Dagur - 31.01.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 31.01.1992, Blaðsíða 11
Föstudagur 31. janúar 1992 - DAGUR - 11 Íþróttir Jón Haukur Brynjólfsson KA-menn sóttu stig til Hafnarfjarðar: „Getum lent í þriðja sæti en líka í því níunda“ - segir Alfreð Gíslason þjálfari KA Wolfgang Sahr, þjalfari Oðins, Rut Sverrisdóttir, Helgi Tulinius, sem tók við bikarnum fyrir Hlyn Tulinius, Sif Sverrisdóttir og Þorgerður Benedikts- dóttir. sem bættu sig mest á Desember- mótinu voru Svana Karlsdóttir, um 152 stig í 50 m skriðsundi, Baldur M. Helgason, um 214 stig í 50 m flugsundi og Sif Sverris- dóttir um 218 stig fyrir 100 m skriðsund. Kom bikarinn því í hlut þeirrar síðasttöldu. Alfreð átti stórleik í Hafnarfirði og skoraði 9 mörk. Mynd: Goiií arsins Körfuknattleikur, 2. deild: UFA vann alla leikina Uppskeruhátíð Óðins: Rut kjörin sundmaður Rut Sverrisdóttir var kjörinn sundmaður ársins á uppskeru- hátíð sundfélagsins Óðins sem fram fór í Þelamerkurskóla sl. sunnudag. Eins og komið hefur fram setti Rut fjölda íslandsmeta í flokki sjónskertra á árinu, vann til verð- launa á Norðurlanda- og Evrópu- móti fatlaðra og setti heimsmet í sínum flokki í 200 m baksundi. Sundmaður ársins hjá Óðni er valinn út frá fjórum atriðum: Mætinu á æfingar og æfingafram- lagi, bætingu á sundmótum, árangri á sundmótum og framlagi til félagsstarfa/félagsanda. Að auki voru veittir þrír bikar- ar fyrir þau afrek ársins sem gáfu flest stig í karla- og kvennaflokki og fyrir mestu bætingu á Des- embermóti. Þorgerður Benedikts- dóttir varð stigahæst kvenna á árinu, hlaut 633 stig fyrir 2:16,91 í 200 m skriðsundi og Hlynur Tulinius varð stigahæstur karla fyrir 2:04,32 í 200 m skriðsundi en mjótt var á mununum því Ómar Árnason hlaut aðeins tveimur stigum minna fyrir 1:01,31 í 100 m flugsundi. Þau og Völsungur. UFA vann alla sína leiki, eins og í fyrstu umferð- inni, Dalvíkingar sigruðu Þrym og Völsung og Völsungar sigruðu Þrym. Staðan í riðlinum eftir tvær umferðir er sú að UFA er í efsta sæti með 12 stig, Dalvíkingar hafa 8 stig, og Þrymur og Völs- ungur 4 hvort. Næsta umferð verður á Húsavík í mars. í Norðurlandsriðli B leika Æskan, Laugar og ÍMA. Þar hef- ur aðeins ein umferð farið fram en ekki hefur tekist að afla upp- lýsinga um úrslit úr henni. JÚdÓ: Freyr Gauti keppir í París Freyr Gauti Sigmundsson, júdómaður úr KA, tekur um helgina þátt í sterku alþjóðlegu móti í París ásamt þremur öðrum íslenskum júdómönnum. Mótið fer fram í Pierre du Cubertin íþróttahöllinni og á laugardag keppa þar Eiríkur Ingi Kristinsson í -71 kg flokki, Halldór Hafsteinsson í -86 kg flokki og Sigurður Bergmann í +95 kg flokki. Á sunnudaginn keppir svo Freyr Gauti í -78 kg flokki. HSÍ: __ Einar Örn hættir Einar Örn Stefánsson hefur sagt upp starfí sínu sem framkvæmdastjóri Hand- knattleikssambands íslands. Einar Örn lagði fram upp- sagnarbréf 30. október sl. og lætur af störfum 1. febrúar, á morgun. Önnur umferð í Norðurlands- riðli A í 2. deild íslandsmótsins í körfuknattleik fór fram á Sauðárkróki um síðustu helgi. Ungmennafélag Akureyrar vann alla sína leiki og er með fullt hús stiga í riðlinum. Liðin sem leiddu saman hesta sína voru UFA, Dalvík, Þrymur Knattspyrna: Mark í Leiftur? Mark Duffíeld, sem þjálfaði og lék með 3. deildarliði KS í knattspyrnu sl. sumar, hefur átt í viðræðum við 2. deildarlið Leifturs um að leika með lið- inu næsta sumar. Litlar líkur eru á að Mark verði áfram á Siglufirði og hefur hann átt í viðræðum við fjölmörg lið í vetur, flest á höfuðborgar- svæðinu. Samkvæmt heimildum blaðsins eru nú mestar líkur á að hann leiki með Leiftri og mun það skýrast á næstunni. Knattspyrna: Óvíst hvaða lið skipa Norðuriandsriðil 4. deildar Frestur til að tiikynna þátttöku í 4. deild íslandsmótsins í knattspyrnu næsta sumar rann út 20. janúar sl. Hugsanlegt er að eitthvað færri lið frá Norðurlandi verði með í ár en í fyrra tóku 7 lið þátt í Norður- landsriðli, D-riðli. Fimm lið sem voru í D-riðli í fyrra hafa tilkynnt þátttöku í ár, Neisti frá Hofsósi, Hvöt frá Blönduósi, Þrymur frá Sauðár- króki, Kormákur