Dagur - 11.03.1992, Síða 4

Dagur - 11.03.1992, Síða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 11. mars 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31. PÓSTHÓLF 58. AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIRiHúsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON. JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Gjöld og tekjur af áfengisneyslu Skýrsla um tekjur og kostnað þjóðfélagsins vegna áfengisneyslu var kynnt almenningi í byrjun þess- arar viku. Hér er um mjög athyglisverða skýrslu að ræða, enda sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Skýrslan var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla íslands fyrir Landssambandið gegn áfengisbölinu og nær til áranna 1985-1989. Meginniðurstaða skýrsluhöfunda er afar athygl- isverð. Hún er í stuttu máli sú að tekjur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins af áfengissölu standi varla undir kostnaðinum sem af neyslu áfengisins hlýst. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að áfengisneyslan hafi kostað íslenskt þjóðfélag 5,7-6,1 milljarð króna á árunum 1985-1989 á nú- gildandi verðlagi en tekjur ÁTVR af áfengissölu námu á sama tíma 5,3-6,9 milljörðum króna. í skýrslunni kemur fram að kostnaður þjóðfélagsins vegna áfengisneyslu skiptist þannig að 65% eru framleiðslutap þjóðfélagsins, læknishjálp er um 20% kostnaðarins og félagslegur kostnaður er um 15%. Á blaðamannafundinum, þar sem skýrslan var kynnt, kom fram að erfiðara reyndist að komast yfir kostnaðartölur en tekjutölur. Skýrsluhöfundar urðu því í mörgum tilfellum að meta kostnaðinn og reyndu þá ávallt að forðast ofmat. Því má gera ráð fyrir að kostnaðarmatið sé eins lágt og hugsast getur. Benda má á að margar þjóðir hafa komist að þeirri niðurstöðu að kostnaður vegna áfengis- neyslu sé meiri en tekjur af sölu áfengisins. Niður- staðan er mjög mismunandi eftir löndum. Hag- stæðasta útkoman er ein króna gjaldamegin fyrir hverja eina tekjumegin. Óhagstæðasta útkoman er hins vegar sex krónur gjaldamegin fyrir hverja eina tekjumegin. Segja má að útkoman sé þeim mun óhagstæðari sem heilbrigðis- og trygginga- kerfið í viðkomandi landi er fullkomnara. Miðað við það að íslendingar búa við fremur fullkomið heil- brigðis- og tryggingakerfi má því gera ráð fyrir að kostnaður íslensks þjóðfélags vegna áfengis- neyslu sé hærri en fram kemur í skýrslunni. Þegar rætt er um tekjur og kostnað af áfengis- neyslu er vert að hafa í huga að fjölmargir þættir er tengjast neyslu áfengis verða ekki metnir til fjár. Þar er fyrst og fremst um hina huglægu þætti að ræða, svo sem sársauka, þjáningu og önnur óþæg- indi, sem áfengisneysla getur haft í för með sér, bæði fyrir neytendurna sjálfa og aðstandendur þeirra. Þeir vega þungt þegar heildarmyndin er skoðuð, án þess þeir hafi áhrif á hina peningalegu hlið. Hvernig sem á málið er litið er ljóst að skýrslan um tekjur og kostnað íslensks þjóðfélags af áfeng- isneyslu er í senn þörf og tímabær. Vonandi vekur hún sem flesta til umhugsunar. BB. Norsku menntaskólanemarnir sem eru hér í heimsókn, frá vinstri: Ingeborg, Kristin, Gunhild, Lars, Heidi og kenn- ari þeirra, Nancy Coleman. Mynd: Goiií Norskir menntaskólanemar heimsækja VMA: Dvölin nýtist í íslenskunáminu - nemendaskipti blómstra fyrir tilstilli Norðurlandaráðs Fimm norskir menntaskóla- nemar hafa að undanförnu dvalið hér á Akureyri og Dal- vik ásamt kennara sínum. Heimsókn þessi er skipulögð í samráði við Verkmenntaskói- ann á Akureyri en kostnaður- inn er greiddur af ráðherra- nefnd Norðurlandaráðs. Sex- menningarnir fara til Reykja- víkur á föstudag og til Noregs eftir helgi. Dagur hitti Norðmennina að máli í VMA og létu þau vel af sér. Kvöldið áður hafði verið árs- hátíð VMA og þau skemmt sér vel. Raunar gátu þau ekki borið saman námið í VMA og það sem þau eiga að venjast því þau komu í þann mund sem Opnir dagar voru að hefjast í VMA svo námið varð að bíða fram yfir helgi. Þau sögðust vera búin að hafa það gott og lent í ýmsum ævintýrum, þ. á m. bjargsig í Glerárgili. Kennari fimmmenninganna er Nancy Coleman en hún er lektor og deildarstjóri í norsku við framhaldsskólann í Hamar sem er skammt sunnan við Osló. Hún talar þó nokkra íslensku sem stafar af því að hún kennir forn- norsku