Dagur - 11.03.1992, Síða 9

Dagur - 11.03.1992, Síða 9
Miðvikudagur 11. mars 1992 - DAGUR - 9 Dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Fimmtudagur 12. mars 18.00 Stundin okkar. Endurtekinn þáttur frá sunnudegi. 18.30 Kobbi og klíkan (2). (The Cobi Troupe) Spánskur teiknimyndaflokk- ur um ævintýri Kobba og félaga hans í Barselóna en Kobbi er lukkudýr ólympíu- leikanna sem þar verða haldnir í sumar. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Fjölskyldulíf (21). 19.30 Bræðrabönd (5). (Brothers by Choice.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 íþróttasyrpa. 21.00 Fólkið í landinu. Margt til lista lagt. Einar Örn Stefánsson ræðir við Ingunni Jensdóttur leik- og myndlistarkonu. 21.30 Evrópulöggur. Blóraböggull. (Eurocops - Pushed). Breskur sakamálaþáttur. Ölvaður maður finnst á gólfi snyrtivörubúðar í verslunar- miðstöð. Hann virðist hafa stokkið í gegnum glugga- rúðu en segir sjáifur að sér hafi verið hrint. Jackson lög- reglumanni er falið að upp- lýsa málið. 22.25 Úr frændgarði. (Norden runt). 23.00 Ellefufréttir og skák- skýringar. 23.20 Dagskrárlok. Sjónvarpið Föstudagur 13. mars 18.00 Flugbangsar (9). 18.30 Hvutti (5). 18.55 Táknmílsfréttir. 19.00 Tiðarandinn. 19.25 Guð sé oss næstur (4). (Waiting For God.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Kastljós. 21.10 Gettu betur (3). Spumingakeppni framhalds- skólanna. Að þessu sinni keppir lið Menntaskólans á Akureyri við lið Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra og fer viðureignin fram á Sauð- árkróki. 2.15 Samherjar (14). (Jake and the Fat Man.) 23.00 Eins og gengur. (Business as Usual.) Bresk bíómymd frá 1987. Aðalhlutverk: Glenda Jackson, John Thaw og Cathy Tyson. 00.25 Dagskrárlok. Sjónvarpið Laugardagur 14. mars 14.55 Enska knattspyrnan. Bein útsending frá leik Sheffield United og Manchester United á Bramall Lane í Sheffield. 16.45 íþróttaþátturinn. Fjallað verður um íþrótta- menn og iþróttaviðburði hér heima og erlendis og um klukkan 17.55 verða úrslit dagsins birt. 18.00 Múmínálfarnir (22). 18.30 Kasper og vinir hans (47). 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Poppkorn. 19.30 Úr ríki náttúrunnar. Andmælasöngur. (The Wild South - Song of Protest.) Fræðslumynd um fuglinn kakakóa eða bleðilkráku í skógum Nýja-Sjálands. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 '92 á Stöðinni. 21.05 Fyrirmyndarfaðir (21). (The Cosby Show.) 21.30 Listrænn glæpur. (Inspector Alleyn - Artists in Crime.) Bresk sjónvarpsmynd frá 1990. Hér er á ferð morðgáta í anda Agöthu Christie. Fyrir- sæta er myrt í listasmiðju og þegar Roderick Alleyn lög- reglufulltrúi fer á stúfana kemur í ljós að býsna margir höfðu ástæðu til að vilja hana feiga. Aðalhlutverk: Simon Williams, Belinda Lang, Georgia Allen og Nick Reding. 23.15 Sálarflækjur. (Crimes of the Heart.) Bandarísk bíómynd frá 1986. Þrjár systur hittast eftir langan aðskilnað og rifja upp gamlar minningar með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Aðalhlutverk: Diane Keaton, Jessica Lange, Sissy Spacek og Sam Shepard. Kvikmyndaeftirlit ríkisins telur myndina ekki hæfa áhorfendum yngri en tólf ára. 00.