Dagur - 09.01.1992, Page 12

Dagur - 09.01.1992, Page 12
Akureyri, fimmtudagur 9. janúar 1992 Hádegistilboð aUa daga Súpa og salatbar ásamt okkar nýbökuöu brauöum fylgja öllum aðalréttum og pizzum Frí heimsendingarþjónusta allan daginn Alvöru veitingahús Vinna er hafín á ný í frystihúsi ÚA eftir jólafrí, en í gær var unniö við að þrífa vélar og tæki. Mynd: Goiii Akureyri: Vinna hafin að nýju í frystihúsi ÚA Vatnsveita Sauðárkróks: Hækkun hjá einstaklmgum - lækkun hjá vinnslustöðvum Bæjarstjórn Sauðárkróks sam- þykkti á fundi sínum sl. þriðju- dag fundargerð veitustjórnar þar sem álagningarprósenta vatnsgjalds er lækkuð úr 0,2% í 0,15% fyrir árið 1992. Ástæð- an er ný lög um vatnsveitur sveitarfélaga sem tóku gildi í lok nýliðins árs. Auk þess að lækka álagningar- prósentuna lækkar veitustjórn Sauðárkróks einnig aukavatns- gjald úr 14 kr. hvern rúmmetra niður í 12 kr. Hilmir Jóhannesson, bæjarfull- trúi og formaður veitustjórnar, skýrði afgreiðslur fundarins og sagði ástæðuna fyrir lækkuninni vera þá að ekki væri lengur leyfi- legt að reikna prósentuna út frá fasteignamati íbúðarhúsnæðis. Pess í stað er álagningarstofninn nú afskrifað endurstofnverð húss og mannvirkis margfaldað með markaðsstuðli fasteigna í Reykja- vík, samkvæmt matsreglum Fast- eignamats ríkisins. í umræðum um þessa fundar- gerð kom fram að með þessari lækkun hækka útgjöld einstakl- inga vegna vatns, en vatnsfrek fyrirtæki þurfa hinsvegar að greiða minna. í máli Hilmis kom fram að vatnsveita Sauðárkróks mun vegna þessa koma til með að tapa einhverjum hundruðum þúsunda, en hann sagði þá hafa m.a. hafa lækkað aukavatns- skattinn til að koma til móts við vinnslustöðvar sem farið hafa fram á lækkun. SBG ÓlafsQörður: Bakarííð opnað í næsta mánuði Bakarí og brauðbúð verða opnuð í Ólafsfirði í næsta mán- uði. Eins og fram hefur komið hefur undirbúningur staðið í haust og nú er unnið við lag- færingar á húsnæði undir starfsemina. Arnbjörn Ara- son, bakari á Blönduósi, er eigandi þessa fyrirtækis ásamt fjölskyldu sinni. í samtali við Dag í gær sagði Arnbjörn að fyrir liggi vilyrði frá bæjaryfirvöldum í Olafsfirði um ábyrgð ef lánveitendur krefjist hennar. Ekkert komi í veg fyrir hér eftir að af stofnun fyrirtækis- ins verði. Um verður að ræða bakarí og brauðbúð en jafnframt ætlar Arnbjörn að selja brauð í versl- unum bæjarins. Aðspurður segir hann að tilkoma þessa bakarís keppi meira við brauðgerðir á Akureyri en Dalvík þar sem meiri hluti þess brauðs sem selt er í verslunum í Ólafsfirði komi frá Akureyri. „Húsnæðið verður til eftir mánuð og þá er eftir að koma upp vélum og búnaði. Bakaríið gæti því farið af stað upp úr miðj- um febrúar," sagði Arnbjörn. JÓH Hrímakur EA 306 sem hélt til veiða að kvöldi 2. janúar kom til löndunar í morgun og því er vinna aftur hafin í Hraðfrysti- húsi Útgerðarfélags Akureyr- inga hf., en vinna hefur legið Ástand og horfur í byggingar- iðnaði á Húsavík eru með daprara móti þessa