Dagur - 21.03.1992, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 21. mars 1992
Fréttir
Mj ólkurframleið slan:
Niðurgreiðslur færist
beint til bænda
- öll sjóðagjöld verði gerð að einu gjaldi
Á meðal hugmynda Sjömanna-
nefndar um málefni mjólkur-
framleiðslunnar er að niður-
greiðslur færist beint til bænda
eftir 1. janúar 1993. Greiðsl-
urnar verði í samræmi við
framleiðslurétt en taki ekki
mið af endanlegri framleiðslu
hvers býlis og gerir nefndin ráð
fyrir að hlutfall niðurgreiðslna
verði það sama og nú er. Þá
gerir hún ráð fyrir að ríkið
kaupi upp þann framleiðslu-
rétt, sem nú er virkur umfram
innanlandsneyslu og að hand-
höfum framleiðsluréttar verði
heimilt að selja rétt sinn og
verði engar hömlur lagðar á þá
sölu.
Sjömannanefnd gerir ráð fyrir
að hlutfall niðurgreiðslna verði
það sama og nú er nema að veru-
leg breyting verði á stuðningi við
landbúnaðarframleiðslu á alþjóða-
vettvangi og niðurgreiðslur hér á
landi verði að breytast í samræmi
við alþjóðasamninga. Gert er ráð
fyrir að kaup ríkissjóðs á rétti til
mjólkurframleiðslu verði bundin
því að viðkomandi bændur selji
allan fullvirðisrétt sinn. Nefndin
gerir ráð fyrir að kaupverð verði
100 krónur fyrir lítrann á yfir-
standandi ári en lækki síðan um
20% árlega.
Sjömannanefnd leggur einnig
til að stofnlánasjóðsgjald verði
lagt niður í áföngum fram til árs-
ins 1997 en vextir af útlánum
Stofnlánadeildar landbúnaðarins
hækkaðir og miðaðir við ákvæði
lánasamninga og þarfir stofnun-
arinnar án þess að styrkir eða
innheimta sérstakra gjalda komi
til. Einnig er lagt til að öll sjóða-
gjöld verði gerð að einu gjaldi,
sem síðan verði skipt á milli
þeirra stofnana og verkefna er
gjaldanna er aflað til og að tekið
verði tillit til þess gjalds í fram-
leiðslugrundvellinum.
í hugmyndum Sjömannanefnd-
ar er einnig gert ráð fyrir að sam-
tök afurðastöðvanna leggi sjálf á
þau gjöld, sem þurfi til þess að
standa undir rekstri þeirra og
innheimti þau eftir reglum sem
þær setja hverju sinni. Þá leggur |
Sjömannanefnd til að Bjargráða-
sjóður verði lagður niður og
tryggingafélög taki við því hlut-
verki sem hann gegnir nú. ÞI
Húsavík:
Landið er framtíðin
- ráðstefna Húsgulls í dag
Húsgull á Húsavík, samtök um
gróðurvernd og uppgræðslu,
gengst fyrir ráðstefnu um vernd-
un og endurheimt landkosta á
Hótel Húsavík í dag. Ráð-
stefnan er haldin undir yfir-
skriftinni - Landið er framtíðin
- Hún er öllum opin og vona
forsvarsmenn Húsgulls að
bændur, landeigendur, sveit-
arstjórnarmenn og áhugamenn
um landkosti og landgræðslu
fjölmenni. Einnig er vonast til
að fólk af Eyjafjarðarsvæðinu
og víðar að sæki ráðstefnuna.
Dagskrá ráðstefnunnar er allr-
ar athygli verð en hún hefst kl.
9.30 er Einar Njálsson bæjar-
stjóri setur hana. Fjöldi ráða-
manna og sérfræðinga mun flytja
ávörp eða fyrirlestra, eða alls 19
manns. Forseti íslands, frú Vig-
dís Finnbogadóttir, mun ávarpa
ráðstefnuna. Ráðherrarnir Eiður
Guðnason og Halldór Blöndal
eru meðal fyrirlesara, einnig
Björn Sigurbjörnsson, FAO/
IAEA, Sveinn Runólfsson, land-
græðslustjóri, Haukur Halldórs-
son, Stéttarsambandi bænda,
Ómar Ragnarsson, fréttamaður,
Andrés Arnalds, Landgræðslu
Staða hafnarvarðar á Húsavík:
11 umsóknir bárust
Á fimmtudag rann út umsókn-
arfrestur um stöðu hafnarvarð-
ar á Húsavík. Bæjarstjóra bár-
ust 11 umsóknir um stöðuna.