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 15. mars 14.10 Pósi rófulausi. 15.35 Ef að er gáð (10). Tíundi þáttur: Klofinn hryggur. 15.50 Kontrapunktur (7). Spumingakeppni Norður- landaþjóðanna um sígilda tónlist. Að þessu sinni eig- ast við Norðmenn og íslend- ingar. 16.50 Rætur rytmans (3). Lokaþáttur. (Routes of Rhythm With Harry Belafonte.) 17.50 Sunnudagshugvekja. Séra Sigurður Pálsson flytur. 18.00 Stundin okkar. 18.30 39 systkini í Úganda (3). Sharon leysir frá skjóðunni. (39 soskende.) 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Vistaskipti (25). 19.30 Fákar (30). (Fest im Sattel.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Leiðin til Avonlea (11). (Road to Avonlea.) 21.20 Straumhvörf. Papós. Nýr heimildamyndaflokkur um athafnastaði á íslandi, sem farnir em í eyði. Fléttað er saman staðarlýs- ingum og leiknum atriðum, sem tengjast sögu Papóss í Austur-Skaftafellssýslu, en þar var rekin verslun um þrjátíu ára skeið frá árinu 1863. 21.50 Skyndikynni. (A Small Dance.) Bresk sjónvarpsmynd frá 1991. Myndin fjallar um sextán ára stúlku sem verður ófrísk eft- ir skyndikynni. Hún felur þungun sína fyrir foreldmn- um og lætur barnið frá sér en sú ákvörðun á eftir að valda henni hugarangri. Aðalhlutverk: Kate Hardie, James Hazeldine, Linda Bassett, Suzanne Burden, Selina Cadell og Mark Aiken. 22.45 Skákskýringar. Áskell Örn Kárason greinir frá framvindu mála á 15. Reykjavíkurskákmótinu sem nú stendur yfir. 22.55 Lagið mitt. Að þessu sinni velur sér lag Sigurbjörg Þórðardóttir kennari. 23.05 Útvarpsfréttir og dag- skrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 12. mars 16.45 Nágrannar. 17.30 Með Afa. Endurtekinn þáttur. 19.19 19:19. 20.10 Eiginkona Clarks. (The Woman Who Married Clark Gable). í þessum þætti verður fjallað um konuna sem kvennagull- ið og hjartaknúsarinn Clark giftist, og leyndarmál hennar. 20.45 Lífið um borð. Þeir Eggert Skúlason frétta- aður og Þorvarður Björg- ísson kvikmyndatökumað- ur fóm einn túr með Ottó N. Þorlákssyni í janúar síðast- liðnum og kynntu sér hvern- ig það er að vinna á togara. 21.20 Óráðnar gátur. (Unsolved Mysteries). Dularfull mannshvörf, óleyst sakamál og margt fleira rek- ur á fjömr okkar í þessum þætti. 22.10 Feigðarflan.# (Curiosity Kills). Ljósmyndari nokkur kemst að því að nágranni hans hef- ur að öllum líkindum þann leiða starfa að myrða fólk gegn vænum fjárhæðum. Ljósmyndarinn hyggst not- færa sér þessa vitneskju en hann vantar gögn til að færa sönnur á máhð. Nú em góð ráð dýr og hann ákveður að brjótast inn hjá nágrannan- um... Aðalhlutverk: C. Thomas Howell, Rae Dawn Chong og Courtney Cox. Stranglega bönnuð börnum. 23.45 Línudans. (Jo Jo Dancer, Your Life is Calling). Eins konar sjálfsævisaga gamanleikarans Richards Pryor. Það er kannski óvenjulegt að hann bæði leikstýri og fari með aðal- hlutverkið sjálfur en honum tekst mjög vel upp, sérstak- lega þegar hann er að lýsa fyrstu sporunum í bransan- um. Þess má geta að Richard Pryor á nú við erfiðan sjúk- dóm að glíma en hann þjáist af mænusiggi. Aðalhlutverk: Richard Pryor, Debbie Allen og Wings Hauser. Bönnuð börnum. 