Dagur - 05.02.1992, Síða 2

Dagur - 05.02.1992, Síða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 5. febrúar 1992 Fréttir Samvinna íslendinga og Svía í getraunum: íslenskir tipparar hafa fengið 30 milljónir Samkvæmt upplýsingum frá Islenskum getraunum hafa Velferð á varan- legum grunni: Kynningarftindir heil- brigðis- og trygg- ingamálaráðherra Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, boðar til kynningarfunda á Norðurlandi í þessari og næstu viku undir yfirskriftinni; Velferð á varanlegum grunni. Auk þess er ráðherrann með viðtalstíma fyrir almenning á þeim stöðum þar sem fundirnir verða haldnir. Fyrsti fundur ráðherra verður í Borgarkaffi á Siglufirði í kvöld kl. 20.30. Þá verður hann með viðtalstíma á bæjarskrifstofunni frá kl. 9-12 í dag. Á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar boðar heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra til fundar í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl. 20.30 og verður með viðtalstíma fyrir almenning á bæjarskrifstofunni frá kl. 9-12. í næstu viku boðar ráðherra til fundar á Akureyri og Húsavík. Fyrri fundurinn fer fram í Alþýðuhúsinu á Akureyri mið- vikudaginn 12. febrúar og hefst kl. 20.30. Fyrr um daginn verður ráðherra með viðtalstíma á bæjarskrifstofunni frá kl. 9-12. Fjórði og síðasti fundur ráð- herra á Norðurlandi, fer fram á Hótel Húsavík, fimmtudaginn 13. febrúar og hefst kl. 20.30. Þá verður ráðherra með viðtalstíma fyrir almenning á bæjarskrifstof- unni sama dag frá kl. 9-12. Tíma- pantanir í viðtalstíma ráðherra eru hjá bæjarstjórum kaupstað- anna fjögurra. -KK íslenskir tipparar fengið rúmar 30 milljónir frá sænskum tipp- urum þegar 12 vikur eru liðnar af samstarfi íslenskra getrauna og AB Tiptjanst í Svíþjóð. Strax í annarri leikviku þessa samstarfs voru íslensku tippar- arnir getspakir og fengu 20 millj- ónir frá Svíþjóð en síðan þá hafa ekki komið stórir vinningar hing- að til lands fyrr en nú um helgina þegar tveir voru með 13 rétta. Eins og fram kom í blaðinu í gær unnu getspekingar í Golf- klúbbi Akureyrar 10,7 milljónir króna um helgina. Þeir fengu rúmar 9,7 milljónir fyrir röð með 13 réttum en auk þess um milljón fyrir tíur, ellefur og tólfur. JÖH Arnar Páll Hauksson tók á mánudag við starfi deildarstjóra Ríkisútvarpsins á Akureyri. Arnar Páll tók við starfínu af Kristjáni Sigurjónssyni sem gegnt hefur því frá í haust. Á myndinn hér að ofan er Arnar Páll ásamt starfsfólki sínu í Ríkisútvarpinu á Akureyri en standandi eru (fv.): Nína Þórðardóttir, Helga Haraldsdóttir, Þröstur Emilsson, Þórir Jökuli Þorsteinsson, Björg Þórðardóttir, Björn Sigmundsson og Kristján Sigurjónsson. Mynd:Golli Löng og ströng barátta Björns Guðmundar Björnssonar vegna bílaviðskipta árið 1988: „Samantekin ráð að drepa málið“ „Ég fæ ekki betur séð en það séu samantekin ráð að drepa þetta mál. Þeir tveir lögfræð- ingar á Akureyri, sem ég hef rætt við, segja borðleggjandi að ég eigi að vinna þetta mál. Þess vegna skil ég ekki af hverju þeir taka það ekki að sér. Ég hlýt að álíta að þeir þori ekki að ganga að þessu fyrirtæki.“ Þetta segir Björn Guðmundur Björnsson í Öxarfirði um sam- skipti sín við lögfræðinga á Akur- eyri vegna máls sem hann hefur verið að berjast í undanfarin ár. Forsaga málsins er sú að á vor- dögum 1988 brá Björn sér til Akureyrar og seldi bifreið sína. Kaupandi greiddi með skulda- bréfi. Síðar þennan sama dag festi Björn kaup á öðrum bíl, skrifaði upp á skuldabréfið og framseldi það. Nokkrum mánuðum síðar barst honum síðan stefna til greiðslu skuldabréfsins vegna þess að nöfn ábyrgðarmanna á því væru fölsuð. „Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu vegna þess að tveir starfsmenn þessarar bílasölu höfðu vottað á skulda- bréfið. Það er skýrt kveðið á um að þeir sem skrifi upp á slík bréf séu vottar að réttri dagsetningu skuldabréfsins, fjárræði útgef- anda og réttum nöfnum ábyrgðar- manna. Þarna hafði greinilega ekki verið farið að settum reglum,“ sagði Björn. Honum var gert að greiða skuldabréfið, um 600 þúsund krónur á verðlagi árið 1988. „Ég A-sveit Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, sem hafnaði í öðru sæti, ásamt Snorra Birni Sigurðssyni, bæjarstjóra á Sauðárkróki. Mynd: sbg Framhaldsskólamótið í bridds: ísfirðingar náðu bikamum Framhaldsskólamótið í bridds fór fram í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki um síðustu helgi. Sigur úr býtum