991, Qupperneq 4

Dagur - 15.11.1991, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Föstudagur 15. nóvember 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVE RÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Enn minna náttúru- öflin á sig Óblítt veðurfar hefur reynst dýrt spaug fyrir íbúa þessa lands það sem af er árinu og reyndar heyrir það til undantekninga ef ekki verða tölu- verð skakkaföll af völdum veðurs ár hvert. Þegar hvellurinn kemur eru elstu menn gjarnan kall- aðir til og þeir beðnir að rifja upp hliðstæðar hörmungar á árum áður og stundum bregður svo við að þeir muna vart annað eins. Ekki þarf að leita til elstu manna til að rifja upp fyrir Norð- lendingum afleiðingar óveðurskaflanna sem dunið hafa yfir í ár, þeir eru enn í fersku minni. Snemma á árinu skall sunnan ofsi á Norðlend- ingum og síðan fengu þeir óþyrmilega að kenna á ísingarveðrinu mikla sem lagði hundruð raf- magnsstaura að velli. Miklar skemmdir urðu á mannvirkjum af völdum hvassviðris og ísingar í þessum áhlaupum. í haust dundi enn eitt óveðr- ið yfir og þá urðu margir fyrir verulegu tjóni á Siglufirði. Og náttúruöflin halda áfram að ergja Norðlendinga því mannskaðaveður brast á í byrjun vikunnar og enn brotnuðu tugir raf- magnsstaura á Norðurlandi. Fyrir utan eignatjón af völdum óveðurs má nefna samgönguerfiðleika, rafmagnsleysi, rösk- un á skóla- og samkomuhaldi, útköll lögreglu og björgunarsveita og jafnvel slys eða manntjón. Náttúran fer ómjúkum höndum um landið og íbúa þess og ef öll skakkaföll sem rekja má til ill- viðris væru metin til fjár mætti eflaust sjá svim- andi upphæðir í bókhaldinu ár hvert. Og þá er ógetið um tilfinningalegt tjón sem ekki verður metið til fjár. Hvað er til ráða? Er hægt að koma í veg fyrir áföll af þessu tagi? Ekki getum við beint lægð- unum fram hjá landinu og hugmyndin um að færa ísland sunnar er ófær í framkvæmd. íslend- ingar verða því sem fyrr að læra að lifa með nátt- úruöflunum og duttlungum þeirra og vera ávallt viðbúnir því versta. Reynslan hlýtur að hafa kennt okkur að bregðast rétt við þegar óveður er í nánd, taka mark á aðvörunum veðurfræðinga, ganga vel frá eignum okkar, vera ekki á ferli að óþörfu og umfram allt að ana ekki út í óvissuna á vanbún- um farartækjum og fara hvorki á fjöll né sjó ef búist er við kolbrjáluðu veðri. Veturinn hefur sýnt klærnar. Menn geta alltaf átt von á því að lenda í hremmingum á næstu mánuðum en íslendingar eru vanir vetrarríkinu og þeir gefast ekki upp. Fátítt mun vera að þeir flytji milli landshluta eða af landi brott vegna óhagstæðrar veðráttu. Þar liggja aðrar ástæður að baki en brotnir staurar og fljúgandi þakplöt- ur. SS Hvao ER AÐ GERAST?______________________ Kvikmyndaklúbbur Akureyrar: Tvær stórmyndir um helgina Kvikmyndaklúbbur Akureyrar stendur fyrir sýningum á tveim stórgóðum kvikmyndum á Akur- eyri um helgina. Annars vegar Vegi vonar (Reise der Hoffnung) frá þessu ári og Cyrano de Berg- erac frá árinu 1990. Fyrrnefnda myndin verður sýnd í Borgarbíói á morgun, laugardag, kl. 17 og aftur nk. mánudag, 18. nóvem- ber, kl. 18.30 og sú síðari á sunnudag, 17. nóvember, kl. 17. Vegur vonar er svissnesk og hreppti Óskarsverðlaunin sem besta erlenda kvikmyndin þetta árið. Leikstjóri er Xavier Koller. Myndin byggirá blaðafregn. Hún segir frá bláfátækri tyrkneskri fjölskyldu, sem heldur til fyrir- heitna landsins, Sviss. Á leiðinni eru þau svikin og lenda í hörm- ungum í Ölpunum, sem enda með ósköpum. Þetta er einkar minnistæð mynd, sem hefur hvar- vetna fengið mikla aðsókn og góða gagnrýni. Cyrano de Bergerac er frönsk og er byggð á leikriti Edmont Rostand. Leikstjóri er Jean Paul Rappeneau, en aðalhlutverk er í höndum Gérard Depardieu og Anne Brochet. Efni myndarinnar er eitthvað á þá leið að Cyrano lávarður af Bergerac er góðum mannkostum búinn. Hann glímir þó við eitt vandamál; fram úr andliti hans trónir eitt stærsta nef sem sést hefur á mannskepnunni. Myndin fékk Óskarsverðlaun fyr- ir bestu búninga auk þess sem hún sópaði til sín 10-12 Cesar- verðlaunum Frakka. Myndin er talin mikilfengleg tragikómedía. Helgi og hljóðfæraleikar- arnir frumflytja rokktónverk Annað kvöld ætla Helgi og hljóð- færaleikararnir að frumflytja rokktónverk sitt „Landnám". Efnið er sótt