Dagur - 21.03.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. mars 1992 - DAGUR - 5
Efst í huga
Stefán Þór Sæmundsson
Enginn veit
hver er næstur
Nístandi ótti nagar flekklausa bæjarbúa.
Hvert brak, hvert fótatak framkallar
skjálfta, hvert orö, hvert augnaráð fær
hrollinn til aö hríslast niður bakiö. Enginn
veit hver er næstur. Fólk er hætt að þora
aö svara í símann og lokar sig inni. Þaö
er ekki lengur óhætt aö vera úti meðal
fólks því Júdasarpeningar eru komnir í
umferð og Gróa hin grimma gengur laus.
Um daginn hringdi síminn, óvenju hátt
og hvellt. Hringingin var beinlínis ásak-
andi og fól í sér hótanir um innilokun og
sálfræðilegar pyntingar. Lengi vel þráaö-
ist ég við að svara því það sem ég óttað-
ist að heyra var einmitt þetta:
„Það er uppvíst að þér þekkið Bárð á
Búrfelli og Mörð hinn hraðlygna. Vitni
hafa séð yður á tali við Goðmund á
Glæsivöllum. Þar með eruð þér tengdir
sakamáli einu ógurlegu sem vér erum
að fást við að leysa. Yður er hér með
gert að mæta til yfirheyrslu vegna þessa
máls og eigi þýðir undan þeirri skyldu að
víkja. Vér höfum fyrir því vissu að þér
eruð á kafi í þessum óhugnaði. Oss hef-
ur tekist að útvega heimildir til handtöku
og húsleitar. Komið með góðu ellegar
illu.“
Svitinn fossaði niður andlitið og með
titrandi höndum tók ég uþþ tólið. „Já,“
hvíslaði ég rámur og þvoglumæltur, nær
meðvitundarlaus af skelfingu.
„Gott kvöld,“ sagði ópersónuleg rödd.
„Ég er . . .“
Hjálpi mér hamingjan! Þetta hlutu að
vera ÞEIR. Ég var strax kominn í bull-
andi vörn, enda vissi ég ekki upp á mig
neina sök og hafði ekki umgengist vafa-
sama menn að undanförnu. Reyndar
hafði mér gengið illa að hætta að reykja
og það hafði spurst út en það gat ekki
verið saknæmt að draga að sér tóbaks-
reyk frá R.J. Reynolds og félögum.
„Þið hljótið að fara mannavillt," greip
ég fram í fyrir manninum. „Ég hef ekki
komið nálægt þessu, ég er ekki í þess-
um félagsskap, ég hef fjarvistarsönnun,
þið megið nota lygamæli,“ skrækti ég
óðamála.
Þögn. Síðan kom röddin aftur og lýsti
að þessu sinni undrun og vorkunn.
„Hmm, það stendur kannski illa á. Ég
ætlaði að bjóða þér að kaupa íslend-
ingasögurnar og Sturlungu á afar hag-
stæðu verði. Má ég kannski hringja
seinna og kynna þér tilboðið?"
Feginsandvarp braust fram á varir
mínar og ég keypti allt sem maðurinn
bauð til sölu. Hvílíkur léttir! Ég hefði get-
að faðmað hann að mér, þennan annars
óþolandi sölumannsrudda sem hringir í
okkur hjónin til skiptis kvöld eftir kvöld.
Þarna slapp ég fyrir horn en ert þú
óhultur, lesandi góður? Guð hjálpi þeim
sem tengjast listalífi bæjarins. Ekkert er
grunsamlegra um þessar mundir en fólk
sem leikur á sviði eða spilar á hljóðfæri.
Og þeir sem umgangast þetta fólk eru
heldur ekki óhultir. Hið alsjáandi auga
ÞEIRRA lætur ekkert fram hjá sér fara.
Góðar stundir.
Fjölmiðlar
Þröstur Haraldsson
■ r
tímariti
Vinir mínir fara fjöld, sagði eitthvert góðskáidiö
og þannig má eiginlega segja að mér líði um
þessar mundir. Ekki var óg fyrr búinn að skrifa
minningargrein um minn gamla vinnustað, Þjóö-
viijann, þegar annar góöur vinur, einnig kenndur
viö þjóðina, fór að sýna merki um alvarlegan
heilsubrest. Og nú er hann aliur.
