Dagur - 09.01.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 09.01.1992, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 9. janúar 1992 - DAGUR - 9 Fædd 11. maí 1914 - Dáin 23. desember 1991 í stofunni hennar Ásu voru mörg blóm. Falleg, blómstrandi blóm, sem hugsaö var um af alúð. Hún lagði alúð við allt sem hún gerði, við heimilið, við barna- hópinn sinn myndarlega, alla fjölskylduna. Hún lagði alúð við alla hlutina smáu sem eru þó svo stórir og skipta máli, mynda heild. Ég kom fyrst til Ásu móður- systur minnar, Hallgríms og barnanna þeirra, lítil stúlka með foreldrum mínum. Unglingur átti ég þau að á menntaskólaárum. Þau voru fjölskylda mín þá. Vinkonur og skólasystur fengu þá oft að njóta samvista við þau því heimili þeirra stóð svo sann- arlega undir nafni. Það andaði hlýju sem laðaði og dró að. Það var lifandi. Síðar voru eiginmað- ur og börn með í för og alltaf vor- um við velkomin, móttökurnar hlýjar og alltaf sama rausnin og myndarskapurinn í viðurgjörn- ingi. Það var gestkvæmt á þessu heimili. Þar komu ættingjar, vinir og vandalausir í kaupstaðarferð í ýmsum erindagerðum. Sumir dvöldust lengi, aðrir stutt. Sumir voru að njóta lífsins og gleðinn- ar, aðrir veikir að leita lækninga. Sumir ungir, aðrir gamlir. Þótt húsrými væri ekki ýkja mikið var ætíð nóg hjartarúm og nóg til af gestarúmfötum og öllu því sem gestur hafði hugsanlega not fyrir. Meðal annarra dvaldist móðir mín, systir Ástu, þrjá vetur á heimilinu og auk þess vetrarlangt rúmliggjandi vegna Akureyrar- veikinnar svokölluðu. Fyrir hana hafði Ása tíma og alúð þótt hún ætti nýstofnað heimili, mann og barn. í stofunni innan um blómin vel hirtu, húsgögn, bækur og myndir, sem römmuðu inn heimili Ásu og Hallgríms, var margt rætt og leyst úr mörgum vandamálum. Stundum gerðust umræðurnar stórpólitískar - og Hallgrímur fór á kostum. Þau voru þannig gerð bæði að geta velt upp björtu hlið- um hlutanna, og alltaf var tilver- an betri en áður eftir slíkar sam- ræður. Þau voru skemmtileg hjón og skildu svo margt. Nú á jólunum klæddist eldri dóttir mín pilsi sem Ása saumaði mér fyrir næstum aldarfjórðungi. Þetta pils hefur ekki fengið að liggja inni í skáp og gleymast heldur er það alltaf tekið fram öðru hverju og notað, enda í fullu gildi, vel sniðið og saumað, vandað að allri gerð. Þannig eru verkin hennar Ásu. Þau gleymast ekki og endast vel. Hún Ása var lágvaxin og fín- gerð kona, alltaf vel klædd og vel snyrt, gjarnan í fötum sem hún hafði saumað sjálf, enda mennt- uð á því sviði. Brúna hárið henn- ar hafði kastaníulitan blæ og yfir henni var glæsileiki. Hún hafði afskaplega gaman af ferðalögum og hefur áreiðanlega viljað fara og skoða miklu meira en henni var kleift. í nokkurn tíma var vitað að hverju stefndi. Hún bognaði oft en reis upp aftur, sinnti blómun- um og tók þátt í lífi og starfi fjöl- skyldunnar sinnar myndarlegu og stóru. Hún kvartaði ekki. í sum- ar afsakaði hún útlit blómanna sinna fyrir okkur, þótti hún ekki hafa hirt nógu vel um þau, enda veik. En lífinu tók hún þátt í og nokkrir hlátrar hljómuðu um stofuna. Á Þorláksmessu, þegar daginn er örlítið tekið að lengja og undirbúningur jólanna er í hámarki, lést Ásgerður Guð- mundsdóttir. Hún hafði lokið sínum undirbúningi. Þessi jól hefur hún væntanlega átt með Hallgrími. Ég trúi að hann hafi beðið hennar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þau að, Ásu og Hallgrím. Þau voru gott fólk, sem bættu í heim- inn blómum, bæði þeim sem sjást og svo hinum sem í brjóstum gróa. Ég sakna þeirra. Jósefína Olafsdóttir. Ásgerður Guðmundsdóttir frá Stóru Giljá, búsett að Víðilundi 14i Akureyri lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu Akureyri á Þorláks- rnessu. Ása var fædd á Stóru Giljá í Austur Húnavatnssýslu 11. maí 1914. Foreldrar hennar voru Guðmundur Frímannsson frá Hvammi í Vatnsdal og Jósefína Erlendsdóttir frá Stóru Giljá. Guðmundur veiktist af berklum og leiðir þeirra skilja upp frá því, en Ása var þá barnung. Af föð- urnum átti hún einn bróður Jó- hann Guðmundsson síðar póst- meistari á Akureyri, en hann er látinn. Hún ólst upp hjá móður- ömmu sinni Ástríði Erlendsdótt- ur og móðurbræðrum Sigurði og Jóhannesi Erlendssonum á Stóru Giljá. Jósefína giftist Friðriki Hansen á Sauðárkróki og áttu þau saman átta börn, Emmu, Ragnar, Björgu og Guðmund, sem búsett eru í Reykjavík og Ástríði, Kristján, Érlend og Jóhannes sem búsett eru á Sauð- árkróki. Uppeldissystir Ásu, Jó- hanna Björnsdóttir var síðan sú tíunda