bar sveit Mennta- skólans á ísafirði, en í öðru sæti varð A-sveit heimamanna sem varð þar með að sjá á eftir titlinum vestur á firði að þessu sinni. Þriðja sætið hreppti síð- an sveit Fjölbrautaskóla Suðurlands. Alls tóku tíu sveitir þátt í mót- inu og komu þær frá átta skólum, en Menntaskólinn á Laugarvatni og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra tefldu báðir fram tveimur sveitum. Sigursveitina skipuðu þeir Hlynur Tr. Magnússson, Ragnar Torfi Jónasson, Tryggvi Ingason og Halldór Sigurðarson. Sauðárkróksbær gaf verðlaun- in og Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri, afhenti þau í mótslok. SBG hafði þá nýlega lokið prófi í fiskeldisfræðum frá Hólum og átti því ekki krónu. Eftir töluvert stapp tókst að semja um greiðslu á þessari upphæð og því lauk ég ekki fyrr en árið 1990,“ sagði Björn. Eftir að Birni barst stefnan í hendur hafði hann samband við bílasöluna og fékk þau svör, að sögn Björns, að hann þyrfti engar áhyggjur að hafa vegna þess að ábyrgðarmennirnir væru stór- eignamenn og því myndu þeir greiða skuldabréfið áður en langt um liði. „Auðvitað varð aldrei af því. Síðar kom í ljós að sá sem keypti bílinn hafði falsað bæði nöfn ábyrgðarmannanna á skulda- bréfinu og fyrir það hefur hann fengið dóm,“ sagði Björn. Þegar hér var komið sögu seg- ist Björn hafa haft samband við lögfræðing á Akureyri sem hafi gefið sér um eitt ár til þess að kanna málið, áður en hann til- kynnti að hann hefði ekki tíma til þess að sinna því. Annar lög- fræðingur var fenginn í málið, en eftir nokkurra mánaða skoðun segir Björn að hann hafi með bréfi dagsettu undir lok síðasta árs vísað málinu frá sér. „Það kom fram hjá þessum lögfræðingum að þeir telja þetta vera prófmál og rétturinn sé mín megin. Þess vegna er mér hulin ráðgáta af hverju þeir tóku það ekki að sér. Það bendir margt til þess að þeir þori ekki að hjóla í þetta viðkomandi stórfyrirtæki á Akureyri, sem auðvitað á að bera ábyrgð á því að skuldabréf sem þetta sé í lagi. Menn eiga ekki að skrifa upp á það sem vottar nema farið sé eftir settum reglum. Þarna var það augljóslega ekki gert,“ sagði Björn. En hvað hyggst Björn aðhafast frekar í þessu máli? „Satt best að segja er ég alveg að gefast upp á þessu og svo mikið er víst að ég hef ekki áhuga á að leggja út stórar fjárfúlgur vegna málsins í viðbót við það sem ég hef nú þeg- ar skaðast af því. En sé þetta prófmál, þá skilst mér að opin- berum aðilum beri að koma að því og sé'.það tilfellið er ég meira en tilbúinn að halda málinu áfram og fá það á hreint í eitt skipti fyrir öll hver er ábyrgur í slíku máli,“ sagði Björn Guð- mundur Björnsson. óþh Akureyri: Bæiannála- punktar ■ Á fundi íþrótta- og tóm- stundaráðs 20. janúar sl. kom fram að fimm umsóknir hefðu borist um starf sundlaugar- stjóra við Sundlaug Akureyrar og þrettán umsóknir um stöðu kvenbaðvarðar við sundlaug- ina. ■ Bygginganefnd hefur hafn- að erindi Jóns Bjarnasonar, Kaupvangsstræti 14-16, f.h. Jónco hf„ um leyfi til að setja upp ljósaskilti úr plasti og járni á húsið Kaupvangsstræti 14-16. ■ Með erindi dags. 21. janúar 1992 sótti Gísli Gestsson, Skipholti 31, Reykjavík, f.h. Ljósmyndavara hf. um lóðina nr. 1 við Kaupvangsstræti til að byggja á verslunar- og skrif- stofuhús í tveim áföngum, 1. hæð ásamt 2ja hæða turnbygg- ingu í 1. áfanga og 2. hæð í 2. áfanga. Bygginganefnd sam- þykkti að veita honum lóðina, en gat ekki fallist á fyrirhugað- ar byggingaáætlanir. ■ Orn Ingi, Klettagerði 6 Akureyri, hefur sótt um styrk frá atvinnumálanefnd vegna fyrirhugaðs sumarskóla á Akureyri. Atvinnumálanefnd óskaði eftir nánari áætlun um kostnað og uppbyggingu sumarskólans. ■ Á fundi sínum 22. janúar sl. samþykkti bygginganefnd að syðri gata vestur úr Kiðagili heiti Sandgil. Nyrðri gata vest- ur úr Kiðagili heiti Selgil. Gata suður úr Merkigili að norðan heiti Skessugil. Nyrðri gata austur úr Merkigili heiti Skuggagil. Syðri gata austur úr Merkigili heiti Skútagil. Gata norður úr Merkigili að sunnan heiti Snægil. Gata úr Austur- síðu til suðvesturs sunnan Bugðusíðu heiti Lindasíða. Gata norður úr Merkigili að norðan heiti Urðargil. ■ Atvinnumálanefnd hefur synjað erindi Leikfélags Akur- eyrar og Hótels Norðurlands f.h. hagsmunaaðila um 500 þúsund króna styrk til að hrinda af stað auglýsingaátaki, þar sem Akureyrarbær verði auglýstur sem ákjósanlegur helgardvalarstaður.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.