Fréttatímaritiö Þjóðlff var stofnað haustiö
1985 og.fyrsta tölublaðið kom út á Þorláks-
messu. Ég var meöal stofnenda og átti sæti í
fyrstu stjórn Félagsútgáfunnar hf. sem gaf blað-
iö út framan af ævi þess, Þetta var á mestu
glanstímum glanstímaritanna. Frjálst framtak
hafði gefið út Mannlíf meö meiri árangri en
þekkst haföí í íslenskri tímaritaútgáfu og í röðum
féiagshyggjufólks kom upp sú hugmynd hvort
ekki væri rétt að notfæra sér það lag sem greini-
lega væri á þessum markaði. Það hlyti að vera
hægt að selja vinstri mönnum féiagshyggjurit í
glansbúningi, eins konar vinstra Mannlíf.
Mér fannst þetta ágæt hugmynd, en eftir á að
hyggja má segja að hún hafi aldrei komist al-
mennilega í framkvæmd. Eða þá að hugmyndir
aöstandendanna hafi aldrei verið nógu skýrar,
jafnvel sundurleitar. Raunar kom strax á fyrsta
árinu upp ágreiningur um bæöi markmiö og
leiðir og fyrsti formaðurinn var genginn úr stjórn-
inni áður en kom að fyrsta aðalfundi.
Fyrsta blaðiö leið fyrir þennan ágreining þvl
þaö var eiginlega ekki þaö læsilega og alþýö-
lega tfmarit sem sum okkar sáu fyrir sér heldur
fræðirit í glansbúningi. Ekki bætti úr skák að þaö
kom út daginn fyrir jól og dreifingin þess vegna í
skötulfki. Það var mikið tap á þessu fyrsta biaði.
Viðbrögð okkar voru þau að létta biaðiö og færa
þaö nær Mannlífi, of nálægt sögöu margir. Tap-
ið hélt áfram þótt þaö væri heldur minna en af
fyrsta blaðinu. Þannig gekk það allt fyrsta árið,
blaðið var eiginlega á tilraunastigi ailt það ár og
fann ekki taktinn sinn fyrr en eftir ein tvö ár eða
svo. Á þessum upphafsárum kom útgáfan sér
upp skuidahala sem mér skilst að aldrei hafi
tekist að sneiöa aftan af fyrirtækinu.
Þjóðlíf komst í það form sem fólk kannast við
með tilkomu Óskars Guömundssonar ritstjóra.
Hann var og er mikill aðdáandi þýska vikuritsins
og fór það ekki milli maia hver var
fyrirmynd blaösins, amk. útlitslega.
En þótt útiitiö skipti miklu máli er þaö þó
innihaldið sem skliur á milii feigs og ófeigs á
blaðamarkaði. Óskar kom blaöinu á góöan rek-
spöl. Þjóölíf stóö, amk. framan af ferli hans,
undir þeim væntingum sem ég held aö flestir
hafi gert sér í upphafi um biaðiö. Þar fór fram
lífleg umræða um stjórnmálin og menninguna,
að ógleymdum efnahagsmálunum. Blaöiö hélt
þessum dampi fram yfír kosningarnar vorið
1990 en eftir þaö fór því hnignandi.
Ég held aö fyrir hnígnun blaösins hafi verið
tvær meginástæður, í fyrsta lagi var þaö fjár-
hagurinn sem alla tíð var erfiður. Þótt blaöiö rok-
seldist um nokkuö langt skeið náöu útgefendur
ekki að skapa blaöinu þann stööugieika sem
hefði oröið því til Itfs. Þegar ritstjóri þarf að horfa
í hverja krónu viö efnisöflun er ekki von á góðu
og þau voru því miður örlög allra þeirra sem
ritstýrðu blaðinu.
Hin ástæðan var pólitísk. Þjóðlíf átti sór rætur
á vinstrikantinum og f upphafi kom þar nálægt
fólk úr öllum skúmaskotum þess kants. Smám
saman þrengdist þessi hópur. Blaðið fann sór
ákveðinn stað til að standa á og hann var nánar
tiltekiö mitt á milli Ólafs Ragnars Grímssonar og
Jóns Baldvins Hannibalssonar. Meðan vinskap-
ur þeirra var góöur lék allt f lyndi. Þjóðlff valdi
ar A-flokkanna, iýsti beinlínis eftir henni á eftir-
minnilegum forsíðum. Þessi tími var mesta
blómaskeið Þjóðlífs.
