Dagur - 23.01.1992, Blaðsíða 1
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
75. árgangur
Akureyri, fimmtudagur 23. janúar 1992
15. tölublað
Aflatölur togara Samherja hf.:
Aflaverðmætí Akureyrariimar
rúmar 627 milljómr króna
- aflaverðmæti togara fyrirtækisins tæpir
2 milljarðar á síðasta ári
Samherji hf. á Akureyri gerði
út fimm togara á Iiðnu ári.
Togararnir báru að Iandi
15.752 tonn að aflaverðmæti
1.937.326.769,00 krónur.
Hlutur Akureyrarinnar EA var
lang stærstur þ.e. 4.952 tonn
að aflaverðmæti 627,7 milljón-
ir króna.
Samherji hf. á Akureyri gerði
út á liðnu ári fjóra frystitogara og
einn ísfisktogara. Frystitogararn-
ir eru Akureyrin EA, Margrét
EA, Hjalteyrin EA og Oddeyrin
EA. Víðir EA var gerður út sem
ísfisktogari hluta úr árinu, en fór
síðan í lengingu til Póllands.
Togarinn fór til veiða að nýju í
byrjun janúar, sem Dagur hefur
greint frá. Víðir EA bar að
landi 2.821 tonn og úthaldsdag-
arnir voru 227. Aflaverðmæti lið-
ins árs er 252.3 milljónir króna að
skiptaverðmæti 152.2 milljónir.
Úthaldsdagar Oddeyrarinnar EA
voru 328 og aflinn 2.295 tonn.
Aflaverðmæti 284,4 milljónir að
skiptaverðmæti 187,726 milljónir
króna. Afli Hjalteyrarinnar EA
var 2.822 tonn, aflaverðmæti 358
milljónir, skiptaverð 245,5 millj-
ónir og úthaldsdagar 303. Afli
Margrétarinnar EA var 2.863
tonn, aflaverðmæti tæplega 415
milljónir, skiptaverð liðlega 284
milljónir og úthaldsdagar 308.
„Okkur vegnaði allvel á Akur-
eyrinni sem afla- og verðmætatöl-
ur sýna. Aflinn var 4.952 tonn,
sem er mun minna en í fyrra, en
þá bárum við að landi um 6.100
tonn. Aflaverðmæti ársins er
627,7 milljónir króna á móti um
700 milljónir árið áður. Úthalds-
dagar togarans voru 293 og
skiptaverðmætið tæplega 423
milljónir. Heilt yfir hafa togar-
arnir aflað færri tonna í ár nema
þá þeir togarar sem voru í úthafs-
karfa í haust í Fjarðardýpi. Þar
var mokveiði í allt haust og við á
Akureyrinni höfðum ekki útbún-
að til þeirra veiða,“ sagði Þor-
steinn Vilhelmsson, skipstjóri á
Akureyrinni EA. ój
Undirbúningur er hafinn vegna lagningar Krossanesbrautar. í góða veðrinu í gær unnu starfsmenn Akureyrarbæjar
að könnun á jarðvegsdýpt á svæðinu. Mynd: Golli
Priðja umræða um „bandorminn“ í gærkvöld:
34 milljóna „löggu“skattur á Akureyri
Ekki var lokið þriðju umræðu
og lokaatkvæðagreiðslu um
„bandorminn“ svokallaða,
frumvarp til laga um ráðstafan-
ir í ríkisfjármálum, þegar Dag-
ur fór í prentun í gærkvöld.
Greidd voru atkvæði um frum-
varpið eftir aðra umræðu í
gærmorgun eftir mikinn tauga-
titring í þingsölum í fyrrakvöld
þar sem Sighvatur Björgvins-
son, heilbrigðisráðherra, og
stjórnarandstöðuþingmenn
deildu hart. Samkvæmt texta
frumvarpsins í gær, að aflok-
inni annari umræðu, er gert
ráð fyrir sömu skattlagningu
og rætt hefur verið um á sveit-
arfélögin í landinu. Fullvíst var
talið í gær að þessi ákvæði
myndu ekki breytast við þriðju
umræðu um frumvarpið.
Hæst ber lögregluskatturinn
svokallaði, en sveitarfélögum er
gert að greiða hluta löggæslu-
kostnaðar á þessu ári. Sveitarfé-
lög með 300 íbúa eða fleiri greiði
2.370 kr. á hvern íbúa, en sveit-
arfélög með færri en 300 íbúa
greiði 1.420 kr. á hvern íbúa.
Miða skal við íbúafjölda 1. des-
ember sl.
Samkvæmt þessu er hlutur
Akureyrar í kostnaði við lög-
gæslu rúmar 34 milljónir króna,
íþróttahöllin á Akureyri:
Framkvæmt fyrir 20 miDjómr í ár
- 44 milljónir þarf til að ljúka framkvæmdum
„Vilji ráðamanna Akureyrar
og fulltrúa í íþrótta- og tóm-
stundaráði Akureyrarbæjar er
sá að einbeita kröftum og fjár-
magni að fullgera íþróttahöll-
ina og Sundlaugina í Glerár-
hverfl. Slíkt er hið eina rétta
hvernig sem á málin er Iitið,“
sagði Agúst Berg, húsameist-
ari Akureyrarbæjar.
Embætti húsameistara Akur-
eyrarbæjar hefur reiknað út að 44
milljónir þurfi til að ljúka fram-
kvæmdum við íþróttahöllina,
sem hefur verið í byggingu í langt
um lengri tíma en efni stóðu til í
upphafi. Ágúst Berg segir að
fyrirhugað sé að verja um 20 millj-
Veðurspáin:
Gauragangur framundan
Miklar sviptingar verða í veðr-
inu næstu daga og mega Norð-
lendingar búast við að fá
eitthvaö af hinum langþráða
snjó. Djúp Iægð nálgaðist
landið í nótt og var búist við
austan hvassviðri með rigningu
eða slyddu um land allt.
Veðurstofan gerði ráð fyrir að
í morgun yrði lægðin komin inn á
landið með norðaustan stormi
eða roki og slyddu norðvestan-
lands en sunnan hvassviðri og
rigningu austanlands. Síðan átti
að kólna á landinu öllu í bili.
Spáin fyrir föstudag hljóðar
upp á austlægar áttir með rign-
ingu eða slyddu en á laugardag er
búist við norðvestan átt með
snjókomu eða éljum á Norður-
landi og þá fellur hitastigið aftur
eftir að hafa farið upp daginn
áður. SS
ónum króna til framkvæmda við
íþróttahöllina á þessu ári, sem
hann telur mjög rausnarlegt.
Embætti húsameistara er að leita
tilboða í ýmsa verkþætti og iðn-
aðarmenn eru að hefja störf í
Höllinni á næstu dögum svo sem
við flísalagnir. Bekkir verða
settir á áhorfendasvalir sem og
útdraganlegir sætispallar neðan
við svalirnar. „Sætispallarnir eru
mikið öryggisatriði því fólk verð-
ur að komast af svölum á auð-
veldan hátt ef hætta steðjar að
svo sem af völdum elds. I raun
má ekki halda stórmót í Höllinni
nema þessi útbúnaður sé til
staðar. Alt of oft hefur vanda-
málunum verið ýtt á undan sér
hvað íþróttahöllina varðar og
gripið til bráðabirgðalausna. Við
skulum vona að slíkt heyri fortíð-
inni til og við náum að ljúka
framþvæmdum við Höllina innan
fárra ára þannig að við Akureyr-
ingar getum verið stolt af þessu
húsi og nýtt það sem best,“ sagði
Ágúst Berg. ój
svo dæmi sé tekið. Húsavík er
gert að greiða 5,8 milljónir, hlut-
ur Dalvíkur er 3,5 milljónir og
Siglufjarðar 4,2 milljónir.
