Dagur - 31.01.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 31.01.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 31. janúar 1992 - DAGUR - 3 Fréttir____________________________________________________________________ Áhrif „bandormsins“ á prhagsáætlun Akureyrarbæjar: Framkvæmdafé bæjarins lækkar um 19 millj. króna - framlög lækka m.a. til menningarmála, sambýlis fyrir aldraða og dagvistar Fjárhagsáætlun Akureyrar- bæjar verður tekin til síðari umræðu í bæjarstjórn Akur- eyrar nk. þriðjudag. Milli umræðna hefur íjárhagsáætl- uninni verið breytt með tilliti til ákvæða í „bandorminum“ um ýmsar álögur á sveitar- félögin. Þar á meðal er 34 miUj- óna króna löggæsluskattur. Sigurður J. Sigurðsson, forseti Nokkrir bændur í Eyjafirði hafa orðið að slátra fé nú á þorranum. Er þar um að ræða bændur sem seldu fullvirðisrétt sinn til framleiðslu sauðfjár- afurða á slíðastliðnu hausti og höfðu leyfi til, samkvæmt reglugerð, að halda eftir tíu ám. Þessir bændur reyndust eiga eftir fleiri kvenkyns sauð- kindur en reglugerðin sagði til um og hefur Framleiðsluráð landbúnaðarins nú krafíst þess að þessum umframám verði slátrað ef viðkomandi bændur eigi að fá greiðslur fyrir hinn selda fullvirðisrétt. bæjarstjórnar Akureyrar, segir að þessum álögum hafi verið mætt með Iækkunum á ýmsum liðum fjárhagsáætlunarinnar, en hins vegar sé staðið við það meginmarkmið hennar að rekstrargjöld fari ekki yfír 71% af tekjum. Eins og áður segir er löggæslu- skattur á Akureyrarbæ 34 millj- ónir króna, 2.370 kr. á hvern Ólafur Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarð- ar, sagði að hér væri aðeins um fáa bændur að ræða - um tíu tals- ins og byggðist þetta yfirleitt á misskilningi þar sem sumir hefðu álitið að þeir gætu sett gimbrar á án þess að slíkt kæmi fram í fjár- tölunni. Einnig gæti verið um misskilning að ræða þar sem fleiri en einn aðili hefði átt fé sem skráð var á sama fullvirðisrétt. Ólafur kvað rétt vera að viðkom- andi bændur hefðu fengið bréf frá Framleiðsluráði þar sem þeirn var fyrirskipað að slátra umfram- fé og yrðu þeir að leggja fram íbúa miðað við íbúatölu 1. des-' ember sl. Niðurfelling endur- greiðslna vegna skipulagsmála nemur tæpum 2,7 milljónum króna og aukin hlutdeild Akur- eyrarbæjar í kostnaði við Fast- eignamat ríkisins er 2 milljónir króna. Þá er ógetið ákvæðis í „band- orminum“ um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, I sönnun þess að fénu hefði verið slátrað áður en til greiðslu sölu- verðmætis fullvirðisréttarins kæmi. Ekki hefði verið talið nægjanlegt að farga ánum til ann- ars eiganda. Ólafur sagði að bornar hefðu verið saman forða- gæsluskýrslur frá fyrra ári og sölusamningar frá liðnu hausti hjá Framleiðsluráði til að finna út hvort einhverstaðar leyndist sauðfé umfram leyfilega samn- inga. Hann sagði að bændur hefðu tekið þessu af skilningi og kvaðst ekki vita að til erfiðleika hafi komið vegna þessa. ÞI sem kveður á um að sveitarfélög skuli leggja fram óafturkræft framlag, 3,5% af kostnaðarverði eða kaupverði hverrar félags- legrar íbúðar.“ Sigurður J. Sig- urðsson segir að ekkert virðist vera ákveðið hvernig þessu ákvæði verði fylgt eftir. Menn séu nokkuð sammála um að það skuli ná til þeirra félagslegu íbúða sem Húsnæðisstofnun lán- ar til á þessu ári, en ákvörðun hennar um lánveitingar til ein- stakra sveitarfélaga liggi ekki enn fyrir. Eins og Dagur hefur greint frá sótti Akureyrarbær um lán til byggingar 66 íbúða á þessu ári. „Væntanlega snýr þessi gjaldtaka að öllum íbúðum, sem byggðar eru út úr félagslega kerfinu, hvort sem þær heita leiguíbúðir á vegum sveitarfélaga, eignaríbúð- ir, kaupleiguíbúðir eða stúdenta- garðar. Spurningin er hvenær þetta gjald kemur til innheimtu. Við álítum að það muni jafnvel verða gert þegar íbúðarverðið verður gert upp í lokin. Það myndi þýða að skuldbindingar sveitarfélaganna vegna þessa yrðu ekki miklar á yfirstandandi ári, en kæmu af fullum þunga í framtíðinni. Við tókum þá afstöðu að taka ekki þennan þátt inn í fjárhagsáætlun, en bíða endurskoðunar hennar á miðju ári,“ sagði Sigurður. Að sögn Sigurðar verður álög- um ríkisvaldsins á Akureyrarbæ mætt með því að lækka framlög til skipulagsmála um 2,7 milljónir króna, til tæknisviðs lækka fram- lög um 2 milljónir króna, gjald- færður stofnkostnaður lækkar um 5 milljónir króna og 14 milljónir verða teknar út úr eignabreyting- um. Framkvæmdafé