Dagur - 31.01.1992, Side 6

Dagur - 31.01.1992, Side 6
6 - DAGUR - Föstudagur 31. janúar 1992 Fundur Framsóknarflokksins á Akureyri: Samdrátturiim einn stendur upp úr aðgerðum ríkisstjórnarinnai' - þróttur hvarf úr fyrirtækjum og vonin um kjarabætur hvarf með vaxtahækkuninni, sagði Guðni Ágústsson, alþingismaður „Eina efnahagsaðgerð ríkis- stjórnarinnar er að draga úr halia ríkissjóðs og það á síðan að leysa allan vanda - bæði lækka vexti og annað,“ sagði Guðinundur Bjarnason, alþing- ismaður og fyrrverandi heil- brigðisráðherra á almennum stjórnmálafundi Framsóknar- flokksins á Akureyri á miðviku- dagskvöld. Guðmundur benti síðan á hvað stæði uppúr aðgerðum stjórnarinnar - það væri samdrátturinn og ekkert annað. Guðni Ágústsson, alþingismaður sagði að þjóðin hefði verið tiltölulega sátt við verk fyrri ríkisstjórnar fyrir síðustu kosningar og sá árang- ur, sem þá hefði náðst hefði gefið fólkinu í landinu nýja von um að unnt yrði að bæta kjör hinna lægst launuðu. Val- gerður Sverrisdóttir, alþingis- maður sagði að ráðherrar töl- uðu nú eins og hér hefðu aldrei verið erfiðleikar fyrr og þrátt fyrir niðurskurð stjórnvalda stefni nú í methalla á ríkis- sjóði. Sama ástand væri nú að skapast í landinu og á haust- dögum 1988 þegar ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hafí farið frá. Guðni Ágústsson sagði meðal annars í framsöguræðu sinni að óvenjulegar aðstæður væru nú í stjórnmálum og hörð sjónarmið „Fundirnir í síðustu viku í Glerárskóla, sem foreldrafélag skólans stóð fyrir í samráði við íþrótta- og tómstundaráð, Félagsmálastofnun Akureyrar og rannsóknarlögregluna á Akureyri heppnuðust með ágætum. Á fundunum var rætt flest það er viðkemur ungling- um í eldri deildum grunnskól- ans. FuIIur vilji er fyrir að áfram verði haldið og því verða fund- ir með foreldrum barna í eldri deildum Gagnfræðaskólans í Guðni Ágústsson. ríktu á þeim vettvangi. Baráttu- hugur væri í mörgu fólki en því væri einnig brugðið. Hann kvaðst á ferðum sínum síðustu daga hafa tekið eftir því að um leið og menn segðu „allt gott“ ef þeir væru spurðir frétta hljómaði svarið oft eins og þessir sömu menn hefðu lent undir strætis- vagni. „Og hver er sá strætis- vagn? - Hann er ríkisstjórnin þar sem tíu ráðherrar sitja, hver með sitt stýri og stýra sinn í hverja átt.“ Guðni rifjaði síðan upp til- urð núverandi ríkisstjórnar og sagði upptök hennar hafa orðið snemma á síðasta vetri þegar næstu viku þ.e. á þriðjudags-, miðvikudags- og fímmtudags- kvöld,“ sagði Helga Ágústs- dóttir starfsmaður Félagsmála- stofnunar Akureyrar. Á fundunum í Glerárskóla voru flutt nokkur framsöguerindi og umræður voru fjörugar. Greint var frá því sem börnunum býðst í tómstundum, þá jafnt dansleikjahaldi sem ýmsu tóm- stundastarfi. Pessi starfsemi er mjög fjölbreytt á Akureyri sem fram kemur í bæklingi er nýlega Valgerður Sverrisdóttir. „kúarektorarnir" frá Ögri hafi farið að huga að áframhaldandi ráðherradómi sínum og ákveðið að taka saman við svörtustu afturhaldsöflin í Sjálfstæðis- flokknum. Þegar Davíð og Jón Baldvin hafi síðan farið út í Við- ey hafi í raun ekki þurft að semja um neitt - þetta hafi allt verið ákveðið áður. Að stjórnarmynd- uninni lokinni hafi hernaðurinn verið settur í gang, kaffipakka- ræða forsætisráðherra á þjóð- hátíðardaginn verið byrjunin - síðan hafi fortíðarvandinn verið fundinn upp og svartagallsrausið byrjað. kom út og var borinn í öll hús í bænum. Sérstaklega var bent á að tómstundastarf er mikið innan skólanna. Jóhannes Sigfússon frá rannsóknarlögreglunni mætti til fundanna og sagði frá heimi ungl- inganna eins og hann blasir við af sjónarhóli rannsóknarlögregl- unnar. Jóhannes greindi sérstak- lega frá næturlífi ungmenna þar sem fjallað var um áfengisneyslu og fleira. Fulltrúar Félagsmála- stofnunar fjölluðu um hvað það er að vera unglingur í dag og hvað er að vera foreldri. Sérstak- lega var tekið fyrir að fólk mætti ekki mikla fyrir sér unglinga- vandamálin því hið æskilega er að foreldrar viðurkenni þetta aldursskeið og reyni að átta sig á hlutunum með samvinnu að leið- arljósi. Fram kom að víða örlar á öryggisleysi hjá foreldrum, sem kemur til vegna örra breytinga í samfélaginu. „Til fundanna var ekki boðað sérstaklega vegna upplausnar á Akureyri það er varðar unglinga. Miklu fremur er verið að leita eftir samvinnu allra þeirra er taka á uppeldi barna. Því er ráðgert að halda fundaherferðinni áfram í þeim skólum þar sem eldri deildir grunnskóla eru starfrækt- ar,“ sagði Helga Ágústsdóttir. ój Guðmundur Bjarnason. Yextir af spariskírteinum voru hækkaðir um 25 til 30% ef miðað er við annað verðlag í landinu á sama