Dagur


Dagur - 25.02.1992, Qupperneq 16

Dagur - 25.02.1992, Qupperneq 16
/piiiHMÉI........ Akureyri, þriðjudagur 25. febrúar 1992 Kodak ^ Express Cæóaframköllun ★ Tryggðu filmunni þinni 5?esta ^Pedíomyndír S^. Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Heimsókn Olafs G. Einarssonar, menntamálaráðherra, til Akureyrar lauk í gærkvöld. Ráðherra hélt fundi, heim- sótti skóla og stofnanir, auk þess að sjá leiksýningu hjá LA. Hér sýnir Guðmundur Ármann, myndlistarmaður, Ólafi teikningar af Listagilinu. Hjá þeim standa Halldór Jónsson, bæjarstjóri og Helgi Vilberg, skólastjóri Mynd- listarskólans. Mynd: Golli Fjárhagsáætlun Sauðárkróksbæjar: Útlit fyiár 50 milljóna króna lántöku Bæjarstjórn Sauðárkróks tek- ur fjárhagsáætlun fyrir árið 1992 til fyrri umræðu á fundi sínum í dag. Samkvæmt áætl- un varðandi bæjarsjóð verður bærinn að taka ný lán á árinu upp á rúmar 49 milljónir króna til að endar nái saman. Áætluð rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs sýnir samt tæpar 80 milljónir króna áður en fjármagnstekjur og gjöld hafa verið lögð við. Rekstrargjöld bæjarsjóðs eru áætluð kr. 310.114.000 og rekstr- artekjur kr. 351.416.000. Gjöld vegna gjaldfærðrar fjárfestingar eru áætluð kr. 73.884.000, en tekjur vegna gjaldfærðrar fjár- festingar kr. 39.400.000. Eign- færð fjárfesting er áætluð kr. 17.649.000. Mismunur milli gjalda og tekna er því tæpar 11 milljónir í mínus, enda segir Snorri Björn Sigurðsson, bæjar- Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra sótti Akureyringa heim: Erum ekki að stíga skref aftur til fortíðar - aðeins að bregðast við tímabundnum vanda í ríkisprmálum, sagði ráðherra á fundi með foreldrum grunnskólanema á Akureyri „Viðbrögð fólks mótast yfir- leitt eftir því á hvern hátt við- komandi málefni er matreitt og í þessu efni hefur það verið gróflega rangtúlkað,“ sagði Olafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra um niðurskurð í skólakerfinu á fundi með for- eldrum grunnskólanema í Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri sl. sunnudag. Foreldrafé- lögin í grunnskólunum á Akur- eyri boðuðu til þessa fundar með menntamálaráðherra til að ræða þann niðurskurð á kennslu í skólunum sem nú er búið að taka ákvörðun um samkvæmt lögum um ráðstaf- anir í ríkisfjármálum. Menntamálaráðherra sagði meðal annars að þessar aðgerðir snúist fyrst og fremst um fjármál og aðhald en ekki að hverju beri að stefna í skólamálum í framtíð- inni. Hann benti á að við alvar- legan fjárlagahalla hafi verið að glíma - allt að 13 milljarða króna á síðasta ári er væri svipuð upp- hæð og kostaði að reka skóla- kerfið í landinu. Með aðhaldi í skólamálum væri ekki verið að stíga skref aftur til fortíðar eins og sumir hefðu komist að orði heldur komast hjá því að skrifa umframeyðslu ríkisins á reikning framtíðarinnar. Ólafur benti á að það jákvæðasta í efnahagsmálun- um væri ört lækkandi verðbólga. Síðasta ríkisstjórn hefði unnið mjög gott verk í því efni og núverandi ríkisstjórn haldið því áfram. Ólafur sagði að vegna þessara aðstæðna í þjóðfélaginu hefði verið talið nauðsynlegt að leita heimilda til 180 milljóna króna sparnaðar í menntakerfinu. Hann sagðist hafa ákveðnar efa- semdir um að unnt verði að ná þessum sparnaði á hálfu alman- aksári - deila verði honum á heilt og muni hann því bitna á ár haustönn á þessu ári og vorönn á því næsta. Hugmyndir um fram- kvæmd niðurskurðarins byggjast annars vegar á fækkun kennslu- stunda á grunnskólastigi og hins vegar á heimild til fjölgunar í bekkjardeildum. Ólafur G. Ein- arsson sagði að nú væru um 2200 bekkjardeildir í landinu og kost- aði rekstur hverrar deildar um 1,5 milljón króna á ári. Ef tækist að fækka bekkjardeildum um 120 - í 2080 væri búið að ná öllum þeim sparnaði sem fyrirhugaður sé í menntakerfinu eða 180 millj- ónum króna. Fundurinn hófst með ávarps- orðum fimm foreldra en að máli ráðherra loknu voru bornar fram fyrirspurnir. í máli foreldranna komu fram verulegar áhyggjur vegna samdráttaraðgerðanna, bæði fyrirhugaðrar fækkunar kennslustunda og ekki síður fjölgunar nemenda í bekkjar- deildum. Létu sumir í ljósi Ársskógsströnd: Póstbfll valt Póstflutningabfll fauk út af veginum viö Rauðuvík á Árskógsströnd í gær. Mikil hálka var á veginum og hvass vindur þvert á veginn þegar slysið varð. Ökumaður slapp með skrámur en bfllinn er lík- ast til ónýtur. Að sögn lögreglunnar á Dalvík var póstbíllinn á leið til Ólafs- fjarðar þegar slysið varð. Síðdeg- is í gær fór annar bíll út af vegin- um á svipuðum slóðum en þar urðu litlar skémmdir og ekki slys á fólki. Þá hafði lögreglan spurnir af bíl sem fór