verður sam- kvæmt þessu lækkað um 19 millj- ónir króna frá fjárhagsáætluninni eins og hún var lögð fram 21. janúar sl. Af einstökum liðum má nefna að til nýrrar dagvistar verður varið 25 milljónum króna í stað 30 í áætluninni, til sambýlis aldraðra verður varið 20 milljón- um í stað 22 milljóna, framlag til vélasjóðs lækkar úr 8 millljónum í 6 milljónir og til menningarmála verður varið 40 milljónum, en í fjárhagsáætluninni var gert ráð fyrir 45 milljónum í þennan málaflokk. Sigurður segir að ætlunin hafi verið að byggja nýja dagvist, en einnig komi til greina að nýta gamalt húsnæði fyrir hana. Sá möguleiki verði m.a. kannaður til hlítar hvort til greina komi að finna dagvistinni stað í húsakynn- um vistheimilisins Sólborgar. óþh Bændum sem seldu Mvirðisrétt á síðasta hausti: Skipað að slátra umframfé Akureyri: D-sveitín endurvakin utan Tónlistarskólans Nú er í bígerð að endurvekja svonefnda D-sveit en það var nafn á hljómsveit nemenda í Tónlistarskólanum á Akureyri sem starfaði undir stjórn Roars Kvam fyrrverandi skólastjóra. Starfsemi sveitarinnar hefur legið niðri síðan Roar lét af störfum við skólann í haust. Að sögn Roars var það fyrir frumkvæði foreldrasamtakanna sem starfað hafa í tengslum við D-sveitina sem ákveðið var að halda starfseminni áfram, utan Tónlistarskólans og undir nýju nafni. Um 30 blásarar hafa sýnt áhuga á að starfa áfram með sveitinni undir stjórn Roars og verður haldinn fundur um fram- tíð sveitarinnar í Lóni síðdegis á sunnudag. Á þeim fundi verður m.a. rætt um hvort halda skuli til streitu fyrirhugaðri þátttöku sveitarinn- ar í hljómsveitamóti í Sviss á I erlendri grund og nú fyrir jólin sumri komanda. D-sveitin hefur kom út geisladiskur með hljóð- áður gert garðinn frægan á færaleik sveitarinnar. -ÞH íkveikjumálið í Síðuskóla: Sá er hringdi er saklaus í frétt í Degi 22. janúar sl. er greindi frá íkveikju í Síðuskóla og þar er haft eftir slökkviliðs- stjóranum á Akureyri. „Kennar- ar skólans þekktu pottorminn er tilkynnti um eldinn þar sem öll brunaútköll eru tekin upp á segulband. Sá er hringdi reyndist vera einn hinna seku.“ Þar sem rannsóknarlögreglan á Akureyri hefur upplýst málið og annað hefur komið í ljós en í fréttinni stendur vill Gísli K. Lór- enzson, slökkviliðsstjóri, koma eftirfarandi á framfæri. „Stað- hæfingar um að sá er tilkynnti brunann hafi átt hlut að máli eru alrangar sem komið er fram í skýrslum lögreglu og ég biðst vel- virðingar. Eg hef rætt við dreng- inn sem hringdi og var grunaður í fyrstu. Málið er frágengið f fullri sátt okkar í milli.“ ój Verslunin Topp Menn: Einn gömlu eigend- anna heldur áfram Leikfélag Dalvíkur: Sýnir Rjúkandi ráð eftir Jónas og Jón Múla Leikfélag Dalvíkur er nú byrj- að að æfa leikritið Rjúkandi ráð eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Arnasyni. Þarna er á ferð fjörugur kaldastríðsfarsi með miklum söng og dansi eins og faðernið segir til um. Þar eru sungin ýmis kunn lög en það þekktasta er sennilega Fröken Reykjavík. Leikstjóri hjá Leikfélagi Dal- víkur verður að þessu sinni Sig- urgeir Scheving en hann hefur leikstýrt víða á landsbyggðinni og ma. sett upp Rjúkandi ráð oftar en einu sinni. Leikendur í verk- inu eru þrettán en auk þess koma fram fjórir dansarar. Leikin verð- ur lifandi tónlist á sviðinu undir stjórn Dagmanns Ingvarssonar. Frumsýningardagur hefur ekki verið ákveðinn en stefnt er að því að frumsýna Rjúkandi ráð í lok febrúar. -ÞH Eins og fram kom í blaðinu í gær urðu eigendaskipti á versl- ununum Topp Menn og Allir sem 1 á Akureyri nú í byrjun vikunnar. Þrír eigendur voru áður að versluninni Topp Mönnum og mun einn þeirra halda áfram í hinu nýja félagi sem stofnað hefur verið um reksturinn. Nýtt hlutafélag fimm aðila var stofnað um rekstur verslananna tveggja en nafni sportvöruversl- unarinnar Allir sem 1 verður breytt í Topp Sport. Arnar Birgisson var áður einn þriggja eigenda Topp Manna en hann keypti hluta meðeigenda sinna og er einn af fimm stofnendum hins nýja hlutafélags. Arnar vildi koma á framfæri að því hafi í raun ekki að öllu leyti verið um nýja eigendur að ræða. JÓH í léttum lcik. Útsala hefst mánudaginn 3. februar Kjólar, blússur, peysur og fl. KJœbavershm SigutiarGubmwuLwmirhf. , HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI96-24423 AKUREYRI ^ ----------------------- *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.