Dagur - 21.03.1992, Qupperneq 3
Laugardagur 21. mars 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Alþingi:
íbúðamarkaðurinn
á landsbyggðinni
verði efldur
- markaðsverð íbúðarhúsnæðis á
landsbyggðinni langt undir stofnkostnaði
Fjórir landsbyggðarþingmenn
úr jafnmörgum flokkum hafa
lagt fram tillögu til þingsálykt-
unar um að skipuð verði nefnd
„er leiti leiða til þess að efla
almcnnan íbúðamarkað á
landsbyggðinni. Nefndinni
verði sérstaklega gert að skoða
hver áhrif lög og reglur um
félagslegt íbúðarhúsnæði hafi á
stöðu íbúðamarkaðarins.“
í greinargerð er minnt á þá
staðreynd að markaðsverð íbúð-
arhúsnæðis á landsbyggðinni sé
langt undir stofnkostnaði. Nú
blasi því við landsbyggðarfólki að
afrakstur lífsstarfs þeirra verði að
engu. Sums staðar sé líka mjög
erfitt að selja húsnæði. Þetta hafi
valdið því að íbúðabyggingar á
almennumn fasteignamarkaði á
landsbyggðinni hafi að heita má
lagst af.
Á sama tíma hefur hlutur
félagslegs húsnæðis aukist og þar
sem fólk hefur kost á að velja kýs
það frekar félagslegar íbúðir af
þeirri einföldu ástæðu að á sveitar-
félögunum hvílir sú kvöð að leysa
til sín slíkar íbúðir á verðbættu
stofnverði. „Fólk, sem á þann
kost að eignast þannig húsnæði,
býr því við öryggi sem eigendur
almenns íbúðarhúsnæðis geta
ekki einu sinni látið sig dreyma
um,“ segir í greinargerðinni.
Tekið er dæmi frá Vestfjörðum
þar sem verulegur munur er á
fermetraverði í félagslega íbúða-
kerfinu og á almennum markaði.
130 fermetra íbúð í félagslega
kerfinu kostaði árið 1990 8,2
milljónir króna en söluverð jafn-
stórrar íbúðar á almennum mark-
aði var 4,8 milljónir króna. Þarna
munar 3,4 milljónum króna.
„Pessar upplýsingar sýna okkur
að skekkja á íbúðamarkaðnum
er, sums staðar að minnsta kosti,
orðin mjög alvarleg. Hún endur-
speglar það almenna verðhrun
sem er staðreynd á landsbyggð-
inni og sýnir svart á hvítu hið
alvarlega ástand sem nú ríkir og
er fullkomlega óviðunandi," seg-
ir í greinargerð með tillögunni
sem flutt er af Einar K. Guðfinns-
syni, Halldóri Ásgrímssyni, Jónu
Valgerði Kristjánsdóttur og Mar-
gréti Frímannsdóttur. -ÞH
Fyrirtæki á Skagaströnd:
Fyrirlestur um
starfsþreytu
Starfsfólk Hólaness hf. og
Skagstrendings hf. á Skaga-
strönd vann ekkert eftir klukk-
an 14.00 á fímmtudag. Tilefnið
var það að fyrirtækin tóku sig
saman og fengu Ingólf Sveins-
son, geðlækni, til að halda
fyrirlestur í fyrirtækjunum um
starfsþreytu og streitu.
Að sögn Steinunnar Gríms-
dóttur, hjá Skagstrendingi, var
engin sérstök ástæða fyrir því að
fyrirlesari í þessum efnum var
' fenginn. Stjórnunarfélag íslands
hefur að undanförnu boðið upp á
fyrirlestra í þessum efnum og
fleirum og segir Steinunn að
þeim hafi litist það vel á kynn-
ingu frá þeim að ákveðið hafi
verið að slá til og fá Ingólf
norður.
„Við sjáum svo bara til hvort
starfsfólkið verður ekki hressara
en vanalega í næstu viku eftir að
hafa setið þennan fyrirlestur,"
sagði Steinunn áður en hún fór á
fyrirlesturinn í gær. SBG
Skandia ísland á Norðurlandi!
Markaðsfulltrúi Skandia íslands hefur nú
tekið til starfa á Akureyri og annast hann
þjónustu við viðskiptavini á Norðurlandi.
Með tilkomu Skandia íslands hafa opn-
ast nýir möguleikar á íslenskum trygg-
ingamarkaði. Félagið setur lægri iðgjöld
á oddinn og býður allar helstu trygg-
ingar á hagstæðu verði.
Hafðu samband og ráðfærðu þig við
markaðsfulltrúa okkar.
Opið frá kl. 9 - 17 alla virka daga.
Athugið! Opið er til kl. 22 fram að mán-
aðamótum. Síminn hjá Skandia íslandi,
Ráðhústorgi 7, er 96 - 12222.
Skandia
r
Island
'■ Lifandi samkeppni
ÆtBSÆSfk _ lægri lögjöldl
W
Aldrei áður betra verð -
Aldrei áður meiri sala
Ath. í fyrsta sinn
GRAMS-MARKAÐUR
á gömlum bókum Bækur frá kr. 10,-
Stóri Bókamarkaðurinn w
í húsi stórmakaðs KEA Hrísalundi Hú
Opið daglega frá kl. 9-18, föstudag frá kl. 9-19,
laugardag frá kl. 10-18, sunnudaga frá kl. 13-18.
Frá
Kjörmarkaði
KEA
Hrísalundi
Kynning:
laugardag
frá kl. 14-1 8 á
ostabökum
Tilboð:
Hvítlaukslegin
lambalæri:
kr. 823,- kg
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA