Dagur - 22.01.1992, Page 2

Dagur - 22.01.1992, Page 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 22. janúar 1992 Fréttir Unnið að tillögum um niðurskurð á rekstrarkostnaði á sjúkrahúsum: „Þetta verður auðvitað mjög erfitt“ Þessa dagana sitja forsvars- menn sjúkrahúsa á Norður- iandi sveittir yfir erfiðu reikn- ingsdæmi; nefnilega hvernig hægt sé að ná fram boðuðum sparnaði á rekstri sjúkrahús- anna á þessu ári. Framkvæmda- stjórum sjúkrahúsanna sex ber saman um að niðurskurðartil- lögur liggi fyrir í næstu viku, enda kallar heilbrigðisráðu- neytið á þær um næstu mán- aðamót. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Ingi Björnsson, framkvæmda- stjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, segir að fyrir næstu mánaðamót verði ákveðið með hvaða hætti brugðist verði við boðuðum niðurskurði í rekstri spítalans. í endanlegri mynd fjárlaganna fær FSA 713,3 milljónir króna til launagreiðslna og 422,2 milljónir til annarra gjalda. í frumvarpi til fjárlaga var hins vegar gert ráð fyrir 768,4 milljónum í launa- greiðslur og 427 milljónir í önnur gjöld. Samtals nemur lækkunin 59,9 miljónum króna. Ingi orðaði það svo að á teikni- borðinu væru hugmyndir um hvernig þessum sparnaði mætti ná, en stjórn spítalans hefði síð- asta orðið. Gert væri ráð fyrir stjórnarfundi innan fárra daga, að minnsta kosti yrði Ijóst fyrir mánaðamót með hvaða hætti skorið yrði niður. Sjúkrahúsið á Húsavík Engar ákvarðanir hafa verið teknar um til hvaða aðgerða verður gripið til að ná fram 13,2 milljóna króna sparnaði hjá Sjúkrahúsinu á Húsavík. í fjár- lögum er launaliðurinn 169,9 milljónir, var 182,2 í fjárlaga- frumvarpinu og til annara gjalda er varið 72,6 milljónum króna, var 73,5 milljónir króna í fjár- lagafrumvarpinu. Ólafur Erlendsson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahússins, seg- ir ekki ljóst hvernig brugðist verði við þessu, en málin skýrist væntanlega í næstu viku. Hann segir ekki ljóst hvort yfirvinna verði skorin niður eða hvort verði að grípa til lokunar deilda. Héraðshæli Austur-Húnvetninga Niðurskurður á launalið og öðr- um gjöldum hjá Héraðshæli Austur-Húnvetninga nemur 6,7 milljónum króna. Niðurskurður- inn á heilsugæslunni er 1,1 milljón. Að þessu viðbættu var launaliðurinn skorinn niður um 2,7 milljónir í fjárlagafrumvarp- inu miðað við fyrra ár og önnur gjöld skorin niður um 1,3 millj- ónir. Pví er óhætt að segja að í það heila komi þessi niðurskurð- ur harkalega við Héraðshælið. Bolli Ólafsson, framkvæmda- stjóri, segir að unnið sé að því að móta tillögur um hvernig brugð- ist verði við þessu og er gert ráð fyrir að þær verði lagðar fyrir stjórn Héraðshælis um næstu helgi. Sjúkrahúsið á Siglufirði „Við þurfum að spara sjálfsagt einar sjö milljónir króna og erum farin að leita að þeim,“ segir Jón Sigurbjörnsson, framkvæmda- stjóri Sjúkrahússins á Siglufirði, um niðurskurð til þess á fjárlög- um. Jón segir að þeir ætli að reyna að láta niðurskurðinn ekki koma niður á þjónustunni, en býst þó við að það takist ekki að fullu. Hann segir að stefnan sé að segja engum starfsmanni upp, en leita peninga á öðrum sviðum, þrátt fyrir að þessar sjö milljónir séu álíka upphæð og fer mánaðarlega í launakostnað við sjúkrahúsið. „Það verða allir að taka á þess- um niðurskurði, en menn eru misjafnlega undir það búnir. Peir sem hafa verið að gera hvað best