Dagur


Dagur - 31.01.1992, Qupperneq 2

Dagur - 31.01.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Föstudagur 31. janúar 1992 Fréttir Raunávöxtun spariijár á liðnu ári: Hæsta raunávöxtun innlána á liðnu ári var af 15 til 24 mán- aða bundnum vísitölureikning- um og komst hún í 7,3% að meðaltali á fjórða ársfjórð- ungi. Raunávöxtun af bundn- um vísitölubókum var há allt - frá 6,3% í ársbyrjun, 6,6% á öðrum ársfjórðungi og 7,3% í árslok. A sama tíma var raun- ávöxtun spariskírteina ríkis- sjóðs 7,9 til 8,1%. Þetta kemur fram í töflu um raunávöxtun innlána sem birtist í tímaritinu Vísbendingu nýlega og eru Bestibær á Húsavík: Hækkun frestað Samþykkt var að fresta 4% hækkun dagvistargjalda við barnaheimilið Bestabæ um1 einn mánuð, eða til 1. mars nk. á fundi Bæjarstjórnar Húsa- víkur sl. þriðjudag. Valgerður Gunnarsdóttir (G) lagði fram tillöguna og sagðist vona að gengið hefði verið frá kjara- samningum við launþega áður en hækkunin tæki gildi. Aðrar gjaldskrárhækkanir voru samþykktar frá 1. feb., en það voru 4% hækkanir á gjaldskrá tónlistarskóla, sundlaugar og íþróttahallar, og 8% hækkun á gjaldskrá skíðamannvirkja. IM upplýsingar tímaritsins byggð- ar á heimildum frá Seðlabanka Islands. Sparisjóðirnir greiddu hæstu raunávöxtun vísitölubundinna reikninga í árslok eða 7,75% af 15 til 14 mánaða bundnum reikn- ingum og 3,75% raunávöxtun af 6 mánaða bundnum reikningum. Bankarnir fylgdu fast á eftir og greiddi Landsbanki íslands 7% raunávöxtun af 15 til 24 mánaða bundnum reikningum í árslok en íslandsbanki greiddi 7,5% á sama tíma. Allir bankarnir greiddu 3,0% raunávöxtun af 6 mánaða vísitölubundnum reikn- ingum á lokaársfjórðungi síðasta árs. Raunvextir af almennum sparibókum voru neikvæðir á fyrstu þremur ársfjórðungum síð- asta árs; um 4,5% á fyrsta árs- fjórðungi og 6% á tímabilinu aríl til júní. Eftir það hækkaði raun- ávöxtun sparibóka. Hún var nei- kvæð um 3,2% á þriðja ársfjórð- ungi en var orðin jákvæð um 3,3% í árslok 1990. Raunvextir af almennum tékkareikningum voru neikvæðir fram undir ára- mót en náðu orðið 0,4% í lok ársins. Hæst urðu þeir neikvæðir um allt að 10% um miðbik ársins og var lítill munur á raunvaxta- stigi á milli einstakra banka og sparisjóðanna. Þegar rætt er um raunávöxtun er miðað við þá vexti sem greiddir eru að verð- bólgu frádreginni. ÞI Veldi vetrar er ekki mikið þessa dagana. Framan af degi í gær var bálhvasst af suðri um allan Eyjafjörð og jörð marauð. Af viðtölum við lögreglumenn um Eyjafjörð er vart hægt að tala um skemmdir á mannvirkj- um vegna hvassviðrisins. Á myndinni má þó sjá að þetta gróðurskýli við Kotárgerði hefur farið illa í gær. Mynd: Rikki Fatasöfnun fyrir Kúrda lokið: Um 248 tonn af fatnaði söfinuðust - þrjátíu og einn 40 feta langir gámar sendir til Kaupmannahafnar Þrjátíu og einn 40 feta langir gámar söfnuðust í fatasöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar og Slysavarnafélagsins fyrir Kúrda. Gámarnir eru nú á leið frá Islandi til Danmerkur en þaðan verður þeim ekið til Tyrklands og inn í norðurhluta íraks. Tveir gámar voru sendir flugleiðis fyrir mánaðamótin og verður farið að dreifa fatn- aðinum fyrstu daganna í febrúar. í frétt frá Hjálparstofnun Ummæli skrifstofustjóra starfsmannaskrifstofu prmálaráðuneytisins um nauðsyn þess að afnema biðlaunarétt opinberra starfsmanna: Liður í skipulagðri aðför ríkis- valdsins að eigin starfsmönnum - segir m.a. í yfirlýsingu frá BSRB, BHMR og KÍ Samtök opinberra starfsmanna, BSRB, BHMR og Kennara- samband Islands, lýsa furðu sinni á ummælum skrifstofu- stjóra starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, sem einnig er fulltrúi í samninga- Leiðrétting í blaðinu á miðvikudag var frá- sögn af gjöf kvenfélagsins Iðunn- ar til Kristnesspítala. í textanum var ranglega farið með nafn þar sem stóð Ragnheiður Jónsdóttir en átti að vera Ragnhildur Jóns- dóttir. Beðist er velvirðingar á þessu. JÓH nefnd