Dagur - 11.03.1992, Side 3
Miðvikudagur 11. mars 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Söltunarfélag Dalvíkur:
Við erum ekki tflbúnir að sam-
þykkja launalækkun starfsfólksins
- segir Björn Snæbjörnsson, varaformaður verkalýðsfélagsins Einingar
Björn Snæbjörnsson, varafor-
maður verkalýðsfélagsins Ein-
ingar, segir að starfsfólk Sölt-
unarfélags Dalvíkur hafi tekið
neikvætt í hugmyndir fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins um
álagsgreiðslur á vinnu utan
dagvinnutíma. Eins og fram
kom í Degi í gær gagnrýnir
Finnbogi Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri Söltunarfélags
Dalvíkur, Einingu fyrir að hafa
hafnað viðræðum um álags-
greiðslur á vinnu utan hefð-
bundins dagvinnutíma.
Björn segir að Finnbogi Bald-
vinsson hafi óskað eftir viðræð-
um við Einingu um vaktavinnu
hjá Söltunarfélaginu. Hugmynd
Finnboga hafi gengið út á að búa
til vaktir, sem yrði greitt fyrir
með vaktaálagi, t.d. 45% álagi
ofan á dagvinnutaxta frá kl. 4 að
nóttu til 8 að morgni og 33%
álagi frá kl. 17 til 21. „Svona
samningar eru ckki til, hvorki
fyrir bolfisk- né rækjuvinnslu í
landinu. Það hefur einungis verið
borgað eftir klukkunni, eins og
raunar hcfur veriö gert hjá Sölt-
unarfélaginu. í tvígang hefur ver-
ið reynt aö gera vaktavinnusamn-
ing með föstum álögum og þcir
hafa báðir mistekist, nú síðast á
Akranesi,“ sagði Björn.
Björn sagði aö á fundi sem
hann, ásamt formanni Dalvíkur-
deildar Einingar og trúnaöar-
manni starfsfólks Söhunarfélags
Dalvíkur, hafi átt með fram-
Jafnréttisnefnd Akureyrar:
Eftirsótt námskeið í sjáífs-
styrkingu fyrir konur
- áhersla lögð á að konur þekki sögu sína,
segir Valgerður Bjarnadóttir jafnréttisfulltrúi Akureyrarbæjar
Um þessar mundir sækja sextán
konur sem allar starfa hjá
Akureyrarbæ námskeið í sjálfs-
styrkingu. Jafnréttisnefnd
bæjarins bauð konunum upp á
námskeiðið og komust færri að
en vildu. Er fyrirhugað að
halda annað námskeið af þessu
tagi í vor og það þriðja í haust
og verða þau opin öllum
konurn.
Það er jafnréttisfulltrúi Akur-
eyrarbæjar, Valgerður Bjarna-
dóttir, sem stendur fyrir þessu
námskeiði í samstarfi við fjöl-
skylduráðgjafa heilsugæslustöðv-
arinnar, Karólínu Stefánsdóttur,
og leiðbeina þær báðar á nám-
skeiðinu.
Að sögn Valgerðar miðar nám-
skeiðið að því að auka sjálfsstyrk
kvenna, að gera þær sterkari
bæði inn á við og út á við. „Til-
gangurinn er að hjálpa konum
við að samræma margþætt hlut-
verk sitt. Lögð er áhersla á að
konur læri að þekkja sögu sína,
bæði sjálfra sín og kvenna yfir-
leitt, og fái þannig betri yfirsýn
yfir stöðu sína. Við erum dugleg
að gleyma því sem er erfitt og
það veikir okkur ef við vinnum
ekki úr erfiðleikunum. Einnig
sjáum við ekki alltaf það góða
sem við höfum gert. Á námskeið-
inu er konunum kennt að koma
auga á bæði það jákvæða og nei-
kvæða og nýta það á jákvæðan
hátt í því skyni að styrkja sig í
framtíðinni.
Raunar veitti ekki af svona
námskeiði fyrir karla líka og ég
vildi gjarnan koma á slíku nám-
skeiði. En þar verða karlar að
vera leiðbeinendur," sagði Val-
geröur.
Bridds
Undanúrslit í bikarkeppni
Bridgesambands Norðurlands:
Sveit Ásgríms gerði út
um leikirm í fyrstu lotu
Sveit Ásgríms Sigurbjörnsson-
ar frá Siglufirði sigraði sveit
Jakobs Kristinssonar frá Akur-
eyri í undanúrslitum bikar-
keppni Bridgesambands Norð-
urlands um sl. helgi. Spiluð
voru 48 spil í fjórum lotum og
gerði sveit Ásgríms út um leik-
inn strax í fyrstu lotu, hlaut 72
stig gegn 1 stigi Jakobs og
félaga.
Sveit Jakobs náði að klóra í
bakkann í næstu þremur lotum
en þegar upp var staðið, hafði
svcit Ásgríms hlotið 132 stig en
svcit Jakobs 89 stig. Munurinn
var 43 stig og sigur siglfirsku spil-
aranna, sem léku á heimavelli,
því mjög öruggur.
I hinum undanúrslitaleiknum
mætast sveit íslandsbanka á
Siglut'irði og sveit Reynis Helga-
sonar frá Akureyri og fer leikur-
inn fram síöar í mánuðinum. Aö
þeim leik loknum, veröur það
Ijóst hvort tvær siglfirskar sveitir
mætast í úrslitum, eða hvort
Reynir og félagar nái aö halda
Ásgrímur Sigurbjörnsson og féiagar
lians spila til úrslita í bikarkeppni
Bridgesainbands Noröuriands.
uppi heiöri akureyrskra bridds-
spilara og spila til úrslita við
Ásgrím og félaga.
