Dagur - 31.01.1992, Blaðsíða 1
Uppstokkun í farvatninu á skipan
skólamála í Eyjaijarðarsveit:
Líklegast að ein
yfirstjóm taki við
skólimum flórum
Fyrir dyrum stendur veigamik-
il breyting á skipan skólamála í
Eyjafjarðarsveit. Að líkindum
mun sveitarstjórn ákveða í
næstu viku að leggja til við
fræðsluyfirvöld að í sveitar-
félaginu verði einn skóli í stað
fjögurra eins og nú er. Þannig
verði fyrsta skrefið til hag-
ræðingar í skólamálum í sveit-
arfélaginu stigið með því að
koma á einni yfírstjórn.
í dag eru starfræktir þrír
grunnskólar sem kenna í 1.-7.
bekk, þ.e. grunnskólarnir á
Hrafnagili, Laugalandi og í Sól-
garði. Nemendur fara síðan úr
þessum skólum og ljúka grunn-
skólanum í Hrafnagilsskóla þar
sem kennt er í 8.-10. bekk.
Á síðasta sveitarstjórnarfundi
var skipuð þriggja manna nefnd
til að gera tillögur um framtíðar-
skipan skólamála og er hún starf-
andi. Á þessu stigi er ljóst að
fyrsta skrefið verður einföldun í
yfirstjórn með stofnun eins skóla
í stað fjögurra sjálfstæðra en ekk-
ert er ákveðið hvort kennt verður
í öllum fjórum skólahúsunum
sem nú eru notuð eða hvort um
einhvern tilflutning verður að
ræða milli húsa frá því sem nú er.
Að sögn Péturs Þórs Jónasson-
ar, sveitarstjóra, þarf breyting
sem þessi að fara til menntamála-
ráðuneytis til samþykktar en það
er ráðuneytisins að segja upp
starfsfólki skólanna, sem allt útlit
er fyrir að verði gert. Pá yrðu
störf auglýst við hinn nýja skóla.
Pétur segist vænta þess að þessi
mál þurfi að liggja fyrir tíman-
lega svo eðlilegur tími gefist til
undirbúnings fyrir næsta skólaár.
JÓH
Nýtt hlutverk bíður íþróttaskemmunnar ef hugmyndir bæjarráðsmanna ná fram að ganga.
Mynd: KK
Akureyri:
Hugmyndir uppi um að leggja Iþrótta-
skemmuna niður sem íþróttamannvirki
„Bæjarstjórnarmenn eru að
skoða í fullri alvöru að leggja
íþróttaskemmuna af sem
rekstrareiningu fyrir íþróttir og
íþróttakennslan er þar talin
með. Bæjarráð Akureyrar hef-
ur ályktað um málið og vísað
því til bæjarstjónar sem heldur
fund nk. þriðjudag,“ sagði
Sigurður J. Sigurðsson, forseti
bæjarstjórnar Akureyrar.
Ályktun bæjarráðs send bæjar-
stjón Akureyrar er eftirfarandi:
„Bæjarráð óskar tillagna frá
Kröfluvirkjun:
Smnarlokim lengd um 1-2 mánuði
og hætt við borun tveggja hola
bæjarverkfræðingi og skólafull-
trúa sem miði að því að íþrótta-
skemman verði tekin úr notkun
sem íþróttamannvirki á næsta
hausti."
Sigurður J. Sigurðsson segir,
að stökkbreyting hafi orðið á öllu
er lýtur að húsnæðismálum fyrir
íþróttir á Akureyri. Ný íþrótta-
hús hafa verið tekin í notkun og
nú blasi við að nýting húsanna sé
ekki sem skyldi.
„Rekstrarkostnaður íþrótta-
skemmunar er um fimm milljónir
króna á ári. Við erum hreinlega
að gæla við að losna við þennan
kostnaðarlið og flytja rekstrar-
tekjur íþróttaskemmunnar yfir á
önnur íþróttamannvirki. Pessi
ráðstöfun hefur staðið til lengi og
henni verður hrundið í fram-
kvæmd að hausti finnist viðun-
andi lausn á íþróttakennslu við
Oddeyrarskólann. Peirri lausn er
hægt að ná með að flytja börnin
með skólabíl og skóladagurinn
verður að vera heilsteyptur.
Strax og bæjarstjórn hefur fjallað
um málið verður hægt að hefjast
handa. Skóla- og menningarfull-
trúi Akureyrarbæjar ásamt skóla-
mönnum munu leggja línuna
hvað börnin varðar," sagði
Sigurður J. Sigurðsson. ój
- rekstur Kröfluvirkjunar hefur gengið vel, segir Birkir Fanndal
Stjórn Landsvirkjunar ákvaö í
gærmorgun að loka Kröflu-
virkjun í 5-6 mánuði á ári, í
stað lokunar í 3-4 mánuði á ári,
eins og gert hefur verið. „Þetta
er gert í hagræðingarskyni, við
teljum okkur spara peninga
með þessu, hins vegar á þetta
ekki að koma niður á starfs-
mönnum en þeir koma til með
að nýtast fyrirtækinu öðru-
vísi,“ sagði Þorsteinn Hilmars-
son, upplýsingafulltrúi Lands-
virkjunar. Við Kröfluvirkjun
eru 17 stöðugildi. Þorsteinn
sagði að málið væri á frum-
stigi, þeir þrír mánuðir sem
virkjunin væri lokuð hefðu
verið nýttir í sumarleyfí
starfsmanna og nauðsynlegt
viðhald, þessir þættir yrðu til
staðar áfram. Hann sagði að
aðkeypta vinnu við virkjunina
mætti líklega minnka og kanna
ætti hvort Kröfíumcnn gætu
nýst sem afleysingamenn við
Blönduvirkjun og til viðgerða-
verkefnis við Búrfellsvirkjun,
slíkt yrði þó að gerast í samráði
við starfsmennina.