út af afleggjaranum ofan Árskógssands. JÓH áhyggjur yfir að samdrátturinn gæti orðið varanlegur til lengri •tíma og óvíst hvenær ákvæði grunnskólalaga um samræmdan skóladag og skólamáltíðir kæmu til framkvæmda þar sem nú væri búið að taka tímasetningar um hvenær þessi atriði skuli koma til framkvæmda úr grunnskólalög- um. ÞI stjóri, að reiknað sé með miklum gatnagerðarframkvæmdum á árinu. Einnig koma þarna við sögu 10,2 milljónir króna vegna byggingar bóknámshúss við Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra. Þegar síðan er búið að reikna með lánveitingum, afborgunum lána, uppfærðum eftirstöðvum, fengnum afborgunum og fram- lagi veitna munar 49.156.000 krónum að endar nái saman. Snorri Björn segir umtalsverð- ar hækkanirnar á rekstraráætlun bæjarsjóðs milli ára vera m.a. vegna bandormsins. 6,1 milljón króna bætist við vegna lögreglu- skatts og 1,6 milljón vegna Bygg- ingasjóðs verkamanna. Reiknað er með að töluvert meira fjár- magn fari í skipulagsmál á þessu ári en í fyrra auk aukins framlags til reksturs félagsmiðstöðvar. Einnig er reiknað með 4 milljón- um króna til stofnunar sérdeildar á Sauðárkróki og 1,2 milljónum króna vegna stækkunar kirkju- garðs. Nýr og athyglisverður lið- ur í fjárhagsáætluninni er 100 þús. króna framlag til stofnunar íþróttafélags fatlaðra á Sauðár- króki. Fjárhagsáætlanir hafnarsjóðs og veitna Sauðárkróksbæjar eru svipaðar og áður, nema reiknað er með hafnarframkvæmdum upp á 17,2 milljónir króna en Sauðárkrókshöfn fékk 15 millj- ónir til framkvæmda á fjárlögum ársins 1992. SBG Frystihús KEA á Dalvík: Um 40% af framleiðslumii í smápakkningar á þessu ári í ár stefnir í að um 40% af framleiðslu Frystihúss KEA á Dalvík fari í gegnum smá- pakkningalínu hússins, sem er umtalsverð aukning frá síðasta ári. Nýlega var gengið frá samningi um sölu á um 500 tonnum af fiski í smápakkning- um. Gunnar Aðalbjörnsson, frystihússtjóri, sagði að þessi samningur auk annarra sölu- samninga gerði það að verkum að útlit væri fyrir að hægt yrði að pakka fiski í smápakkningar út þetta ár. Gunnar sagði að gert væri ráð fyrir að um 2100 tonn verði fram- leidd hjá Frystihúsi KEA í ár, þar af fari 900-1000 tonn í gegn- um smápakkningalínuna. Gunn- ar sagði að nýlega hafi verið gengið frá stórum sölusamningi upp á 500 tonn, en hann vildi ekki greina frá þvf á þessu stigi hver kaupandinn væri. Til þessa hafa smápakkningarnar, sem eru á bilinu 300 til 400 grömm að þyngd, verið seldar til Bretlands, Frakklands, Þýskalands og íta- líu. Gunnar sagði að aukin vinnsla í smápakkningar væri mikilvæg fyrir frystihúsið. Verðmætaaukn- ing með þessari vinnsluaðferð sé töluverð. „Þetta er sveiflukennt. Stundum er lítill ávinningur af þessari vinnslu, en það er stað- reynd að þegar verð á hefðbund- inni framleiðslu lækkar, sem menn horfa nú til, sitja smá- pakkningarnar eftir í verði. Þær eru með öðrum orðum stöðugari í verði, bæði hvað varðar niður- og uppsveiflu. Fyrir einu og hálfu ári var gífurlegur verðmunur á hefðbundinni vinnsluvöru og fiski í smápakkningum, en á fyrrihluta síðasta árs hækkaði hefðbundna varan í verði, en hún er nú á niðurleið og munurinn að aukast aftur,“ sagði Gunnar. „Við erum nú með um 40% af okkar vinnslu í smápakkningar, sem hefur gífurlega mikið að segja. Framan af ári í fyrra var mjög rólegt í þessu, en frá og með september í fyrra og fram að jólum unnum við í smápakkning- ar upp á hvern einasta dag og frá áramótum höfum við haldið okk- ar striki og sjáum ekki breytingar á því. Við erum með í höndum samninga, sem nægja okkur nán- ast út árið,“ sagði hann ennfrem- ur. óþh Söngvakeppni Sjónvarpsins: Lagið Nei eða já sigraði Ólafsflrðingar munu eiga full- trúa í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Svíþjóð í maí. Þetta er söngkonan Sigrún Eva Ár- mannsdóttir sem söng sigurlag- ið í söngvakeppni Sjónvarpsins sl. laugardag ásamt Sigríði Beinteinsdóttur. Lagið „Nei eða já“ eftir Stjórn- armennina Grétar Örvarsson og Friðrik Karlsson við texta Sálar- mannsins Stefáns Hilmarssonar bar sigur úr býtum í söngva- keppni Sjónvarpsins og verður því framlag íslands í keppninni í Svíþjóð. Norðlendingar mega vel við sinn hlut una í söngvakeppninni því skemmst er að minnast þess að lag Skagfirðingsins Harðar G. Ólafssonar, „Eitt lag enn“, náði lengra en nokkurt íslenskt lag til þessa í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þá hefur hróður Sigrúnar Evu aukist mjög gegnum Landslags- keppni og söngskemmtanir í höfuðborginni, en þetta var í fyrsta sinn sem hún tók þátt í söngvakeppni Sjónvarpsins. SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.