dagana og hefur eitt stærsta fyrirtækið í greininni, Trésmiðjan Fjalar hf., sagt upp svo til öllum starfsmönnum sínum, eða 15 manns. Dagur ræddi við bygg- ingafulltrúa og nokkra verk- taka um ástandið. „Þetta er frekar þungt og ég sé lítið framundan, verkefni eru með minnsta móti og ég held að orsökin sé almennur samdráttur á svæðinu," sagði Stefán Óskars- son, eigandi Trésmiðjunnar Rein í Reykjahverfi, aðspurður um ástand og horfur. Samdráttur er í landbúnaði en meginþorri þeirra verkefna sem Stefán hefur tekið að sér eru í sveitum Þingeyjar- sýslu, þó hefur hann einnig ann- ast verkefni á Húsavík. Stefán sagðist ekki hafa sagt upp starfs- mönnum en hann hefði ekki ráð- ið í skörðin þegar menn hefðu hætt, og því hefur starfsmönnum fækkað. „Ég sé ákaflega lítið framundan, en það þýðir samt ekkert annað en að vera bjart- sýnn,“ sagði Stefán. „Það er ákaflega dauft hljóð í mönnum. Ég reikna ineð að starfsmönnum hérna fækki eitthvað, ég hef ekki sagt upp formlega en allavega verður ekki ráðið í stað þeirra sem hætta. Þetta er heilmikill samdráttur,“ sagði Sigtryggur Sigurjónsson, eigandi Norðurvíkur hf. á Húsa- vík. Sigtryggur sagði að það hefði komið bölvanlega niður á sínu niðri frá því skömmu fyrir jól. Hrímbakur EA og Kaldbakur EA fóru til veiða fyrstir togara Útgerðarfélagsins eftir áramótin. Afli Hrímbaks í fyrstu veiðiferð nýs árs eru rúmlega 100 tonn af fyrirtæki að raðhúsalóðir hefðu ekki verið fáanlegar hjá bænum á tveggja ára tímabili, en fyrirtæk- ið hefur byggt og selt fjölda íbúða í raðhúsum á undanförn- urn árum. Sigtryggur sagðist hafa fengið lóð fyrir raðhús í haust, eftir mikinn barning, og hann mundi fara af stað með byggingu hússins. Hann sagði að fólki færi Hugmyndir eru uppi um að koma á laggirnar svokallaðri bónusverslun á Kópaskeri, en eins og við höfum greint frá hætti Kaupfélag Þingeyinga rekstri verslunnar sinnar á Kópaskeri um síðustu áramót. Nokkrir aðilar hafa sýnt áhuga á að starfrækja verslun í byggðarlaginu en Trausti Þor- láksson, atvinnufulltrúi Norð- ur-Þingeyjarsýslu, er að skoða bónusfy rirkom ulagiö. Með þessu fyrirkomulagi er átt við að allur tilkostnaður verður í lágmarki. Vörunum verður ekki raðað upp í hillur heldur verða þær í kössum, hægt verður spara í starfsmannahaldi og minnka þorski. Kaldbakur EA kemur til löndunar að morgni mánudags og afli hans verður ekki minni en Hrímbaks. Nokkuð sæmileg veiði hefur verið að undanförnu á togslóð austur af landinu. ój fækkandi í bænum og var því ekki eins vongóður um sölu íbúð- anna og undanfarin misseri. „Ég segi bara allt gott. Ég er með verkefni næstu sex mánuði, en er hræddur um að lítið verði að gera að þeim loknum,“ sagði Gunnar Bergmann Salómonsson hjá Trésmiðjunni Borg hf. aðspurður um ástand og horfur milliliðakostnað. Að sögn Ingunnar St. Svavars- dóttur, sveitarstjóra Öxarfjarðar- hrepps, mun það taka nokkrar vikur að koma á fót verslun með nýju formi á Kópaskeri og semja við aðila