frá Hvamms- tanga og SM frá Skriðu- og Möðruvallarhreppi. UMSE-b sendir ekki lið í Islandsmót þetta árið og Reynismenn hafa samein- ast 3. deildarliði Dalvíkur. Þá hefur HSÞ-b ekki enn sent inn til- kynningu en samkvæmt upplýs- ingum blaðsins eru allar líkur á að liðið verði með en KSÍ mun taka við tilkynningum í fáeina daga til viðbótar. Ekki er vitað hvar Magnamenn leika í ár en þeir féllu úr 3. deild í sumar. Vegna gjaldþrots ÍK í Kópavogi losnaði sæti í 3. deild- inni og leika Magnamenn um það sæti við Hött frá Egilsstöðum 7. mars nk. Tapi Magnamenn þeim leik verða þeir í 4. deildinni næsta ár. Eitt lið til viðbótar gæti bæst í Norðurlandsriðil og það er Geisli frá Hólmavík. Það lið lék í B- riðli í fyrra en hefur áður leikið í riðli með liðum frá Norðurlandi. KA-menn geta þakkað Sigur- páli Arna Aðalsteinssyni og Alfreð Gíslasyni að annað stig- ið náðist út úr viðureigninni við Hauka í Hafnarfírði á mið- vikudagskvöldið. Lokatölumar urðu 29:29 í miklum baráttu- leik þar sem Haukar voru með forystuna nær allan leikinn og þótt KA-menn ættu möguleika Handknattleikur 1. deild Stjarnan-Selfoss 24:26 FH-IBV 28:25 UBK-Grótta 14:17 Haukar-KA 29:29 Valur-Fram 23:20 Víkingur-HK 24:21 FH 16 13-2- 1 451:365 28 Víkingur 15 12-2- 1 389:324 26 Fram 16 7-4- 5 368:378 18 Selfoss 15 8-1- 6 401:390 17 Stjarnan 16 7-1- 8 389:37115 Valur 14 5-5- 4 344:335 15 KA 15 6-3- 6 364:366 15 ÍBV 15 6-2- 7 402:388 14 Haukar 16 54- 7 386:395 14 Grótta 16 3-4- 9 323:387 10 HK 15 3-2- 10 340:363 8 UBK 16 2-2-12 292:377 6 á að hirða öll stigin í lokin róuðu þeir sig niður í síðustu sókninni og voru greinilega sáttir við jafnteflið. „Við ætluðum að bíða með að skjóta þangað til á síðustu sekúndunum en þá var brotið á okkur og það var vonlaust að skora úr aukakastinu,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA í leikslok. „Við ætluðum okkur að tryggja annað stigið og ég er ánægður með að það tókst. Enn geta fimm lið lent í fallkeppninni en spurningin er hverjir hafa sterkustu taugarnar. Staðan í dag er þannig að við getum lent í þriðja sæti en líka í því níunda,“ sagði Alfreð sem átti stórleik fyr- ir lið sitt enda fékk hann að leika lausum hala óvenjulengi að þessu sinni. Haukar náðu undirtökunum um miðjan fyrri hálfleik og breyttu þá stöðunni úr 7:6 í 11:6. Þegar þrjár mínútur voru til leikhlés var staðan 15:10 en KA- menn skoruðu þrjú síðustu mörkin í hálfleiknum. Haukar höfðu áfram 2-4 marka mun í seinni hálfleik þangað til fimm mínútur voru til leiksloka. KA- menn skoruðu þá þrjú mörk og jöfnuðu, 28:28, þegar þrjár mínútur voru eftir. Páll Ólafsson skoraði fyrir Hauka en Stefán Kristjánsson jafnaði fyrir KA þegar enn voru tvær mínútur eftir. Mikill darraðardans var í lokin og hálfri mínútu fyrir leikslok komst einn leikmanna Hauka í dauðafæri en Axel, sem hafði átt fremur dapran dag, varði vel og KA-menn fengu síð- ustu sóknina eins og fyrr er lýst. Vörn KA var gloppótt í fyrri hálfleik og markvarslan lítil sem engin en í þeim seinni stórbatn- aði vörnin. Sigurpáll og Alfreð áttu báðir stórleik en aðrir voru lengi að ná áttum. Bestir í liði Hauka voru Halldór Ingólfsson og Páll Ólafsson. „Það var sárt að missa annað stigið eftir að vera búnir að vera yfir allan leikinn,“ sagði Páll Ólafsson og var greinilega mjög vonsvikin yfir úrslitunum. -bjb Mörk Huuka: Halldór Ingólfsson 8/1, Páll Ólafsson 7/2, Pétur Már Guðmunds- son 5, Petr Baumruk 3, Sigurjón Sigurðs- son 3, Óskar Sigurðsson 2, Sveinberg Gíslason 1. Mörk KA: Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 11/3, Alfreð Gíslason 9, Stefán Kristjáns- son 3, Erlingur Kristjánsson 3, Guð- mundur Guðmundsson 2, Pétur Bjarna- son 1. Dómarar: Hákon Sigurðsson og Guðjón L. Sigurðsson. Dæmdu illa og stöðvuðu leikinn í tíma og ótíma. íþróttir HANDKNATTLEIKUR Laugardagur 1. deild: Valur-KA kl. 16.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Sunnudagur Úrvalsdeild: Tindastóll-Haukar kl. 20.00 KR-Þór kl. 20.00 BLAK Laugardagur 1. deild kvenna: Sindri-KA kl. 14.00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.