„Samkvæmt rekstraráætlunum
okkar á þessu ári hefðum við
þurft að bora nýjar holur og
hreinsa gamlar, ef við hefðum
ætlað að halda virkjuninni í sama
rekstri og hún hefur verið. Þetta
er kostnaður upp á rúmlega 180
milljónir. Með því að gefa há-
hitasvæðinu svona mikla hvíld,
þá sleppum við við þetta viðhald
og þurfum ekki að bora nýjar
holur,“ sagði Þorsteinn.
Vélar Kröfluvirkjunar geta
framleitt 30 megavött, en stað-
setning virkjunarinnar skiptir
einnig miklu máli hvað varðar
örugga dreifingu rafmagns.
Héðinn Stefánsson, stöðvar-
stjóri við Laxárvirkun sagði að
það breytti ekki öllu þó Kröflu-
virkjun væri stöðvuð V/2 mánuði
lengur á ári. Pað sparaði gufu-
veitukerfið og lengdi líftíma á
borholum. Petta væri því eðlileg-
ur hlutur nú, þegar menn væru
með yfirfljótandi orku í kerfinu.
„Við berum okkur bara vel,“
sagði Hörður Sigurbjarnarson,
vélfræðingur við Kröfluvirkjun.
„Fyrir mína parta get ég þó sagt
að ég skil ekki þessi rök sem færð
eru fyrir þessu, ef þeir ætla að
spara þarna 200 milljónir. Það
var ekki nauðsynlegt vegna
núverandi rekstrarfyrirkomulags
virkjunarinnar að bora tvær
holur, eins og fram hefur komið.
Ég skil ekki þann málflutning því
mér finnst það algjört yfirskin,“
sagði Hörður. „Oll skerðing á
rekstri Kröfluvirkjunar veikir
mjög mikið raforkuflutningskerf-
ið og rekstraröryggið á Austur-
landi og Norðausturlandi. Pað
má einnig benda á að Landsvirkj-
un hefur ekki sýnt neina tilburði
á að spara annarsstaðar í kerfinu,
þar sem hægt væri að spara án
þess að það kæmi niður á afhend-
ingaröryggi.“
Birkir Fanndal Haraldsson,
yfirvélstjóri í Kröfluvirkjun,
sagði að töluvert erfitt gæti reynst
að lengja lokunartíma virkjunar-
innar upp í sex mánuði vegna
vetrarfrosta og aðstæðna, því
sumarið væri stutt við Kröflu.
Birkir sagði að fyrr hefði andað
köldu til Kröflu og að vonandi
fengjust kaupendur að umfram-
rafmagni Landsvirkjunar sem
fyrst. Hann sagðist vilja taka
fram að rekstur Kröfluvirkjunar
hefði gengið mjög vel. IM
Sjúkrahús Sigluijarðar:
Breyting á vinnutilhögun
og almennur spamaður
Þrátt fyrir 7,3 milljóna lækk-
un á framlögum ríkisins til
rekstrar sjúkrahússins og
heilsugæslustöðvarinnar á
Siglufírði, vonast Jón Sigur-
björnsson, framkvæindastjóri,
til þess að ekki komi til
skertrar þjónustu. Nú Iiggja
fyrir hugmyndir forsvars-
manna sjúkrahússins um
hvernig lækkuðum l'ramlög-
um verði mætt.
Ákveðið er að breyta vinnu-
tilhögun þannig að vinna hefjist
kl. 8 á morgnana í stað kl. 7
áður. Pessi ráðstöfun þýðir að
töluverðir fjármunir sparast. Þá
verður dregið saman í manna-
haldi sem svarar u.þ.b. 0,7
stöðugildi á sjúkradeild og öldr-
unardeild. Petta þýðir þó ekki
að til uppsagna starfsfólks
komi. Þá er ekki gert ráð fyrir
að ráða hjúkrunarfræðinga til
afleysinga. „Við gerum ráð fyrir
að draga saman seglin í viðhaldi
og reyna að spara í matarinn-
kaupum. Við leitumst við að
spara í öðrum þáttum en laun-
um,“ sagði Jón. Hann sagði að
með þessum hugmyndum væri
ekki unnt að ná 7,3 milljóna
niðurskurði og því gæli menn
við að fá eitthvað til baka úr
40% sameiginlegum potti, sem
heilbrigðisráðuneytið ráðstafi
aftur til heilbrigðisstofnana.
Fáist það ekki sé ljóst að til
umtalsverðrar skerðingar á
þjónustu komi.
Jón sagði að vissulega hefði
verið mjög erfitt að finna niður-
skurðarleiðir og ætti starfsfólk
heiður skilið fyrir skilning á
þessum erfiðu aðgerðum. óþh