En þar með er ekki öll sagan
sögð. Sveitarfélögunum er gert
að tvöfalda framlög sín til fast-
eignamats og framlag ríkisins til
skipulagsgerðar skerðist veru-
lega. Þá kemur breyting á lögum
um Húsnæðisstofnun ríkisins illa
við sveitarfélögin. í texta 11.
greinar frumvarpsins segir
orðrétt: „Lán til félagslegra
íbúða veitir húsnæðismálastjórn
úr Byggingarsjóði verkamanna.
Lánshlutfall má nema allt að
90% af byggingarkostnaði eða
kaupverði, þó aldrei meira en
90% af þeim kostnaðargrundvelli
að lánveitingu sem húsnæðis-
málastjórn hefur samþykkt, að
frádregnu 3,5% sérstöku fram-
lagi sveitarfélaga til hverrar íbúð-
ar.“ Þessi 3,5% þýða einfaldlega
að viðkomandi sveitarfélagi er
gert að greiða 350 þúsund
krónur, sem „sérstakt framlag“
til byggingar íbúðar sem kostar
10 milljónir króna. Það munar
um minna fyrir t.d. sveitarfélag
eins og Akureyri, þar sem mikið
er byggt í félagslega kerfinu.
í það heila er talað um að þessi
skattlagning þýði að Akureyrar-
bær sjái á eftir 40-45 milljónum
króna úr bæjarkassanum yfir í
ríkiskassann.
Halldór Jónsson, bæjarstjóri á
Akureyri, var allt annað en
ánægður með vinnubrögð ríkis-
valdsins í þessu máli á bæjar-
stjórnarfundi sl. þriðjudag þar
sem hann mælti fyrir fjárhags-
áætlun bæjarins fyrir árið 1992. í
lok ræðu sinnar sagði bæjarstjóri:
„Ef til slíkrar skattheimtu
kemur, þarf að taka afstöðu til
þess hvernig bæjarfélagið mætir
slíku og leiðrétta áætlunina fyrir
síðari umræðu í bæjarstjórn. Ég
leyfi mér enn að vona, að þessari
skattheimtu verði fundin annar
farvegur, en nú hefur verið boð-
aður.“
Seinnipartinn í gær var ekkert
sem benti til að Halldóri Jónssyni
yrði að ósk sinni. óþh
Kaupfélag Langnesinga á Þórshöfn:
Nauðasamningar samþykktír
A fundi hjá sýslumanni Þing-
eyinga í lok síðustu viku sam-
þykkti meirihluti kröfuhafa
nauðasamninga við Kaupfélag
Langnesinga á Þórshöfn.
Kaupfélagið leitaði síðastliðið
haust eftir heimild til opin-
berra nauðasamninga við lána-
drottna vegna mikilla skulda
félagsins, en þær voru taidar
nema alls um 240 milljónum
króna. Þar af myndu um 150
milljónir koma til nauðasamn-
inga.
Halldór Kristinsson, sýslumað-
ur Þingeyinga, sagði að nú yrði
tekið til athugunar hvort nauða-
samninga mætti samþykkja og
hefur hann sett auglýsingu í Lög-
birtingablaðið þar sem þeim sem
ekki mættu á fundinn er gefinn
kostur á að gera athugasemdir.
„Þetta virðist vera að ganga
upp,“ sagði Halldór, en á fund-
inn mættu 94,4% af kröfuhöfum
eftir atkvæðum talið eða ríflega
89% eftir fjárhæðum. Aðeins 7 af
125 kröfuhöfum mættu ekki en til
að staðfesta frumvarp til nauða-
samninga þurfa 75% að sam-
þykkja það, og er þá bæði miðað
við fjölda og kröfufjárhæð, þann-
ig að frumvarpið ætti að vera í
höfn.
I nauðasamningunum taka þátt
almennir kröfuhafar sem hafa
lýst kröfum sfnum, sem nema 86
milljónum að sögn Halldórs, auk
þess sem samningarnir binda
aðra almenna kröfuhafa. SS