í smiðju forneskj- unnar. Efnisþráðurinn er í gróf- um dráttum sá að Þórir feiti (óðalsbóndi í Noregi) þolir ekki lengur við heima vegna yfirgangs Haralds hárfagra. Pví siglir hann til íslands og nemur land. Á leið- inni og eftir landnámið lendir hann í ýmiskonar hremmingum, t.d. ofsaveðrum og villutrúarpöp- um. Helgi og hljóðfæraleikararnir munu leitast við að varpa skírara ljósi á landnámið í félagsheimil- inu Laugarborg við Hrafnagil annað kvöld kl. 21. Miðaverð er kr. 600 og er kaffi innifalið. Akureyrarkirkja: Boðað til stoftifundar Iistvinafélags á sunnudag Nk. sunnudag kl. 16 er boðaður stofnfundur Listvinafélags Akur- eyrarkirkju í fundarsal Safnaðar- heimilis Ákureyrarkirkju. I drögum að lögum félagsins kemur fram að því er ætlað að Leikfélag Dalvíkur: Dreifar af dagsláttu styðja og efla hverskyns lista- starfsemi í Akureyrarkirkju. Meðal annars er hugmyndin að félagið sé prestum og sóknar- nefnd til ráðuneytis um listflutn- ing í kirkjunni, sé þess óskað, efla tengsl kirkju og leikstarf- semi, standa fyrir myndlistasýn- ingum og stuðla að fyrirlestrum. Allt áhugafólk er hvatt til að mæta á stofnfund félagsins og leggja þessu málefni lið. - opið hús og dagskrá úr verkum Kristjáns frá Djúpalæk Að undanförnu hefur staðið yfir leiklistarnámskeið á vegum Leik- félags Dalvíkur undir stjórn Þrá- ins Karlssonar leikara frá Akur- eyri. Þar hefur verið æfð upp dagskrá úr verkum Kristjáns frá Djúpalæk og verður hún flutt á morgun, laugardag. Dreifar af dagsláttu nefnist dagskráin og var hún tekin saman fyrir LA á sínum tíma af þeim Um helgina lýkur afmælishá- tíðinni á Uppanum og 1929. í tilefni af því verður öllum konum boðið frítt inn á 1929 annað kvöld, laugardagskvöld. Karl- peningsins er að sjálfsögðu einnig vænst á staðinn. Kristjáni Kristjánssyni, syni skáldsins, og Sunnu Borg. Þátt- takendur í námskeiðinu hjá Þráni voru 12 talsins og koma þeir allir fram í dagskránni. Hún verður flutt í húsi Leikfélags Dalvíkur, Lambhaga við Skíðabraut, og hefst kl. 15. Þar verður opið hús fyrir alla Dalvíkinga og nær- sveitamenn og boðið upp á kaffi og pönnukökur. -ÞH arsvæðinu og þykir hafa fjöl- breytt og vandað lagaval. í kvöld, föstudagskvöld, verð- ur tískusýning í 1929 frá Lewi’s. Akureyri: Dömukvöld Þórs í Hamri á morgun Dömukvöld Þórs verður haldið í Hamri á morgun laugardaginn 16. nóvember. Tekið verður á móti gestum með hænustéli kl. 19.00 en samkoman hefst kl. 20.00. Auk þess sem boðið verður upp á gómsætan mat, verða skemmti- atriði, tískusýning og happdrætti á meðal dagskrárliða. Miðaverð er kr. 2000 og eru allar dömur á aldrinum 18 til 100 ára eru vel- komnar. Eftir miðnætti verður húsið opnað fyrir alla, jafnt konur sem karla. Sjallinn: Uppinn/1929: Afinælishátíð lýkur um helgina Hljómsveitin Undir tunglinu spilar um helgina, en þarna er á ferðinni hljómsveit sem enn sem komið er er lítt þekkt norðan heiða. Hún hefur hins vegar ver- ið að gera það gott á höfuðborg- Tískusýning og Stjöraukvöld í kvöld, föstudagskvöld, verður tískusýning í Sjallanum frá versl- ununum Perfect og Amor. Tísku- x Kristnesspítali: Arlegur jólabasar í Vín a sunnudagmn Hinn árlegi jólabasar Kristnes- spítala verður haldinn nk. sunnu- dag, 17. nóvember, í Blóma- skálanum Vín í Eyjafjarðarsveit og hefst hann kl. 13.30. Á Kristnesspítala er starfandi endurhæfingar- og hjúkrunar- deild og eru basarmunir, eins og undanfarin ár, unnir af vistfólki, sem hefur dvalist þar um lengri eða skemmri tíma. Fólki er bent á að kaffihlaðborð verður í Vín á basardaginn. Ágóða af basarnum verður varið til áframhaldandi upp- byggingar handavinnuaðstöðu á Kristnesspítala. sýningarfólk mun sýna vetrarlínu á fatnaði sem verslunin Perfect hefur upp á að bjóða og undirföt frá versluninni Amor. Þá mun Nanette Nelmes koma fram og sýna nýjan dans og Eyjólfur Kristjánsson syngur nokkur lög. Húsið verður opnað kl. 22.00 og miðaverð er 800 kr. Annað kvöld verður Stjörnu- kvöld í Sjallanum og eru það Eyjólfur Kristjánsson og Guðrún Gunnarsdóttir og Valgeir Skag- fjörð sem verða gestir Sjallans. Þá munu eldhressir Galgopar skemmta matargestum, happ- drættið verður á sínum stað svo og grínið á breiðtjaldinu. Kynnir er Bjarni Hafþór Helgason.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.