01.20 Dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 13. mars 16.45 Nágrannar. 17.30 Gosi. 17.50 Ævintýri Villa og Tedda. 18.15 Ævintýri í Eikarstræti. 18.30 Bylmingur. 19.19 19:19 20.10 Kænar konur. (Designing Women.) 20.35 Ferðast um tímann. (Quantum Leap III.) 21.25 Svartskeggur sjóræn- ingi. (Blackbeard’s Ghost.) Það er enginn annar en Peter Ustinov sem fer á kost- um í hlutverki draugsa eða Svartskeggs sjóræningja. Þegar hér er komið við sögu eiga afkomendur hans í mesta basli með að halda ættaróðalinu sem illa inn- rættir kaupsýslumenn vilja koma höndum yfir í þeim til- gangi að reka þar spilavíti. Draugsi er ekki á eitt sáttur við aðfarir kaupahéðnanna og tekur til óspilltra mál- anna. Aðalhlutverk: Peter Ustinov, Dean Jones og Suszanne Pleshette. 23.20 Klessan.# (The Blob.) Þetta er endurgerð klass- ískrar B-myndar, fyrstu myndar Steve McQueen. í myndinni segir frá loft- steini sem fellur til jarðar og ber með sér lífveru sem nær- ist á mannakjöti. Unglingar í smábæ komast að hinu sanna en þeim reynist erfitt að sannfæra yfirvöld um það hvað sé á seyði. Aðalhlutverk: Shawnee Smith, Donovan Leitch, Ricky Paull Goldin, Kevin Dillon, Billy Beck, Candy Clark og Joe Seneca. Stranglega bönnuð börnum. 00.50 Blóðsugan.# (Nick Knight.) Söngvarinn, góðkunni, Rick Springfield er í aðalhlutverki þessarar myndar sem segir frá tveimur vampírum sem kljást um aldagamalt leynd- armál. Aðalhlutverk: Rick Spring- field, John Kapelos, Robert Harper og Laura Johnson. Stranglega bönnuð börnum. 02.20 Dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 14. mars 09.00 Me8 Afa. 10.30 Kalli kanína og félagar. 10.50 Af hverju er himinninn blár? 11.00 Dýrasögur. 11.15 Litla iestin. Fyrri hluti skemmtilegrar teiknimyndar um ævintýri lítillar lestar sem heldur út í hinn stóra heim í leit að sögu. 12.00 Landkönnun National Geographic. 12.50 Ópera mánaðarins. Cosi Fan Tutti. 15.10 Þrjúbíó. Doppa og kengúran. 16.25 Stuttmynd. 17.00 Glasabörn. (Glass Babies.) Annar þáttur. 18.00 Popp og kók. 18.30 Gillette sportpakkinn. 19.19 19:19. 20.00 Fyndnar fjölskyldusög- ur. (Americas Funniest Home Videos.) 20.25 Maður fólksins. (Man of the People.) 20.55 Á norðurslóðum. (Northern Exposure.) 21.45 Á vaktinni.# (Stakeout.) Hér er á ferðinni þriggja stjörnu spennumynd með þeim Richard Dreyfuss og Emilio Estevez i aðalhlut- verkum. Þeir fá það sérverk- efni sem lögreglumenn að vakta hús konu nokkurrar. Verkefnið fer nánast í handaskolum þegar annar þeirra verður yfir sig hug- fanginn af konunni. Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Emilio Estevez, Aidan Quinn og Madeleine Stowe. Bönnuð börnum. 23.45 Fæddur fjórða júlí.# (Bom on the 4th of July.) Áhrifamikil Óskarsverð- launamynd um ungan og heilbrigðan mann sem lætur skrá sig i herinn á tímum Víetnam-striðsins. Hann kemur heim, lamaður frá brjósti og niður, og andlega baráttan, sem hann heyr eft- ir á, er ekki síður skelfileg, en baráttan á blóðugum víg- velli Víetnam. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Willem Dafoe, Raymond J. Barry, Caroline Kava, Bryan Larkin, Frank Whaley og Tom Berenger. Bönnuð börnum. 02.05 Upp á líf og dauða. (Stone Killer.) Hörkuspennandi Charles Bronson mynd. Bronsmaðurinn er hér i hlut- verki lögregluþjóns sem ætl- ar sér að útrýma mafiunni. Drengirnir i mafíunni eiga fótum sinum fjör að launa þegar Kalli B. er búinn að reima á sig skóna. Stranglega bönnuð börnum. 03.40 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 15. mars 09.00 Maja býfluga. 09.20 Litla hafmeyjan. 09.45 Barnagælur. 10.10 Sögur úr Andabæ. 10.35 Soffía og Virginía. (Sophie et Virginie.) 11.00 Flakkað um fortiðina. (Rewind: Moments in Time.) 12.00 Popp og kók. 12.30 Biáa byltingin. (Blue Revolution.) 13.25 Mörk vikunnar. 13.55 ítalski boltinn. Bein útsending. 15.50 NBA-körfuboltinn. 17.00 Dansahöfundarnir. (Dancemakers.) 18.00 60 minútur. 18.50 Kalli kanína og félagar. 19.00 Fúsi fjörkálfur. 19.19 19:19. 20.00 Klassapíur. (Golden Girls.) 20.25 Heima er best. (Homefront.) 21.16 Michael Aspel og félag- ar. 21.55 Uppgjörið.# (Home Fires Buming.) Það eru Emmy-verðlauna- hafamir Bamard Hughes og Sada Thompson sem fara með hlutverk Tibbett hjón- anna sem ekki eiga sjö dag- ana sæla. Sonur þeina er einn hinna týndu banda- risku hermanna í Evrópu og sonarsonur þeirra býr hjá þeim vegna þess að móðir hans fórst i slysi skömmu fyrir seinni heimsstyrjöldina. Þegar ung kona, ekki ein- sömul, birtist einn daginn á tröppunum hjá Tibbett hjón- unum og segist vera seinni kona sonar þeirra er Jake Tibbett nóg boðið. Aðalhlutverk: Bamard Hughes, Sada Thompson og Robert Prosky. 23.30 Brúðkaupið. (La Cage aux Folles !H.) Frönsk grinmynd, eins og þær gerast bestar, um manngrey sem þarf að gift- ast og eignast son innan átján mánaða svo hann verði arfleiddur að talsverðum auði. AðaUúutverk: Ugo Tognazzi og Michel Serrault. 01.00 Dagskrárlok. Tónlist Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju Björn Steinar Sólbergsson, org- anisti Akureyrarkirkju, er mikill akkur tónlistarlífi Akureyrarbæj- ar. Hann er óþreytandi við það að kynna bæjarbúum tónverk þeirra meistara tónbókmennt- anna, sem lagt hafa sig eftir þeirri eðlu list að skrifa verk fyrir orgel- ið, drottningu hljóðfæranna. Björn Steinar er mikill organ- isti. Hann hefur á valdi sínu stíl og tækni, sem gerir honum fært að gæða lífi hin ókunnuglegustu verk og flytja þau á hrífandi hátt. Þar nýtur hann mikillar menntunar sinnar og ekki síður þeirrar reynslu, sem hann heyjar sér ár af ári í starfi sínu. Þá spillir ekki, nema síður sé, að í Akur- eyrarkirkju hefur hann undir höndum eitt besta orgel, sem til er hér á landi. Hann kann líka sannarlega að fara með það hljóðfæri, eins og fjöldi dæma sýnir. Laugardaginn 7. mars efndi Björn Steinar til hádegistónleika. Þetta hefur hann gert iðulega fyrr, en tónleikarnir að þessu sinni voru í tengslum við kirkju- viku þá, sem staðið hefur dagana 1. til 8. mars í Akureyrarkirkju. Auk hans var við athöfnina, sr. Þórhallur Höskuldsson, sóknar- prestur Akureyrarprestakalls, og flutti ritningarorð á milli þeirra verka, sem Björn Steinar