og íslensku ásamt nútíma- norsku. Hún sagðist lengi hafa haft áhuga á að koma til íslands og nú hafi hún séð möguleika á að láta það rætast fyrir tilstilli sérstaks verkefnis fyrir ungt fólk sem Norðurlandaráð er með í gangi. Þar er búið að stofna sjóð sem greiðir styrki til nemenda- skipta milli skóla á Norðurlönd- um. Auk fararstyrks fá nemend- urnir vasapeninga og þau gista á heimilum nemenda við VMA svo kostnaður er mjög viðráðanleg- ur. Nancy sagði að skólinn í Ham- ar væri þriggja ára framhaldsskóli sem skiptist í tvær brautir, við- skiptabraut og hefðbundinn menntaskóla. Tengslin við VMA eru þannig til komin að Dalvík er vinabær Hamars og þar er starf- rækt deild úr VMA. Enda stóð til að fara til Dalvíkur nú á þriðju- dag og vera þar yfir nótt. „Kannski fáum við að fara um borð í togara," bætti hún við og það þótti nemendum hennar tíð- indum sæta. „f*að er spennandi fyrir okkur sem búum langt inni í landi,“ sagði Nancy. Fjórir nemendanna eru af bóknámsbrautinni en einn af við- skiptabraut. í Noregi er nemend- um í framhaldsskóla gert að velja á milli nútímaíslensku og forn- norsku og tveir fimmmenning- anna hafa lært íslensku. Þau sögðu að þeim fyndist athygl- isvert að kynnast lífsháttum íslendinga og ekki síst hversu margt væri líkt með íslenskri og norskri menningu. Þau höfðu les- ið Gísla sögu Súrssonar og Njálu og ætla að reyna að komast á söguslóðir á Suðurlandi og á handritasýninguna í Árnastofnun í Reykjavík áður en þau fara heim. Nancy sagði að nemendurnir ynnu úr heimsókninni á mismun- andi hátt. Þau sem væru í íslensku myndu hagnýta sér hana við ritgerðarsmíð. „Á viðskipta- brautinni er núna í gangi verkefni um Noreg, ísland og Evrópu- bandalagið og þar nýtist heim- sóknin okkur. Það er margt líkt með afstöðu Norðmanna og íslendinga til EB, þjóðirnar hafa sömu fyrirvara um aðild. Það þýðir ekki að ætla sér að sækja um aðild án þess að ræða málin eins og raunin virðist vera í Finnlandi og Svíþjóð,“ sagði hún. Það ríkti mikill áhugi meðal nemendanna í Hamar á því að komast til íslands og sóttu margir um. „Sumum samkennurum mín- um fannst það hins vegar skrýtin hugdetta hiá okkur að vera að þvælast til Islands,“ sagði Nancy. Hún bætti því við að svona ferðir væru góð tilbreyting í skólastarf- inu. „Við erum í sambandi við skóla í Bremen í Þýskalandi um nemendaskipti en getum ekki sinnt þeim sem skyldi af því það er svo dýrt. Þetta er miklu betra fyrirkomulag," sagði hún. Nú eru þrír nemendur frá VMA í Randers á Jótlandi sem er vinabær Akureyrar og að sögn Nancy vonast þau í Hamar til þess að geta boðið nokkrum nemendum skólans í heimsókn í haust. „Við erum búin að sækja um styrk til þess,“ sagði hún. -ÞH Menntamálaráðherra skipar nefnd: Á að endurskoða lög um grunnskóla og framhaldsskóla Menntamálaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til að endurskoða lög um grunnskóla og framhaldsskóla. Nefndinni er ætlað að skila drögum að frum- vörpum til ráðherra 1. september nk. í nefndinni eiga eftirtaldir sæti: Sigríður Anna Þórðardóttir alþingismaður, formaður nefnd- arinnar; Arnar Þórisson fram- kvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta; Árni Sigfússon formað- ur skólamálaráðs Reykjavíkur; Björn Búi Jónsson kennari við Menntaskólann í Reykjavík; Björn L. Halldórsson lögfræðing- ur; Halldóra Rafnar BA; Haukur Helgason skólastjóri Öldutúns- skóla í Hafnarfirði; Helgi Jónas- son fræðslustjóri í Reykjanesi; Ingibjörg Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi MFA; Ingimund- ur Sigurpálsson bæjarstjóri í Garðabæ; Linda Rós Mikaels- dóttir kennari við Álftamýrar- skóla í Reykjavík; María Gunn- laugsdóttir aðst. skólameistari, Flensborg í Hafnarfirði; Ólafur Jóhannesson endurmenntunar- stjóri Kennaraháskóla íslands; Sigurveig Sæmundsdóttir kennari við Hofstaðaskóla í Garðabæ; Sólrún Jensdóttir skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu; Stefán Baldursson framkvæmdasti. rann- sóknasviðs Háskóla Islands; Trausti Þorsteinsson fræðslu- stjóri í Norðurlandi eystra; Þór- leifur Jónsson framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna. Starfsmaður nefndarinnar verð- ur Guðríður Sigurðardóttir skólaráðgjafi og uppeldisfræðing- ur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.