Dagur - 22.01.1992, Side 12

Dagur - 22.01.1992, Side 12
 Akureyri, miðvikudagur 22. janúar 1992 Akureyrarbær: 200 þúsund til OmAk hf. heimsendingarþj ónust a alla daga SixnnixcLaga. til fimmtudaga kl. 12.00-22.30 Föstudaga og laugardaga kl. 12.00-04.30 Hádegistilboð alla daga vei tin^alz zza VEITINGAHUSIÐ Glerárgötu 20 • ® 26690 Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í gær var samþykkt með fimm atkvæðum að Fram- kvæmdasjóður Akureyrarbæj- ar legði fram 200 þúsund krón- ur sem hlutafé í OmAk hf., sem formlega verður stofnað í dag. Þetta félag mun vinna að öflun verkefna og viðskipta á sviði sjáv- arútvegs og skyldrar starfsemi í Oman við Persaflóa. Tveir fulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn, Birna Sigurbjörns- dóttir (D) og Björn Jósef Arnvið- arson (D) og fjórir fulitrúar Framsóknarflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins. óþh Veðurhorfur: Hitastig við frostmark Sextíu og átta hnútar mældust víða á veðurathugunarstöðum á Norðurlandi aðfaranótt þriðjudags. Veðurspá Veður- stofunnar gerir ráð fyrir kóln- andi veðri í dag. Vestanáttin á Akureyri var nokkuð hvöss aðfaranótt þriðju- dags og á miðnætti mældist vind- urinn 30 hnútar. Á sama tíma mældist vindhraðinn,45 hnútar í Skagafirði og 35 hnútar á Gríms- stöðum á Fjöllum. í dag léttir til eftir rigningu og slyddu næturinnar og hitastig verður um frostmark. Á morgun dregur til suðaustlægra átta um allt Norðurland og veður fer hlýnandi í bili en kólnar er líður á kvöldið. ój Sumarleikir í þorrabyijun. Mynd: Golli Loðnuverðið: Emm að láta erlendu kaupenduma græða á okkur - segir Maron Björnsson, skipstjóri á Guðmundi Ólafi ÓF Maron Björnsson, skipstjóri á loðnuskipinu Guðmundi Ólafi ÓF, segir að áhrifin sem útgáfa á 300.000 tonna viðbótarkvóta á ioðnu síðastliðinn föstudag hefur haft styðji þá skoðun loðnusjómanna að farsælla sé að gefa út góðan byrjunar- kvóta í upphafi vertíðar á haustin. Eins og fram kom í Gefla keypti fiskverk- unarhús Fiskveiðasjóðs Síðastliðinn mánudag var undirritaður samningur um kaup rækjuvinnslunnar Geflu hf. á Kópaskeri á fiskverkun- arhúsi Fiskveiðasjóðs á staðn- um. Kaupverð var 13 milljónir króna og undirritaði Hólm- steinn Björnsson samninginn fyrir hönd stjórnar Geflu. „Það er meiningin að flytja rækjuvinnsluna í húsið, enda nauðsynlegt að komast undir betra þak. Þetta er góður kostur og stefnt er að því að Gefla flytji starfsemi sína þangað í maí,“ sagði Hólmsteinn í samtali við Dag í gær. Aðspurður sagði hann að rekst- urinn gengi nokkuð vel og útlitið væri býsna gott. Það væri að minnsta kosti nóg af góðri rækju í Öxarfirði en verðið mætti vissu- lega vera hærra. Fiskverkunarhúsið er því aftur komið heim, ef þannig má að orði komast, því það var áður í eigu Útness hf./Áuðuns Benedikts- sonar á Kópaskeri en Fiskveiða- sjóður íslands eignaðist húsið á nauðungaruppboði. SS blaðinu í gær hafa verksmiðjur lækkað það verð sem þær greiða fyrir hráefnið effir að viðbótarkvóti var gefinn út á föstudag. Segja forsvarmenn verksmiðja og seljenda að fregnir af þessari kvótaúthlut- un hafi valdið því að kaupend- ur mjöls og lýsis erlendis hafi kippt að sér höndum. „Við erum ekki óvanir því sjómenn að fá kauplækkun einu sinni eða tvisvar í viku. Maður rekur sig alltaf á það að þegar gefinn er út mikill kvóti þá er lægsta verðið. Kaupið okkar ræðst af því hvernig skapi kaup- endur erlendis eru. Þó ég hafi verið mjög hrifinn af því að fá meiri loðnukvóta þá tel ég að það hafi verið algert slys að gera úthlutunina opinbera með þess- um hætti. Þetta skaðar okkur öll, bæði til lands og sjávar. Það lá fyrir að skipin höfðu flest nóg að fiska og því lá ekkert á þessu. Erlendu kaupendurnir setja verksmiðjurnar núna upp við vegg og það endar með því að þær verða að taka þær sölur sem þeim býðst. Gallinn er sá að þess- ir kaupendur erlendis eru helm- ingi meiri bisnessmenn en við sem erum að selja,“ sagði Maron Jón B. Hannesson skólastjóri Síðu- skóla við ruslapokana. Eldur laus í Síðuskóla Laust fyrir