Umsóknirnar verða afgreiddar
á fundi Hafnarstjórnar í næstu
viku. „Það er gott að eiga heima
á Húsavík,“ sagði bæjarstjóri,
aðspurður hvort fjöldi umsæk-
enda kæmi honum á óvart.
Hafnarverðir á Húsavík eru
tveir og var önnur staðan auglýst.
IM
ríkisins, Gunnar Einarsson,
bóndi á Daðastöðum, Egill
Jónsson, form. landbúnaðar-
nefndar Alþingis, Ágúst Guð-
mundsson, Landmælingum ísl..
Ólafur Arnalds, RALA, Ingvi
Þorsteinsson, RALA, Ása Ara-
dóttir, Skógrækt ríkisins, Níels
Árni Lund, landbúnaðarráðu-
neyti, Auður Sveinsdóttir, Land-
vernd og að lokum mun Bjarni
Guðmundsson, Bændaskólanum
á Hvanneyri líta yfir það sem
fram hefur komið og Sveinbjörn
Dagfinnsson frá landbúnaðar-
ráðuneytinu slíta ráðstefnunni.
Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðar-
maður landbúnaðarráðherra og
Einar Njálsson, bæjarstjóri verða
ráðstefnustjórar. Húsgull mun
afhenda Landgræðslunni and-
virði raðsáningarvéla, sem safnað
hefur verið.
Mjólkursamlag KÞ býður ráð-
stefnugestum til hádegisverðar
en að ráðstefnu lokinni verða
bornar fram veitingar í boði land-
búnaðarráðherra.
Markmið ráðstefnunnar er að
kynna nýjar hugmyndir um
verndun og endurheimt land-
kosta. IM
4f
Breytingum á Árbaki, nýjasta togara Útgerðarfélags Akureyringa, sem staðið hafa hjá Slippstöðinni á Akureyri er
nú lokið. Togarinn fer í veiðarfæraprófanir um helgina og í næstu viku fer hann í sína fyrstu veiðiferð fyrir ÚA.
Mynd: Golli
Hluthafafundur í Laxá nk. þriðjudag:
Vona að lausn sé í sjónmáli
- segir Halldór Jónsson, bæjarstjóri
Næstkomandi þriöjudag verð-
ur haldinn hluthafafundur í
fóðurverksmiöjunni Laxá, sem
reist var á rústum Istess hf., en
Laxá hefur gert tilboð í eignir
þrotabús ístess. Landsbankinn
hefur ekki viijað samþykkja
tilboðið nema að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum og mun
staðan væntanlega skýrast á
hluthafafundinum.
Stærstu hlutahafar í fyrirtæk-
inu eru Akureyrarbær, Kaupfélag
Eyfirðinga og Hraðfrystistöð
Þórshafnar og er búist við að
breytingar verði á eignaraðild og
jafnvel að nýir hluthafar komi
inn. Landsbankinn mun hafa gert
kröfu um að hlutafé í Laxá hf.
verði aukið, fyrr geti hann ekki
fallist á tilboð fyrirtækisins í eign-
ir þrotabús ístess.
Halldór Jónsson, bæjarstjóri
Akureyrar, sagði í samtali við
Dag í gær að boðað væri til hlut-
hafafundarins til að ræða áform
um kaup Laxár á eignum þrota-
búsins og jafnframt yrðu sam-
þykktir félagsins endurskoðaðar.
Hann sagði að Landsbankinn
hefði ekki talið sig fá nægar trygg-
ingar og viðræður hefðu staðið
lengi yfir um aukið hlutafé.
íslensk Getspá:
Potturiim er þrefaldur
Lottópotturinn verður þrefald-
ur nk. laugardagskvöld og því
er til mikils að vinna ef heppn-
in er með. Þetta er í annað
sinn sem svo er á þessu ári.
