Dagur - 21.03.1992, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 21. mars 1992
Börnin okkar
Kristín Linda Jónsdóftir
Sjáðu hvað ég get!
- um gildi hreyfiþroska
Mannshugurinn er stórkostlegur. Við hönnum, búum til og
tökum í notkun ný og ný tæki og nýja og nýja tækni. Tækin
og tæknin auðvelda okkur sífellt fleiri störf og verkefni, Iétta
á líkamlegu og í sumum tilfellum andlegu álagi. Um leið og
hjálpartækjunum okkar fjölgar gleymum við gildi eigin
hæfni. Það er ekki lengur nauðsynlegt að kunna margföldun-
artöfluna, aðeins að eiga reiknivél, að geta gengið eða hlaup-
ið lengri vegalengdir, aðeins að eiga bfl. Börnin okkar þurfa
ekki lengur að kunna að leika sér aðeins að eiga tölvuspil og
myndbandstæki.
Anton Bjarnason, lektor við Kennaraháskóla íslands, hef-
ur hvatt sér hljóðs og vakið athygli á því hvaða áhrif lífs-
mynstur okkar í dag hefur á líkamlegt atgervi barnanna
okkar. Með fyrirlestrum og viðtölum hefur hann vakið fólk
til umhugsunar um hve mikilvægt það sé að börn fái tækifæri
til að þjálfa eigin hreyfigetu og líkamsstyrk. Fyrir nokkru
hélt Anton fyrirlestur hér á Akureyri, greinin er byggð á
fyrirlestrinum og ýmsum bæklingum Antons um þessi
málefni.
Strax nýfædd byrja börnin okkar
að njóta þeirra hjálpartækja sem
til eru eða ættum við heldur að
segja gjalda tilvistar þeirra?
Börn á fyrsta ári þurfa á öllum
sínum vökutíma að halda til að
feta skrefin fram á við á þroska-
brautinni. Pau þurfa að fá að
liggja á maganum, læra að halda
höfði, spyrna sér áfram, velta sér
á bakið og byrja að skríða. Fá
tækifæri til að skríða um gólfin,
læra að reisa sig upp við borð og
stóla, ganga með, sleppa sér og
æfa fyrstu skrefin. En hver er
raunin?
Fær ungbarnið okkar
að hreyfa sig?
Eða, dvelur ungbarnið okkar í
heftandi tækjum stóran hluta af
vökutíma sínum? Við klæðum
litla krílið okkar, bindum það
niður í ungbarnabílstól, förum í
búðina og skellum stólnum í inn-
kaupakörfuna. Á heimleiðinni
komum við við hjá kunningjum,
höldum á stólnum inn og út aftur
og enn situr barnið í stólnum.
Þegar heim kemur hefur barnið
hugsanlega setið í stólnum í 2-3
klukkustundir. Auk þessarar setu
í ungbarnabílstólnum situr barn-
ið í stól við máltíðir og er hugsan-
lega líka tímunum saman í
göngugrind, leikgrind eða hopp-
rólu. Líkami litla barnsins var
ekki skapaður með þessi hjálpar-
tæki í huga.
Sjúkraþjálfarar telja að börn
innan sex mánaða aldurs eigi
ekki að sitja lengur en hámark
tvær klukkustundir á dag og ekki
lengur en hálfa klukkustund í
einu í sömu stellingu. Því ættum
við að hugsa okkar gang. Gleym-
um samt ekki að sum þessara
hjálpartækja eru mikilvæg örygg-
istæki. Gætum þess aðeins að
ofnota þau ekki því að ef ung-
börn fá ekki tækifæri til að þjálfa
eigin líkama verða þau óvirk og
ná ekki eðlilegum hreyfiþroska.
Dæmigerður dagur
Þegar börn eru um það bil sex
mánaða lýkur fæðingarorlofi og
flest börn fara þá í gæslu hluta úr
degi eða allan daginn. Það er
flókið og margbrotið að lifa í
þjóðfélaginu í dag og eitt megin
einkenni okkar tíma er að allir
eru alltaf að flýta sér.