klukkan 10 á mánu- dagskvöldið barst slökkviliði Akureyrar brunaútkall vegna elds er var laus í Síðuskóla í Glerárhverfi. Að sögn Gísla K. Lórenzsonar, slökkviliðsstjóra, var tilkynnt um lausan eld í skólanum kl. 21,53. Tvær bifreiðar voru sendar á vettvang. Er að var komið logaði eldur í geymslu undir útitröpp- um. „Húsvörður skólans opnaði kompuna þannig að slökkviliðs- menn þurftu ekki að setja exi á hurðina og eldurinn var kæfður í snarheitum. Um íkveikju var að ræða. Engar skemmdir urðu og upplýst er hverjir báru eld að ruslinu. Kennarar skólans þekktu pottorminn er tilkynnti um eld- inn þar sem öll brunaútköll eru tekin upp á segulband. Sá er hringdi reyndist vera einn hinna seku,“ sagði slökkviliðsstjórinn. ój Björnsson. Hann segir að ástandið sé þannig að sjómenn verði að taka á sig tuga prósenta sveiflu í verði á meðan á vertíðinni stendur og á það megi einnig benda að nánast sama upphæð hafi verið greidd fyrir loðnutonnið í nokkur ár. „Við getum því aldrei hækkað okkar láun nema með fleiri tonnum. Ég er hræddur um að ríkisstarfsmenn segðu eitthvað ef úr launaumslaginu hyrfu 30% einn daginn. Að mínu mati er ekki til neins að vera að moka loðnunni upp núna ef þarf að veiða mun meira til að fá jafn mikið í krónum. Þá erum við bara að veiða til að láta þessa kaupendur úti í heimi græða á okkur. Þeir hafa greinilega valdið,“ sagði Maron. JÓH Austurleiðin fær eins og á sumardegi: „Alltaf nokkuð jöfti umferð“ - segir Bragi í Grímstungu „Færðin er mjög góð, það ligg- ur við að það megi segja að það sé sumarfærð,“ sagði Bragi Benediktsson, póstur í Grímstungu á Fjöllum, að- spurður um færð á þjóðvegi 1 milli Norður- og Austurlands. Bragi sagði að aðeins væru hálkublettir á stöku stað. Aurbleyta var aðeins farin að gera vart við sig en í gær var að frysta á ný. „Það er alltaf nokkuð jöfn umferð, ekki mikil en þetta er svolítið óvanalegt miðað við árstíma," sagði Bragi og sagðist taéplega muna eftir svona góðu, þó undanfarin 3-4 ár liafi verið mjög góð tíð fyrri hluta vetrar. Bragi sagði að fyrir jólin hefðu Austfirðingar notað tækifærið og farið í verslunarferðir til Akur- eyrar. Um jólin hefði góða færð- in verið nýtt til að skreppa í kunningjaheimsóknir milli landshluta. Það væri einnig óvenjulegt miðað við árstíma að vöruflutningar á bíl hefðu farið frani milli Akureyrar og Egils- staða nú í janúar. IM Þingeyjarsýsla: Klippurnar á lofti Lögreglan á Húsavík var í gær á ferð um sveitir Suður-Þing- eyjarsýslu og klippti númer af bifreiðum, sein eigendur höfðu vanrækt að færa til skoðunar og bílum sem van- greiddur þungaskattur hvíldi á. Lögreglan mun halda áfram þessari herferð sinni næstu daga. Áður höfðu númer verið klippt af um 20 bílum á Húsavík og lög- regla í Norður-Þingeyjarsýslu mun einnig vera búin að munda klippurnar. IM Landssamband kúabænda: Vill átak í markaðs- setningu á alikálfakjöti Hugmyndin er að Landssam- band kúabænda í samvinnu við sláturleyfishafa geri átak í markaðssetningu á ungkálfa- kjöti. Þessu kjöti hefur lítill gaumur verið gefinn hér á landi, en það er í hæsta verð- flokki víða erlendis. Eins og Dagur hefur greint frá er greidd sérstök verðuppbót á slátraða alikálfa til loka þessa mánaðar, sjö þúsund krónur pr. kálf. Með því er vænst að hægt sé að koma í veg fyrir að hlaðist upp nautakjötsfjall í haust, eins og menn óttast. Það sem af er hafa viðbrögð verið allgóð við þessu tilboði. Stefán Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að víða erlendis sé alikálfakjöt, af 8-10 mánaða gömlum gripum, dýrasta naut- gripakjótið. „Það er augljóst að við þurfum að hækka verðið til bænda, til þess að þetta verði þeim hagkvæmt. Að sama skapi verður þetta dýrasta kjötið til neytenda," sagði Stefán. „Þarna er verið að höfða til tiltölulega þröngs markhóps, sem hefur sýnt þessu áhuga. Við viljum ekki fara af stað með neinum lát- um við þessa markaðssetningu, vegna þess að framboðið af þessu kjöti er mjög takmarkað," sagði hann ennfremur. óþh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.