Samelningardraumurinn dó f kosningunum
1990 og þar með hófust þeir timburmenn sem
drógu blaðið loks til dauöa. Óskar og féiagar
megnuðu ekki að finna sér nýjan takt og ekki
urðu vandræðin í innheimtumálunum sem nú
eru efst á baugi til aö bæta úr skák.
Auðvitaö á þaö iíka sinn þátt í þessari þróun
að á íslenskum tímaritamarkaði hefur ríkt heldur
klént ástand upp á síðkastiö.
Það versta er hins vegar að nú munu áreið-
anlega líöa mörg ár þangað til við fáum nýtt
tímarit á vinstrikantinum. A meðan verðum við
að láta okkur nægja Mannlífshasarinn.
Enskunám í Englandi
Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla
Englands.
Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjöl-
skyldu.
Um er að ræða:
Alhliða ensku -18 ára og eldri, 4ra til 10 vikna annir.
Unglingaskóla, júlí og ágúst - 13-17 ára, 4ra vikna
annir.
Viðskiptaenska - 2ja til 8 vikna annir.
Allar nánari upplýsingar gefa:
Júlíus Snorrason og Linda Ragnarsdóttir í síma 96-
23509 og 21173, Bæjarsíðu 3, 603 Akureyri.
Styrkir til náms
í Hollandi og á Ítalíu.
1. Hollensk stjórnvöld munu væntanlega bjóða
fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í
Hollandi skólaárið 1992-93. Styrkurinn mun
einkum ætlaður stúdent sem kominn er nokk-
uð áleiðis í háskólanámi eða kandídat til
framhaldsnáms. Nám við listaháskóla eða
tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við
almennt háskólanám. Styrkfjárhæð um 1.130
ayllini á mánuði í 10 mánuði.
2. ftölsk stjórnvöld bjóða fram styrki handa
(slendingum til náms á Ítalíu á háskólaárinu
1992-93. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til
framhaldsnáms eða rannsókna við háskóla
að loknu háskólaprófi eða til náms við lista-
háskóla. Styrkfjárhæðin nemur 900.000 lírum
á mánuði.
Umsóknum um ofangreinda styrki, ásamt stað-
festum afritum prófskírteina og meðmælum, skal
skilað til menntamálaráðuneytisins, Sölvhóls-
götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 21. apríl nk. á sér-
stökum eyðublöðum sem þar fást.
Menntamálaráðuneytið, 19. mars 1992.
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN A AKUREYRI
Sjálfsstyrkingar-
námskeið fyrir konur
haldið í samvinnu jafnréttisfulltrúa Akureyr-
arbæjar og fjölskylduráðgjafa Heilsugæslu-
stöðvarinnar á Akureyri.
Á námskeiðinu fá þátttakendur annars vegar
fræðslu um ýmsa þætti sem varða samskipti, þarfir,
heilsu, sögu, hlutverk og stöðu kvenna; hins vegar
verður unnið í hópum og að einstaklingsverkefnum,
sem miða að því að bæta líðan og samskipti og
auka öryggi og hæfni í einkalífi og starfi.
Leiðbeinendur eru Karólína Stefánsdóttir og Val-
gerður H. Bjarnadóttir.
Námskeiðið hefst laugardaginn 2. maí og stendur
í 4 vikur, 2-4 klst. í senn, alls 18 tímar.
Námskeiðsgjald er kr. 4.500.-
Umsóknarfrestur er til 2. apríl.
Umsóknum skal skilað til Jafnréttisfulltrúa, Geisla-
götu 9, á sérstökum eyðublöðum sem fást á Bæjar-
skrifstofunum og Heilsugæslustöðinni.
Upplýsingar veita fjölskylduráðgjafi í síma 25831,
þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10.00-11.00 og jafn-
réttisfulltrúi í síma 21000 mánudaga og fimmtudaga
kl. 12.30-13.30.
Því miður verður að takmarka þátttakendafjölda við
16, og bent er á að konur búsettar á Akureyri og
nágrenni hafa forgang. Gert er ráð fyrir að annað
sams konar námskeið verði haldið á hausti kom-
anda.
Jafnréttisfulltrúi Akureyrar.
Fjölskylduráðgjafi Heilsugæslustöðvarinnar á
Akureyri.