Dagur - 11.03.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 11. mars 1992
Fréttir
Átaksverkefnið í Mývatnssveit:
Skólabúðir í
Hótel Reynihlíð
Ljósmyndararnir sem fengu viðurkenningu talið frá vinstri. Gunnar Gunnarsson fyrir bestu portrettljósmyndina,
Gunnar V. Andrésson fyrir skopmynd, Brynjar Gauti Sveinsson fyrir mynd úr daglega lífinu, Ragnar Axelsson fyrir
myndröð, mynd ársins og sérstök viðurkenning fyrir mynd frá strandstað við Krísuvíkurberg, Sigurþór Halldórsson
viðurkenning í opnum flokki og Þorkell Þorkelsson fyrir fréttamynd ársins. Við ræðupúltið er Lúðvík Geirsson, for-
maður Blaðamannafélags Islands. Mynd: Golli
Blaðaljósmyndir 1991:
Mjög góð aðsókn að sýmnguimi
- sem lýkur um næstu helgi
Ákveðið hefur verið að reka
skólabúðir í Hótel Reynihlíð í
fjórar vikur í vor og kemur
fyrsti barnahópurinn 16. mars
nk. Börnin koma til vikudvalar
og verða um 50 í hverjum hóp,
og væntanlega 12 ára að aldri.
Skólabúðastjóri verður Stein-
þór Þráinsson.
Hér er um tilraun að ræða sem
vonast er til að framhald verði á.
Alls fá 5-6 manns vinnu við
skólabúðirnar meðan þær eru
starfræktar og er það mikill
áfangi, að sögn Frímanns Guð-
mundssonar hjá Átaksverkefninu
í Mývatnssveit. „Við biðum lengi
eftir framlagi frá Menntamála-
Þrotabú Árvers:
Eignir
til sölu
Bústjóri þrotabús rækjuverk-
smiðjunnar Árvers hf. á
Árskógsströnd, sem úrskurðuð
var gjaldþrota undir lok síð-
asta árs, hefur auglýst ýmsar
eignir þrotabúsins til sölu.
Einnig kemur fram í auglýs-
ingu bústjóra að leiga á verk-
smiðjunni komi einnig til
greina.
Arnar Sigfússon var skipaður
bústjóri þrotabús Árvers og hann
hefur nú auglýst eignir þess til
sölu. Um er að ræða verksmiðju-
hús Árvers að Fossbrún 6 á
Árskógsströnd, sem stendur við
þjóðveginn sunnan Þorvaldsdals-
ár, ásamt vélbúnaði til rækju-
vinnslu. Þá er til sölu vörubíll,
frystigámur, fiskikassar og kör,
skrifstofubúnaður o.fl. óþh
ráðuneytinu, svo brást það fyrir
rest. En við kríuðum framlög úr
ýmsum sjóðum til að gera þessa
tilraun; Byggðastofnun, smá-
verkefnasjóði, Fræðsluskrifstofu
Norðurlands eystra og Skútu-
staðahreppi. Börnin þurfa síðan
að greiða fjögur þúsund krónur
fyrir vikudvölina.
„Við ætlum að gera þessa til-
raun núna til að öðlast reynslu,
sjá hvað þetta kostar og hvernig
best verður að þessu staðið.
Hótel Reynihlíð vantar verkefni
til að hægt sé að nýta hótelið á
þessum árstíma,“ sagði Frímann.
Hann sagði að fundur hefði verið
haldinn með skólastjórum sl.
föstudag og hugmyndirnar kynnt-
ar og mun þeim hafa verið mjög
vel tekið. „Það er í raun Stefáni
Þórhallssyni, formanni skóla-
nefndar, að þakka hve vel hefur
gengið við undirbúning þessa
verkefnis,“ sagði Frímann. Það
var nemendafélagið sem átti hug-
myndina að verkefninu en hún
kom fram fyrir um það bil tveim-
ur árum.
Mjög mikil aðsókn hefur verið
að skólabúðunum að Reykjum í
Hrútafirði og mun Menntamála-
ráðuneytið hafa verið að leita eft-
ir hentugum stað fyrir aðrar
skólabúðir. Frímann sagði aðila
hjá ráðuneytinu hafa verið mjög
hvetjandi þó þeir hefðu ekki get-
að styrkt verkefnið að þessu
sinni, nema með því að greiða
laun búðastjóra.