undanfarin ár lenda e.t.v. verst í þessu, því að hjá þeim er kannski enginn hagræðingarmöguleiki Kennarar Dalvíkurskóla komu á dögunum saman til fundar þar sem samþykkt var ályktun vegna hugmynda um fjölgun í bekkjardeildum grunnskóla. Ályktunin er eftirfarandi. „Kennarafundur kennara Dal- víkurskóla haldinn 9. jan 1992 mótmælir harðlega þeim hug- myndum sem uppi eru hjá ráðu- neyti menntamála, að fjölga í bekkjardeildum grunnskólans og fá felld úr gildi með lagabreyt- ingu eða frestun, ákvæði ný- endurskoðaðra og samþykktra Vegna ummæla í fréttaúttekt í helgarblaði Dags um málefni Tónlistarskólans á Akureyri sem mátti skilja á þá leið að óvissa ríkti um framtíð Kammerhljómsveitar Akur- eyrar er okkur Ijúft og skylt að taka fram að þar á sér stað blómlegt starf og þrennir tón- leikar fyrirhugaðir fram til vors. Að sögn Jóns Hlöðvers Áskelssonar framkvæmdastjóra hljómsveitarinnar verða fyrstu eftir. Ég veit að við náum þessu aldrei öllu saman, en munum samt reyna að vera góðir þegnar og sprikla eitthvað í þessu,“ segir Jón. Sjúkrahús Skagfírðinga á Sauðárkróki „Viö ætlum að reyna að halda okkur við þessar almennu aðferðir, að draga úr yfirvinnu, afleysingum og nýráðningum. Engar ákvarðanir er samt búið að taka, en við eigum að skila tillög- um til ráðuneytisins fyrir mán- aðamót," segir Birgir Gunnars- son, framkvæmdastjóri Sjúkra- húss Skagfirðinga. Flatur niðurskurður þýðir 6,7% niðurskurð .á launalið og 1,3% niðurskurð á framlögum til annars reksturs. Hjá Sjúkrahúsi Skag- firðinga þýða þessar prósentu- tölur samtals um 15 milljónir króna. Birgir segir starfsfólk sjúkrahússins vera jákvætt gagn- vart því að reyna að spara. „Það verða allir að axla þessar byrðar og leggja sitt af mörkum í sparnaðinum. Prátt fyrir að þetta þýði aukið álag á þá sem hér eru fyrir er starfsfólkið til að gera allt sem það getur,“ segir Birgir. Sjúkrahús Hvammstanga Niðurskurðurinn hjá Sjúkrahúsi Hvammstanga nemur samtals 4,8 milljónum króna frá fjárlaga- frumvarpinu. Par af er niður- skurðurinn á launalið 4,5 milljón- ir króna og niðurskurður á öðr- um gjöldum alls 400 þúsund. „Þetta verður auðvitað mjög erfitt, því verður ekki neitað,“ segir Guðmundur Haukur Sig- urðsson, framkvæmdastjóri. Hann sagði að fyrir um tveim árum hefði komið til 4% flatur niðurskurður og þeim niður- skurði hefði verið hægt að mæta, en mun erfiðara yrði að fást við grunnskólalaga þar um. Fundurinn bendir á að fækkun nemenda í bekkjardeildum hefur verið eitt af aðal baráttumálum kennara. Til að hægt sé að nálgast mark- mið grunnskólalaga er ein megin forsenda að fækka nemendum í bekk frá því sem nú er. Sífellt hringl fram og aftur með viðmiðunartölur um fjölda í bekk sem leiða af sér skiptingu og að bekkjum er slengt saman á ný, kemur illa niður á öllu skólastarfi og skemmir starfsanda og öryggi." tónleikarnir haldnir 15. febrúar nk. Pá verða hinir árlegu Vínar- tónleikar undir stjórn Páls Pampichlers Pálssonar. í byrjun apríl verða tónleikar undir stjórn Arnar Óskarssonar þar sem Sig- rún Eðvaldsdóttir leikur einleik á fiðlu. Síðast en ekki síst verða svo tónleikar þann 23. maí undir stjórn Páls Pampichlers en þeir verða liður í tónlistarhátíð sem halda á hér á Akureyri í vor þar sem íslensk píanótónlist verður í öndvegi. -ÞH þetta verkefni. Á Sjúkrahúsi Hvammstanga eru 37 rúm og segir Guðmundur Haukur að nýting þeirra sé