tíma Guðni ræddi síðan nokkuð um einkavæðingarhugmyndir ríkis- stjórnarinnar og sagði að sú einkavæðing sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefði boðað árum saman væri fyrst og fremst að koma fyrirtæicjum í eigu hins opinbera í hendur vina sinna. Guðni nefndi hugmyndir um sölu Búnaðarbankans í því sambandi. Búnaðarbankinn væri mikilvægt baráttutæki til þess að leiða vext- ina niður á við - hann hefði ekki orðið að taka á sig eins mikil töp og hinir bankarnir og því getað rekið aðra vaxtastefnu. Guðni benti á að Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra, hefði gefið fjármálaöflunum um einn milljarð af eign fólksins í landinu með þeirri sameiningu sem átti sér stað með stofnun íslandsbanka. Guðni ræddi um orsakir hávaxta- stefnunnar, sem hann kvað fyrst og fremst stafa af völdum spari- skírteina ríkissjóðs. Raunvextir af spariskírteinum hefðu verið 6,6% og væru nú komnir í 8,1%, sem þýddi um 25 til 30% hækkun ef miðað væri við annað verðlag í landinu. Með gengdarlausri vaxtahækkun ríkisstjórnarinnar hefði þrótturinn farið úr mörgum atvinnurekstrinum og vonin um kjarabætur horfið. Ætlaði Jón Baldvin sér að skerpa óeininguna á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins til að afla sér samúðar? Valgerður Sverrisdóttir sagði að sama ástand væri nú að skapast og þegar ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hvarf frá völdum á haustdögum 1988. Valgerður benti á að reynslan sýni að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi aldrei ráðið við ríkisfjármálin og nú stefni í methalla á rekstri ríkissjóðs þrátt fyrir samdráttaraðgerðir stjórnarinnar. Valgerður benti á að sá flati niðurskurður sem nú er verið að framkvæma í heilbrigð- iskerfinu sé óframkvæmanlegur auk þess sem fjöldauppsagnir á starfsfólki séu ólöglegar eins og þær séu nú framkvæmdar. Þá ræddi Valgerður um boðaðan niðurskurð í menntakerfinu og sagði að sá niðurskurður sem fram á að fara á yfirstandandi ári sé boðaður svo seint að honum verði að ná á hálfu skólaári - það er að segja haustönninni því sam- kvæmt skilgreiningu forsætisráð- herra á Alþingi sé miðað við fjár- lagaárið í niðurskurðarhugmynd- unum en ekki skólaárið. Augljóst sé að þessum niðurskurði verði ekki náð nema með lækkun launa- kostnaðar - það er fjölgun í bekkjum og fækkun kennara. Að síðustu ræddi Valgerður nokkuð um fundaferð utanríkisráðherra um landið í síðustu viku og varp- aði fram spurningu um hvað Jón Baldvin hafi ætlast fyrir með fundunum því hann hafi getað sagt sér sjálfur hverjar viðtökur hann fengi miðað við fyrri málflutning hans um landbúnaðinn. „Ætlaði hann sér að skerpa óeininguna á milli landsbyggðarinnar og höfuð- borgarsvæðisins til að ná fram samúð þar,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir. Sighvatur vill skjóta sér á bak við hugmyndir fyrirrennara síns Guðmundur Bjarnason ræddi meðal annars um fjármál rfkis og sveitarfélaga og sagði að þótt dregið yrði saman í ríkiskerfinu yrði verulegur halli á ríkissjóði. Hann benti á að sveitarfélögin væru illa undir skattlagningu ríkisins búin - lengri fyrirvara og undirbúning þyrfti til þess að gera miklar breytingar á verka- skiptingu þeirra. Um lögreglu- skattinn sagði Guðmundur að hann væri einungis nefskattur á sveitarfélögin þar sem þau hefðu engin áhrif á framkvæmd löggæsl- unnar eftir sem áður. Guðmund- ur ræddi síðan um framgöngu núverandi heilbrigðisráðherra og lýsti þeim mun sem væri á hug- myndum Sighvats Björgvinsson- ar um sparnað og þeim tillögum sem hann sjálfur hefði gert í ráð- herratíð sinni. Hann kvað mun- inn magvíslegan þótt eftirmaður sinn vildi skjóta sér á bak við hugmyndir fyrirrennara síns. Guðmundur nefndi nokkur dæmi um niðurskurð á fjárveitingum til sjúkrahúsa á Norðurlandi og nefndi tæpar 60 milljónir á Akur- eyri, um 14 milljónir á Húsavík og allt að 7 milljónir á Siglufirði. ÞI Glerárkirkja: Fjöldskylduguðs- þjónusta á sunnudagiim Fjölskylduguðsþjónusta verður í Glerárkirkju næstkomandi sunnudag kl. tvö eftir hádegi. Slíkar guðsþjónustur verða síðan á sama tíma fjórða hvern laugar- dag í vetur. Fjölskylduguðsþjón- usturnar verða með léttara sniði en hefðbundnar guðsþjónustur og taka börn og unglingar þátt í helgihaldinu. Foreldrar eru hvattir til þess að mæta í kirkju með börnum sínum því að rækja trú sína er bæði fólgið í einveru með Guði og samfélagi við aðra í kirkjunni sinni. Fundaherferð foreldrafélaga í unglingaskóla Akureyrar: MMvægt að koma á jákvæðu starfi foreldranna iimbyrðis - segir Helga Ágústsdóttir starfs- maður Félagsmálastofnunar Akureyrar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.