Að morgni klæðum við börnin
okkar í flýti, höldum á þeim und-
ir hendinni út í bíl og setjum þau
beint í bílstólinn. Við gefum okk-
ur ekki tíma til að gefa barninu
tækifæri til að ganga sjálft út í bíl
og klifra í stólinn sinn. Við stöðv-
um bílinn eins nálægt dyrum dag-
mömmunnar eða leikskólans og
hægt er og hlaupum með barnið í
fanginu á áfangastað.
Allan daginn glímir barnið við
ýmis verkefni á meðan við stund-
um okkar vinnu. Börnin okkar
eru mis heppin. Sum eru í gæslu
hjá dugmiklu fólki, sem drífur
þau út í leiki, gönguferðir og á
leikvöllinn, en því miður alls ekki
öll. Mörg börn dvelja langtímum
saman við ýmis verkefni sitjandi í
stól og setjast beint á rassinn í
sandkassann þegar út kemur.
Að vinnu lokinni náum við í
börnin okkar og förum í mat-
vöruverslun. Þar er börnunum
boðið upp á sæti og sjónvarp. Ef
barnið dvelur ekki við sjónvarpið
krefjumst við þess að það sitji
hreyfingarlaust í járnsæti inn-
kaupakörfunnar á meðan við fyll-
um hana. Ekki sérlega spennandi
hlutskipti það.
Þegar heim kemur höldum við
á barninu inn og sjáum til, er
ekki barnaefni í sjónvarpinu,
kjörið að leyfa barninu að horfa á
það meðan við eldum matinn. Þá
færir barnið okkar sig úr sófan-
um, í eldhússtólinn og þaðan
liggur leiðin inn í rúm. Spurning-
in er hvenær fær barnið tækifæri
til að þjálfa eigin líkama og læra
alla þá hluti sem sérhvert barn
þarf að læra?
„Út um mela og móa“
Flestum börnum á leikskólaaldri
finnst gaman að fara í göngutúr.
Fá að kynnast umhverfinu,
Lífsgleði
Það veitir börnunum okkar ómælda
gleði, ánægju og vellíðan að búa yfir
styrk, þoli og fimi.
Að þora, geta og vilja, geta meira og
meira, meira í dag en í gær.
slæmt? Því er erfitt að svara og
auðvitað eru börnin eins misjöfn
og þau eru mörg. Sem betur fer
eru mörg börn líkamlega vel á sig
komin og að sögn Antons eru
það einmitt þau sem fara í gegn-
um grunnskólann „á grænu
ljósi“. Þau eru vinsæl í bekknum,
og standa ofarlega í virðingar-
stiganum, meðal annars vegna
þess að það er gott að hafa þau
með sér í liði. Hvort sem verið er
að velja í lið í leikfimitímum eða
í leikjum í frímínútum. Þau búa
yfir eftirsóknarverðri getu og
hæfni.
Börn sem eru illa á vegi stödd í
hreyfiþroska eru oft klaufsk. Þau
missa niður hluti, eru lengi að
klæða sig í og úr og eru sein til
því að þau skortir viðbragðsflýti,
fimi, kraft, og færni. Af þessum
orsökum verða þau oft undir í
samfélagi bekkjarins og eru varn-
arlaus gagnvart einelti.
Þau finna að þau standa höll-
um fæti gagnvart öðrum börnum.
Þau skortir því ekki aðeins hæfni
heldur einnig sjálfsöryggi. Þau
skynja að þau geta ekki staðist
samkeppnina í frímínútunum,
leikfimi og sundtímunum. Þau ná
ekki að njóta sín í fótbolta og
leikjanámskeiðum eða í öðrum
tómstundanámskeiðum sem
byggjast á hreyfifærni. Þeim
finnst því eðlilega þessi viðfangs-
efni leiðinleg og eiga því erfitt
með að ná sér á strik og bæta
hreyfiþroskann. Þess vegna eru
fyrstu æviár barnanna okkar svo
mikilvæg, þau skipta sköpum um
hvernig barninu okkar líður í
grunnskólanum. Ef barn stendur
höllum fæti á þessu sviði við upp-
haf skólagöngu þarf það á mark-
vissum stuðningi og þjálfun að
halda til að geta bætt stöðu sína,
sagði Anton.