„Hér í Mývatnssveit er jarð-
fræðin næstum eins og opin
skólabók. Hér er hægt að skoða
hverfi og við gætum sýnt börnun-
um orkuver. Það mætti leyfa
þeim að taka sýni úr vatninu og
skoða þau. Þetta svæði er eitt það
best rannsakaða á jörðinni, svo
mikið er til af upplýsingum en
það þarf að koma þeim í aðgengi-
legt form fyrir nemendurna,"
sagði Frímann. IM
Mjög góð aðsókn hefur verið
að sýningu Blaðamannafélags-
ins og Blaðaljósmyndarafé-
lagsins í Listasafni ASÍ á bestu
blaðaljósmyndunum frá ný-
liðnu ári. Alls eru um 100
myndir á sýningunni eftir 20
Ijósmyndara.
Sýningin sem var opnuð um sl.
helgi, stendur yfir út þessa viku
og fram á sunnudagskvöld. Sýn-
ingin er opin daglega frá kl. 14-
19. Við opnun sýningarinnar
voru veittar viðurkenningar fyrir
bestu rriyndirnar í hverjum efnis-
flokki og að auki útnefnd „Blaða-
ljósmynd ársins 1991.“ Fyrir val-
inu varð mynd frá Eistlandi, eftir
Ragnar Axelsson, ljósmyndara á
Morgunblaðinu.
í umsögn dómnefndar segir
m.a. að hér sé um sláandi ljós-
mynd að ræða, hún sé dimm og
drungaleg og hlaðinn andrúms-
lofti spennu og uppnáms. Hún
flýsi betur en þúsund orð stemmn-
1 ingunni í Eystrasaltsríkjunum á sl.
ári.
Efnisflokkar sýningarinnar
eru: Fréttamyndir - íþróttir -
Skop - Daglegt líf - Portrett -
Opinn flokkur. Þriggja manna
dómnefnd valdi myndirnar sem
eru á sýningunni en alls bárust
Kauplagsnefnd hefur reiknað
vísitölu framfærslukostnaðar
miðað við verðlag í marsbyrj-
un 1992. Vísitalan í mars
reyndist vera 160,6 stig eða
0,1% hærri en í febrúar 1992.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala framfærslukostnaðar
hækkað um 6,9%. Undanfarna
’þrjá mánuði hefur vísitalan
hækkað um 0,5% og jafngildir sú
hækkun 2,0% verðbólgu á heilu
um fjögur hundruð myndir í
forkeppnina, frá hátt í 30 blaða-
ljósmyndurum.
Sem fyrr sagði eiga 20 ljós-
myndarar þær nálega 100 myndir
sem prýða sýninguna og þar af á
ljósmyndari Dags, Kjartan Þor-
björnsson (Golli) sex myndir.
ári.
Verðhækkun á matvöru olli
ríflega 0,05% hækkun vísitölunn-
ar. Rekstur eigin bíls jókst um
0,5% sem hækkaði vísitöluna um
0,07% og hækkun á fötum hafði í
för með sér 0,02% hækkun.
Breyting ýmissa annarra vöru- og
þjónustuliða olli um 0,06%
hækkun vísitölunnar. Á móti vó
1,3% lækkun fjármagnskostnað-
ar sem olli um 0,07% lækkun
vísitölunnar.
Smásagnasamkeppni Dags og MENOR:
Endaspretturimi hafínn
- Shakespeare og Snorri bíða við markið
-KK
Vísitala framfærslukostnaðar:
Verðbólga 2,0%
á heilu ári
Skák
Skákþing Norðlendinga
haldið á Akureyri
- keppni í opnum flokki hefst 19. mars
Um tuttugu smásögur hafa
borist í smásagnasamkeppni
Dags og Menningarsamtaka
Nýverið komu foreldrar barna
í Oddeyrarskóla saman til
fundar í skólanum og ræddu
þær hugmyndir sem reifaðar
hafa verið um að loka íþrótta-
skemmunni. Miklar umræður
urðu um málið og eindregin
mótmæli komu fram gegn því
að senda börnin í annað skóla-
hverfi til íþróítaiðkana.