„Er potturinn var þrefaldur í
janúar fékk hinn heppni um 16
milljónir í sinn hlut. Lukkan lék
við stúlku frá Siglufirði í janúar
og nú er að sjá hvort heilladísirn-
ar verða með einhverjum á laug-
ardaginn. Að okkar áliti hjá
íslenskri Getspá verður pottur-
inn nú ekki minni. Góð hreyfing
er á öllum sölustöðum, en þeir
eru 184,“ sagði Hallveig Andrés-
dóttir, fulltrúi. ój
Utgerðarfélag Húsavíkur:
Bæjarábyrgð á 20
milljónum til kvótakaupa
Bæjarráð Húsavíkur samþykkti
að veita Útgerðarfélagi Húsa-
víkur ábyrgð á 20 milljón
króna láni, að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum, á fundi
sínum sl. fimmtudag.
Útgerðarfélagið hyggst nota
lánið til kaupa á varanlegum
veiðiheimildum. Það á nú þegar
65 þorskígildistonn og reiknað er
með að á annað hundrað tonn til
viðbótar fáist fyrir lánsféð. Fyrir-
tækið hefur ekki farið út í útgerð,
en hugsanlegt er að það hefji
útgerð eða sameinist útgerðar-
félagi, að sögn Einars Njálsson-
ar, bæjarstjóra. IM
Endurinnrétting 1. hæðar Hafnarstrætis 107:
Gengið til samninga við Ösp hf.
1 gær var skrifaö undir samn-
ing ríkisins við Ösp hf. á Akur-
eyri um endurinnréttingu á
fyrstu hæð Hafnarstrætis 107 á
Akureyri. Fimm tilboð bárust í
verkið og var tilboðið frá Ösp
hf. lægst.
Ösp hf. bauð 11,2 milljónir
króna í þetta verk, 83,62% af
kostnaðaráætlun, en endanleg til-
boðsupphæð er um 11,5 milljónir
króna.
Um er að ræða húsnæði útibús
Útvegsbanka íslands, en þar er
ætlunin að liafa í framtíðinni
afgreiðslu bæjarfógetaembættis-
ins á Akureyri. óþh
Halldór vonaðist til að lausn
málsins væri í sjónmáli en sagðist
ekki geta tjáð sig frekar fyrr en
eftir fundinn. SS
Akureyri:
Tllboð í
Hótel Stefaníu
Frestur til að skila inn kaup-
tilboðum í Hótel Stefaníu á
Akureyri rann út í gær. Eitt
formlegt tilboð og fleiri
óformleg höfðu borist í
hótelið þegar Dagur spurð-
ist fyrir um það í gær.
Snorri Tómasson hjá Ferða-
málasjóði vildi í gær ekki tjá
sig um þau tilboð sem þegar
hefðu borist. Hann sagði að
strax og tilboðsfrestur rynni út
yrði farið í það að ræða við til-
boðsgjafa. Stefnt væri að því
að ganga frá sölu hótelsins
sém allra fyrst, enda væri það
bæði hagur eigendanna. Ferða-
málasjóðs og Byggðasjóðs, og
væntanlegs nýs eiganda að
koma hótelinu í rekstur sem
allra fyrst. óþh
Siglufjörður:
Hmrik Hringsson
ráðinn skipstjóri
á Vöku SI-67
Hinrik Hringsson hefur ver-
ið ráðinn skipstjóri á Sunnu
SI-67, hið nýja skip Þormóðs
ramma á Siglufírði. Hinrik
hefur sl. tíu ár verið fyrsti
stýrimaður og afíeysinga-
skipstjóri á Hákoni ÞH.
Fyrsti stýrimaöur á Sunnu
verður Vaidimar Aðalsteins-
son frá Eskifirði, en hann var
skipstjóri á þessu sama skipi í
þann skamma tíma sem þaö
var í eigu Eskfirðings hf. Yfir-
vclstjóri vcrður sá sami og á
Vöku SU.
Gert er ráö fyrir að Sunna
fari í sína fyrstu vciðifcrð frá
Siglufirði um næstu mánaða-
mót og fer hún til að byrja
meðá úthafsrækjuveiðar. óþh