Númer eitt, tvö og þrjú
Börnin okkar eru það dýrmæt-
asta sem til er. Það er ekki hægt
að eignast nýjan Pétur eða Önnu
ef við vanrækjum hlutverk okkar
sem foreldrar árum saman og
Pétur og Anna eignast ekki þann
grunn sem þau þurfa til að byggja
líf sitt á.
Einn þátturinn í þessum grunni
er eðlilegur hreyfiþroski og gott
líkamlegt atgervi. Ef við aðeins
gætum fundið eina stund á dag til
að leika við börnin okkar.
Hvernig væri að borða kvöldmat-
inn snemma og drífa sig í sund
milli klukkan nítján og tuttugu
með krakkana? Það yrði örugg-
lega ekki erfitt að sofna í barna-
herbergjunum það kvöldið.
Kaupum snjóþotur, sleða,
bolta, húllahúllahringi, tennis-
spaða, sippubönd, og krít til að
kríta parís á planið í stað tölvu-
leikja, Barbie dúkkna og Turtles
kalla.
En það er ekki nóg að rétta
barni nýtt sippuband. Við verð-
um að kenna því listina. Fá það
til að kjósa ánægjuna af leikjum
sem krefjast áreynslu og þjálfun-
ar og skila framförum og hæfni.
Þá erum við að leggja grunninn
að heilbrigðum lífsstíl sem bygg-
ist á því að njóta þess að bæta
eigin líkama, skynja eigin styrk,
liðleika, þol, hæfni og getu.
„Æfingin skapar meistarann.“
Það er gaman að púsla en við þurf-
um líka að læra að hoppa, hlaupa og
stökkva.
hoppa í pollunum, detta í snjó-
inn, velta sér í grasbrekkunni,
finna sóleyjar og fífla, klifra upp
á stóran stein og hoppa niður.
Hve oft gefum við okkur tíma til
að fara með börnin okkar í
göngutúr og leyfa þeim að ganga
sjálfum án þess að reka á eftir
þeim? Eru ekki börnin okkar
miklu oftar bundin niður í kerru,
hreyfingar- og þjálfunarlaus á
meðan við göngum? Kunna börn-
in okkar virkilega bara að ganga
á steyptum götum og parketi?
Hve oft hlaupa þau, hvenær tök-
um við á sprett með þeim? Hve-
nær æfa þau sig í að hoppa,
klifra, sparka bolta, grípa bolta,
elta bolta, og fara kollhnís? Hver
kennir börnunum okkar þrauta-
kóng, eltingarleik, kött og mús
eða að sippa og fara í snú snú?
Svo byrja þau í skóla
Hvernig eru börnin okkar á vegi
stödd þegar leikskólatímabilinu
lýkur og þau byrja í grunnskóla?
Að sögn Antons Bjarnasonar
eru allt of mörg börn ótrúlega illa
stödd hvað varðar líkamlega
hæfni. Almennt telur hann börn í
dag hafa mun verri hreyfiþroska
en jafnaldrar þeirra höfðu fyrir
um það bil tuttugu árum síðan.
Anton segir að mörg sex og sjö
ára börn í dag hafi ekki vald á
hreyfingunni að hlaupa, þau
skortir takt, samhæfingu og stíl.
Þau hafa ekki krafta til að halda
sér á kaðli eða fara í eltingarleiki.
Þau eru nánast hrædd við bolta
og eiga erfitt með að læra að
grípa. Þau hafa hvorki kraft né
jafnvægi til að hoppa, standa á
öðrum fæti, standa á tám eða
stökkva yfir slár.
Börnum sem hefur ekki tekist
að þroska og ná valdi á almenn-
um grófhreyfingum reynist oft
ákaflega erfitt aö ná valdi á fín-
hreyfingum eins og að beita skrif-
færum. Alvarlegast er þó að sögn
Antons að börn sem eru illa á sig
komin líkamlega lenda oft í
félagslegum erfiðleikum í skóla.
í gegnum grunnskólann
á grænu Ijósi
En er ástandið virkilega svona
Næsti þáttur: Leikföng