Alls hófu 24 sveitir víðs vegar
af Noröurlandi keppni í mótinu
sem lýkur með úrslitaleik í kring-
um næstu mánaðamót. KK
Námskeiðið er alls átján
klukkustundir og er kennt í sex
lotum, 2-4 tíma í senn. Þetta
fyrsta námskeið er fullsetið og að
sögn Valgerðar hefur næsta
námskeið ekki verið auglýst en
samt eru átján konur búnar að
biðja um að láta skrá sig á lista,
svo ekki vantar eftirspurnina.
-ÞH
kvæmdastjóra SFD hafi verið
boðið upp á samning, sem gerður
var l'yrir starfsfólk í rækjuverk-
smiöjunni á Húsavík. en honum
hafi verið hafnað. „Við áttum
síðan fund með starfsfólki Sölt-
unarfélagsins um málið, en það
tók neikvætt í þessar hugmyndir.
Það kom líka fram að fólk taldi
ekki rétt að Eining færi á undan
öðrum í því að gera slíkan
samning. Eðlilegra væri að hafa
þetta á hendi heildarsamtakanna.
Ég skýrði Finnboga frá því að
starfsfólk teldi að núgildandi
fyrirkomulag væri gott og vildi
halda í það. Ég skýrði honum
líka frá því að ég teldi eðlilegt að
aðilar vinnumarkaðarins, Fisk-
vinnsludeild Verkamannasam-
bandsins og Vinnuveitendasam-
bandið myndu koma sér saman
um einhvern rammasamning um
vaktavinnu í fiskvinnslu. Þann 3.
mars sl. greindi ég formanni Fisk-
vinnsludeildar Verkamanna-
sambandsins frá þeirri skoðun
minni að æskilegast væri að gera
landssamning um vaktavinnu
fólks í bolfisk- og rækjuvinnslu,
ekki þó endilega samning á þeim
nótum sem framkvæmdastjóri
SFD hefði lagt fram. Samkomu-
lag varð um það á milli hans og
framkvæmdastjóra Sambands
fiskvinnslustöðva að þetta yrði
tekið upp í yfirstandandi kjara-
samningaviðræðum. Það er því
Björn Snæbjörn.sson.
ekkert sem segir að ekki náist
samkomulag um þessa hluti. Ég
vil nefna að stjórn Einingar var
sammála um það á stjórnarfundi
sl. fimmtudag að rétt hafi verið
að vísa málinu til umfjöllunar í
heildarkjarasamningaviðræð-
um," sagði Björn.
Hann sagði að í hnotskurn
snérist þetta mál um að fram-
kvæmdastjóri Söltunarfélagsins
færi fram á að fá sömu vinnu
ódýrari en áður. „Það hefur eng-
inn bannað honum að keyra
verksmiðjuna allan sólarhring-
inn. Við höfum ekki staðið í vegi
fyrir því. Hins vegar erum við
ekki tilbúnir að samþykkja
launalækkun starfsfólksins. Að
sjálfsögðu viljum við að sem
flestir fái vinnu. Ef það á hinn
bóginn að leiða til þess að fólk fái
minni tekjur, þá erum við ekki
tilbúnir að ræða málin, nema að
sjálfsögðu verði gerður samning-
ur um þessi mál á landsvísu,"
sagði Björn. óþh
ATAKS ER ÞORF!
Við leitum
að fólki með
hugmyndir
Ertu aö velta fyrir þér
hugmynd um smáiönaö
eða skyldan rekstur?
Viltu bæta nýjungum viö þann rekstur
sem þegar er farinn af staö? Þá er
þessi auglýsing fyrir þig.
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hefur
ákveöið að standa fyrir námskeiöi í
stofnun og þróun smáfyrirtækja.
Því ekki aö láta drauminn um aö hefja
eigin atvinnurekstur rætast núna og
nota þetta tækifæri.
Ekki er krafist sérstakrar þekkingar
eöa reynslu, aðeins brennandi áhuga
á aö koma hugmyndum í framkvæmd.
Gerðu ráö fyrir aö mikið af frítíma
þínum fari í verkefnið.
Þú verður
að leggja
hart að þér
Þetta er ekkert venjulegt
námskeiö: Þú leggur
sjálf(ur) til efniviðinn og
það er frumkvæöi þitt og vinna sem
ræöur úrslitum um þaö hver
árangurinn verður.
Við stofnum ekki fyrirtæki fyrir þig,
en veitum aðstoð við aö meta
möguleikana og hjálpum þér af stað.
Við hittumst á fjórum vinnufundum
um helgar með nokkurra vikna
millibili. Þar verður unnið í hópum
undir stjórn leiðbeinenda og starfið
skipulagt stig af stigi.
Milli vinnufundanna vinnur þú síðan
að verkefnum sem tengjast þinni
hugmynd um stofnun fyrirtækis eða
nýbreytni í rekstri.
Upplýsingar um verkefnið veitir: Ásgeir Magnússon framkv.stj.
Vinnusími 26200 - Heimasími 11363.
O
IÐNÞRÓUNARFÉLAG
EYJAFJARÐAR HF.
Geislagötu 5, 600 Akureyri.