lék. Fyrsta verkið, sem Björn Steinar Sólbergsson lék á hádeg- istónleikum sínum að þessu sinni var Prélude et fugue sur le nom d’Alain, sem samin var til minningar um franska tónskáidið Jehan Alain. Þetta verk er ljúft og fagurt og fallega uppbyggt. f prelúdíunni leikur tónskáldið með tvö höfuðstef, sem hann rekur fagurlega í verkinu, vefur þau saman og skreytir þau með litlum stefjahrynum. Fúgan bygg- ir á fallegu og mögnuðu stefi. Hún hefst ljúflega, en rís síðan stig af stigi upp í glæsilegar hæðir djarflegra hljóma og verulegs styrks. Verkinu lýkur á stuttri til- vitnun í verkið Litanies eftir Alain, en það er frægasta verk þess miklu of skammlífa tónskálds. Annað verkið, sem Björn Steinar lék, er eftir Jehan Alain. Það var Choral dorien. Þetta er dulúðugt verk og hóglátt í byrjun. Organistinn jók skemmtilega á hin dulúðugu áhrif með afar fínlegri notkun „svellsins“ í upphafshluta verksins. Þegar á líður, rís verkið rólega og yfirvegað, þar til því lýkur á skemmtilegri „kadensu“, sem undirstrikar enn þá „mystík", sem einkennir þetta magnaða verk. Lokaverk tónleika Björns Steinars Sólbergssonar var verkið Litanies eftir Jehan Alain. Þetta verk er þróttmikið og fjörlegt. Það byggir í höfuðdráttum á skemmtilegu stefi, sem þróað er fram í fjölbreyttri og hugmynda- ríkri úrvinnslu en hún er undir- strikuð og gerð áhrifameiri með markvissum styrkleikabreyting- um og vandaðri registreringu. Björn Steinar Sólbergsson lék alla efnisskrá sína af miklu öryggi og næmni. Registreringar voru vandlega úthugsaðar og notkun getu hljóðfærisins hófleg og mið- uð við áhrifamikinn og góðan flutning en ekki yfirborðs glæsi- leika mikils styrks eða hégóm- legra stílbragða. Tónlistarunnendur ættu ekki að láta hádegistónleika Björns Steinars fram hjá sér fara hafi þeir tök á að sækja þá. Þeir eru upplyfting frá amstri dagsins og balsam sálinni. Haukur Ágústsson. Eg vil þakka öllum þeim sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu með blómum, gjöfum og hlýjum kveðjum. Guð blessi ykkur öll. MARÍA JÚLÍUSDÓTTIR, Ránargötu 20, Akureyri. Faðir minn, tengdafaðir og afi okkar, HÖSKULDUR STEFÁNSSON, Víðilundi 20, Akureyri, lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð, sunnudaginn 8. mars. Sigrún Höskuldsdóttir, Símon Steingrímsson, Pálmi Símonarson, Einar Símonarson. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, ÁSGEIR JÓNASSON, til heimilis að Steinahlíð 5 i, Akureyri, lést sunnudaginn 8. mars sl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna. Halla Árnadóttir, Silley Ásgeirsdóttír, Fannar Ásgeirsson. Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og stuðning við andlát ÞORSTEINS PÁLMASONAR, sem lést þann 3. mars síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Guðfinna Óskarsdóttir og fjölskylda. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR JÓNASDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Jóna G. Steinmarsdóttir, Gunnar Benediktsson, Jóhanna I. Steinmarsdóttir, Helgi Á. Alfreðsson, María Steinmarsdóttir, Rögnvaldur B. Ólafsson, Þorsteinn Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.