í systkinahópnum. Á Stóru Giljá ólst Ása upp við fjölbreytt mannlíf. Auk margra heimilismanna var þar mjög gest- kvæmt og heimilið rómað fyrir gestrisni og rausnarskap. Ása var í Húsmæðraskólanum á Blöndu- ósi 1933 og 34. Um 1940 fluttist Ása til Akureyrar og vann fyrst sem ráðskona og síðan lærði hún klæðskerasaum. Á þeim tíma kynntist hún Hallgrími Vil- hjálmssyni frá Torfunesi í Köldu- kinn, síðar tryggingafulltrúa á Akureyri. Þau Hallgrímur giftu sig 1944 og bjuggu fyrst í Fjólu- Syngdu með - íslenskur „karaoke“- geisladiskur Út er komin hjá Skífunni hf. fyrsti íslenski „karaoke" diskur- inn (og kassettan) sem ber nafnið Syngdu með. Syngdu með inni- heldur undirleik 11 þekktra íslenskra dægurlaga og fylgir texti með þeim öllum. Eins og nafnið gefur til kynna er ætlast til að sungið sé með þessu undirspili en einnig er fyrsta lína hvers lags sungin til að láta vita af hvenær hefja ber sönginn. Allar bak- raddir fylgja lögunum, þannig að einungis er ætlast til að sungin sé aðalrödd. götu 18 og síðan í Víðivöllum 22 á Akureyri. Á sínum fyrstu árum áttu þau og ráku ásamt fleirum Vinnufatagerðina á Akureyri. Ása vann ýmis störf samhliða heimilishaldinu, m.a. hjá þvotta- húsinu Mjöll, en síðast vann hún hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Þau Hallgrímur eignuðust sjö börn, en tvö misstu þau við fæð- ingu. Börn þeirra eru: Erla Jósefína, Elísabet, Hallgrímur Ásgeir og Jónas öll búsett á Akureyri og Sigurður Jóhannes búsettur í Hafnarfirði. Barnatiörnin eru þrettán og barnabarnabörnin þrjú. Heimili þeirra Hallgríms og Ásu var gott heimili, þar var líf, þar var gestrisni og örlæti og þar var góðvild. Raunar fannst mér oft furðu sæta hvað þar reyndist oft mikið pláss. Samband þeirra við „fólkið sitt“ var óvenju mikið og gott og því mjög gestkvæmt á heimili þeirra. Ása var með afbrigðum lag- hent og vinnusöm. Hennar vinnudagur byrjaði oftast snemma á morgnana löngu áður en annað fólk fór á fætur, en þá var gjarnan friður til að sauma föt á krakkana, smíða handa þeim leikföng, eða gera við bil- aða rafmagnssnúru. Enga aðra konu hef ég séð gera við raf- magnstæki og tól. Raunar var sama á hverju hún snerti, allt lék í höndunum á henni. Skapgerð Ásu einkenndist af glaðværð og jákvæðu hugarfari og meiningu sína sagði hún hreinskilnislega hverjum sem í hlut átti. Hallgrím missti Ása ’81 og var hans sárt saknað. Nú um jólin hafa þau getað rifjað um sameig- inlega öll skemmtilegu jólin í Víðivöllunum. Ég kveð Ásu tengdamóður mína með þakklæti í huga fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Pað var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið, éghlustaði um stund og tók afkert- inu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi lífið sér dyra og nú er það farið. Jón Helgason. Oskar Þór Árnason. BORGARBíO Salur A Fimmtudagur Kl. 9.00 Addams fjölskyldan Kl. 11.00 Þrumugnýr Salur B Fimmtudagur Kl. 9.05 Rakettumaðurinn Kl. 11.05 í jólagjöf BORGARBÍÓ S 23500 Nauðungaruppboð Þriðja og síðasta sala verður á fasteigninni sjóhús við Vesturhöfn, norðurhluta, Ólafsfirði, þingl. eign Björns V. Gíslasonar hf. þriðjudaginn 14. janúar 1992 á eigninni sjálfri. Uppboðsbeiðendur eru Atvinnutryggingarsjóður útflutningsgreina og Ólafsfjarðarbær. Bæjarfógetinn í Ólafsfirði. Sérsmíði eftir þínum óskum Fataskápar, Eldhúsinnréttingar Baðinnréttingar Hilluro.fi. -Við björgum málinu- Þeir sem þurfa viðhaldsvinnu hafi samband sem fyrst. FÖST VERÐTILBOÐ Fjalar h.f. S. 41346. fnQl FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ ■OCl Á AKUREYRI Viljum taka á leigu 4-5 herbergja íbúð sem fyrst Vinsamlega hafið samband við Vigni Sveinsson skrifstofustjóra F.S.A. í síma 22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Verslunarstjóri Kaupfélag Eyfirðinga óskar eftir að ráða verslun- arstjóra til starfa við nýja verslun félagsins, sem opnuð verður fyrri hluta ársins. Leitað er eftir traustum og áhugasömum starfs- manni, með reynslu í verslunarrekstri og stjórnun. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Hannes Karlsson deildar- stjóri Matvörudeildar KEA, sími 96-30373. Umsóknir um starfið þurfa að berast aðalfulltrúa félagsins fyrir 24. janúar nk. Faðir okkar, SVERRIR GUÐMUNDSSON, Lömatjörn, verður jarðsunginn frá Laufáskirkju laugardaginn 11. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna: Sigríöur Sverrisdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Guðný Sverrisdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.