Fundurinn samþykkti ályktun
sem var send bæjarstjóra og
skólanefnd. Ályktunin er svo-
hljóðandi:
„Fundur foreldra barna í
Oddeyrarskóla mótmælir harð-
lega hugmyndum um að flytja
íþróttaaðstöðu barna í Oddeyr-
Norðlendinga en skilafrestur
rennur út mánudaginn 16.
mars næstkomandi, sem er síð-
arskóla úr hverfinu og krefst þess
að staðið verði við framkvæmda-
áætlun skólanefndar um bygg-
ingu íþróttahúss við Oddeyrar-
skóla á árunum 1992-1994.“
Málið verður tekið fyrir á aðal-
fundi Foreldra- og kennarafélags
Oddeyrarskóla 17. mars næst-
komandi.
Auk þessara mótmæla má
nefna að áhugamenn um Skemm-
una hafa látið undirskriftarlista
liggja frammi í íþróttahúsum,
bensínstöðvum og víðar á Akur-
eyri þar sem skorað er á bæjar-
yfirvöld að hætta við áform um
að leggja Skemmuna niður sem
íþróttahús. SS
asti póstlagningardagur. Búist
er við að sögurnar fari að
streyma inn kringum helgina
og eru þeir sem luma á sögum
hvattir til að taka þátt í sam-
keppninni.
Dagur og MENOR hafa áður
efnt til smásagnasamkeppni og
ljóðasamkeppni og hefur þátt-
taka verið fádæma góð. Miðað
við fyrri reynslu mun dómnefnd
hafa í mörg horn að líta á næstu
vikum en niðurstöður hennar
munu liggja fyrir sunnudaginn
12. apríl.
Sú saga sem dómnefnd metur
besta færir höfundi sínum tvö
bókmenntaverk; annars vegar
Heimskringlu Snorra Sturlusonar
og hins vegar heildarútgáfu leik-
rita Shakespeares. Höfundur
sögunnar sem dómnefnd metur
næstbesta hlýtur að launum heild-
arútgáfu verka Shakespeares.
Sögurnar mega að hámarki
vera 6-7 síður að lengd og er þá
miðað við A-4 síður, vélritaðar í
aðra hverja línu. Sögurnar skal
senda undir dulnefni, en með
skal fylgja rétt nafn, heimilisfang
og símanúmer í lokuðu umslagi,
auðkenndu dulnefninu.
Það skal ítrekað að skilafrestur
smásagna í keppnina rennur út
16. mars næstkomandi. SS
Skákþing Norðlendinga 1992
verður haldið á Akureyri 19.-
22. mars næstkomandi. Teflt
verður í opnum flokki, kvenna-
flokki, unglingaflokki og
barnaflokki, ef næg þátttaka
fæst í þessa flokka. Þingið
verður sett í Skákheimilinu
Þingvallastræti 18 flmmtudag-
inn 19. mars kl. 13.45 og
keppni í opnum flokki hefst kl.
14 sama dag en í öðrum flokk-
um laugardaginn 21. mars kl.
13.
Tefldar verða sjö umferðir eft-
ir Monrad kerfi í öllum flokkum
en þó áskilja mótshaldarar sér
rétt til breytinga á fjölda umferða
í kvennaflokki og yngri flokkum.
Umhugsunartími í opnum flokki
er 2 klst. á 40 leiki og 30 mín. til
að ljúka skákinni. f kvenna- og
unglingaflokki er umhugsunar-
tíminn 40 mín. á skákina en 30
mín. í barnaflokki.
Mótinu lýkur sunnudaginn 22.
mars en þá tekur við Hraðskák-
mót Norðlendinga og hefst það
kl. 14. Veitt verða þrenn verð-
laun í hverjum flokki og í opnum
flokki verða að auki veitt pen-
ingaverðlaun fyrir fimm efstu
sætin.
Aðalfundur Skáksambands
Norðlendinga verður haldinn á
þessum tíma og lokahóf og verð-
launaafhending hefst strax að
loknu hraðskákmótinu á sunnu-
daginn. Þór Valtýsson og Albert
Sigurðsson taka á móti tilkynn-
ingum um þátttöku og þurfa þær
að berast í síðasta lagi mánudag-
inn 16. mars. SS
Foreldrar barna í Oddeyrarskóla:
Staðið verði við áætlun
um byggingu íþróttahúss
- hugmyndum um að flytja íþrótta-
aðstöðu úr hverfinu mótmælt