ríkisins, um nauðsyn þess að afnema biðlaunarétt opinberra starfsmanna. Enn einu sinni eru kynntar hug- myndir um að skerða lögbund- in réttindi opinberra starfs- manna sem ríkisvaldið hefur hingað til metið sem hluta af starfskjörum og á grundvelli þess tekist að halda launum niðri. f yfirlýsingu frá BSRB, BHMR og KÍ segir, að á sama tíma og ummæli þessi koma fram hafnar samninganefnd ríkisins öllum kjarabótum fyrir viðsemjendur sína og gefur ekki kost á viðræð- um um annað en kjaraskerðingu á næstu tveimur árum. Opinberir starfsmenn líta á ummæli skrif- stofustjórans sem lið í skipulagðri aðför ríkisvaldsins að eigin starfs- mönnum. Réttindi opinberra starfsmanna eru víða þrengri en annars launa- fólks, t.d. getur ríkisvaldið beitt ákvæðum um framlengingu upp- sagnarfrests ef því hentar, opin- berir starfsmenn hafa yfirvinnu- skyldu, þeir geta ekki tekið að sér aukastörf hjá öðrum en rík- inu nema með samþykki ráð- herra og þeir búa við mun þrengri ákvæði um verkfallsrétt en annað launafólk. Þeir opinberu starfsmenn sem eiga rétt á biðlaunum eru að stærstum hluta fólk sem hefur valið sér störf innan velferðar- kerfisins að ævistarfi. Aðförin sem nú er farin að lögbundnum réttindum þeirra, virðist mark- viss liður í þeirri stefnu núver- andi stjórnvalda að losa sig við ábyrgð sína á velferð þegnanna og gera þannig grundvallarbreyt- ingu á samfélaginu. -KK kirkjunnar segir að heildarþyngd fatnaðarins sem safnaðist sé nærri 248 tonn og hefur aldrei farið fram önnur eins fatasöfnun hérlendis. Forráðamenn Hjálpar- stofunar kirkjunnar leituðu lið- sinnis Slysavarnafélags íslands þar sem ljóst var að verkefnið yrði umfangsmeira en fámennt starfslið Hjalparstofnunar fengi við ráðið. I raun renndu menn blint í sjóinn með undirtektir og var reiknað með þrem eða fjórum gámum. Undirtektir landsmanna urðu hins vegar margfalt meiri eða 31 gámur alls. Söfnunin sjálf tók aðeins þrjá daga og síðan tók um viku að pakka og ganga frá fatnaðinum í gáma. Kostnaður við söfnunarátakið er í kringum þrjár milljónir króna, þrátt fyrir að margir hafi gefið vinnu og veitt afslátt. Sótt hefur verið um framlag frá Ríkis- sjóði. Stærstu kostnaðarliðirnir eru flutningur og umbúðir. Sam- skip og Eimskip lána gáma og flytja þá endurgjaldslaust til Kaupmannahafnar. Kostnaður við flutning frá Danmörku til Kúrdistan verður yfir 9 milljónir króna sem Hjálparstofnun dönsku þjóðkirkjunnar greiðir með styrk frá danska ríkinu. Margir lögðu hönd á plóginn við framkvæmd söfnunarinnar og vill Hjálparstofnun kirkjunnar þakka landsmönnum öllum fyrir stuðninginn. -KK IRIDDS Jákvæð um 7,1% af 15 til 24 mánaða reikningum Windows 3,0 Námskeiðlð hefst í næstu viku Tölvunám, nám sem nýtist gg [g Tölvufræðslan Akureyri hf. Glerárgötu 34, III. hæð, Akureyri, sími 96-27899. Akureyrarmótið í tvímenningi, Hafspilsmót: Anton og Pétur með örugga forystu - hafa 152 stig á parið í öðru sæti Þeir félagar Anton Haraldsson og Pétur Guðjónsson gefa ekkert eftir í toppbaráttunni á Akureyrarmótinu í tvímenn- ingi í bridds, Hafspilsmóti, sem nú stendur yfir. Þeir hafa haft forystu frá upphafi og nú þegar 14 umferðum af 23 er lokið, hafa þeir félagar 152 stiga forskot á parið í öðru sæti. Páll Pálsson og Þórarinn B. Jónsson hafa færst upp í annað sæti en þeir Hermann Tómasson og Ásgeir Stefánsson færðust nið- ur í þriðja sæti. Spilaður er baro- meter, þ.e. allir spila á sömu spil í hverri umferð. Næstu 5 umferð- ir verða spilaðar í Hamri nk. þriðjudagskvöld en staðan að loknuml4umferðumerþessi: stig 1. Anton Haraldsson/Pétur Guðjónsson 288 2. Páll Pálsson/Þórarinn B. Jónsson 136 3. Hermann Tómasson/Ásgeir Stefánss. 99 4. Örn Einarsson/Hörður Steinbergsson 89 5. Jón Sverrisson/Kristján Guðjónsson 81 6. Ármann Helgason/Sigfús Hreiðarsson 63 7. Skúli Skúlason/Stefán G. Stefánsson 42 8. Jakob Kristinsson/Stefán Ragnarsson 35 -KK

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.