sem vilja taka rekstur- inn að sér. Þangað til verða íbú- arnir að láta sér lynda tiltölulega lítið vöruúrval, eða sækja það annað. „Það er afgreitt brauð hér í söluskálanum okkar og svo eru tveir menn, Brynjólfur Sigurðs- son og Friðrik Jónsson, svo elskulegir að afgreiða út úr mjólkurkælinum eftir pöntunum meðan þetta ástand varir, þannig að við fáum brýnustu nauðsynj- ar,“ sagði Ingunn. SS Dögun hf. á Sauðárkróki: Vinna hefst ánýum mánaðamótin - ekki ákveðið hvað gert verður við Röst SK Enn er ekki komið á hreint hvað gert verður við veiðiskip- ið Röst SK, sem rækjuvinnslan Dögun hf. á Sauðárkróki á og er í lamasessi vegna bruna á síðasta ári. Þessa dagana liggur niðri vinna hjá Dögun, en ver- ið er að lagfæra ýmsa hluti í vinnsluhúsinu sjálfu. „Við erum að ganga frá ýmsu í vinnslunni hjá okkur og m.a. er verið að setja upp skilrúm milli vinnsluþátta í samræmi við kröf- ur Evrópumarkaðarins. Ég reikna með að farið verði að vinna rækju aftur undir lok mán- aðarins eða byrjun þess næsta,“ segir Ómar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Dögunar hf. Að sögn Ómars’er allt í bið- stöðu hvað varðar Röstina og ekkert formlegt farið að gerast í samvinnu eða sameiningarmálum við önnur fyrirtæki. Hann segir að möguleikar um hagræðingu hafi verið ræddir, en enn sem komið er hafi einungis verið fleygt fram hugmyndum um þau mál. SBG hjá fyrirtæki sínu. „Ástandið hefur verið eirina efnilegast og flestar byggingar í gangi á Húsavík síðari árin, ef tekið er mið af Norðurlandi og Akureyri þar undanskilin. Þetta hefur þó talsvert dregist saman því ekkert er um að vera i opin- bera geiranum,“ sagði Ólafur Júlíusson, byggingafulltrúi á Húsavík. Byggingu Heilsugæslu- stöðvarinnar er lokið og áfanga við Safnahúsið, vinna við skóla- bygginguna er þó í gangi ennþá, verkamannaíbúðir og skoðunar- stöð fyrir Bifreiðaeftirlitið, en þessum verkefnum lýkur öllum í vor eða sumar. Verið er að byggja ein fjögur einbýlishús og Norðurvík hefur verið úthlutað raðhúsalóð. Hugur er í Dvalar- heimili aldraðra að byggja við Hvamm, og einnig í Björgunar- sveitinni Garðari að byggja nýtt björgunarhús, ef tekst að fjár- magna verkefnin. „Það virðist ekki stefna í neitt í opinbera geir- anum, en mér finnst þó óþarflega mikill barlómur í mönnum,“ sagði byggingafulltrúi, aðspurður um horfurnar í byggingariðnaði. Einn þeirra byggingamanna á Húsavík sem Dagur ræddi við, hafði orð á því að í raun væri það afleitt fyrir byggingamenn í bæn- um hve hjónaskilnuðum þar hef- ur fækkað, því undanfarin ár hefði fjölgun íbúða í bænum aðallega byggst á þörf fyrir fleiri íbúðir í kjölfar hjónaskilnaða, þar sem fólki í bænum hefði ekki fjölgað. IM Samdráttur og uppsagnir í byggingariðnaði á Húsavík: Þungt Mjóð í byggingaverktökum - fækkun hjónaskilnaða dregur úr þörf fyrir nýjar íbúðir, segir einn verktakanna Kópasker: Hugmyndir um að koma bónusverslun á fót

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.