allgóð. Þar af eru um 30 rúm langlegurúm fyrir aldraða. „Við höfum ekki möguleika á að mæta þessu með því að loka deildum eins og á stóru spítölunum og verðum því að leita annara leiða,“ segir Guðmundur Haukur. I þessari viku verður fundur yfirmanna sjúkrahússins með starfsfólki þar sem reynt verður að finna niðurskurðarleiðir. í næstu viku er gert ráð fyrir að niðurskurðartillögur verði lagðar fyrir stjórn sjúkrahússins og í kjölfarið verða þær sendar heil- brigðisráðuneytinu. óþh/SBG ÓlafsQörður: Bæjarmála- punktar ■ Á fundi bæjarráðs fyrir ára- mót voru kynntar fyrirhugaðar breytingar í Gagnfræðaskól- anum. Tilboð kom í verkið frá Trésmiðju Hauks Sigurðsson- ar upp á 500.000 kr. og var samþykkt að taka tilboðinu. ■ Bæjarstjóri gerði bæjarráði grein fyrir að aðalskipulag fyr- ir Ólafsfjörð 1990-2010 hafi verið samþykkt hjá umhverfis- ráðuneytinu. ■ Bæjaryfirvöld aflientu Matthíasi Sæmundssyni, fyrir hönd Ólafsfjarðarkirkju, afmælisstyrk að upphæð kr. 200.000 vegna 75 ára afmælis kirkjunnar. Þá var Þuríði Sig- mundsdóttur, fyrir hönd Leik- félags Ólafsfjarðar, afhentur afmælisstyrkur að upphæð kr. 100.000 vegna 30 ára afmælis Leikfélagsins. ■ Hesthúsaeigendur vestan flugbrautar í Ólafsfirði hafa óskað eftir að bæjarsjóður Ólafsfjarðar taki við rekstri hesthúsahverfisins og taki byggingargjöld af þeim húsum sem byggð verða þar í fram- tíðinni. Bæjarstjóra hefur ver- ið falið að ræða málið nánar við hesthúsaeigendur. ■ Erindi hefur borist bæjar- yfirvöldum í Ólafsfirði þar sem yfirvöld í Lovisa í Finn- landi bjóða allt að 40 ungling- um frá Ólafsfirði til þátttöku í íþróttamötum í tengslum við vinabæjamótið í Lovisa 26,- 28. júní í sumar. Bæjarráð vís- aði þessu erindi til félagsmála- stjóra og tómstundanefndar. ■ Bæjarráð samþykkti að greiða kr. 800.000 af hluta- fjárframlagi í Laxós en afgangurinn verði ekki greidd- ur fyrr en framlag Ingimars- sjóðs liggi fyrir. Þá liggi fyrir að Byggöastofnun verði ekki hluthafi í Laxósi en veiti fyrir- tækinu styrk að fjárhæð kr. 800.000 sem er sama tala og umrætt hlutafé stofnunarinnar hefði orðið. Bæjarráð fól bæjarstjóra að athuga á hvaða hátt verði minnkuð eignar- hlutdeild bæjarsjóðs í félaginu en hún var áætluð um 40% en er orðin 50% eftir að Byggða- stofnun datt út. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að heimila félagsmálastjóra að auglýsa 50% stöðu við heirnil- ishjálp í bænum en hann gerði bæjarráði nýlega grein fyrir þeirri aukningu sem orðið hef- ur á þessari þjónustti í bænum. Niðurskurður á launalið og öðrum gjöidum hjá Héraöshæli Austur-Hún- vetninga nemur 6,7 milljónum króna. Fluguhnýtinga- námskeið t: verður haldið í Versluninni Eyfjörð, ef næg þátt- taka fæst 27., 29. og 31. janúar. Námskeiðin hefjast kl. 20.00 öll kvöldin. Þátttökugjald kr. 2.500, og allt efni innifalið. Nánari upplýsingar í Versluninni Eyfjörð í síma 22275. WEYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 ,ATÁM SEM NÝTIST“ Skrifstofiitækni Síðasta iimritunarvika á vorörrn 1992. Námskeiðin hefjast 27. janúar n.k. Aukin menntun betri atvinnumöguleikar. Innritun og upplýsingar í síma 27899. VISA Tölvufræðslan Akureyrl hf Glerórgötu 34, III hæð, Akureyri, sími 27899. Dalvíkurskóli: Hugmyndum um fjölgun í bekkjardeildum mótmælt Kammerhljómsveit Akureyrar: Þrennir tónleikar fyrirhugaðir

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.